Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990
43
Þungt er það höfuð
sem kórónu ber!
eftirJónas
Þorsteinsson
Eftir að hafa siglt breska farþega-
skipinu „Queen Elizabeth 11“ gegn-
um Panama-skurðinn nýlega og sam-
dægurs heyrt í „Útvarp Reykjavík"
á 15767 kHz að Bretadrottning
kæmi til íslands í sumar, fór ég að
íhuga, hve mörg okkar vita að for-
sætisráðherra Englands, frú Margar-
et Thatcher, hefur ekki mestu völdin
þar — heldur hennar konunglega
hátign Elizabeth II af guðs náð
drottning Bresku samveldisland-
anna, Englands og Norður-írlands.
Erkibiskupinn skipar hún og til ridd-
ara slær hún breska þegna er fram
úr öðrum skara. Herinn er henni eið-
svarinn, en ekki ríkisstjóminni. Þjóð-
réttarlega getur drottningin rekið
forsætisráðherrann og neitað að
skrifa undir lagaskipanir frá þinginu.
Hún hefur ekki notfært sér þetta
vald — neitunarrétti konungs hefur
ekki verið beitt í þinginu síðan 1707.
Bretar eru enn „gamaldags" í mörgu,
þótt þeir séu einhver mesta menning-
arþjóð veraldar. Hennar hátign
greiðir ekki skatta, þótt hún fái sem
svarar 645 milljónum íslenskra króna
í árslaun, ásamt öðrum hlunnindum.
Kaup þetta verður drottningin að
nota til uppihalds og viðhalds á Buck-
ingham-höllinni, Windsor-kastala,
konunglega skemmtiskipinu „Britt-
anica“ og nokkrum öðrum eignum.
England er eitt vinsælasta ferða-
mannaland í Evrópu, einmitt vegna
konungdæmisins. Fólk um víða ver-
öld fylgist betur með hennar hátign
og fjölskyldu en frægustu kvik-
myndaleikurum. Þegar Karl ríkiserf-
ingi og lafði Díana giftust, varð
hreinn hagnaður ríkissjóðs af öllu
sem inn kom í sambandi við brúð-
kaupið um 484 milljónir íslenskra
króna. Vegna þess hve kóngahaldið
er arðvænlegt, mun engum rétt
Jónas Þorsteinsson
„Forsætisráðherra
Englands, frú Margaret
Thatcher, er ekki
valdamest þar.“
hugsandi í þinginu koma til hugar
að beita sér fyrir niðurlagningu þess.
Hennar hátign Elizabeth II hefur
boðist til að segja af sér, hvenær sem
þegnarnir óska. Það er manna sögn
að drottningin sé margfaldur milljón-
eri í enskum pundum, en í rauninni
á hún ekki allt, sem henni er talið.
Hún á ekki konunglegu skartgripina,
sem geymdir eru í „Tower of Lon-
don“, ekki heldur gífurlegt safn dýr-
mætra listaverka, kastala o.fl. Ef hún
segði af sér, mundi ofan nefnt renna
beint í ríkiskassann.
Með okkar frægu gestrisni skulum
við gera drottningunni íslandsferðina
ógleymanlega!
lliifiimlur eryfirlóðs við
Panama-skurð.
SœÍkerans
Akureyrí:
Hólabúðin.
Verslunin Þorpið.
Shell-nesti - Hörgárbraut.
Söluturninn Esja.
Verslun Sig. Fanndal, Siglufirði.
Kaupfélag Skagfirðinga, Varmahlíð.
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Ábœr, Sauðárkróki.
Verslunin Tindastóll, Sauðárkróki.
Verslun Haraldar Júlíuss. Sauðárkróki.
Vöruhús Hvammstanga.
Staðarskáli Hrútafirði.
Kaupfélag Húnvetninga, Skagaströnd.
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Verslunin Vísir, Blönduósi.
Esso Blönduósi
Verslunin Dalakjör, Búðardal.
Setta, Stykkishóbni.
Verslunin Hólmkjör, Stykkishólmi.
Essoskálinn, Flateyri.
Verslunin Grund, Grundafirði.
Verslunin Kassinn, Ólafsvík.
Kjörbúðin, Hellissandi.
Verslunin Suðurver, Suðureyri.
Hamraborg hf. ísafirði.
Söluturninn Vitinn, ísafirði.
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi.
Verslunin Skagaver, Akranesi.
Verslunin Grundaval, Akranesi.
K.Á. Selfossi.
Verslunin Höfn, Selfossi.
Ólabúð, Eyrarbakka.
Söluskáli, Landvegamótum.
Söluskálinn Björk, Hvolsvelli.
Staðarkjör, Grindavík.
Söluturninn Braut, Grindavík.
Samkaup, Njarðvík.
Kaupfélag Suðurnesja, Sandgerði.
K.Á. Vik.
K.Á. Kirkjubœjarklaustri.
K. Kristmanns, Vestmannaeyjum.
KASK, Höfn Hornafirði.
KASK, Djúpavogi.
Snekkjan, Fáskrúðsfirði.
Melabúðin, Neskaupstað.
Verslunarfélag Austurlands, Egilsstöðum.
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík.
Reykjavík og nágrenni:
Kjötstöðin, Glœsibœ.
Plúsmarkaðurinn, Vesturbergi.
Plúsmarkaðurinn, Álfaskeiði.
Plúsmarkaðurinn, Grímsbœ.
Plúsmarkaðurinn, Sporhamrar.
Verslunin Austurstrœti 17.
Vínberið Laugavegi.
Söluturninn Grímsbœ.
Söluturninn Iðufelli 14.
Söluturninn Lœkur, Lœkjargötu.
Sölutúrinn Barmahlíð 8.
Lóukjör, Kópavogi.
íslensk dreifíng sími 68 73 74
Mikilvæg
undirstaða
-felst í þessu litla hylki
Ef líkama þinn vantar réttu bætiefnin er hætt við
að ýmislegt fari úrskeiðis. Hvernig gengur að
vakna á morgnana? Hvað með námsgetuna,
þrekið, skapið, hárið, húðina og neglurnar?
Þú getur tryggt líkamanum rétta undirstöðu með
Magnamín bætiefnahylkjunum.
■ Taktu góða Magnamínlotu - með morgunmatnum
Magnamín með morgunmatnum
- treystir undirstöðuna.
yy. * NtaraMiabK
Hftt&NO AUGtÝSINGASTOfA