Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 10
r r fj i\oot T/M a ctm'* ) cvTT/f/TTO mnA tci-vhT^ciru/? 10 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 Þjóóverjqrnir Um borð í U-464. þessi maður á fund minn, kynnti sig og kvaðst heita Werner flug- stjóri. Hafði flugvél hans orðið fyr- ir skoti er hún réðst á bresku flug- vélina sem grandaði kafbátnum, flugmennimir bjargast um borð í sökkvandi kafbátinn, breska flug- vélin hefði sennilega farist en óvíst um afdrif áhafnarinnar. Löngu seinna fundust þeir helfrosnir á fleka.“ Ýmislegt ber á milli í þessum frásögnum Ljóst er að ýmislegt ber á milli í frásögn þessara þriggja manna og verða hér nefnd fáein dæmi. Frásögn Páls Þorbjömssonar um Werner flugkappa sem var eldri en hinir, svartklæddur og talaði íslensku var borin undir Reinhard Beier. Beier telur hann ekki geta átt við annan en yfirmanninn sem tók við stjórninni þegar árásin var gerð. Hann kvaðst ekki muna fyrir víst nafn hans, en minnir að hann hafi heitið Werner. Sá maður var hins vegar ekki flugkappi heldur foringi í verslunarflotanum eins og fyrr gat. Beier benti á að kafbátur- inn hafí verið í kafi frá því hann yfirgaf Kiel og fyrir mjög skömmu kominn upp á yfirborðið þegar árás- in var gerð. Því hafi verið óhugs- andi að hann hafi bjargað nokkurri flugáhöfn. Hann benti einnig á að á kafbát þekkist menn vel í sjón og hann hafi ekki getað komið auga neinn ókunnugan í hópi skipbrots- manna. Hann kvaðst heldur ekki vita til að neinn úr þeim hópi hafi verið flugmaður. Um mennina þrjá sem Páll segir að lokast hafí niðri í kafbátnum og dáið segir Beier: Allir úr áhöfninni björguðust nema Tieler iiðsforðingi og hásetinn fyrr- nefndi sem ætluðu að skjóta á flug- vélina en tók út og drukknuðu þeg- ar árásin stóð yfír. Ennfremur var hann spurður um íslenskukunnáttu áhafnarinnar. Hann kannast ekki við að neinn úr hópnum hafí talað íslensku eða haft nein tengsl við ísland. Yfirmaðurinn úr verslunar- flotanum hafí hins vegar talað ensku. Um dönskukunnáttu hans, sem Andrés talar um, treystir hann sér ekki til að segja neitt. Örlagasaga Beiers og Andrésar Gestssonar En hver urðu svo örlög þeirra tveggja manna sem enn eru til frá- sagnar um þessa atburði? Lítið vissu þeir hvað drífa myndi á daga þeirra er þeir hittust þarna á köldu Atl- antshafinu eina afdrifaríka morg- unstund og síðan aldrei meir. Nú hefur tíminn skorið úr um örlög þeirra og þau hafa orðið harla ólfk. Reinhard Beier var fluttur frá Edin- borg til Lundúna til harkalegra yfir- heyrslna og að því loknu settur í fangabúðir fyrir utan borgina um tíma. í janúar 1944 var hann flutt- ur til Kanada og settur ásamt tíu félögnm úr áhöfn kafbátsins í fangabúðir nr. 33 við Ontario-fljót- ið. Beier ber fangabúðastjóranum þar vel söguna. í Kanada var hann í tvö ár en var þá fluttur aftur til Englands ásamt félögum sínum tíu. Þar var hópnum tvístrað og sáust þeir aldrei meir. í byijun árs 1947 var hann fluttur til Þýskalands í fangabúðir í Munster. Eftir það var hann vikutíma í Dachau-fangabúð- unum þar sem Bandaríkjamenn réðu þá ríkjum. Þar var hann upp- lýstur um þá glæpi sem þar voru framdir en hann hafði varla heyrt minnst á fyrr. Um þá hafði ekkert staðið í bréfum frá ættingjum, enda bannað að skrifa um neitt nema persónuleg tíðindi. I lok febrúar 1947 var Beier sleppt úr haldi. Til Dússeldorf kom hann árið 1955, þá giftur og átti ársgamlan son. I Dússeldorf hefur hann síðan búið. Hann gerðist lestarstjóri og hefur alla tíð unað hag sínum hið besta þó vissulega væri lífsbaráttan hörð fyrstu árin eftir stríð. Bjargvættar Beiers, Andrésar Gestssonar, biðu sársaukafyllri ör- Iög. Hann varð fyrir því óláni tæpu ári eftir björgun áhafnar kafbátsins U-464 að drekka tréspíritus sem fávísir menn höfðu sett á flöskur til drykkjar. Níu menn dóu af ólyfj- an þessari, meðal þeirra Jón bróðir Andrésar. Það var með fyrstu emb- ættisverkum séra Árelíusar Níels- sonar að ganga á fund foreldra þeirra bræðra til að færa þeim dán- arfregn þeirra. Andrés var svo langt leiddur að hann var haldinn látinn um tíma. En hann hjarnaði við og náði sé að öðru leyti en því að hann varð alblindur. Hann flutti til Reykjavíkur og stundaði þar bólstr- un í mörg ár. Hin síðari ár hefur hann rekið nuddstofu í blindraheim- ilinu við Hamrahlíð og þar ræddi ég við hann. Osjáandi augum horfði hann inn í liðinn tíma og leiddi mig með lýsingum sínum yfír á þilfarið á gamla Skaftfellingi. Sjávarrokið lamdi kinnarnar og seítan fyllti augun meðan barist var við að koma köldum og hröktum þýskum ung- mennum um borð í bátinn. Frammi- stöðu íslensku sjómannanna þennan afdrifaríka morgun verður lengi minnst. Frásögn Reinhard Beiers er sú fyrsta sem birtist á prenti af þessum atburðum eins og þeir horfðu við Þjóðveijum, svo vitað sé. Hins veg- ar hafa íslenskar og breskar frá- sagnir af björguninni áður komið fram bæði í dagblöðum og bókum. I grein sem birtist í Warship no. 48 1988 segir að reynt hafí verið án árangurs í tvö ár að fínna ein- hvern úr áhöfn þýska kafbátsins til að fá frásögn hans en það hafi ekki heppnast. Eftirgrennslan Morgunblaðsins leiddi hins vegar til þess að Reinhard Beier segir nú þessa sögu. Dr. Sverrir Schopka í Hamborg og Vilborg Isleifsdóttir Bickel í Wiesbaden veittu mikils- verða aðstoð svo það mætti takast. I Brúðarmynd af Hans Jóakim og Leonóru Durfeld. VILDI EKKl TRÚA,AÐ HANN VÆRIDÁINN Ilse Frick segirfrá örlögum bróður síns Hans Jóakim Durfeld sem fórst við Reyðarfjörð árið 1941 eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur AUPPSTIGNINGARDAG 22. maí 1941 flaug þýsk flugvél á klettavegg við ReyðarQörð. Fjórir menn voru um borð í flugvélinni, og fórust þeir allir. Vélin fórst á stað sem var mjög erfitt að komast að. Nokk- ur tími leið því þar til breskir hermenn komust á slysstað. Tókst þeim að flytja líkin til ReyðarQarðar og voru þau grafin þar með nokkurri viðhöfn. Bretar skutu heiðursskot- um til þess að sýna hinum follnu þýsku hermönnum virðing- arvott og eru eldri bæjarbúum á Reyðarfirði atburðir þess- ir enn minnisstæðir. Flugmaður þýsku vélarinnar var Hans Joakim Durfeld, 31 árs gamall foringi í þýska flughernum. Hinir í áhöfhinni voru Breuer yfirliðþjálfi, Leitz undirliðs- foringi og Hornisch loftskeytamaður. Mörgum árum seinna voru lík þýsku hermannanna grafin upp og flutt í Fossvogs- kirkjugarð í Reykjavík, í sameiginlegan grafreit þýskra hermanna sem féllu á Islandi á árum seinni heimsstyrjaldar- innar. FJÖRUTÍU OG NÍU árum eftir þetta flugslys sit ég inni í stofu hjá gamalli konu í Hagen í Þýskalandi og handleik málmmerki sem var einkennismerki flugvélarinnar sem fórst hjá Reyðarfirði. Á merkið er grafið Ernst Heinkel, type HE 11 og númer vélarinnar, 1291 R. Þetta kalda, gráa málmmerki er það eina sem Ilse Frick, systir Hans Jóakim Durfeld fiugmanns, á til minningar um hörmulegan dauðdaga einka- bróður síns. „Við fréttina um lát hans féll ég alveg saman, veröld mín hrundi til grunna. Bróðir minn, þessi myndarlegi og glaðlyndi mað- ur, var stolt okkar systranna. Við litum svo upp til hans, hann var okkur næstum eins og Guð almátt- ugur.“ Örvæntingarfullt líf grárra augnanna er í undarlegu ósamræmi við fastmótaðar bylgjurnar sem hvítt fíngert hár hennar er njörvað í. Niðurbældur harmur ryður sér braut gegnum dagfarslegt jafnað- argeð. Eg hvarfla augunum til myndarinnar af sjóliðanum unga á sjónvarpinu sem horfír brosandi augum út í stofuna. „Mig dreymdi hann oft eftir þetta. Við vorum ailt- af saman þá, systkinin, stundum í bílferðum eða út á bát, en hann horfði aldrei á mig. Dánir horfa aldrei á lifendur í draumi." Fyrstu fregnir sem Ilse, systur hennar Gerda og Irmgard og Leo- nóra mágkona þeirra fengu voru mjög óljósar. Þeim var tilkynnt að Hans Jóakim hefði ekki snúið aftur úr flugi til Englands. En í október 1941 barst þeim tilkynning frá upp- lýsingaskrifstofu hersins þess efnis að Hans Jóakim Durfeld hefði ekki snúið aftur frá skyldustörfum sínum heldur farist i flugslysi á íslandi. Hann hefði liðið hetjudauða Hans Jóakim Durfeld ungur sjó' liði. Ilse í september 1936. fyrir foringjann, þjóðina og föður- landið. Gröf hans væri á íslandi. „Ég var ekki með sjálfri mér í hálft ár eftir þetta og man lítið frá ......................—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.