Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990
37
Arndís Baldurs,
Blönduósi - Kveðja
Fædd 30. október 1899
Dáin 31. mars 1990
Hún átti ei til neitt tál né fals,
hún trúði á dyggðir manna,
á frelsi og rétt í framsókn alls
hins fagra, góða og sanna.
(E. Ben.)
Bjartar minningar bernskunnar
eru sjóður, sem sækja má í styrk
á erfiðum tímum, og þeir, sem þar
eiga hlut að, leggja til gott vega-
nesti fyrir framtíðina. Margar góð-
ar bernskuminningar eru tengdar
heimili afa og ömmu á Blönduósi,
en þar dvaldi ég nokkur sumur
og var tíður gestur þess utan.
Hugurinn hvarflar til ýmissa smá-
atvika, sem grópast í minni. Þó
er eftirminnilegastur sá andblær
hljóðrar hamingju og kyrrðar, sem
ríkti á heimilinu, þar sem alltaf
var nægur tími til að sinna kraft-
miklum drengjum, þrátt fyrir að
gestkvæmt væri oft. Þó oft væru
gerð ýmis strákapör var öllu tekið
með jafnaðargeði og gert gott úr
málum á þann veg að af lærðist.
Sú ræktun var ekki síðri hinni
náttúrlegu, sem amma stundaði
af natni og eljusemi við erfið skil-
yrði af náttúrunnar hálfu, en
hrifnastir vorum við strákamir af
rabarbaranum, sem við náðum
okkur í leyfislaust, en án ámæla
ef upp um komst. Þá eru ekki síður
eftirminnilegar vangaveltur um
lífið og tilveruna, sem fram fóru
á baðherberginu meðan skrúbbað
var af skítugum fótum eftir dag-
langar íþróttaiðkanir berfættur á
Kvennaskólatúninu, þar sem rætt
var um sigra og töp.
Amma var hreinskiptin, glað-
vær og þoldi ekki_ órétt og mátti
ekkert aumt sjá. Ég minnist þess
að á veturna gaf hún smáfulgum
á hveijum degi og var alltaf krökkt
af þeim við húsið að vetrariagi.
Þegar hallaði að ævikvöldi leit-
aði hugur hennar oft til bernskuár-
anna, og þeirra erfiðleika, sem hún
lifði þá. Og einnig til þess tíma,
er hún gifti sig og stofnaði heim-
ili og þeirrar hamingju, sem það
veitti henni. Hún hertist af mót-
lætinu og mat því hamingjuna
þess meir, þegar hana bar að
garði.
Þ.B.
Ferming í Siglufjarð-
arkirkju á skírdag
Ferming í SigluQ arðarkirkj u
skírdag. Prestur sr. Bragi Ingi-
bergsson. Fermd verða:
Aðalbjörn Sigurður Filippusson,
Norðurgötu 13.
Agnar Þór Sveinsson,
Lækjargötu 11.
Aldís Stefánsdóttir,
Hafnartúni 10.
Ásdís Hrund Þórarinsdóttir,
Túngötu 38.
Benedikt Þorsteinsson,
Laugarvegi 13.
Birkir Þór Sigurðsson,
Suðurgötu 57.
Bjarni Friðrik Jóhannesson,
Hólavegi 75.
Björgvin Davíð Björnsson,
Hvanneyrarbraut 63.
Davíð Aðalsteinsson,
Lækjargötu 4C.
Elva Dögg Sverrisdóttir,
Hafnartúni 8.
Eygló Möller,
Suðurgötu 82.
Fríða Maríanna Stefánsdóttir,
Túngötu 40.
Heimir Birgisson,
Hlíðarvegi 9.
Helga Hermannsdóttir,
Kirkjustíg 9.
Hrafnhildur Ólafsdóttir,
Faxavegi 33.
Ingvar Þór Kristjánsson,
Fossvegi 31.
Jóna Jakobina Þorgeirsdóttir,
Hólavegur 37.
Kjartan Sigutjónsson,
Suðurgötu 60.
Margrét Kristinsdóttir,
Hafnargötu 14.
Ólöf Eirný Gunnarsdóttir,
Aðalgötu 28.
Ragnar Haukur Hauksson,
Suðurgötu 50.
Renzo Gústav Passaro,
Hólavegi 67.
Róbert Pálsson,
Hvanneyrarbraut 61.
Soffía Aðalsteinsdóttir,
Suðurgötu 66.
Þóra Kristín Steinarsdóttir,
Hólavegi 95.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
Ljósavél til kennslu gef-
in á vélstjórabraut
Keflavík.
Vélstjórabraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja fékk nýlega afhenta
ljósavél að gjöf frá athafhamönnunum og bræðrunum Birgi og
Axel Pálssonum í Keflavík. Ljósavélin er úr Jöfri KE 17 sem
þeir bræður gerðu út um árabil en varð að víkja á sínum tíma
þegar miklar breytingar voru gerðar á skipinu.
Af þessu tilefni fór fram stutt
athöfn í húsnæði vélstjórabrautar-
innar, þar sem skólanum var
formlega afhent vélin ásamt fleiri
gjöfum sem honum hafa borist,
Kristófer Þorgrímsson gaf álags-
hemil sem kemur sér vel við
kennslu og einnig gaf Vélstjórafé-
lag Suðurnesja 50 þúsund krónur.
Til að hægt væri að nýta ljósavél-
ina sem er af tegundinni Caterpill-
ar, þurfti ýmsan búnað og gaf
Hekla hf. í Reykjavík,- sem er
umboðsaðili vélarinnar, ræsibún-
að, hljóðdeyfi og mæla - og
Sjóvá-Almennar gaf mæla í aðai-
töflu.
Ægir Sigurðsson skólameistari
þakkaði gjafírnar fyrir hönd
skólans og gat þess að skólinn
væri orðinn ágætlega búinn tækj-
um sem honum hefði áskotnast á
undanförnum árum, þó margt
vantaði í safnið enn. Líkti hann
söfnun tækja að skólanum við
söguna um naglasúpuna þar sem
byijað var með einn nagla en að
lokum var komin dýrindis súpa.
BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Óskar Jónsson fyrsti kennarinn og stundum kallaður faðir vél-
stjórabrautarinnar kom til að gangsetja ljósavélina. Við hlið
hans stendur Birgir Axelsson.
Skóla- og fræðslumál
íþrótta- og æskulýðsmál
4. fundur í fundaherferö Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík verður í dag
þriðjudaginn 10. apríl, kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu í Njarövík.
Málshefjendur: Gylfi Guðmundsson, skólastjóri, Stefán E. Bjarka-
son, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Kristbjörn Albertsson, kennari.
Allir áhugamenn um bæjarmál í Njarðvík eru hvattir til að mæta.
Sjálfstæðisfélögin í Njarðvik.
Almennur félagsfundur
í Sjálfstæðisfélagi Kjalnesinga verður haldinn í Fólkvangi þriðjudag-
inn 17. apríl kl. 20.
Fundarefni:
1. Tillaga að starfsreglun fyrir D-listann í Kjalarneshreppi.
2. Framboðslistinn fyrir sveitarstjómarkosningarnar í vor.
3. Kaffiveitingar.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Rangárvallasýsla
Aðalfundur Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvalla-
sýslu, verður haldinn í Laugafelli laugardaginn 14. apríl kl. 17.00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Allt ungt sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta og taka þátt i starfinu.
Stjórnin.
I.O.O.F. Rb. 1 =1394108-M.A.
□ EDDA 59901047 - 1 Atkv.
□ HELGAFELL 59904107 VI2
□ HAMAR 59904107-Pskaf.
□ SINDRI 59901047 - Fr.
AD-KFUK
Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt-
mannsstíg 2b. Margrét og Helga
Steinunn Hróbjartsdætur sjá um
efni fundarins.
Útivist
Tunglskinsganga
og fjörubál í Akurey. Fyrsta Úti-
vistarferðin í eynna, sannkölluö
ævintýraferð. Brottför frá Grófar-
bryggju kl. 20.00.
Verð kr. 500.
Sjáumst.
Útivist.
IMIÍlMHlBBBmBMB——M—
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Þriðjudagur 10. apríl
kl. 20
Kvöldganga á fullu tungli -
blysför.
Gengið frá Moshlíð (í Hafnarfirði
v. kirkjug.) um Flóttaveginn
(Gamla Flóttamannaveginn) að
Vífilsstaðahlíð og Vífilsstöðum.
Áning við söng og kertaljós í
Maríuhellum. Tilvalin fjölskyldu-
ganga. Verð 400 kr., frítt f. börn
15 ára og yngri með foreldrum
sínum. Blys kr. 100. Þetta verður
sannkallað ævintýri á gönguför.
Brottför frá Umferóarmiðstöð-
inni, austanmegin (farþegar
teknir á leiðinni). Verið velkomin!
Ferðafélag Islands.
L m Útivist
Páskaferðir
Snæfellsnes - Snæfellsjökull
12.-15. apríl. Góð gisting á
Lýsuhóli. Sundlaug. Gönguferðir
við allra hæfi, m.a. á jökulinn.
Fararstjórar: Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir og Ásta Þorleifsdóttir.
Verð: 5.500/6.000.
Þórsmörk - Goðaland. 5 d.
12.-16. apríl, 3 d. 14.-16. apríl.
Gönguskiðaferð. Gengið frá
Merkurbrú í Bása. Séð um flutn-
ing á farangri. Góð aðstaða í
Útivistarskálunum í Básum.
Fararstjórar: Reynir Sigurðsson
og Rannveig Ólafsdóttir. Verð:
5.500/6.000 og 4.500/5.000.
Gönguskíðaferð. Þingvellir -
Hlöðufell - Haukadalur. 14.-16.
apríl. Gönguskíðaferð fyrir fólk í
góðri þjálfun. Fyrsta nóttin í tjaldi
við Kerlingu, önnur í skála á
Hlööuvöllum. Fararstjóri: Óli Þór
Hilmarsson. Verð: 4.500/5.000.
Undirbúningsfundur fyrir ferðina
verður i kvöld þriðjud. 10. apríl á
skrifst. Útivistar, Grófinni 1 og
hefst kl. 20.30.
Miöar i páskaferðirnar seldir á
skrifst. Sími/símsvari 14606.
í Útivistarferð eru allir velkomnir.
Sjáumst! Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Dagsferðir um
bænadaga og páska
iímuamumaaMumMMMá
Skirdagur 12. apríi kl. 13.
a. Tröllafoss-Hrafnhólar. Létt
ganga. Tröllafoss skoðaður í
vetrarbúningi. Verð 800 kr.
b. Skfðaganga á Mosfellsheiöi.
Gott skíðagönguland við allra
hæfi. Verð 800 kr.
Föstud. langi 13. apríl ki. 13.
Músarnes-Saurbær. Skemmti-
ieg fjöruganga á Kjalarnesi. Til-
valin fjölskylduferð. Verð 800 kr.
Laugardagurinn fyrir páska, 14.
apríl kl. 13.
a. Óseyrarbrú-Stokkseyri-Garð-
yrkjuskólinn. Fróðleg og fjöl-
breytt ökuferð. Verð 1200 kr.
b. Skiðaganga: Hveradalir-Hell-
isheiði-Hveragerði. Hellisheiðin
stendur fyrir sínu. Verð 1000 kr.
Annar í páskum kl. 13.
a. Búðasandur-Maríuhöfn.
Strandganga í Hvalfirði.
M.a. skoðaðar minjar um kaup-
höfn frá 14. öld. Verð 1000 kr.
b. Skíðaganga: Kjósarskarð-
Meðalfellsvatn. Hressandi
skíðaganga. Verð 1000 kr.
Brottför í ferðirnar frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin. Fritt
fyrir böm með foreldrum sínum.
Nýtið páskana til útiveru með
Ferðafélaginu. Veriö velkomin!
Við minnum á að afmælisgangan
i tilefni 60 ára afmælis Hvítárnes-
skála hefst eftir 2 vikur (22. apríl).
Ferðafélag íslands.
áliiiiUiUiUUiiilitiii
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Ferðafélag íslands
Fjölbreyttar Ferðafélags-
ferðir um páskana
1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull,
3 dagar (12.-14. apríl).
Jökulgangan og hin fjöl-
breytta strönd undir Jökli er
að sjálfsögðu aðalaðdráttar-
afl ferðarinnar, en ekki síður
frábær gistiaðstaða i svefn-
pokaplássi á Görðum í Stað-
arsveit. Skipulagðar göngu-
ferðir, um fjöll og strönd, við
allra hæfi. Kvöldvaka. Stutt í
sundlaug. Fararstj. Kristján
M. Baldursson og Ásgeir
Pálson.
2. Landmannalaugar, skíða-
gönguferð, 5 dagar
(12.-16. apríl).
Gengið frá Sigöldu, 6-7 klst.
Séð verður um flutning á far-
angri. Það er ógleymanleg
upplifun að kynnast Land-
mannalaugum í vetrarbún-
ingi. Fararstj. Jón Gunnar
Hilmarsson og Daði Garðars-
son. Brottför skírdagsmorg-
un kl. 08.00.
áUÉUtUiWiUUUtiiÉ
3. Páskaganga í Þórsmörk, 3
dagar (14,- 16. apríl). Geng-
ið verður á skíðum frá Merk-
urbæjunum inn í Langadal.
Góð gisting í Skagfjörðs-
skála.
Pantið strax i ferðirnar. Sætum
fer fækkandi. Skrifstofan á
Öldugötu 3 er opin alla virka
daga frá kl. 9-17.
Við minnum ennfremur á dags-
ferðir um bænadaga og páska.
Nánari upplýsingar um ferðirn-
ar á skrifst. Pantið tímanlega.
Páskaferðirnar sem og aðrar
Ferðafélagsferðir eru fyrir fólk
á öllum aldri. Verið með!
Ferðafélag Islands.
Ymíslegt
Trésmiðurinn
Simi 91-40379 á kvöldin.
istendingur óskast
Danskur kennari, sem dvelur hér
í nokkra mánuði, óskar eftir
karli/konu, íslending 2-3svar í
viku til æfinga i talmálinu (radio
& TV).
Simi 36021.