Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990 Samherji kaupir hlut KEA í Söltunarfélaginu DALVÍKURBÆR ætlar að selja Kaupíelagi Eyfirðinga hlutabréf sín í Utgerðarfélagi Dalvíkinga og er kaupverðið 81,4 milljónir króna samkvæmt drögum að kaupsamningi. Kaupfélagið mun eftir kaupin eiga 97,4% hlut í UD. KEA leggur tveimur skipa sinna, Sólfelli og Baldri og veiði- heimildum þeirra verður bætt við togarana Björgvin og Björg- úlf. Þá selur kaupfélagið eignar- hlut sinn í Söltunarfélagi Dalvík- ur til Samherja hf. á Akureyri. Málefni Útgerðarfélagsins voru rædd á stjórnarfúndi á laugar- PASKATRIMM FLUGLEIÐA í HLÍÐARFIALLIV/AKUREYRI Allir, sem taka þátt í páskatrimminu, eiga möguleika á ókeypis ferð með Flugleiðum innanlands eða erlendis. Komdu og vertu með. FLUGLEIÐIR innanlandsflug dag og á bæjarráðsfúndi á sunnudag. Dalvíkurbær og Kaufélag Ey- firðinga eiga hvort um sig 48,69% hlut í UD og Björgvin Jónsson útgerðarmaður á 2,62%. Fulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga kynnti á stjómarfundi tilboð sem felst í því að félagið leggur fram um 2.000 tonna kvóta, skipanna Baldurs EA-108 og Sólfells EA-640 gegn því að eignast aukinn hlut í ÚD, eða sem nemur 67%. Rekstraráætl- anir varðandi útgerð skipanna tveggja, Björgvins og Björgúlfs voru lagðar fram á fundinum og sagði Valdimar Bragason fram- kvæmdastjóri að með auknum véiðiheimildum að viðbættu hærra fiskverði, sem næmi um 10 krónum á kílóið af þorski ofan á lámarks- verð verðlagsráðs, þá gæti rekstur- inn staðið undir sér. Fulltrúar Dalvíkurbæjar í stjórn ÚD lýstu yfir að ekki myndi nást samkomulag um breytingar á eignaraðild félagins, en bærinn værí reiðubúinn til að selja allt sitt hlutafé í Útgerðarfélaginu. Söltunarfélag Dalvíkur er í eigu sömu aðila, en KEA á 64% hlut í SFD og Dalvíkurbær um 35%. Samheiji hf. á Akureyri kaupir hlut kaupfélagins í Söltunarfélag- • inu,- -en hvað- -þá -sölu- -varðar- -er - nauðsynlegt að Dalvíkurbær afsali sér forkaupsrétti sínum á hluta- bréfum KEA í SFD. í yfirlýsingu frá Samheija segir að markmiðið með kaupunum sé í fyrsta lagi að styrkja stöðu Samheija til lengri tíma litið og í öðru lagi að taka þátt í rekstri öflugrar rækjuvinnslu sem starfrækt verður á Dalvík. Á bæjarráðsfundi á sunnudag höfnuðu fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn því að KEA yki ein- hliða hlut sinn í ÚD en bæjarstjóra var falið að taka upp viðræður um sölu á hlutabréfum bæjarins í fé- laginu. Fulltrúi minnihlutans í bæjarráði lét bóka að hann gæti fallist á að KEA yki hlutafé sitt í félaginu gegn því að leggja fram auknar veiðiheimildir og að ef framkomnar tillögur næðu fram að ganga teldi hann rekstrar- grundvöll félagsins viðunandi. Þá taldi fulltrúi minnihlutans einnig óeðlilegt í ljósi atvinnuástandsins í bænum að Dalvíkurbær dragi fé út úr atvinnurekstri og fæli aðild og stjórnun í hendur annarra aðila. Fyrir bæjarstjórnarfundi á Dalvík sem haldinn verður í dag liggja drö að kaupsamningi á milli Dalvíkurbæjar og Kaupfélags Ey- firðinga um kaup KEA á öllu hlut- afé bæjarins í ÚD á 81,4 milljónir króna, sem greiðist með 10 ára skuldabréfi og sömu vaxtakjörum og skuldabréf Atvinnutrygginga- - sjóðs' bera; sem eru rtú -5%: - - Útgerðarfélag Dalvíkinga: KEA kaupir hlut bæjarins og leggur veiðiheimildir á móti Morgunblaðið/Rúnar Þór Gertklárt Ragnar Víkingsson trillusjómaður í Hrísey var að gera bátinn kláran um helgina þegar ljósmyndari var þar á ferðinni. Iþróttamaður Akureyrar: ÚTIHURÐIR Mikið úrval. Sýningarhuröir á staðnum. Tré-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777, Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og 84461, Tró-x, Iðavöllum 6, Keflavík, s. 92-14700, Trésmiðjan Börkur, Frosta- götu 2, Akureyri, s. 96-21909. Sæplast hefur keypt Plasteinangrun SÆPLAST hf. á Dalvík hefúr keypt Plasteinangrun hf. á Akureyri og var kaupsamningur undirritaður um helgina. Sæplast tekur við rekstrinum þegar fyrir liggur uppgjör um stöðu Plasteinangrunar um síðustu mánaðamót. Pétur Reimarsson framkvæmda- hafa sína og bauð að greiða 21% stjóri Sæplasts sagði að vélar og af skuldum. Pétur sagði að miðað tæki Plasteinangrunar yrðu flutt væri við í kaupsamningi að nauða- frá Akureyri til Dalvíkur, en ekki samningamál Plasteinangrunar væri búið að ákveða nákvæmlega væru frágengin. Veðhafar myndu hvenær sá flutningur yrði. Hluta- taka yfir húseign fyrirtækisins við bréf í Plasteinangrun verða afhent Óseyri, en Sæplast tæki við rekstr- Sæplasti þegar uppgjör liggur fyrir1 inum og vélar og tæki yrðu flutt og tekur fyrirtækið þá formlega við til Dalvíkur. rekstrinum. Uppistaðan í framleiðslu Pla- Plasteinangrun fékk á síðasta ári steinangrunar síðustu mánuði hefur fimm mánaða greiðslustöðvun og verið trollkúlur, en frá því í haust að henni lokinni fór félagið fram á hefur fyrirtækið ekki framleitt að gera nauðasamninga við kröfu- fiskikassa, en norskt fyrirtæki hafði einkarétt á þeim framleiðslu og sagði það samningi við Plastein- angrun upp síðastliðið haust. v; Pétur sagði að stefnt væri að aukinni sölu trollkúlna á erlendum mörkuðum og einnig væri fyrir hendi áhugi á að ná samningum við Norðmennina eða aðra aðila nm framleiðslu á fiskikössum. Þá hefði mikill undirbúningur verið unnin af hálfu Plasteinangrunar vegna tunnuframieiðslu og myndi hann nýtast Sæplasti að einhveiju leyti. „Við ætlum að skoða okkar gang í rólegheitum, en mér sýnist á öllu að þetta eigi að geta gengið ágæt- lega,“ sagði Pétur. Plasteinangrun var í eigu Kaup- félags Eyfirðinga og Sambands íslenskra samvinnufélaga sem áttu hvort um sig 50% hlut. 20 milljónir í snjómokstur Þorvaldur kjörinn Þorvaldur ÞORVALD- UR Örlygs- son knatt- spyrnumað- ur var kjör- inn íþrótta- maður Akur- eyrar 1989 á ársþingi íþrótta- bandalags Akureyrar sem haldið var um helgina. Þorvaldur lék knattspyrnu með íslandsmeisturum KA síðasta sumar og var einn af lykilmönnum liðsins. Auk Þor- valdar fengu fjórir aðrir íþróttamenn viðkenningu. í öðru sæti var Haukur Eiríksson skíðamaður úr Þór, Erlingur Kristjánsson, fyririiði KA síðasta sumar og þjálfari sama liðs í handknattleik varð þriðji, Stefán Jóhannesson blakmaður úr KA varð fjórði og Guðmundur Benidiktsson sem spilar bæði handknattleik og knattspyrnu með Þór varð í fimmta sæti. Á ársþinginu var Óðni Árna- syni afhentur afreksbikarinn, en hann veittur einhveijum þeim sem unnið hefur mikið að íþróttamálum með. börnum og unglingum. YFIR 20 milljónir króna hafa farið í snjómokstur á Akureyri það sem af er ári, en á fjárhags- áætlun var gert ráð fyrir 16,8 milljónum króna í snjómokstur á öllu árinu. Snjómokstur hefúr verið óvenjumikill í vetur og einnig í fyrravetur og má gera ráð fyrir að á milli 40-50 milljón- ir króna hafi verið notaðar til að moka snjó síðustu tvo vetur. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að þegar vika var eftir af marsmánuði hafi verið búið að eyða 18,7 milljónum króna í snjóm- okstur, en með þeim tveimur vikum sem liðnar eru að auki megi gera ráð fyrir að yfir 20 milljónir króna hafi farið í moksturinn. Af þeim 18,7 milljónum króna sem bærinn hefur greitt í snjó- mokstur er virðisaukaskattur 3,7 milljónir króna. Á fjáhagsáætlun var gert ráð fyrir 16,8 milljónum króna í snjó- mokstur og hafði framlagið þá hækkað um 6 milljónir króna frá upphaflegri áætlun. „Siðustu tveir vetur hafa verið óvenju erfið- ir og snjómokstur þessa vetur kost- ar bæinn líklega 40 eða jafnvel hátt í 50 milljónir króna, það stefnir allt í það. En við þessu er ekkert að gera, nú verðum við bara að vona að fari að vora, og að það vori hægt og rólega,“ sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.