Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 17

Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 17
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 D 17 Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson eftir sveitinni á íslandi og hlutverk okkar var aðallega að fljúga með birgðir og njósnara til Noregs, að fylgja skipaléstum og leita að kaf- bátum milli Shetlandseyja og Fær- eyja- I ágúst 1942 fékk ég svo skipun um_ að fljúga með Katalínaflugvél til íslands. Vélin átti að afhendast flugsveit 330 og fékk nafnið Óðinn. Er við komum til íslands var áhöfn- in tengd flugsveit 330 um tíma svo hægt væri að leysa af hluta þess mannskaps sem fyrir var.“ Johansen var korporáll við kom- una til íslands og hafði þá verið í flughernum í tæplega eitt ár. Eftir stríðið hélt Johansen áfram störfum innan flughersins. Árið 1983 lét hann af störfum vegna aldurs og var þá ofurstalautinant. „Ovinir“ úr öllum áttum „Mánuði eftir að ég kom til ís- lands var ég fluttur til B-flight á Akureyri. Nokkrum dögum eftir að þangað var komið fór ég í mitt fyrsta fylgdarflug þaðan. Við áttum að fylgja einni af skipalestunum til Murmansk. Þetta var 40 skipa lest og lagði af stað frá Skotlandi 2. september 1942. PQ 18 var kenni- nafn þessarar lestar, en sú sem hafði siglt þessa leíð fyrr um sumar- ið, PQ 17, hafði siglt frá íslandi og fengið mjög slæma útreið. Þjóð- veijar réðust á hana og-eyddu nær algjörlega. Tvö skipanna sneru við til íslands, aðeins 11 komu fram til Murmansk en 23 þeirra var sökkt. Þjóðverjar töluðu mikið um það að þeir hefðu „slátrað" PQ 17. Við vorum auðvitað mjög tauga- óstyrkir er við lögðum af stað í fylgdarflugið. Allur breski heima- flotinn lá líka í viðbragðsstöðu því þeir reiknuðu með því að Þjóðveijar myndu reyna að granda þessari flutningalest eins og hinni fyrri. Stóru þýsku herskipin, Tirpitz, Scharnhaust og Naustner, lágu jú inni á norsku fjörðunum og biðu þess að Murmansk-lestirnar kæmu. En í þetta skipti gekk allt vel og ég sé af dagbókinni minni að við vorum í loftinu í 11 klukkustundir og 55 mínútur. En þótt allt gengi vel uppgötvuðu Þjóðveijar okkur og þýskar flugvélar flugu við hlið okkar,“ segir Johansen. Flugsveitin hafði mikið að gera á þessum tíma við fylgdarflug og kafbátaleit auk þess sem sjúkraflug innanlands var mikilvægur þáttur í starfi sveitarinnar. En þrátt fyrir mikið álag gekk oftast allt vel. Oft voru veðrið og langar flugleiðir verstu óvinir hermannanna. Þó lentu þeir oftar en einu sinni í návígi við Þjóðveija, bæði við leit- ar- og fylgdarflug og þegar þýskar njósnaflugvélar flugu inn yfir landið. Ein slík barátta var háð 22. sept- ember 1942 er þýskur kafbátur réðist til atlögu við eina af Ka- talína-flugvélunum sem var við fylgdarflug. Flugvélin skemmdist svo mikið að l\ýn varð að nauðienda á hafinu við Jan Mayen. Áhöfninni var bjargað um borð í breska tund- urduflaeyðinn Marne. „í nóvember 1942 misstum við aðra flugvél af Katalína-gerðinni,“ segir Johansen. „Hún hafði fengið það verkefni að leita að þremur björgunarbátum. Vélin hafði verið í loftinu í 15 klukkustundir er hún hvarf algjörlega og enginn veit hvað kom fyrir. Flugstjóri um borð var Björn Stray Tingulstad, sem var aðstoðarflugmaður á Óðni á leiðinni til íslands. Aðrir um borð voru Steen W.D. Hauge, Káre Myran, Svein R. Pedersen, Finn S. Aanons- en, Torgeir Hansen, Kristen Berg- ene, Alf 0. Johansen og Bernhard B. Mortensen. Árið 1983 fékk íslenskur bátur leifar af flugvélar- flaki í vörpuna og í ljós kom að það var af þessari vél. Flakið liggur á 400 metra dýpi 20 mílur vestur af Snæfellsnesi. Þaðan er aðeins 30 mínútna flug til Nauthólsvíkur." Að minnsta kosti einu sinni var árásaraðilinn nokkuð óvæntur. „Eitt sinn er við vorum að koma frá því að fylgja skipalest og vorum rétt við Jan Mayen hófu bresku herskipin skothríð á okkur,“ heldur Johansen áfram. „Sem betur fer hittu þau ekki en þetta var ekki beinlínis skemmtileg upplifun. Morguninn eftir var flugstjórinn okkar kallaður inn til breska yfir- mannsins og fékk þar viðhlítandi afsökunarbeiðni." Flugm í 7.437 tíma, sáu 15kafbáta Egil D. Johansen var hérlendis í þijá mánuði, eða fram í október 1942. í lok sama árs var ákveðið að flytja alla flugsveitina til Oban í Skotlandi. Þar fengu hermennirnir þjálfun í að fljúga fjögurra hreyfla Sunderland-vélum. Um miðjan júlí 1943 var sveitin flutt enn einu sinni og þá til Sullum Voe á Shetlandseyj- Það var ekki bara norsk flug- sveit á Akureyri. Þar var líka skíðadeild úr norska iandhern- um. Þeir höfðu m.a. það hlut- verk að þjálfa breska og síðar bandaríska hermenn í vetrar- hernaði. Hér sést hluti land- hersins ganga fylktu liði í Hafn- arstræti á Akureyri 9. apríl 1942. Guðsþjónusta í Akureyrar- kirkju 9. apríl 1942. Tvö ár eru liðin frá því Þjóðverjar tóku IMoreg. Minningarathöfn. Flug- sveit 330 missti 11 flugvélar og 21 mann á íslandi. um. Var það gert til þess að flugvél- arnar næðu að fljúga lengra norður en hægt var frá Skotlandi. Verk- efni sveitarinnar var það sama og áður, að vernda skipalestir og leita að kafbátum. Meðan flugsveit 330 var hérlend- is flugu hermenn hennar samtals í 7.473 klukkustundir, eyðilögðu 8 þýskar flugvélar, sáu 15 kafbáta og réðust til atlögu við 9 þeirra, án þess þó að eyðileggja nokkurn þeirra. En þó sveitinni hafí ekki tekist að eyðileggja kafbát var hún með er bandamenn tóku þýskan kafbát 200 mílur suður af íslandi árið 1941. Áhöfnin var tekin til fanga og færð til Reykjavíkur. Flugsveit 330 missti líka bæði menn og vélar hérlendis. Alls missti hún 21 mann og 11 vélar. Á Skotlandi og í Shet- landseyjum missti sveitin41 mann. Orðrómur um þýska innrás - Finnst þér starf flugsveitar 330 hafa haft einhver áhrif á gang mála í stríðinu? „Já, það er alveg öruggt,“ segir Johansen með áherslu. „Þýsku kaf-' bátamir fengu að starfa að mestu óáreittir í bytjun stríðsins og sökktu fjölda skipa. Árið 1941 var ástand- ið orðið ískyggilegt hvað varðar birgðaflutninga til Englands. Það komst næstum því ekkert á leiðar- enda vegna þessara árása Þjóð- veija. Þegar byijað var að fylgja skipalestunum með flugvélum og leita að kafbátum á svæðinu urðu þeir að halda sig meir undir yfir- borðinu. Við hindruðum þá í að gera það sem þeim var ætlað. En við gátum ekki fylgt lestunum alla leið til Murmansk. Við gátum aðeins flogið að Jan Mayen áður en við þurftum að snúa við. Þaðan þurftu þær að sigla án fylgdar þvi einhverra hluta vegna komu Rúss- amir ekki til móts við skipin.“ Sumir segja að það sé óhugsandi að Þjóðveijar hafa ætlað sér að hernema Island en aðrir segja að Bretar hafi forðað íslandi frá her- námi Þjóðveija. Blaðamaður spyr Johansen hver sé hans skoðun. „Ég er á þeirri skoðun að Þjóð- veijar hefðu tekið ísland ef Bretar hefðu ekki orðið fyrri til. Þeir hefðu haft not fyrir landið sem miðstöð fyrir skip og flugvélar sínar í norð- urhöfum." - Urðuð þið varir við að Þjóð- veijar hefðu í hyggju að ráðast á landið meðan þið vomð þar? „Nei, en ég veit að það var rætt mikið um það á Akureyri á tíma- bili að Þjóðveijar væru á leið inn í firðina á austurströnd landsins. Ég veit líka að norski herinn var oftar en einu sinni í viðbragðsstöðu vegna Gríeg meðal norskra flugmanna á Islandi NORSKIRITHÖFUNDURINN Nordahl Grieg starfaði sem fréttaritari á stríðsárunum og lést við störf sín er árásarflugvél sem hann var um borð í var skotin niður yfir Berlín 2. desember 1943. í blaðinu Norsk Tidend, sem upplýsingamiðstöð norsku ríkisstjórnarinnar í London lét gefa út á stríðsárunum, birtist grein eftir Grieg 10. mars 1943 og ber heitið „Meðal norskra flugmanna á íslandi“. Þar skrifar Grieg um heimsókn sína til flugsveitar 330 á Íslandi. Þat' stendur m.a.: „Þegar einhver ætlar að skrifa um heim- sókn á flugvöll segir hann án undantekningar frá því að flugmaður komi til hans: ;,Gleymdu ekki flugvallarstarfsmönnunum." Á íslandi segir enginn slíkt. Maður sér, á hveijum degi, flugvallarstarfsmennina með eigin augum. Á nokkrum strandbreiðum strita þeir með flug- vélarnar, í 20 stiga frosti, í stormi, með ber- ar hendur verða þeir að vinna með smáskrúf- umar í vélinni, með umhyggju og ástríðu- fullri þolinmæði hafa þeir fyrir löngu lengt lífaldur vélanna. Þeir draga flugvélarnar upp úr vetrarhafínu, þeir standa í sjó upp í mitti, gegnumblautir, skjálfandi, óstöðvandi flug- vallarstarfsmenn. Meðan bjart er og skipalest- ir úti fyrir sem þarf að vernda, þarf oft að vinna allan sólarhringinn. Flugmaður sem hafði verið inni og sofið svolítið spurði vélvirkj- ana sem höfðu unnið í 60 tíma í einu hvort þeir gætu meira. Þeir svöruðu ógnandi: „Eins lengi og þið getið haldið rellunum á lofti get- um við haft umsjón með því sem er á vellin- um.“ Síðar í sömu grein skrifar Grieg: „Nokkrum mánuðum síðar, er ég var með bandaríska hernum, sá ég í gegnum sementgráan, kaldan nóvemberdaginn langt í burtu rauðan flekk sem hreyfðist í kirkjugarðinum. Þar var aftur norski fáninn á kistu. Ein Northrop hafði fallið í hafið. Sama daginn barst fréttin um að níu manna væri saknað. Ein Katalína hafði flogið til hafs til að leita björgunarbáta frá sökktu skipi. Það höfðu komið skilaboð frá flugvélinni, hún hafði leyst verkefni sitt, bát- amir vom á réttri leið til lands og stuttu eft- ir var þeim bjargað. En Katalínan kom aldrei til baka.“ Enn grípum við niður í grein Griegs: „Næstu daga var ég með Katalína-flugvélun- um í leit þeirra á hafinu. Verkefnið náði yfir tvö heimshöf, Atlantshafið og íshafið. Við lögðum af stað í myrkri og komum aftur í myrkri. Það var vetur með stutt dagsljós og nístandi kalt. Þegar við flugum hátt virtust fætur okkar dauðir eins og málmurinn undir þeim. Við flugum yfir hafið og sveimuðum kannski yfír skipalest sem grá og hægfara færðist áfram. Við fórum bara í það sem flug- mennirnir kalla „þreytandi ferðir"; tólf-fjórtán tímar í loftinu án þess að nokkuð gerðist. Þannig eru margar ferðir, ekki allar. Siglinga- fræðingurinn sýndi mér kortið sitt, sundurt- ætt eftir þýskar vélbyssukúlur og útatað í blóði, hans eigin. Hann var nýkominn út af sjúkrahúsi." Nordahl Grieg lýkur grein sinni á þessum orðum: „Dagnokkurn sá ég norsku flugbúð- irnar í síðasta skipti. Ég var um borð í fjög- urra hreyfla sprengjuflugvél, Liberator, og var á leið suður. Við þutum eftir flugbraut- inni og strukumst lágt yfír hermannabragg- ana og norska flaggið. Bráðum, held ég, mun þessi landlengja úti í hafi aftur verða gefin íslensku þjóðinni sem hefur leyft norskum vinum sínum að nota hana í frelsisbaráttu sinni. En í næstum tvö ár hafa Norðmenn búið þar, stritað og vonað og viljað, haldið út í baráttu og kannski ekki snúið aftur — því mun Noregi aldrei fínnast þessi auða hraun- mörk, sem stormur og regn þjóta yfir, vera ókunnugt land.“ |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.