Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 28

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 28
28 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 MOSKITÓFLUGURNAR LÉTUÁ SÉR STANDA Brot úr dagbókarfærslum breska hersins á íslandi árin 1940 og 1941 eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur AFIMMTUDAGINN kemur verður að venju hengd upp tilkynning í anddyri kjallara stjórnarráðsbygg- ingarinnar í Westminster í London. í kjallara þess- um voru herstjórnarskrifstofur Breta til húsa á stríðsárun- um og dag hvern um þessar mundir er hengd þar upp til- kynning sem segir hvað var að gerast á vettvangi seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir 50 árum. Þann tíunda maí 1940 hernámu Bretar ísland en umtal um þá hernaðaraðgerð var mun minna en búast hefði mátt við vegna þess að þann dag hófst stórsókn Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Beggja þessara tíðinda verður vafalaust getið í tilkynningunni sem hengd verður upp á fimmtudaginn kemur. ÞAÐ VEKUR blendnar tilfinn- ingar að ganga um þennan kjallara sem nú er orðinn að safni, Cabinet War Rooms. Ekki er ólíklegt að þarna í fundarherbergi bresku her- stjórnarinnar hafi verið ákveðið að senda her til íslands til að hertaka landið. Sú ákvörðun hefur trúlega verið ein af fyrstu ákvörðunum Churchills eftir að hann tók við landvörnum Breta þann 5. apríl 1940. Einnig er freistandi að ætla að inn í hið margfræga kortaher- bergi, The Map Room, hafi tilkynn- ingin borist um að þessi umrædda stríðsaðgerð Breta hafi heppnast. Frá þessum rammgerða og sérstak- lega styrkta kjallara stjórnuðu bresk hemaðaryfirvöld aðgerðum breska hersins öll stríðsárin. Það er með ólíkindum hvað til- þrifamikil starfsemi hefur átt sér stað í þrengslunum undir stálbitun- um sem héldu uppi þriggja feta þykku lagi af steypu og járni sem lagt var yfír þykkt gólfíð. Kjallarinn er niðurgrafínn um þijá metra og hann var sérstaklega útvalinn skömmu fyrir stríð til þess að hýsa herstjórnarskrifstofurnar ef til styrjaldar kæmi. Milli digurra burð- arviða lifði starfsfólk herstjómar- innar síðan lífí sínu þessi örlagaríku ár. Múrsteinsveggirnir urðu vitni að sigrum þess og ósigrum, innan þeirra vann það og hvíldi sig, gladd- ist og hryggðist í gulu skini raf- magnsljósanna. Sumir helstu yfír- mennirnir höfðu þarna lítil svefn- herbergi auk vinnuaðstöðu sinnar, sem var ákaflega þröngur stakkur skorinn. Churchill var reyndar lengstum tregur til að sofa í neðan- jarðarherbergi sínu, hann fór heldur upp í herbergi á fyrstu hæðinni sem herstjórnin hafði einnig fyrir starf- semi sína. Eftir að loftárásir á London færðust í aukana reyndu kona hans og starfsliðið að sjá til þess að hann tæki á sig náðir niðri í kjallaranum en það kom oft fyrir lítið. Einu sinni sem oftar þegai loftárásir stóðu yfír hringdi Clem- entina kona Churchills í yfirmann starfsliðsins og bað hann um að sjá til þess að Churchill gengi til hvílu niðri í kjallaranum. Churchill hlýddi konu sinni og fór niður en skömmu seinna kom starfsmaður að honum á gangi á náttfötunum. Churchill stansaði og sagði til skýringar: Nú Sir Winston Churchill kemur til Islands í ágúst 1941. Inngangur í Cabinet War Rooms norðlægu eyju sem áður var svo fjarri togstreitu stórveldanna í hin- um vestræna heimi. Þeir skjala- bunkar í Public Record Offíce sem varða Island eru ekki miklir að vöxt- um og eru sumir hveijir ófáanlegir til athugunar. Aðra má skoða en ekki birta neitt úr þeim sem varðar nafngreint fólk. Enn aðra er mönn- um fijálst að endursegja að fullu og ljósrita að vild. Töluvert mikið hefur verið skrif- að um viðbrögð íslendinga við hemáminu og þær afleiðingar sem það hafði fyrir íslenskt þjóðlíf. Hins vegar fer færri sögum af því hvern- ig bresku hermönnunum leist á þetta land sem þeir gistu sem nokk- urs konar herraþjóð um takmarkað- an tíma. Það er forvitnilegt að sjá ýmsar athugasemdir breska yfir- hershöfðingjans í dagbókunum sem hann hélt hér og þær hugmyndir sem hann og undirsátar hans gerðu Ljósmynd/Benedikt Jónsson sér um land og þjóð. Sumt af því sem hér verður birt er úr dagbókum sem ekki má gefa algerlega lausar til afnota fyrr en um miðja næstu öld, en bannið tekur þó helst til nafngreinds fólks. Mest lítið er gert af því að túlka þessi handahófs- kenndu brot sem tekin eru upp úr dagbókum hershöfðingjans eða auka við þau. Færslurnar eru þýdd- ar og birtar eins og þær koma fyrir. Boðorðin tíu og róandi áhrif riffla Samkvæmt upplýsingum sem Bretar höfðu voi-u íbúar Islands við upphaf hernáms 120 þúsund, þeir eru í dagbókunum sagðir skiptast aðallega í tvo hópa, þá sem eru hliðhollir Bretum og hina sem halla sér að Þjóðveijum. Þeir fyrrnefndu eru sagðir heldur fleiri, en hinir síðarnefndu mun betur skipulagðir. Ljósmynd/Imþenal War Museum Bretar töldu sig vita að ýmsir aðilar á Islandi, sérstaklega Ungmennafé- lagshreyfíngin, væru undir þýskum áhrifum og hafa áhyggjur af að þeir gætu reynt að stofna til vand- ræða. „Slíkt ber að varast,“ segir ennfremur í dagbókinni. Af þessum 120 þúsund íbúum íslands voru samkvæmt upplýsing- um Breta 700 Danir, 400 Norð- menn, 25 Svíar, 6 Bretar og 180 Þjóðveijar. I dagbókum hersins eru Þjóðveijarnir flokkaðir nánar eftir búsetu og kyni en jafnframt tekið fram að upplýsingar þessar séu frá íslendingum komnar og látinn í ljós grunur um að Þjóðveijar séu hér mun fleiri en þetta. 24. maí 1940: Allar upplýsingar benda til þess að viðhorf Islendinga gagnvart breska herliðinu sé vin- samlegt. En varfærni þeirra til sam- vinnu við hersveitir okkar virðist eiga rót í almennum efasemdum um endalok stríðsins og hvernig þau endalok munu hafa áhrif á Islandi. Ótti við loftárásir er almennur enda loftvarnir litlar. Það þarf að vinna bug á þessu efasemdaviðhorfi svo og sögusögnum sem spretta upp úr þýskum útvarpsáróðri og vinna gegn þeim áhrifum með því að gera staðreyndir kunnar. I þessu sam- bandi má nefna tilkynningu í þýska útvarpinu þess efnis að skipunum Franconia og Lancastria hafi verið sökkt í Reykjavíkurhöfn. En sú til- kynning var birt í öllum blöðum og hefur orðið að miklu liði til að af- hjúpa þýska áróðursstarfsemi. Tekið er fram í dagbókarskýrsl- unum að Islendingar séu spurulir við herverðina og þeir eru líka sagð- ir hafa grunsamlegt aksturslag (hvernig sem ber að skilja það). Verðirnir eru varaðir við að vingast Ljósmynd/Benedikt Jónsson Daglega eru hengdar upp til- kynningar í anddyri herstjórn- arsafnsins. hef ég gengið til hvílu hér niðri, og þá er ég farinn upp að sofa.“ I þessum undarlegu húsakynnum bresku herstjórnarinnar hefur nafn íslands vafalaust stundum borið á góma en þegar maður skoðar landa- kortin sem hanga uppi í kortaher- berginu, þar sem staða hinna ýmsu heija er enn merkt inná kortin með mislitum pijónum þá verður manni rækilega ljóst hvað ísland var bless- unarlega afskipt í þessum hræði- lega hildarleik. Eigi að síður breytti hernámið íslensku þjóðlífi þann veg að aldrei síðan hefur lífið á íslandi verið með neitt svipuðum formerkj- um og áður var. Strax eftir að breski herinn steig hér á land hóf yfirmaður hersins að skrifa um viðburði hér í stríðsdagbók sína. A Þjóðskjala- safni Breta í London þar sem stríðsskjöl Breta eru varðveitt liggja nú þessar gulnuðu dagbækur og gefa nokkra innsýn inn í það líf sem breskir hermenn lifðu hér á landi og í bakgrunninum má sjá óljósar útlínur af lífí almennings á þessari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.