Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 7

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 7
D 7» MORC.UNBLADIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 19ÍK) „Eg hefframið glæp“ --------- Kafbátsforinginn sem sökkti Atheniu LÝSING SJÓNARYOTTS Á FYRSTA ÓHÆFUVERKI HEIMSSTYRJALDARINNAR eftir ívar Guðmundsson GLENWALTER, ONTARIO: „Við vorum að lóna á Norður-Atlantshafinu um 200 míluovestur af írlandi á níunda tímanum um kvöldið þann 3. september er Woolf Dehm fyrsta stýrimanni kafbátsins og mér var skipað að koma á þilfar,“ segir Adolf Schmidt. „Það sem við sáum var ógnvekjandi. Stórt skip, sem var um 200 metra frá okk- ur, var alelda að aftan. Við heyrðum angist- aróp og köll kvenna og barna. Verið var að reyna að koma út björgunarbátum en það gekk seint og á meðan jukust köllin, gráturinn og angistarópin frá skipinu. Eg heyrði kafbátsforingja okkar, Fritz Lemp, hreyta út úr sér: „Verdamt“ hvað eftir annað og fleiri blótsyrði: „Hvað er nú til ráða: Verdamt." Hann sneri sér að Dehm og endurtók spurninguna: „Hvað skal nú taka til bragðs?" En enginn svaraði honum og Lemp mælti loks, eins og við sjálfan sig: „Það er best að hraða sér burt héðan sem fyrst.“ Hálfri mínútu síðar var kafbát- urinn sokkinn 30 metra í hafið. Er við vorum komnir í kaf heyrði ég loftskeyta- mann okkar, Erwin Strammer, segja, að hann hefði heyrt greinilega neyðarmerkið SOS frá skipinu. Nafn skipsins var nefnt: „Athenia". Lemp kafbátsforingi hélt áfram að bölva: „Verdamt.“ Hann endurtók spuminguna til Dehms fyrsta stýrimanns: „Hvað er nú til ráða? En hann fékk ekkert svar. Eg mátti ekki mæla. Ég skalf eins og laufblað í vindi. Eftir nokkrar sekúndur vorum við komnir niður á 30 metra dýpi. En fyrir augum mér stendur enn fólk í björgunar- bátunum, eða í sjónum, hrópandi í angist á hjálp. Þetta var ógurleg reynsla." „Ég hef framið glæp“ „Er við höfðum verið eina klukkustund í kafi kallaði Lemp skipstjóri áhöfnina á fund sinn. Hann sagði okkur að hann hefði drýgt giæp er hann lét skjóta tundurskeyt- inu að farþegaskipinu. Hann hefði talið, og verið viss um, að skipið væri herskip. Hann skipaði svo fyrir, að enginn skyldi minnast á hvað gerst hefði fyrr en komin væru fyrirmæli frá „leiðtoga okkar, Adolf Hitler, í gegnum Döniz flotamálaráðherra.' Það var mikið talað meðal skipshafnar- innar um hvað gerst hefði. Menn áttu bágt að trúa oggátu ekki skilið, að skipstjóri með eins mikla reynslu á sjó og Lemp, hefði getað missýnst hvers konár skip At- henia var. Er; hann hélt því fram, að sér hefði sýnst skipið vera herskip. Klukkan 1 um nóttina fengum við loks fyrirmæli frá aðalstöðvum þýskra kafbáta þar sem eftirfarandi fyrirmæli voru gefin: „Haldið ykkur á sömu slóðum. Gleymið öllu sem gerðist þann 3. september. Læsið skipsdagbók „U-30“ á öruggum stað. Þeg- ar kafbáturinn kemur aftur til Wilhemsha- ven verður ný blaðsíða fyrir 3. september sett í dagbókina." Ég komst síðar að því,“ sagði Adoif Schmidt, „að ný blaðsíða var sett í dagbók skipsins, þar sem logið var um stað og stund hvar kafbáturinn hefði verið þann 3. september. í fyrirskipunum frá aðal-kaf- bátastöð flotans, sem bárust okkur, voru fyrirmæli um að halda okkur á sömu slóð- um og við höfðum verið í Norður-Atlants- hafinu. Við mættum nokkrum skipum, sem við sökktum eftir alþjóðareglum, sem voru á þá leið, að skipstjórum var skipað að fara í björgunarbáta með áhöfn sína. Þeir voru spurðir hvort þeir hefðu mat og drykk. Síðan fóru kafbátsmenn um borð í skipin með sprengiefni og sprengdu skipin í loft upp. Meðal þeirra skipa, sem sprengd voru eftir þessum alþjóðareglum, voru flutninga- skip með kolafarm frá Englandi til Kanada og nokkur fiskiskip.“ Adolf Schmidt særist Adolf Schmidt sagði mér á eftirfarandi hátt hvernig það vildi til að hann særðist svo alvarlega, að það var ákveðið að U-30 færi með hann til Reykjavíkur: „Þann 14. september sáum við kaupskip á siglingu. Það reyndist vera kanadískt gufuskip. Eftir að áhöfnin var komin í björgunarbátana voru fjórir okkar af áhöfn U-30 sendir um borð í skipið til að sprengja það í loft upp. Ég var einn þessara manna vegna þekkingar minnar í vélarrúmum. Eg hafði meðferðis tvö og hálft pund af sprengiefni í hvorum hliðarvasa á leður- jakkanum mínum. Ég átti að setja sprengjugikkinn þannig að þær spryngju eftir fimm mínútur. Ég var í þann veginn að opna botnlokurnar í skipinu, er ég tók eftir því, að gufuþrýstingurinn var orðinn hættulega hár. Ég hafði enga löngun til að springa í loft upp með gufukatlinum svo ég(fór að ganga frá kælingu ketilsins. Það var þá, að ég heyrði Franke kalla, að það væru flugvélar í lofti yfir okkur. Við flýtt- um okkur uppá þilfar og það var enginn vafi á að það voru breskar flugvélar yfir okkur. Þær virtust að vísu vera af gamalli gerð, en þær höfðu sprengjur og vélbyssur meðferðis, sem dundu yfir okkur. En það sem okkur var verst við var að sjá kafbát- inn okkar sökkva í hafið. Ein flugvélanna lenti í uppstreymi frá sprengju í sjónum og féll í sjóinn. Flugvél steypti sér yfir okkur með ákafri vélbyssuskothríð. Allt í einu fann ég til nístandi sársauka í hægri handlegg. Blóðið fossaði úr handleggnum sem hékk máttlaus eins og garðslanga við hlið mér. Ég mundi nú eftir sprengiefninuí jakkavösum mínum. Hefði byssukúlan, sem fór í gegnum handlegginn á mér, sprungið nokkrum sentimetrum til hliðar hefði ég sprungið í loft upp og skipið líka. Nú sá ég, að það var aðeins ein flugvél á sveimi yfir okkur. Hinar höfðu vafalaust farið til að sækja liðsauka. Tveir breskir flugmenn höfðu bjargast frá vélinni, sem féll í hafið og frá þeim fengum við að vita, að flugvélarnar voru frá breska flugvéla- móðurskipinu „Ark Royal“. Við fórum vitanlega að skima eftir kaf- bátnum okkar og það leið ekki á löngu áður en við sáum hann koma úr djúpinu. Okkur tókst að komast um borð í kafbát- inn. Með okkur voru bresku liðsforingjarn- ir sem við höfðum tekið til fanga. Eftir skamma hríð komu breskir tundurspillar og sáðu yfir okkur djúpsprengjum. Ég taldi 94 sprengjur. Mér fannst eins og hver ein væri sú, sem myndi granda okkur, en allt í einu heyrðum við ekki lengur í djúp- sprengjum. Við fengum svo fyrirmæli um að fara með særða kafbátsmanninn til ís- lands. Það var ég. Við höfðum ströng fyrir- mæli um að leyna því, að það væru tveir brekir liðsforingjar fangar um borð í U-30. íslensk yfirvöld munu og heldur ekki hafa komist að því er kafbáturinn kom til Reykjavíkur. Þessir tveir bresku liðsforingj- ar urðu fýrstu stríðsfangar möndulveld- anna í seinni heimsstyrjöldinni.“ ■ TVEMUR FÖNGUMLEYNT í KAFBÁTNUM eftir ívar Guðmundsson ÞEGAR ÞÝSKI kafbáturinn U-30 komtil Reykjavíkurþann 19. sept- ember 1939 með særðan þýskan sjóliða var því leynt fyrir íslenskum yfirvöldum að því er virðist, að um borð í kafbátnum voru tveir bresk- ir fangar. Þeir voru liðsforingjar, flugmenn frá flugvélamóðurskip- inu „Ark Royal“, sem hafði ráðist á þýska kafbátinn U-30 eftir að hann hafði sökkt breska farþega- skipinu Athenia fyrirvaralaust 200 sjómílur vestur af írlandi. Þetta 50 ára gamla leyndarmál kom á daginn er ég átti tal við Adolf Schmidt á dögunum á heimili hans í Glenwalter í Ontario-fylki í Kanada. Morgunblaðið/ÓtK.M. í maí 1941 höfðu bresk sem fylgdu skipalest undan ströndum Grænlands, her- tekið kafbátinn U-110 og náð þýskri duimálsvél óskemmdri. Dulmálsfræðingar svo- nefnds „Ultrahóps" sem starfaði með ýtrustu leynd, notuðu vélina til að ráða dulmálslykil þýska flotans. Þó að Þjóðverj- ar gerðu sér ekki grein fyrir því, voru mörg mikilvægustu dulmálsskeyti þeirra lesin í breska flotamálaráðuneytinu upp frá því. Olíuskipið Erodona sem Lemp skaut á suður af Reykjanesi og var dregin til Reykjavíkur. FRTTZ LEMP SYIPTISIG UFI þar sem ég hafði unnið aðallegá sem túlkur. Ég fór heim til Þýskalands, en þar var eymdin svo mikil að ég gerði allt sem ég gat til að komast burt. Smáatriði lýsir ástandinu í Þýskalandi eftir stíðið. Er ég kom hafði ég iheðferðis nokkur pund af Mackintosh-eplum. Kunningjar mínir rifust um að fá epli og vildu allt gera til að öðlast slíkan munað! Strax og þýskum borgurum var leyft að sækja um landvist og ríkis- borgararétt í Kanada sótti ég um og fékk borgararéttindi. Hér hefur mér liðið vel og hér vil ég nú njóta þeirra daga sem eftir kunna að vera. Ráðið frá íslandsfór Síðustu árin áður en Adolf Schmidt fór á eftirlaun var hann aðstoðarforstjöri firðsambandsfyr- irtækis, sem Scanner nefnist (MAQ SONAR) í Cornwall í Ontario-fylki í Kanada. Forstjóri fyrirtækisins átti leið til Islands í viðskiptaerind- um. Er hann kom aftur frá íslandi sagði hann: „Þú gætir eins farið til Chicago eins og til íslands. ísland er algjör- lega amerískt. Þú sagðir mér trölla- sögur af Hótel Borg og Hótel Is- landi. Það er ekki til þar lengur. Nú er það Hilton, eða eitthvað ann- að amerískt. Ég hætti við að fara til Islands. En ef það eru einhveijir sem muna eftir mér á íslandi þætti mér vænt um að heyra frá þeim. Utanáskriftin er Adolf Schmidt, Glen Walter, Cornwall. Ont. Canada K5H 5A5.“ ■ FRITZ Lemp, kafbátsforingi á þýska kafbátnum U-30, sem kom til Reykjavíkur með særða sjóliðann Ádolf Schmidt, var talinn með iðnari og stórtækari kafbátsforingjum Þjóðverja framan af seinni heimsstyrjöld- inni, fyrst á U-30, sem var af eldri gerð þýskra kafbáta, en Lemp tók síðar við nýjum kafbáti, U-110, sem háði marga hildi áður en hann hlaut þau dapurlegu örlög aö Bretar sökktu honum. Lentp kafbátsforingi og fyrsti stýrimaður hans sviptu sig báðir lífi i brúuni á leiðinni til hafnar. U-110 reyndist eitt dýrmætasta herfang Breta í seinni heimsst yrjöldinni, því í kafbátnum fundu þeir dulntálslykla og aðrar upplýsingar, sem voru bresku herstjórninni ómetanlega mikilvægar, m.a. við innrás bandamanna á mcginland Evrópu. Hcimildarmaður fyrir þcssu er Adolf Schmidt. Rétt er að geta þess að samkvæmt upplýsingum sögusafns breska flotans náðu herskipin H.M.S. Anbrietia, Bulldog og Broadway kafbátnum U-110 suður af Islandi, börðust i sex klst. við að halda honum á floti, og náðu öllum leyniskjöluni og dulmálsvél. Heimildum ber ekki saman um hvort Lemp svipti sig lífi eða lést af sárum sem hann hlaut við töku kafbátsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.