Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 24

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 24
24 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Bandarikiamennirnir George Marshall, hershöfðingi og þáverandi yfirmaður bandaríska herráðsins, heilsar upp á banda- ríska hermenn á Miðnesheiði 1941. hljómplötum með íslenskum lögurr. Ætli ég eigi ekki stærsta hljóm- plötusafn af gömlum íslenskum lög- um frá þeim tíma í heiminum. En ég hafði í upphafi fengið heilmikið safn frá Bandaríkjunum af sinfón- íum handa ríkisútvarpinu, sem þeir voru fátækir af og fengum seinna vikulegan klukkutíma í útvarpinu til að senda til okkar manna. Lögð- um áherslu á að hafa það menning- arlega dagskrá; sígildá tónlist og fleira slíkt, og Islendingar gátu þá líka notið góðs af. Nú; og svo var lagt kapp á að fá til Islands góða fyrirlesara. Eg fékk vesturíslenska listfræðinginn Hjörvarð Árnason til að koma til Islands með fyrirlestra um listir og til að setja upp listsýn- ingu. Og við reyndum að efla kynni milli stétta. Sem sagt að efla al- menna kynningu. Á hinn bóginn lögðum við okkur fram um það í fyrstu, efkir að ég kom, að láta Bandaríkjamennina skilja íslendinga. Ég man að ég fór til Sigurðar Nordals og bað hann um að skrifa bækling fyrir okkur um uppruna íslenskrar menningar. Hann spurði: Hvað langan? Ég nefndi 48 síður. Það get ég ekki, svaraði hann um hæl. Ég þyrfti 10 ár til að vita nógu mikið um íslenska menningu til að geta skrifað svona bækling. í útvarpsþættinum reynd- um við að höfða til menntaðra manna í liðinu. Ég taldi farsælast* að reyna þannig að efla kynnin af menningu beggja landanna þessi tvö ár sem ég var á íslandi. Svo fóru börnin að koma Við tölum um „ástandið“ og McKeever hlær við þegar hann minnist fyrstu vandamálanna í sam- bandi við það. „í samningnum milli landanna um að bandarískt lið komi til íslands sagði að við ættum að borga ailan eðlilegan kostnað af dvöl hersins á íslandi. Svo fóru bömin að koma og íslenska ríkis- stjómin taldi að þau féllu undir „eðlilegan kostnað“. Ög reikning- amir tóku að streyma inn, 6 man- aða bam á Seyðisfirði, annað í Reykjavík o.s.frv. Mjög nákvæmir og sundurgreindir reikningar um útgjöld vegna ungbama dundu yfir utanríkisráðuneytið í Washington, sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið. Svona herkostnað höfðu stjómvöld aldrei séð fyrr. Og þar sem þið hafið annað nafnakerfi en við, þar sem notuð eru fornöfn, þá var faðir viðkomandi barns oft Bill eða Tom og móðirin mundi ekki seinna nafnið. Engin leið reyndist að finna manninn, sem átti að borga. Þar sem íslensk stjórnvöld borga með bami ef faðirinn gerir það ekki, taldi íslenska ríkisstjómin að bandaríska stjómin ætti þá að borga. En það var alveg óþekkt í Bandaríkjunum og þetta höfðu stjómvöld þar ekki séð fyrir. Það kom yfir þau eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gekk illa að útskýra það í fyrstu. Jú, jú, íslendingar voru ákveðnir í að fá að fullu borg- að fyrir það sem þeir létu af hendi og verðlagningin var stundum æði há. En það mátti ræða það,“ segir McKeever. „Þar sem ég vann hjá sendiráðinu og var ekki í einkennisbúningi, þá gat ég óhindrað kynnst íslending- um. Ég man að ég fór eitt sinn í hádegisverð hjá verslunarráðinu og kom heim um hádegi daginn eftir. Það var góð veisla. Mér er minnis- stætt að í hófi um miðnætti stóðum við Ólafur Thors og sungum saman Old Black Joe á íslensku. Mér líkaði best við Ólaf Thors af öllum íslensk- um stjórnmálamönnum. Hann var reglulegur „statesman", stjórn- málavitringur. Hann var ákafur föðurlandsvinur en samt liðlegur í öllum samskiptum við okkur. Fyrsti íslendingurinn sem ég kynntist raunverulega var Örn Johnson og svo varð Agnar Kofoed Hansen mikill vinur minn og sú vinátta entist alla hans æfi. Stórkostlegur maður. Nafn hans var á listanum sem við höfðum fengið frá Bretum um nasista, því hann hafði verið við nám í Þýskalandi, en það var mesta vitleysa. Enn voru þó þegar ég kom í landinu nokkrir menn, sem ekki fóru leynt með aðdáun sína á nasismanum. Einn prófessor í Há- skólanum sem ég man ekki nafnið á hafði mynd af Hitler í stofunni hjá sér, man ég.“ Má ég koma í nótt McKeever hefur gaman af að minnast atviks, sem varð vegna ónógrar íslenskukunnáttu hans: „Ég hafði kynnst þeim ráðherran- um sem fór með viðskiptamál, sem ég man nú ekki hvað heitir. Og ég hafði útvegað bækur frá Banda- ríkjunum, sem hann vildi gjarnan fá. Þegar bókapakkinn kom með skipspósti, hringdi ég heim til hans, til að mæla mér mót og afhenda bækumar. Frúin kom í símann og ég gerði þau mistök að spyrja hvort ég mætti koma „í nótt“, í staðinn fyrir í kvöld. Þegar ég hringdi dyra- bjöllunni, kom hún í dyragættina og hafði keðju á hurðinni. Ég gat rétt smeygt bókunum inn um rif- una. Seinna heyrði ég svo í ein- hveiju samkvæmi hjá okkur sögu um það að einn af okkar mönnum hefði gerst frekur við eina ráðherra- -frúna. Og allt í einu þekkti ég frá- sögnina. Guð minn góður, það er ég!“ Annars skemmtilegs atviks minnist Porter McKeever. „Bisk- upnum ykkar var boðið til Banda- ríkjanna, þar sem hann hafði aldrei verið áður, og í Hollywood var vel tekið á móti honum. Þegar hann kom aftur sýndi hann mér ljós- mynd, þar sem þessi prúði maður stóð milli tveggja frægustu kyn- bomba þeirra tíma, Jane Russell og ljósku mikillar, líklega Betty Grable. Þær sáust á hlið í níðþröng- um kjólum, sem féllu að þessum miklu bijóstum og skrokkum. Ég spurði hvort hann hefði sýnt fjöl- skyldunni sinni hana og hann sagði að konan sín hefði veríð hrifin af myndinni. Ég benti honum á að það væri nú vissara að sýna hana eng- um öðrum. Hvort hann gerði það veit ég ekki.“ Porter McKeever hefur gaman af að rifja upp atvik frá íslandsveru sinni. Eitt sinn ætluðu bandarískir hermenn að fara að æfa skotfimi á víðavangi. Það reyndist vera land bór.da, sem vildi fá greitt fyrir af- notin af sínu landi. Liðsforinginn var tregur til að greiða fyrir þetta. Þá sagði bóndinn: Hefurðu aldrei heyrt talað um Franklin Delano Roosevelt? Og vísaði þar til samn- ingsins milli Islendinga og Banda- ríkjamanna um að allt skyldi greitt. Upphaf kalda stríðsins á Islandi „Við vorum illa undir stríðið bún- ir, en í samanburði við Breta vorum við vel haldnir á íslandi," segir McKeever þegar við ræðum um útbúnað Bandaríkjamanna þegar þeir komu til íslands. „Við byggðum fljótlega Keflavíkurflugvöll, enda hefði Reykjavíkurflugvöllur aldrei getað tekið þær flugvélar sem við þurftum á að halda. Ég segi alltaf að kalda stríðið hafi byrjað á Íslandi," segir Porter McKeever kíminn. „Það var stuttu eftir Yalta-ráðstefnuna, þar sem Roosevelt, Churchill og Stalin hitt- ust, að sendiherrann hringdi til mín eitt kvöldið frá Hótel Borg. Það var þá aðsetursstaður bandaríska sendiherrans, þar sem þau hjónin höfðu litla setustofu og svefnher- bergi. Honum hafði verið tilkynnt að Molotov, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, hefði lent á Keflavíkur- flugvelli til að taka bensín en vegna einhverrar vélarbilunar ætlaði hann að stansa á íslandi yfir nóttina með fylgdarliði sínu. Hvar í ósköpunum átti að koma þeim fyrir? Ekki smuga í neinu hóteli, enda voru þau ekki mörg. Það varð úr að banda- ríski sendiherrann og kona hans klæddu sig upp úr rúminu og sátu uppi alla nóttina, til þess að geta látið þá hafa herbergi sín. Þegar Molotov kom til Washington og hitti Truman forseta, byijaði hann strax að kvarta. Er hann kom til íslands, þessa lands sem væri hersetið af Banaríkjamönnum, þá hefði honum markvisst verið sýndur dónaskapur. Móttökurnar þar hefðu verið fyrir neðan allar hellur, þeim komið fyrir á einhveijum skítastað. Truman hlustaði á hann þusa og varð æ reiðari, því hann hafði verið búinn að lesa skeytið frá sendiherranum sínum og vissi að þau hjónin höfðu vikið úr rúmi. Að lokum rauk hann upp og svaraði Rússanum fullum hálsi. Upp frá því urðu samskipti Rússa og Bandaríkjamann verri og verri. Hefðu eflaust orðið það hvort sem var. En ég held því fram að kalda stríðið hafi hafist þarna á Hótel Borg.“ Porter McKeever segir að þessi tvö ár sem hann var á Islandi, hafi verið einhver mest gefandi ár í lífi hans. „Ég kynntist Islendingum og íslenskri menningu og á góða vini þaðan fram á þennan dag.“ Það er mikið sagt, því ævi hans hefur ekki verið viðburðarsnaúð og hann hefur víða komið við í alþjóðamálum. „Frá íslandi var ég sendur til Burma. Pakkaði fötunum mínum, strípuðum buxum, pípuhöttum og hlýjum fatnaði, niður í tösku og útvegaði önnur léttari föt fyrir hita- beltissvækjuna. En þegar ég kom til Burma fékk ég senda vitlausa tösku, strípaðar buxur og ullarfatn- að í hitasvækjuna í frumskóginum, þar sem rignir 300 mm og allt guf- ar upp.“ Eftir að það verkefni, sem var að opna með sameiginlegu átaki Bandaríkjamanna, Breta og Kínveija landleið til Kína, þá var hann 'með Mountbatten lávarði í Suðaustur-Asíu, sem varð til þess að hann vann síðar að ýmsum mál- efnum til stuðnings Asíulöndum. Meðan hann var hjá Sameinuðu þjóðunum aðstoðaði hann James Byrnes við að skrifa bókina „Satt að segja“ og barðist fyrir Adlai Stevenson í forsetakosningunum 1952. Þá vann McKeever fyrir Ford Foundation fram til 1956 og eftir það að líknarsjóðum fyrir Rockefell- er. Hann kveðst þá hafa verið ákveðinn í að vinna fyrst og fremst að friðarmálum og varð m.a. stofn- andi og forseti bandaríska Samein- uðu þjóða félagsins. Kona hans er trúboðadóttir frá Kína, sem einnig hefur verið í stjómum margra al- þjóðastofnana á sviði menningar og félagsmála og er heiðursfélagi UNESCO. Og þegar ég spyr hann hvað hann hafí helst haft fyrir stafni síðustu árin, þá segist hann hafa verið niðursokkinn í bókina um Adlai Stevenson: His Life and Legacy, sem kom út í haust. Steven- son kynntist hann 1945 og var m.a. með honum í London í undir- búningsnefndinni fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna og vináttan hélst þar til Stephenson dó 1965. Þessi bók hefur hlotið einstakar viðtökur í Bandaríkjunum. ■ Eriu í húsgagnalelt? Ný sending af 2ja manna svefnsófum með rúmfatageymslu. 4 gerðir. Stærð: 190x130 og 190x120 Hagstætt veró Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.