Morgunblaðið - 06.05.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.05.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 D 29 um of við íslendinga og harðbannað að þiggja drykki sem sagðir eru hafa alvarleg áhrif (hér er sennilega átt við íslenskt brennivín). Sett voru upp tíu boðorð til hermannanna. í lauslegri endursögn eru boðorðin þessi: 1) Þetta er í fyrsta sinn sem breskar hersveitir eru á Islandi og breska þjóðin mun verða dæmd eft- ir hegðun bresku hermannanna. 2) Gleymið ekki að hús og bæir eru eign og heimili íslendinga sem þið eigið að meðhöndla eins og þið vild- uð láta meðhöndja ykkar eigin eign- ir. 3) Dæmið íslendinga ekki of fljótt. Við erum gestir þeirra og til þess er ætlast að þeim sé sýnd fyllsta kurteisi. 4) Munið að ýmis bresk þjóðareinkenni, sem við erum vanir, geta, án þess að við gerum okkur grein fyrir því, hneykslað eða jafnvel sært íslendinga. Við erum vanir að koma fram hver við annan með ffjálslegu kæruleysi. Utlend- ingar eru miklu kurteisari hver við annan. Þess vegna skulum við reyna að vera miklu kurteisari við þá (Islendinga) en við erum hver við annan. 5) Komið fram við konur eins og þið vilduð að komið væri fram við ykkar eigin konur eða systur. Réttið konum í erfiðisvinnu hjálparhönd. Reynið að vingast við börnin. 6) Það er ágæt vörn gegn leiða að nota tímann til að kynnast vopnum sínum. 7) Menn skulu hlýða fyrirmælum yfirmanna sinna og gefa góðan gaum að klæðaburði sínum. 8) Varist lausmælgi því njósnarar geta verið á. hveiju strái. 9) Margir Islendingar tala ensku en fáir Englendingar tala íslensku. Besta leiðin að hjörtum manna er að læra mál þeirra og kenna þeim sitt eigið mál. 10) Stranglega er bannað að taka nokkurn hlut ófijálsri hendi. Auk þess er bent á að það sem þykir alsiða á Bret- landi, að hermenn veifi og kalli til kvenna, er bannað á Islandi. Tekið er fram að þar þyki þetta athæfi ókurteisi. Lögð er áhersla á að frumkvæði að vináttu eigi að koma frá íslendingum. í lok maí 1940 er tekið fram í dagbókunum að útborgunardagur bresku hermannanna sé á föstudög- um. Jafnframt er varað sérstaklega við íslensku brennivfni: Að undan- förnu hafa komið upp þau tilfelli að hermenn drekki áfengi inn- fæddra, sérstaklega áfengi sem kallast Svarti dauði. Það lamar lík- amann eða heilann eða hvort tveggja. Hermönnum er því bannað að drekka Svarta dauða að við- lagðri þungri refsingu. Neðan við þessa viðvörun er önnur ekki síðui' alvarleg: Varað er við íslenskum kommúnistum, þeir eru sagðir hlið- hollir nasistum. í byijun júní 1940 er þess getið að allir Þjóðveijar sem tilkynna sig daglega til sendiráðsins hafi verið ljósmyndaðir. Jafnframt er þess getið að listi hafi verið bú- inn til yfir varhugaverða einstakl- inga sem hafa haft sig í frammi gagnvart breskum hermönnum, aðallega á þann hátt að hafa selt þeim áfengi. í dagbókunum er mik- ið lagt upp úr því að halda vinsam- legum samskiptum við Islendinga: „Astæður þess eru augljósar, fyrsta lagi leiðir það af sér áfallaminni samskipti, í öðru lagi hjálpa vin- veittir en óvinveittir ekki.“ Að kvöldi 22. júlí 1940 er eftirfarandi skráð í dagbækurnar: Okyrrð í bænum. Rifflar voru hlaðnir sam- stundis og „óvart“ hleypt af og hafði það róandi áhrif. Allt nautakjöt, á íslandi af aflóga mjólkurkúm „Úr skýrslu birgðavarðar 5. júní: Engar moskitóflugur hafa enn sést svo vitað sé, kannski verður þeirra vart seinna og mun ég láta ykkur vita um það. Ur bréfi birgðavarðar- ins 8. júní: Ég vil fá 30 tonn af frystu nautakjöti og legg til að keypt verði íslenskt lambakjöt sem mun vera fáanlegt á sanngjörnu verði. Nautakjöt er einnig til, en i minni mæli en lambakjöt en það er dýrara (u.þ.b. penny á pund) og það er ekki gott. Þáð er lítil fita á því og það kemst ekki í hálfkvisti Hið fræga fundarherbergi í Cabinet War Rooms. við það nautakjöt sem við erum vanir. Nautgripir eru ekki aldir hér vegna slátrunar, allt nautakjöt á Islandi er kjöt af aflóga mjólkur- kúm. Mikið er til af fiski en hann þykir fitulítill. Kartöflur og _græn- meti er óheyrilega dýrt á lslandi og raunar lítið til af því. Þó er rabar- bari ódýr. A hernaðartímum er ljósmynda- taka jafnan talin varhugaverð. Um slíkt er nauðsynlegt að móta stefnu. í dagbókunum er sú stefna kynnt: Að því tilskyldu að gætt sé fyllsta öryggis breska hersins er engin ástæða tii að amast við því að Is- lendingar taki ljósmyndir út um landið. Þess vegna ber að varast að hafa afskipti af íslendingum í þessum efnum. 11. júlí færsla nr. 211: Björgunarafrek. Lögreglu- stjórinn í Reykjavík hefur vakið athygli hershöfðingjans á eftirfar- andi björgunarafreki. Aðfaranótt sunnudagsins 7. júlí fleygði drukkin kona sér í sjóinn hjá Faxagarði. Hermaður nr. 548105 sem var í nágrenninu stakk sér eftir konunni án þess að hugsa um áhættuna sem hann setti sig í og tókst að bjarga konunni frá drukknun. Hershöfð- inginn hefur látið svo um mælt að atburður þessi verði skráður í skjöl hersins. 15. júlí ritar hershöfðinginn eftir- farandi tilskipun: Vopnaburður. Þó að sérhver hermaður beri á sér skot- færi á hann ekki að hlaða rifil sinn án skipunar yfirmanns síns nema hann standi frammi fyrir vopnuðum einstaklingi. Enn varað við Svarta dauða Enn er varað við Svarta dauða: 18. júlí tilskipun nr. 244. Alkóhól. Allir hermenn háir sem lágir eru varaðir við hættulegum áhrifum islenska brennivínsins sem þekkt er undir nafninu Svarti dauði. Áhrif þess geta verið mjög snögg. Þeim sem eiga Svarta dauða eða drekka hann verður stranglega refsað. 30. júlí 1940: Komið hefur í ljós að í mörgum tilfellum hefur matur verið eyðilagður í miklum mæli. Yfir- mönnum er gert að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þetta athæfi. Júlí 1940: Mikill skortur á húsnæði og lítil von til þess að ljúka áætluninni um braggabyggingarnar fyrir jól. 10. ágúst 1940: Haldinn var dansleikur fyrir yfirmenn í íslensku húsnæði. A síðustu stundu heimtaði hljóm- sveit hússins hærri borgun og sama gerði eigandi hússins. Vegna þessa varð smávægilegt tap af skemmt- uninni. Ákveðið að koma upp hljóm- sveit og offiseraklúbb sem fyrst, en húsnæði er erfitt að fá. (Mörg böll voru haldin á Hótel Borg, einn- ig í Oddfellowsalnum en seinna kom Ingólfskaffi til sögunnar, svo eitt- hvað sé nefnt af þeim húsum sem breski herinn leigði fyrir samkomur sínar.) 16. sept 1940: Stórum flokk- um af kindum mun fljótlega verða ekið til Reykjavíkur og aðra bæi til slátrunar og er bílstjórum hersins uppálagt að taka þessum uppákom- um með þolgæði. 11 sept. 1940: Sérstakrar aðgæslu er þörf þegar kalt er í veðri og rakt. Eftir her- göngu eða að loknu dagsverki ættu hermenn að skipta um sokka og nudda fætur sína uppúr púðri. Sér- stök fótsápa og púður er fáanlegt hjá birgðaverði og ein únsa af sápu og púðri ættu að nægja hveijum manni í viku. í lok sept 1940: Stend- ur til að koma á fót skáksveit til að keppa við skáksveit innfæddra og áhugasamir hermenn beðnir að gefa sig fram. 2. des. 1940: Herða- tré, krókar og sjónaukar hafa horf- ið í Sundhöll Reykjavíkur og öðrum sundstöðum. Linni þessu ekki verð- ur hermönnum bannaður aðgangur að sundstöðum. 8. janúar 1941: Verkfalli aflétt með því að hækka framfærslukostnað úr 27 prósent í 41 prósent. Okkar stefna var af- skiptaleysi þó að við höfum fimmtán hundruð íslendinga í vinnu. Vinnu- afl úr röðum breskra hermenna var notað í mikilvæg verkefni, aðallega til að sýna að breski herinn væri sjálfur sér nógur um vinnuafl. 25. janúar 1941: Verkfall karl- og kvenstarfsfólks á hótelum stendur út mánuðinn. öli hótel lokuð. Sagt frá Churchill í einni setningu Þessi brot sem hér hafa verið birt úr dagbókarfærslum breska yfirhershöfðingjans á íslandi eru ekki mikilsverð frá hernaðarlegu sjónarmiði. I dagbókum þessum bregður enda svo við að tíðindi sem talin eru mikilsverð frá sögulegu sjónarmiði fá kannski mun minni umfjöllun en alls kyns smámunir. T. d. segir yfirhershöfðinginn frá því í einni línu þegar Winston Churchili heimsækir Íslandl6. ágúst 1941. Hins vegar er eytt tals- vert löngu máli í að brýna fyrir mönnum að vera ekki með hávaða í nánd við loðdýrabú svo feldur dýranna skemmist ekki og hvetja menn til að púðra vel fætur sína að lokinni vinnu. En hið síðarnefnda flokkast nú nú kannski undir hygg- indi sem í hag koma í hernaði. At- burðir dagsins í dag eru undra fljót- ir að verða að sagnfræði. Innihald dagbókanna sem hér um ræðir var eitt sinn strangasta leyndarmál og gersamlega óaðgengilegt hveijum Islendingi. En tíminn breytir vægi hlutanna. Nú eru þeir sem fyrir 50 árum sátu og púðruðu á sér fæt- urna inn í bröggum uppá íslandi ýmist orðnir aidraðir menn eða gengnir til feðra sinna og aldurinn hefur einnig sett sitt mark á dag- bækur breska yfirhershöfðingjans. Þær eru nú litnar öðrum augum en áður var, rétt eins og safngrip- irnir sem geymdir eru í Cabinet War Rooms í London, þar sem áður sló púls þeirra atburða sem réðu lífi eða dauða fyrir milljónir manna ríkir nú rykfallin friðsæld. Undir gleri í tréborði herstjómarsafnsins í Westminster eru geymdir fáeinir sykurmolar sem fundust eftir að stríðinu lauk árið 1945 í skúffum í borði yfirmanns kortaherbergisins. Þeir liggja þarna rétt eins og sýnis- horn af því sæta sem til var á stríðsárunum. En hlutfallið á milli gömlu hvítu sykurmolanna og allra morðtólanna sem einnig eiga sitt pláss i glerborðum safnsins minnir á þá staðreynd að þó menn hafi vissulega lifað sætlegar stundir á tímum seinni heimsstyijaldarinnar, þá voru hinar sársaukafullu svo margfalt, margfalt fleiri. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.