Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 22
MÖáGÚNBIÍAÉ>IÐ SÚNNUDAGUR 6'. MAÍ 1990 zé fí Bandarikjamennirnir Bandarískur her gengur á land á Kirkjusandi í júlímánuði 1941. Ljfomynd/Svavar Hjaltested KALDA STRÍÐIÐ GEKK ÍGARÐÁHÓTEL BORG Bandaríkjamanna á Islandi 1942 eftir Elínu Pólmadóttur PORTER MCKEEVER er þekktur maður í Banda- ríkjunum, nú síðast fyrir bók sína um Adlai Steven- son, sem tilnefnd var til Pulitzerverðlauna í haust. En hvers vegna ávarpar þessi maður íslenskan blaðamann, sem hefúr leitað hann uppi í New York, á íslensku, skýtur öðru hverju inn í samræðurnar orðum með kórréttum fram- burði á þ-i og ð-i og spyr um roskna íslenska embættis- menn, stjórnmálamenn og fjölmiðJamenn með nafiii? Porter McKeever kom fyrir nærri hálfri öld til íslands með banda- rískum sendiherra, þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum landsins af Bretum, og varð þar með fyrsti upplýsingafull- trúi þeirra í Evrópulandi. Hann var því í upphafí hersetunn- ar i nálægð við öll samskipti íslendinga og Bandaríkja- manna og þar sem hann var óeinkennisbúinn og utan við herinn, kynntist hann persónulega mönnum og málefnum í landinu. Þessi kímni og hressi maður kann margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma. Segir mér t.d. frá því að „kalda stríðið“ hafí hafíst á Hótel Borg á Islandi, frá samskiptum sínum við ýmsa merka íslendinga, frá barns- meðlagsreikningum sem tóku eins og þruma úr heiðskíru lofti að streyma til fúrðu lostinna utanríkisþjónustumanna í Washington o.s.frv. PORTER MCKEEVER tekur á móti blaðamanni í hinum virðulega Century Club í New York með sínum frægu málverkum í gylltum römmum og bókahillum upp undir Ioft þama einhvers staðar hátt uppi, þar sem rithöfundar og ritstjórar New York Times sitja við næsta borð við okkur, en konum var hleypt inn í þetta aldagamla, virðulega karlaveldi klúbbsins fyrr en í fyrra. En gestgjafinn er hvorki gamall né hátíðlegur þegar hann byijar alúð- lega að segja frá dvölinni á íslandi og hefur engu gleymt, þótt hann hafi síðan verið í snertingu við ýmis merkileg tímamót á alþjóða- » vettvangi. Porter McKeever var blaðamaður í Washington vorið 1942, þegar McVeigh, nýskipaður sendiherra, spurði unga manninn hvort hann vildi ekki koma með sér til Reykjavíkur til að koma á fót fyrstu „útvarðarstöð“ upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna. „Reykjavík, hvar er það? spurði ég. Ég átti að vera sériegur fulltrúi sendiherrans og reyna að smyrja samskiptin við íbúana, þar sem höfðu orðið nokkrir árekstrar eftir að bandarísku hermennimir fóru að koma. Ég kom með gríðarmik- illi skipalest, sem var að flytja her- menn til íslands, en landher tók þar Porter McKeever kom með fyrstu Bandaríkjamönnunum til ís- lands. Myndin er tekin í New York fyrir skömmu. eftir skamman tíma við af land- gönguliðum flotans sem komu fyrst. Ekki vildi betur til en svo, að tveim- ur dögum eftir komu mína til Reykjavíkur réðist drukkinn her- maður á eiginkonu sænska blaða- fulltrúans í einhveiju braggasam- kvæmi. I átökum hljóp skot í fótinn á eiginmanninum. Og mátti verða mitt fyrsta verk að fara og biðja þau afsökunar. Það urðu mín fyrstu kynni af „ástandinu“,“ segir McKeever og þetta síðasta á hreinni íslensku. „Þegar ég kom voru 6.600 her- menn að koma til að leysa af banda- risku landgönguliðana en ekki Breta. Og í mars-apríl komu 9.900 menn og leystu af hólmi landherinn breska. I rauninni finnst mér merki- legt að ekki skyldu þó verða fleiri árekstrar vegna ástandsins en þó urðu. Ungu konurnar á Islandi eru svo fallegar. Ég fer víða um heim- inn og segi öllum að besti staðurinn í veröldinni fyrir „girl watching“, til að horfa á stúlkur, sé á íslandi, sá næstbesti á Honolulu og sá þriðji í DAS-miðstöðinni í Minnieapolis. Fallegustu stúlkur í heiminum eru sem sagt á Islandi. Þegar ég lít til baka, er þarna voru 40 þúsund er- iendir hermenn I landi með 120 þúsund íbúum, sem voru í hæsta máta þjóðemissinnaðir, þá sýnist mér mesta furða hve vel þetta gekk. Flestir bandarísku hermennimir vildu ekkert vera á Islandi og sum- ir þeirra vissu ekki einu sinni hvar þeir voru. Við Bandaríkjamenn komum svo seint inn í stríðið og hermennirnir, sem fóru fyrstir til íslands, voru fyrsta bylgjan af ung- um mönnum, sem kallaðir voru til að gegna herþjónustu. Þeir höfðu því enga þjálfun og voru ekki hag- vanir í þessu hlutverki. Þessir menn voru sendir beint til Islands. Þó var í samningunum milli íslendinga og Bandaríkjamanna að ekki ætti að senda þangað aðra en valda her- menn. Þeir voru bara ekki til. Enda reyndum við að skipta þessu fyrsta liði út eins fljótt og við gátum. Nei, það þýddi ekkert að vera að reyna að útskýra þegar slysalega tókst til, það varð bara að biðjast afsökunar,“ svarar McKeeve* spumingunni um það hvemig hann hafí brugðist við árekstmm og slys- um. „Ég trúði því að meiri kynni milli landanna mundu bæta hér úr. Ef íslendingar kynntust fleiri þátt- um í bandarískri menningu, þá sæju þeir að fleira væri þar til. Við byijuðum að koma á fréttaflæði til íslands frá Bandaríkjunum, reyna að byggja upp fréttir, sem ekki væru svona áróðurskenndar, eins og Bretamir höfðu til að styrkja sinn baráttuhug. Heldur bara ein- faldar almennar fréttir frétta- manna. En íslendingar voru svo tortryggnir að það tók langan tíma. ég man að þegar ég fór og var að kveðja Áma frá Múla á kaffihúsi niðri í bæ, þá sagði hann að Banda- ríkjamenn mundu áreiðanlega aldr- ei fara frá íslandi. Ég sagði víst: Því eruð þið svoná fjári tortryggn- ir? Og hann svaraði: „Við erum svo litlir og tortryggnin er okkar sjó- her.“ Eg svaraði á móti: „En það þarf ekki endilega að vera sjö hafa floti.“ Það tók langan tíma að koma fréttamönnum í skilning um að þessar upplýsingar sem komu frá Bandaríkjunum væru ekki bara áróðursbragð. Ég kynntist þessum ágætu blaðamönnum þess tíma, ívari Guðmundssyni á Morgunblað- inu, Skúla Skúlasyni á Fálkanum, Benedikt Gröndal á Alþýðublaðinu — sem ég hjálpaði til að komast í Harvard á sínum tíma og nú er hér sendiherra í New York og enn góð- ur vinur minn — Jóni Magnússyni, fréttastjóra á Útvarpinu og síðar Pétri Péturssyni. Lengi vel voru þeir tortryggnir, einkum útvarps- mennirnir. En þegar eg fór gaf Útvarpið mér stóran bunka af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.