Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990 . 39 Mannrán á aðalfundi SFR eftir Asgeir R. Helgason Það er merkilegt að verða fyrir þeirri lífsreynslu að vera kyrrsettur með valdi á félagsfundi í almennu félagi. Það er líka merkilegt að verða fyrir þeirri heimsku að menn skuli neyddir til þess að hlýða á hrútieiðinlegar ræður í kiukkutíma í reykmettuðum og daunillum salar- kynnum til þess eins að fá að neyta atkvæðaréttar síns í lýðræðislegu félagi. Píslargangan hefst Mín sorgarsaga hófst eiginlega á því að ég var svo óheppinn að vera að vinna um kvöldið þegar kjósa átti í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana þar sem ég er félags- maður. Ég gat ekki séð þetta fyrir og hafði því enga möguleika á að kjósa utan kjörstaðar. Því reyndi ég að sæta lagi rétt fyrir kl. 21 og skreppa á aðalfundinn svona rétt til að nota kosningaréttinn. Nú, ég kem inn í vel heit_ og reykmettuð salarkynni Hótels Islands þar sem fundurinn var haldinn og í granda- leysi gef ég mig fram við kjörnefnd og fæ afhent kjörgögn. Þetta hefði ég betur látið ógert því með þessu hafði ég óafvitandi undirritað tíma- bundna frelsissviptingu eða firrt mig rétti til að greiða atkvæði í félaginu ella. Með þaninn kassann Iivernig þá, spyijið þið. Jú, þann- ig var að ég uppgötvaði það mér til sárrar hrellingar að sjálf at- kvæðagreiðslan átti ekki að fara fram fyrr en klukkutíma síðar og ég, maður í vinnu, sá náttúrulega í hendi mér að ég hafði hlaupið á mig með að vera að mæta þarna of snemma. Því hugðist ég nota tímann fram að kosningu, enda hafði ég mælt mér mót við fólk útaf minni vinnu kl. 21.30 og þótt skítt að þurfa að svíkja það stefnu- mót. En þegar ég hugðist yfirgefa reykjarkófið vatt sér að mér vörpu- legur maður í einkennisbúningi og spurði hvasst: Hvert ert þú að fara vinur? Ég horfði á manninn ráðvillt- ur og hissa, nú út, svaraði ég með spurn í röddinni enda vanari því að dyraverðir meinuðu mér að komast inn á skemmtistaði frekar en út. Ut, nei góði minn, héðan fer enginn út fyrr en búið er að kjósa. Nú var mér öilum lokið. En hvað ef ég ætla nú ekki að kjósa sagði ég svona rétt til að klóra í bakkann. Eða ertu að segja mér að ég sé hér í fangelsi góði maður, bætti ég við til að sýnast örlítið borubrattur. r \ HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. ^ meiri ánægja^ .iióaBrnA 'iöb Nú kom örh'tið á dyravörðinn svo hann vatt sér að mjög svo valds- mannslegum manni sem var að því mér skildist í kjörstjórn og spurði hann ráða. Nei, þú ferð ekki héðan út nema afhenda mér kjörgögnin svaraði valdsmannslegi maðurinn og þandi út brjóstkassann svona rétt til að sýna að hann gæti nú alveg ráðið við mig ef ég ætlaði að æða út án hans leyfis. Ég leit á brjóstkassann og dyravörðinn og mér skildist að út kæmist ég aldrei að minnsta kosti ekki í heilu lagi nema að skila sneplunum. Þá það hugsaði ég það er best að ná í snepl- ana, en þá hafði ég skilið eftir hjá kunningja mínum inni í salnum til varðveislu á meðan ég sinnti minni plikt. Sneplarnir voru sóttir og aftur gengið fyrir kjörstjórn. Má ég ekki skila þessum gögnum hér og fá önnur þegar ég kem aftur í húsið, spurði ég ábúðarmikla konu sem var vandlega merkt kjörstjórn. Þú getur skilað gögnunum ef þú vilt sagði hún með frekjutón í rödd- inni en þá eru þau bara ógild og þú færð ekki önnur gögn. En, sagði ég og reýndi að útskýra fyrir kon- unni að ég væri í vinnunni og hefði óvart meldað mig inn of snemma vegna misskilnings. Nei, kemur ekki til mála og þar með var það afgreitt mál. Að líða fyrir lýðréttinn Ég varð því annað hvort að velja á milli þess að fara af fundi, skila kjörgögnunum (sem ég blessunar- lega fann) og fyrirgera þar með rétti mínum til að kjósa eða sitja Ásgeir R. Helgason inni í alltof heitum fundarsal fullum af krabbameinsvaldandi svitalykt og hlusta á endalausa lofræðu frá- farandi formanns um sjálfan sig, til að fá að kjósa. Að ekki sé talað um að svíkja þá skjólstæðinga mína sem ég hafði lofað að hitta þá um kvöldið. Það var svo til að bæta gráu ofan á svart að ájá fólk sem hafði haft vit á því að mæta ekki á staðinn fyrr en rétt fyrir kosn- ingu, fá sín kjörgögn án fyrirstöðu. Nú var minn maður orðinn svo reið- ur út í þessar heimskulegu kosn- ingareglur að hann ákvað að þrauka fundinn þó ekki væri nema til þess að fá tækifæri til að kjósa ekki frá- farandi stjórn ef vera skyldi að Þú getur lækkað fargjaklið þitt Innlegg í ferðasjóðinn 1000 krónur Handhafi þessa seðils sparar sér 1000 krónur ef hann staðfestir ferð til Costa del Sol, Mallorka eða Algarve í Portúgal fyrir 1. maí. Hver einstaklingur getur skilað einum miða þannig að fimm manna fjölskylda sparar sér fimm þúsund krónur o.s. frv. Ekki skiptir máli hvenær sumars ferðirnar eru farnar. Fylgist með augiýsingum okkar á næstunni til að fá fleiri miða. URVAL-UTSYN Oriigg þjóniuita um allan heim Álfabakka 16, simi 60 30 60 og Pósthússtræti 13, simi 26900. i -----r~r Oö A8 sa :IMI3 nýtt fólk hefði þann snefil af greind sem þarf til að sjá til þess að slíkur skrípaleikur endurtaki sig ekki. Allt er gott sem ... Jæja, hugsaði ég það er best að bíða eftir úrsiitum kosninganna og sjá hvort ég hafi haft erindi sem erfiði. Nú ég beið til klukkan hálf þijú um nóttina og þá loksins voru úrslitin kynnt. Viti menn mitt fólk hafði borið sigur af hólmi, hvílíkur léttir. Ég verð þó að viðurkenna að ég kenndi svolítið í bijósti um frá- farandi formann sem hefur að baki langt .og oft á tíðum vanþakklátt og óeigingjarnt starf. Ég held að við stöndum öll í þakkarskuld við Einar og vona að hann fái verðugan stall í sögu félagsins okkar. En nú eru nýir tímar og nýtt afl hefur tekið við stjórnartaumunum og þá er bara að vona að ég þurfi aldrei aftur að ganga í gegnum þær hörm- ungar að þurfa að sitja heilan aðal- fund í svita og kófi til þess eins að fá að neita minna sjálfsögðu lýðrétt- inda. Höíundur er upplýsinga.fulltrúi og félagsmaður í Starfsmannafélagi ríkisstofnana. ' Loftpressur margar gerðir Hagstætt verð Olíufélagið hf 681100 Sambyggðar trésmíðavélar Bandsagir Spónsagir Rennibekkir Yale LYFTARAR YALE lyftari ef þú ætlar að kaupa lyftara fyrir framtíðina ARVIK ÁRMÚU 1 -REYKJAVlK- SlMI 687222 -TELEFAX 687296 pV CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 Hvaðer Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Armstrong’ % Ávallt til á lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640 Kork*o*Plast GÓLF-GLJÁI Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parkett og steinflísar. Notið aldrei salmiak eða önnur sterk sápuefni á Kork*o*Plast KinksunnboA ú íslandi: ÁÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Múlatori’i. s. 3S640.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.