Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 M!Ð HJÓLUM FYRIR PARKETT j OG DÚK skapar betra andrúmsloft," segir Guðmundur. „Ég held meira að segja að ég hafi mikið til byijað að æfa til að geta kíkt á strákana,“ segir Inga. „Ég byijaði að æfa með systur Ivars Haukssonar, sem keppti á mótinu. Hún hætti en ég hélt áfram og skipulegar æfingar hjálpuðu mér að losna við bakmeiðsli sem höfðu hijáð mig eftir að ég mejddi mig í djassballett. Áður en ég ákvað að fara í vaxtarræktina hafði ég æft dans meira og minna frá þriggja ára aldri.“ Leið Guðmundar inn í vaxtarræktina var með öðrum hætti, óánægja og minnimáttarkennd vegna eigin vaxtarlags ýtti honum fyrst út í venjulega líkamsrækt. „Fyrir sex árum var ég horaður, 62 kíló að þyngd með innfallinn bijóstkassa og signar axlir. Ég fór með tveimur kunningjum, sem síðar hættu en ég sá fíjótlega árangur sem varð mér hvatning. Síðar ákvað ég að byija á raunverulegri vaxtarrækt, sem krefst meira erfiðis, enn betra mataræðis og aga en almenn líkamsrækt. Alltof oft er þessu tvennu ruglað saman,“ segir Guðmundur. Ekkikvenkyns vatröll „Ég held að einmitt þess vegna hræðist margar stelpur að þjálfa líkama sinn með líkamsrækt. Þær halda að vöðvarnir vaxi þeim upp fyrir haus á fyrstu æfingu. Það er útbreiddur misskilningur að þjálfun geri kvenfólk karlmannlegt. Réttar æfingar og mataræði skila bara spengilegum kroppi, ekki kvenkyns vöðvafjöllum. Það er frekar að þú laðir kvenleikann fram en hitt, svo er aftur spurning hvað þú vilt fara langt í þjálfun líkamans. Sjálf ætla ég ekkert að bæta á mig vöðvum heldur fínstilla þann grunn sem ég hef og ég hef æft eins og vaxtar- ræktarmaður, ekki venjulega lík- amsrækt. Samt er ég ekki neitt vöðvatröll. . .“ segir Inga. Guðmundur bætir við: „Annar misskilningur varðandi þjálfun með lóðum er sú að hætti menn að æfa breytist vöðvarnir i fitu. Slíkt gerist ekki en vöðvarnir rýrna. Hins vegar ef menn borða óhóflega eftir ?ð hafa hætt æfingum, þá kemur fitan, en vöðvar breytast aldrei í fitu. I vaxtarrækt sem slíkri eru menn mun agaðri varðandi mataræði en í öðrum íþróttum, þar sem kæruleysi ræður oft ríkjum. Við borðum sjaldan brasað kjöt eða þungt fæði, það skilar sér bara í þyngslum og sleni. Ferskur fiskur, grænmeti og trefjaríkt fæði skilar mestri vellíðan. Þess vegna hafa læknar lagt áherslu á neyslu slíkrar fæðu síðustu ár.“ Uppbygging án móna Neysla annars konar efna til að byggja upp líkamann hefur verið mikið í umræðu og ósjaldan er látið liggja að því að lyftinga- og vaxtar- ræktarmenn almennt taki hormóna til að skila fyrr árangri. Um þetta segir Guðmundur: „Umræðan hefur einkennst af miklum ranghugmynd- um hérlendis. Ég þekki ekki af eig- in reynslu íslensk dæmi um hormón- aneyslu. Þó þetta þekkist hjá er- lendum íþróttamönnum og hafi mikið verið rætt eftir að upp komst um fijálsíþróttamanninn Ben Jo- hnson. I heimsmeistara- ogEvrópu- meistaramótum í vaxtarrækt sem dæmi eru menn skoðaðir og vísað úr keppni ef upp kemst um hormón- aneyslu. Ég tel enga þörf á slíkum efnum, menn geta byggt sig upp með góðri fæðu og vítamínum, án allrar áhættu. Upphafsmaður vaxt- arræktar í heiminum, Ben Weider, berst nú t.d. fyrirþví með bandar- ískum þingmanni að fá það í lög að notkun og eign hormónaefna hafi í för með sér sömu refsingar og neysla og sala heróíns eða kóka- íns. Það yrði stórt skref til að hreinsa íþróttaheiminn af þessari skömm.“ Sigur Guðmundar í vaxtarræktarmótinu á að miklu leyti rætur að rekja til þess að samræmi milli líkamshluta hans er í eðlilegu jafnvægi. „Ég hef ekki þurft að hafa mikið fyrir því að ná þessu marki. Þetta virðist vera mér eðlislægt að vöðvarnir raðist á rétta staði. En það er gaman hve mikið er hægt að stýra eigin líkamsbyggingu með því að taka ákveðna vöðvahópa fyrir á æfingum," segir Guðmundur. „Núna hefur orðið sú breyting í mótum um allan heim að samræming skiptir meira máli en vöðvamassi. Þegar Arnold Schwarzenegger var upp á sitt besta skiptu vöðvamiröllu máli, ekki samræmi. Schwarzenegger samsvarar sér því mjög illa, hefur veigalítil læri miðað við risavaxinn búkinn. Ég hef í raun verið heppinn hve náttúrulega þetta hefur raðast á mig, en ég hef þyngst um 24 kíló frá því ég steig fyrst inn í líkamsræktarstöð, án fitu vel að merkja.“ Unglingar og öldungar æfa saman „Eitt sem fer í taugarnar á okk- að er mjög óvenjulegt að kær- ustupar vinni til íslands- meistaratitils í sömu íþrótt. Þetta afrekuðu þó Guðmundur Bragason og Inga S. Steingrímsdóttir þegar þau sjógu andstæðingum sínum við í Islandsmótinu í vaxtarrækt. Fyrstu kynni þeirra voru einmitt í kringum vaxtarræktarmót á Akureyri. Síðan leiddi eitt af öðru, þau trúlofuðu sig ári síðar og hafa búið saman tvö síðustu ár. Inga nemur íþróttafræði í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti en Guð- mundur vinnur hjá íjölritunarstof- unni Emm-Offsett. Þau hafa æft saman í' líkamsræktinni í Borgartúni og þó muni nær helming á þyngd lóðanna, sem þau lyfta til að byggja upp vöðvana, hefur samvinnan skilað árangri — íslandsmeistaratitli beggja. „Það er hvetjandi að æfa með kvenmanni og ég held að öllum sem æfa líkams- eða vaxtarrækt þyki þægilegt að hafa gagnstæða kynið nærri á æfingum. Það ...............,mi---------------- Styrkur Guðmundar liggur í góðu samræmi milli likamshluta, ekki miklum vöðvamassa, sem þó er ærinn miðað við venjulegan mann ... lieikvSíÆ)-1 fetiitgargjöf Þessi stóll styður vel við bakið og gætir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hæðastillingu, veltanlegu baki, fimm arma öryggisfæti og með hjólum fyrir parkett og dúk. Þetta er góö fermingargjöf cnuu Hallarmúla 2 Sími 83211 Söluaöili Akureyri, Tölvutœki — Bókval. KONGAFOLK Hillii* undir nýja Danaprinsessu Þessa dagana er mikill taugatitringur hjá frændum okkar Dönum, því álitið er að Jóakim prins sé í þann mund að opinbera trúlofun sína og hinnar 23 ára gömlu Iben Detlev. Margrét Danadrottning hefur bætt Iben á gestalistann fyrir fimmtugsafmælið 18. apríl næst- komandi og bendir það til þess að ungfrúin hafi fengið „grænt ljós“ frá konungsijölskyldunni, þar sem aðeins nánustu ættingjar og vinir verða viðstaddir afmælishófið. Iben er ljósmyndafyrirsæta og hafa þau Jóakim þekkst í tvö ár. Hefur verið heldur hljótt um samband þeirra í seinni tíð, en nú skelfur allt og nötrar, því nú hillir undir nýja Dana- prinsessu. Það er búið að margspyija Iben síðustu daga hvort hún sé ekki taugaóstyrk, en hún harðneitar því og segist aðeins vera „spennt". Hún segir að hún hafi dregið mjög saman seglin í fyrirsætu- störfunum og vinni nú einnig fyrir sér á lögmannsskrifstofu. Kvöld- skóla stundar hún einnig og stefnir á stúdentsprófið. {j)en uetlev félk í fréttum VAXTARRÆKT Iþrótt en ekki fegiiröaisamkeppni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.