Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 13

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 13
D 13 0(?or í At■' :> •.rio*ri’r/M-is nmA i<JT>ri:vior MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 Síðasta myndin sem Löhr tók á íslandi, tekin þann 4. febrúar 1943. Eftir það tóku Þjóðverjar ekki fleiri loftmyndir af íslandi. tókum voru síðan ,sendar til æðstu herstjórnar þýska hersins. Búnaður okkar, sérstaklega fjöldi flugvéla sem við höfðum til ráðstöfunar, fór eftir ástandinu í þýsku verksmiðj- unum sem framleiddu þær. Stund- um höfðum við nógar vélar en svo var hörgull á þeim í annan tíma. Það var mjög erfitt að stunda könnunarflug við þessar aðstæður sem við bjuggum við. Óvinurinn vissi venjulega miklu meira um ferðir okkar en við um ferðir hans. Upplýsingar þeirra voru oft svo nákvæmar að þeir vissu m.a.s. ein- kennisnúmer vélarinnar, sem ég flaug á í það og það skiptið. Við höfðum engan njósnara á íslandi. Við höfðum hins vegar einn af- burðagóðan njósnara í Skotlandi sem reyndist okkur notadrjúgur. Þetta var Norðmaður sem verið hafði í breska hernum. Vel má vera að hann hafí reynst hinum þarfur líka, við vissum það aldrei fyrir víst. Hann fór seinna til Norður-Afríku og þá misstum við okkar besta mann á þessum slóðum. Seinna þjálfuðum við danskan dreng. For- eldrar hans fengu peningagreiðslur og lífeyri hefðu þau fengið ef eitt- hvað alvarlegt hefði hent drenginn. En hann fótbrotnaði er hann stökk út úr flugvélinni sem flutti hann til Skotlands og var þar með úr leik. Mjög margir dóu í könnunarferðunum Flugið til íslands var mjög áhættusamt, enda var mannfall í þessum ferðum afar mikið, 450 prósent. Við höfðum að jafnaði 10 flugáhafnir og mjög margar þeirra sneru ekki aftur úr flugi sínu svo sífellt komu nýir menn til starfa. Þetta var um níu stunda flug án nokkurrar hjálpar frá stöðvum á jörðu niðri í að finna og halda átt- um, við máttum ekki hafa loft- skeytasamband við bækistöðvar okkar af öryggisástæðum. í eitt skipti voru t.d. breskar orrustuflug- vélar komnar á eftir okkúr hálftíma eftir að við fórum í loftið og þær fylgdu okkur alla leið heim án þess að ég tæki eftir. Einn félagi minn sagði mér frá þeim á eftir: „Þeir skutu á þig,“ bætti hann við. Oft var vindhraðinn í þessum ferðum 280 kílómetrar á klukkustund og þessir vindar og stormar komu úr óútreiknanlegum áttum enda er þetta mesta veðravíti Evrópu. Og þar á ofan var bensínforðinn knapp- ur. I fyrstu loftmyndaferð minni þann 4. október 1942 vorum við fjórar klukkustundir og 20 mínútur á leiðinni. Það var alskýjað þegar Fyrsta myndin sem Löhr tók á íslandi sýnir ReykjavíkurflugvÖII mjög greinilega. breytingum. Eftir menntaskólanám gerðist hann atvinnuhermaður árið 1928 og skuldbatt sig til þess að gegna herþjónustu í 12 ár. Hann tók að eigin sögn engan þátt í stjórnmálum og fékk ekki að kjósa fyrr en hann var fertugur. „Her- menn máttu ekki skipta sér af stjórnmálum, það var alveg bann- að,“ segir Löhr. „Ég var ekki í nasistaflokknum og sá Hitler aðeins tvisvar, annað skiptið í Nurnberg og hitt skiptið þegar Austurríki var um það bil að sameinast Þýska- landi. Umræðuefni samferðamanna minna í hernum var yfírleitt ekki pólitík. Lífið var líka oft svo stutt að ekki gafst mikið tóm til heila- brota. Margir félaga minna komu til starfa í hernum rösklega tvítug- ir og dóu kannski í sinni fyrstu flug- ferð. Meðan við vorum í Noregi, eink- um í Kirkjunesi, höfðum við ekkert samband við Þýskaland, en fengum þó þýsk blöð, einkum blað sem gef- ið var út af þýsku stjórninni, sem við lásum og gátum þannig fylgst að einhverju leyti með framvindu mála. Við höfðum ekkert útvarp, en þegar ég var í Stavanger hlust- aði ég á breska útvarpið, þó það væri stranglega bannað og líf lægi við, ef út af var brugðið. I breska útvarpinu komst ég yfir ýmsar upp- lýsingar sem ég hefði ekki getað aflað mér með öðrum hætti. Sann- leikurinn var nefnilega sá að Bretar vissu miklu meira um okkur en við um þá. Ef ég lagði af stað í könnun- arferð til íslands klukkan þrjú síðdegis mátti oftar en ekki heyra í breska útvarpinu: „Kapteinn Löhr er lagður af stað í könnunarflug til íslands." Verkefni Löhrs og félagá var að fylgjast með Scapa Flow-flotastöð- inni á Orkneyjum og skipalestum sem bandamenn sendu til Rússlands og söfnuðust saman við ísland og lögðu af stað frá Reykjavík. Auk þess áttu þessar myndir að vera undirstaða að kortagerð. Alls fóru 43 skipalestir til Rússlands, af þeim tókst Þjóðverjum einungis að ráðast á tvær. Þetta voru amerískar og breskar skipalestir. í 2.660 skips- förmum fluttu skipalestirnar 150.000 skriðdreka, 427.284 vöru- bíla, 50.000 jeppa, 17.246 flugvél- ar, 35.170 mótórhjól, 4,5 milljón tonn af niðursuðumat, 2,5 milljón tonn af bensíni, 2,6 milljón tonn af stáli, 3 milljónir bíldekkja og 8.200 þúsund stórskotavélar. Að- eins 77 þessara skipa var sökkt. „Enginn skyldi vanmeta þýðingu þessa flutnings birgða og hergagna til Rússlands hvað snertir áhrif á gang styrjaldarinnar. Fyrir tilstyrk þeirra gátu Rússar haldið úti tveim- ur heijum sem börðust við Þjóð- veija í heil tvö ár. Þessar ferðir okkar til Islands og annarra staða þar nyrðra voru algert leyndarmál sem aldrei var talað eða skrifað um. öllu varðandi þær var haldið strang- lega leyndu. Myndirnar sem við á morgun, mánudag. Viö rýmum fyrir nýjum vörum og höldum 3ja daga útsölu og veitum 20—30% afslátt af öllum vörum. Verdandi stúdentar athugiö aö nú er tœkifœriö aö fá sérflott föt á hagstœöu veröi. Bankastrœti 11 sími 623536

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.