Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 55 Bjarni Jónsson og Astrid Ellingsen. Sauðárkrókur: Bjamí og Astrid sýna BJARNI Jónsson, listmálari og Astrid Ellingsen, prjónahönn- uður, opna sýningu á verkum sínum á fimmtudag, skírdag, í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sýningin verður opnuð klukkan 14 og verður opin alla daga frá klukkan 14-19, en síðasti sýning- ardagur verður 2. í páskum. Bjarni Jónsson sýnir olíumál- verk, vatnslitamyndir ogteikning- ar, en Astrid sýnir prjónakjóla, þar á meðal skírnarkjóla. Átak til bættrar innheimtu virðisaukaskatts: Almenningur hvattur til að fylgjast með að reglum sé fylgt HAFIÐ er átak fjármálaráðupeytisins og ríkisskattsljóra til þess að bæta skil á virðisaukaskatti. Atakið beinist að því að upplýsa almenn- ing og hvetja hann til að fylgjast með að reglum sé fylgt þegar keypt er vara og þjónusta. „Með þessu kynningarátaki treystum við því að í lýðræðisþjóðfélagi muni hver og einn taka þátt í þessu verki af því að hér er um að ræða fjárnuini sem almenningur í landinu á sjálfúr, þetta eru fjármunir úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, þegar átakið var kynnt. BÍSN mótmælir breytt- um úthlutunarreglum LÍN AÐALFUNDUR Bandalags íslenskra sérskólanema var liald- inn sunnudaginn 25. mars síðast- liðinn. í BÍSN gekk nýtt aðildarfé- lag, nemendafélag Samvinnuhá- skólans á Bifröst. Alls eru um 3.500 félagar úr 16 sérskólum í BÍSN. A fundinum var kosin ný fram- kvæmdastjórn tii eins árs. Hana skipa: Ólafur Loftsson forrn. úr Kennaraháskólanum, Atli Georg Lýðsson varaform. úr Kennarahá- skólanum, Gunnhildur Jóhannsdóttir ritari úr Þroskaþjálfaskólanum, Stef- án Jeppesson gjaldkeri úr Iðnskólan- um, Þorlákur Björnsson, Samvinnu- skólanum, Kristján Þorsteinsson, Stýrimannaskólanum, og Sóley Ægisdóttir meðstjórnendur. A fundinum var samþykkt ályktun varðandi skerðingartillögur mennta- málaráðherra og er hún svohljóðandi. Aðalfundur BÍSN haldinn 25. mars 1990 fordæmir harðlega tillög- ur menntamálaráðherra varðandi breytingar á úthlutunarreglum LÍN um skerðingu á námslánum. I lögum um lánasjóðinn segir að námslánin skuli nægja hvetjum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslu- kostnaði þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til fjölskyldustærðar, framfærslukostnaðar þar sem nám er stundað, tekna námsmanns og maka hans, lengdar árlegs námstíma og annarra atriða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu námsmanns. Námslánin í dag nægja ekki hveij- um námsmanni til eðlilegrar fram- færslu. Engur að síður ætla ríkis- stjórnarfulltrúar lánasjóðsins að af- greiða nýjar úthlutunarreglur sem hljóða upp á 130 milljóna króna nið- urskurð á útlánum sjóðsins. Þetta kemur illa niður á meginþorra nárns- manna. Því skorar aðalfundur BÍSN á Svavar Gestsson menntamálaráð- herra að endurskoða afstöðu sína til niðurskurðar námslánanna og standa þess í stað við fyrri loforð. Áætlað var að 2,5 til 3 milljarðar króna innheimtust í gær, fyrsta gjalddaga virðisaukaskatts. Kynningarátakið á að fara fram með tvennum hætti, • annars vegar verður fræðslu um sjóðvélar, það er löglega búðarkassa, komið á fram- færi við neytendur og aðila viðskipt- alífsins með auglýsingum í blöðum og sjónvarpi, hins vegar munu starfsmenn ríkisskattstjóra kanna ástand og notkun sjóðvéla á nokkr- um stöðum og líta til með nótuvið- skiptum. Sjóðvélarnar eiga að hafa glugga sem sýnir verð vöru og á hann að vera sýnilegur viðskiptavininum. Hver viðskiptavinur á að fá í hendur dagsettan strimil sem sýni verð keyptrar vöru og þegar afgreiðsla hefst á kassinn að vera lokaður og honum á að loka þegar afgreiðslu lýkur. Nótur eiga að vera tölusettar, nafn seljanda, virðisaukaskattsnúm- er hans og kennitala eiga að koma fram og þar á að taka skýrt fram fyrir hvað greiðslan kemur og upp- hæð virðisaukaskattsins á að koma fram sérstaklega. Ólafur sagði að vart hefði orðið við að ekki sé öllum kunnugt um að verslanir eða söluaðilar þurfi að uppfylla þessi skilyrði. „Það er nokk- uð mikið um afgreitt sé upp úr opn- um kassa, þannig að innstimplanir eigi sér ekki stað og kassanum sé ekki lokað í hvert sinn og hringingin heyrist ekki,“ sagði hann. Ólafur var spurður hvað við- skiptavinurinn eigi að gera ef þessi atriði eru ekki í lagi. „Þá á hann að hafa samband við skattyfirvöldin, það er ríkisskattstjóraembættið, skattstjóraembættið og fulltrúa skattrannsóknarstjóra og tilkynna um það sem hann hefur orðið var við, eða benda viðkomandi fyrirtæki á.að ekki sé farið eftir settum regl^ um,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. IsaQörður: Drógn framboð til baka vegna ágreinings Isafírði. SJÁLFSTÆÐISMENN á ísafirði efndu til prófkjörs fyrr í vetur um framboðslista sinn til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Tólf aðilar tóku þátt í prófkjörinu og fengu fimm þeirra bindandi kosningu í jafiimörg sæti. -** Ólafur Helgi Kjartansson fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið. Hans Georg Bæringsson og Sigrún Halldórsdóttir fengu jafnmörg at- kvæði í annað sætið, Einar Garðar Hjaltason náði kjöri í fjórða ogHelga Sigmundsdóttir í það fimmta. I sjötta sæti var Kristján Kristjánsson en hann vantaði eitt atkvæði til að ná bindandi kosningu. Kjörnefnd ákvað að binda ekki kjörfylgi annarra frambjóðenda. Listinn var borinn fram á fulltrúa- ráðsfundi flokksins sl. miðvikudag. Samtök fiskvinnslustöðva: Flest fiskvinnslufyrir- tæki rekin án hagnaðar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva. Þar eru átalin harðlega þau sjónarmið opinberra aðila að verðhækkanir á sjávarafurðum erlendis stefhu stöðugleika atvinnulífsins í hættu: .„Stjórn Samtaka fiskvinnslu- stöðva átelur harðlega þau sjónar- mið sem fram hafa komið af opin- berri hálfu, bæði frá stjórnmála- mönnum og embættismönnum, um að verðbreytingar á sjávaraf- urðum erlendis stefni stöðugleika atvinnulífsins í hættu. Nefnt er að jafnvel þyrfti að hækka gengi eða taka stórfelldar fjárhæðir i Fatlaðir fái hjálpar- menn á ferðalögum Á STJÓRNARFUNDI Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sem haldinn var 16.-17. mars sl., var þeirri hugmynd beint til Öryrkja- bandalags Islands að stofnaður verði sjóður á vegum þess er hafi það hlutverk að veita fé til að greiða kostnað vegna hjálparmanna fatlaðra á ferðalögum. í ályktun fundarins segir að sam- eiginlegt sé mörgum félagsmönnum aðildarfélaga ÖBÍ að þeir geti ekki ferðast einir, en sjaldan er á færi einstaklinga að bera þann kostnað er hlýst af ferð fylgdarmanna. Mótmælt var á fundinum harð- lega þeirri ákvörðun daggjalda- nefndar að setja þak á halladag- gjöld vegna rekstrar Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar. Fundurinn lýsti yfir ánægju með að kominn sé skriður á endurskoðun laga um almannatryggingar og lagði Tíká áherálú á' unitæsvérða; 6 .osl:el i/ ] ‘tila; iirov I. hækkun örorkubóta, jafnframt því sem hlutfall lífeyris af heildarbótum hækki verulega. Þá lagði fundurinn áherslu á að frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga verði lagt fram á yfir- standandi löggjafarþingi og lýsti þeirri afstöðu að rétt sé að samráðs- nefnd um málefni fatlaðra haldi áfram störfum. Nefnd þessi hefur á undanförnum árum sinnt sérstak- lega atvinnumálum fatlaðra, m.a. með ráðstefnuhaldi og útgáfu bækl- inga. Verðjöfnunarsjóð til að draga úr þensluáhrifum verðbreytinganna. Yfirlýsingar þessar sæta furðu og opinbera vanþekkingu á stöðu fiskvinnslufyrirtækja. Þótt nokkr- ar verðhækkanir hafi orðið, aðal- lega á saltfiski, eru fiskvinnslufyr- irtæki flest rekin án hagnaðar um þessar mundir. Staða fiskvinnslufyrirtækja er slík að fjölmörg gjaldþrot hafa orðið á liðnum mánuðum og opin- berir sjóðir eru orðnir meirihluta- eigendur og rekstraraðilar að fisk- vinnslufyrirtækjum víða um land. Miklar skuldbreytingar voru gerðar á liðnu ári í kjölfar gífur- legs taprekstrar sem að mestu var afleiðing rangrar gengisskráning- ar, en fjármagnskostnaður vinnsl- unnar vegna þessa taps kemur hvergi fram í opinberum afkomu- tölum um rekstur. Þegar kemur að gjalddögum afborgana versnar greiðslustaðan enn frekar. Ef borð verður fyrir báni í rekstrinum í ár, er biýnasta verkefnið að lækka skuldir fisk- vinnslufyrirtækja. Til að lækka skuldir verða fyrir- tækin, þrátt fyrir aflasamdrátt og hátt hráefnisverð, að hagnast verulega á næstu árum og stöðva fjárfestingar nær algerlega að frá- talinni vinnu vegna hagræðingar í rekstri. Fiskvinnslan tók ríkan þátt í þbirri1 sátt' sém gérð •'Vár j síðustu kjarasamningum og féllst á að freista þess að búa við óbreytt raungengi í ár. Fiskvinnslan lagði þannig dijúgan skerf til að verð- bólga lækki verulega í ár og lífskjör verði tryggð til lengri tíma. En þá verða orð að standa og fiskvinnslan verður að eiga mögu- leika á að vinna sig út úr vandan- um. Þensluáhrif verða nær engin, ef þær auknu tekjur vinnslunnar vegna erlendra verðhækkana fara til greiðslu á skuldum fiskvinnslu- fyrirtækja. Fiskvinnslufyrirtækin hafa lagt sitt af mörkum til að efnahagsstefna kjarasamning- anna nái fram að ganga. Ef stjórn- völd hafa áhyggjur af hugsanlegri þenslu liggur beinast við -að tak- marka erlendar lántökur og skera niður ríkisútgjöld og hagræða í rekstri. Þá kom fram alvarlegur ágreiningur milli Ólafs Helga Kjartanssonar og Sigrúnar Halldórsdóttur sem kjör- nefnd hafði úrskurðað í þriðja sætið. Fór svo að Sigrún dró framboð sitt til baka og í framhaldi af því drógu tveir aðilar, sem sátu á lista þeim sem kjörnefndin lagði fram, sig út af listanum. Á fundinum var endan- lega gengið frá framboðslistanum og er hann þannig skipaður: Ólafur H. Kjartansson, skattstjóri, Hans Georg Bæringsson, málarameista^j, Helga Sigmundsdóttir, húsmóðir, Einar Garðar Hjaltason, fiskverk- andi, Kristján Kristjánsson, um- dæmistæknifræðingur, Pétur H.R. Sigurðsson, mjólkurbússtjóri, Emma Rafnsdóttir, starfsstúlka, Jórunn Sigurðardóttir, sjúkraliði, Guðmund- ur Marinósson, framkvæmdastjóri, Sævar Óskarsson, rafiðnfræðingur, Rúnar Jónatansson, flugafgreiðslu- maður, Hermann Skúlason, skip- stjóri, Jósefma Gísladóttir, verslun- arstjóri, Jakob Falur Garðarsson, ritstjóri, Ragnheiður Hákonardóttir, húsmóðir, Signý Rósantsdóttir, verkakona, Aðalbjörn Jóakimsson, framkvæmdastjóri, og Geirþrúður Charlesdóttir, gjaldkeri. Sjálfstæði^ menn eiga nú fjóra fulltrúa af nn? í bæjarstjórn. - Úlfar Nýtt líftekið við útgáf- unni á Hesturinn okkar LANDSSAMBAND hestamanna hefur samið við Nýtt líf og Þráin Bertelsson um að gefa út tímaritið Hestinn okkar í þijú ár. Fyrsta tölublaðið sem Nýtt líf/Þráinn Bertelsson gefa út er komið á markað^* inn, 1. tölublað 31. árgangs, breytt að útliti og efni. Þráinn Bertelsson kvikmynda- gerðarmaður er ritstjóri Hestsins okkar og með honum starfar þrett- án manna ritnefnd. „Takmark okk- ar er að hefja Hestinn okkar til vegs og virðingar á ný til að hann megi verða öflugt málgagn allra 'hestamaVi’ná ög: þeifra seím unna hestum og hestamennsku,“ segir nýi útgefandinn í Hestinum okkar. Blaðið er gefið út í 6.500 eintaka upplagi. Hesturinn okkar hefur komið út 6 sinnum á ári og segir útgefandinn að stefnt sé að fjölgun tölublaða þannig að blaðið komi út sem næst mánaðarlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.