Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 D 27 Bretarnir íslenskir ráðamenn vottuðu minningu breska sendiherrans viðingu sína og fylgdu kistu hans tii skips. Fremst eru Georgía og Sveinn Björns- son þáverandi ríkisstjóri og síðar forseti ís- iands, þá Ingibjörg og Ólafur Thors forsætis- og utanríkisráðherra, Magnús Jónsson atvinnu- og viðskiptaráðherra og Stefán Þorvarðarson skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Kista Hovuard Smith varflutt með mikilii viðhöfn nið- ur að höfn og send með skipi til Bret- lands. ALLA TLÐSÍÐAN HAFTHUGÁAÐ SJÁ ÞETTA LAND - segirfrú Jane Bellars, dóttir Charles Howard Smith, sendiherraBretaáíslandiíhernáminu eftir Svein Guðjónsson EG VILDIS JÁ landið þar sem faðir minn starfaði síðustu tvö árin sem hann lifði,“ sagði frú Jane Bellars, dóttir Charles Howard Smith, fyrrum sendi- herra Breta á íslandi í samtali við Morgunblaðið, en frú Bellars kom hingað til lands í aprílmánuði síðastliðnum ásamt manni sínum, commander Bill Bellars, fyrrum sjóliðs- foringja í Konunglega breska sjóhernum. Þegar Morgun- blaðið hitti þau hjón að máli hinn 9. apríl sl. voru nákvæm- lega fimmtíu ár liðin frá því Þjóðverjar hernámu Dan- mörku. Howard Smith var þá sendiherra Breta þar í landi og frú Bellars, sem þá var þrettán ára, varð vitni að þeim örlagaríka atburði. Hún sagði að þessi dagur væri sér enn í fersku minni: „SVONA ATBURÐUM gleymir maður líklega aldrei. Þó var það svo að hernám Þjóðveija í Dan- mörku kom okkur í rauninni ekki svo mjög á óvart og ég held að faðir minn og raunar fleiri sendi- herrar í Kaupmannahöfn hafi haft vitneskju eða hugboð um fyrirætl- anir Þjóðveija varðandi Danmörku nokkrum dögum áður en þeir komu. Ég man að faðir minn vakti okkur systkinin að morgni 9. maí með þeim orðum að nú væru Þjóðveijar komnir. Ég minnist þess líka að hafa heyrt mikinn flugvélagný yfir borginni og það fyrsta sem við gerð- um var að brenna ýmis leyniskjöl sem faðir minn hafði í fórum sínum. Við tókum öll þátt í þessu systkinin ásamt foreldrum mínum og öðru starfsliði sendiráðsins. Skömmu síðar komu þýskir hermenn í sendi- ráðið og handtóku foreldra mína. Þetta var hræðileg stund því við vissum ekki hvort við myndum nokkurn tímann sjá þau aftur. Síðan var okkur skipað að koma út í garðinn og skipt í tvo hópa, konur í öðrum hópnum og karlmenn í hin- um. Ég bað um leyfi til að sækja kápuna mína því það var fremur kalt í veðri og SS-maður fylgdi mér eftir á meðan ég var að sækja káp- una. Ég man að ég var dauðhrædd við hann. Nokkrum klukkustundum síðar vorum við systurnar teknar til yfirheyrslu og þá hittum við for- eldra okkar þar, sem var mikill létt- ir. Tveimur dögum síðar vorum við komin heim til Englands og ég held að á þessurn tíma hafi Bretar verið þeir einu sem nutu viðurkenningar Þjóðveija hvað varðar diplómatíska friðhelgi, þrátt fyrir allt. Mánuði síðar var faðir minn kom- inn til íslands með breska hernáms- liðinu. Eftir það sá ég hann ekki nema einu sinni aftur á lífi, en hann lést hér á landi í júlí 1942. Fyrir utan þetta eina skipti sem hann kom heim í leyfi voru einu tengslin sem við í gegnum bréfaskriftir, en þar sem ég var aðeins unglingur fylgd- ist ég lítið með daglegum störfum hans á Islandi og hann var ekkert að útskýra störf sín fyrir mér í bréf- um sínum. Ég hafði þó hugboð um að starf hans væri mikilvægt og að samband hans við íslendinga væri gott, þótt hann væri fulltrúi og sendiherra þess lands, sem hafði hernumið ísland. Það virðist nokkuð ljóst að flestir íslendingar hafa fyr- irgefið okkur Bretum þessa íhlutun í ljósi þess ástands sem ríkti í heim- inum. Ég hef heyrt því fleygt að þegar faðir minn flutti íslensku ríkisstjórninni formlega tilkynningu um hernámið hafi einn af ráðherr- unum sagt orði: „Guði sé lof að það voruð þið,“ og að föður mínum hafi þótt afskaplega vænt um að heyra þetta viðhorf ráðherrans. Ég held að honum hafí líkað vel_ hér á landi og ég man að hann bar íslend- ingum vel söguna. Ég held líka að hann hafi verið vel liðinn á í^landi, sem meðal annars má marka af þeirri virðingu sem íslendingar létu í ljós við andlát hans og þeirri við- höfn sem höfð var þegar kistu hans var ekið um borgina niður á höfn. Ég hef því alla tíð síðan haft hug á að koma hingað til að sjá þetta land og lét loksins verða af því núna. Við höfum að vísu ekki verið mjög heppin með veður og það er jafnvel enn dyntóttara en veðrið heima á Englandi. En loftið hérna er dásamlega hreint." Eiginmaður frú Bellars, comm- andet’ Bill Bellars, er nú kominn á eftirlaun eftir 30 ára þjónustu í Konunglega breska sjóhernum. Hann var í sjóhernum á stríðsárun- um og kveðst hafa komið einu sinni upp að íslandsströndum, án þess að fara í land. „Við lágum í Faxa- flóa, ekki langt út af Reykjavík og sáum vel til lands. Það má því kannski segja að þetta sé önnur heimsókn mín til Islands,“ sagði commander Bellars. Vegna starfs hans bjuggu þau hjón um tveggja ára skeið í Japan, tvö ár í Dan- mörku og önnur tvö ár í Banda- ríkjunum. Þau búa nú í Northfleet í Kent, miðja vegu á milli Dover og London, og eiga fimm uppkomin börn á aldrinum 25 til 35 ára, fjóra | syni og eina dóttur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.