Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 26

Morgunblaðið - 06.05.1990, Síða 26
26 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 HERFLUGVÉLAR STAÐSETTAR Á ÍSLANDIÁ STRÍÐSÁR UNLJM „The Lockheed Hudson, tveggja hreyfla sprengiflugvél. Upphaflega breytt úr farþegaflugvél og var með ýmis þægindi, svo sem upphitað farþegarými. Bretar pöntuðu upphaflega 200 slíkar vélar 1938, en þegar búið var að afgreiða síðustu véiina 1939 pöntuðu þeir 1860 í viðbót hjá Lockheed-verksmiðjunum í Kali- forníu. Hér á landi var hún aðallega notuð við kafbátaleit. „The Supermarine Walrus", tveggja vængja flugbátur, aðallega notaður til njósna. Þetta er sú fræga vél sem vakti Reykvíkinga af værum svefni aðfaranótt 10. maí, og varð þess valdandi að þýski konsúllinn, Gerlach, áttaði sig á hvað var að gerast og kveikti í leyndarskjölum í baðkari í sendiherrabústaðnum við Tún- götu. Fyrir utan þær fystu sem komu með hernámsliðinu kom ein flugsveit með 8 vélum hingað til lands 30. júní 1940 með flugvélamóðuskipinu H.M.S. Argus. „Wellington", tveggja hreyfla sprengiflugvél, notuð við kafbátaleit. „Katalína-flugbátur" af gerðinni 28-5. Vélin á myndinni er hin fræga sjóflugvél sem lenti á Raufarhöfn haustið 1939. Þetta var fysta vélin af 96, sem Bretar fengu frá verksmiðjunum í San Diego. Hún flaug í einum áfanga frá Bandaríkjun- um yfir Atlantshafið til Felixstowe á Englandi í júlí 1939. „The Fairey Battle“, eins hreyfils sprengiflugvél. Fyrsta flugvél sem Bretar not- uðu á íslandi, staðsett á Kaldaðarnesi. Vélarnar komu frá Frakklandi, þar sem þær voru úreltar í loftbardaga og hingað komu 18 slíkar vélar. Helmingur þeirra lenti á Kaldaðarnesi 14. september 1940, en hinar komu í lok október. „Howker Hurricane", ein þekktasta orrustuflugvél Breta í seinni heimsstyrjöld- inni. Hingað komu 6 slíkar vélar, allar frá Frakklandi, með aðeins einn reyndan orrustuflugmann. Síðan bættust tvær vélar við í júní 1941. Hlutverk þeirra var að verjast þýskum njósnavélum sem af og til komu hingað tii lands. Þegar 33. orrustuflugsveit Bandaríkjamanna kom haustið 1941 voru þær sendar til Eng- lands. Þær skutu aldrei úr byssu yfir íslandi. „Whitley", tveggja hreyfla sprengiflugvél. Þótti stór á sínum tíma, en varð úrelt þegar árið 1941. „l\lorthrop“, eins hreyfils sjóflugvél norsku flugsveitarinnar. Alls komu hingað til lands 12 slíkar vélar og voru þær staðsettar í Reykjavík, á Búðareyri og á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.