Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990 Kópavogsstíllinn eftir Heimi Pálsson Oft ráðleggja kennarár nemend- um sínum að margskrifa sama stílinn, umorða og laga hann þang- að til fengið sé það form og fram- setning sem best hæfi efninu. Und- anfarnar vikur hafa landsmenn fengið að fygjast með svona stílæf- ingum á síðum Morgunblaðsins þar sem Gunnar Birgisson, doktor, for- maður Verktakasambandsins, vara- formaður VSÍ og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hef- ur verið að æfa sig að skrifa stílinn sem honum var sett fyrir að skrifa: Stílinn um Kópavog. Undirtitill: Ijármál. Nýjasta útgáfa stílsins birtist 28. apríl og því miður verð ég að viður- kenna að mér finnst höfundur ekki taka þeim framförum sem oft sjást hjá nemendum. Kannski hefur hann vonda kennara. Ég ætla ekki að reyna að kenna Gunnari Birgissyni neitt um fjár- mál. Aðrir hafa margleiðrétt stað- hæfingar hans um fjármálastöðu bæjarins og það kemur fyrir ekki. Á því sviði virðist hann ekki taka tilsögn. Hann tekur ekki einu sinni eftir mótsögnunum eins og þeirri að sömu dagana og flokksbræður hans í bæjarstjórn Kópavogs rumdu hæst um skuldir bæjarsjóðs lögðu þeir líka til að sami bæjarsjóður keypti Vatnsendaland fyrir hundruð milljóna og allar í skuld! Ég ætla í staðinn að víkja að tveim atriðum í nýjustu útgáfu á stílnum hans. Annað snýr að bæjarstjóra, hitt að eignum. Bæjarstjóri alira Kópavogsbúa Það er gleðiefni að sjá að Krist- ján bæjarstjóri Guðmundsson hefur borið gæfu til að gegna starfi sínu fyrir kaupstaðinn svo ágætlega að Gunnar Birgisson talar eins og hann sé kjörinn í almennri atkvæða- greiðslu. Forseti landsins hefur oft minnt á að hún sé forseti allra landsmanna. Það er rétt. Hún er kjörin í beinni atkvæðagreiðslu. „En ég er líka konungur kommúnista," sagði Ólafur Noregskonungur og varð fyrir maður að meiri. Það er hins vegar slæmt ef efsti maður á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi veit ekki að bæjarstjóri er ráðinn af starfandi meirihluta hveiju sinni. Fulltrúar Gunnars Birgisson- ar í bæjarstjórn greiddu ekki at- kvæði þegar Kristján Guðmundsson var ráðinn til starfa. Þeir sátu hjá. Það er eðlilegt því þeir hefðu áreiðanlega ráðið sér annan mann. Eftir Reykjavíkurmynstrinu hefði hann síðast heitið Richard Björg- vinsson, næst Gunnar Birgisson. Sem bæjarstjóri yrði Gunnar Birgis- son bæjarstjóri Sjálfstæðisflokks- ins, ekki allra Kópavogsbúa. Svo einfalt er það. Það er svo aðeins til upplýsingar um innræti og hugmyndafræði Gunnars Birgissonar að fara að tala um laun bæjarstjóra í þessu samhengi. Eða mega menn ekki hafa skoðanir ef þeir taka laun fyr- ir vinnu sína? Hvað er eign? Auðvitað þarf engan að undra að sjá doktor Gunnar endurtaka skilgreiningu Sjálfstæðismanna á „eign“. Hann tekur undir við Rich- ard Björgvinsson og félaga um það að skólar og götur séu léttvæg í því samhengi vegna þess að hvor- ugt sé hægt að selja. Einhvern veginn ofbýður mér alltaf að sjá þennan skilning á prenti. Þó Gunnar Birgisson telji okkur meirihlutafólkið í Kópavogi svo fá- fróð að við vitum ekkert um pen- inga og bókfærslu skal ég taka fram að ég veit vel að „bókhaldslega séð“ er munur á eignum sem unnt Heimir Pálsson er að selja og öðrum eignum. En að baki þeirrar bókhaldsreglu býr hugsunarháttur semástæða er að ræða. Skólahús er samkvæmt mínum skilningi eign, hvað sem Gunnar Birgisson og félagar segja. Það er meira að segja miklu dýrmætari eign en einhver kumbaldi sem unnt er að selja. Um þetta gilda nefni- lega ekki aðeins bókfærslurök held- ur verða menn einnig að taka mið af tilfinningum og velferð. Að sínu leyti alveg eins og ég veit að Gunn- ari Birgisson þykir börn sín dýr- mætari en fyrirtækið. Leikur þó enginn vafi á seljanleika. I pólitík hér á vesturlöndum er það kannski fyrst og fremst þessi mismunandi skilningur á mannlíf- inu sem liggur til grundvallar flokk- askiptingu. Það er til dæmis alveg laukrétt að endurnýjun gömlu gatn- anna er ekki efst á óskalista hjá bæjarfulltrúum Alþýðubandalags- ins. Við teljum sumt annað verða að koma á undan. Hins vegar læt ég mér í léttu rúmi liggja staðhæf- ingar doktorsins um aðgerðarleysi okkar í því efni. Það er augljóst mál að sveitarfélag sem getur lokið endurgerð gatna í eldri hverfunum á sex árum og vinnur skipulega að henni er ágætlega statt. Þetta vita bæjarbúar og þeir hafa líka sýnt í kosningum undanfarið að þeir skilja það. Allir þeir stjómmálaflokkar á vesturlöndum sem hægt er að kalla standa vinstra megin við miðju leggja mesta og þyngsta áherslu á manngildi og mennsku. Fyrir þeim er seljanleg eign oft minna virði en sú eign sem fyrst og fremst er til þess sköpuð að standa vörð um manneskjuna. Þess vegna eru grunnskólar eign. Þess vegna eru leikskólar eign — í pólitískum skiln- ingi. Bókhaldslega ættu þeir náttúr- lega að vera eign líka, einfaldlega vegna þess að skóla sem búið er að reisa þarf ekki að reisa í framtíð- inni. Þetta verður Gunnar Birgisson að reyna að skilja og ef hann bætir þessum skilningi inn í Kópa- vogsstílinn sinn og tekur ýmislegt út í staðinn getur vel endað með því að þetta verði góður stíll. Það er hins vegar dálítið langt í land enn. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogs. Sigrún Magnúsdóttir einungis eina verslun, trúi ég ekki að henni hafi verið kunnugt. Það sem hér er á ferðinni er ekki stuðningur við iðnaðinn eða verslunina í landinu. Hér er einung- is verið að reyna að auka viðskipti einnar verslunar í borginni. Ef gert væri eins og stendur í bréfinu að „styrkja samstarf og nauðsynlega samvinnu iðnaðar og verslunar til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf“, þá væri þetta sam- vinnuverkefni Kaupmannasamtak- anna og Félags íslenskra iðnrek- enda. Sem kaupmaður er ég vön að vinna á kassa og setja vörur í poka fyrir viðskiptavini. Eg þarf ekki að fara annað til að sinna því hlutverki. Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík. töl og greinar um málefni þeirra svo og ýmis mál sem snerta íbú- ana, umferðarmál, byggingarmál, skóla- og fræðslumál, félagsmál, umhverfismál og atvinnumál. Til- gangur blaðsins verður öðrum þræði að efla samkennd íbúanna og samstöðu. í ritsjórn sitja fulltrú- ar samtakanna sem standa að blað- inu og eru íjórir þeirra ábyrgðar- menn blaðsins. Guðmundur Sæ- mundsson, cand. mag. er ritstjóri, Þorvaldur Jónasson hönnuður blaðhauss, Reykholt hf. sér um útgáfu, umbrot og útlit og Prent- smiðjan Klói prentar. BREFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. s Múlalundur SÍMI: 62 84 50 13 2 Reiðnámskeið sumarið 1990 Nr. 1 þriðjud. Nr. 2 þriðjud. Nr. 3 þriðjud. Nr. 4fimmtud. Nr. 5 þriðjud. Nr. 6 þriðjud. 5. júní til þriðjud. 12. júní .12. júnf tilþriðjud. 19.júní 19. júní til þriðjud. 26.júní 28. júní tillaugard. 30 júní 10. júlí til þriðjud. 17. júlí 24. júlí tilþriðjud. 31. júlí Nr. 7 miðvd. 1. águst til föstud. 3. ágúst Nr. 8þriðjud. 21. ágúst til þriðjud. 28. ágúst börn og úngl. framh. ungl. börn og ungl. fullorðnir framh. ungl. börn, ungl. framh. fullorðnir börn og ungl. Ferðir með áætlunarferðum Hreppar-Skeið frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík kl. 17.30 á þriðjudögum og frá Geldingaholti kl. 9.30 á morgnana. Komið er í bæinn kl. 11.30. Þátttakendur fá fjölþætta þjálfun á hestbaki. Kennd er undirstaða hestamennsku, meðhöndlun og umhirða hesta. Kennt er í gerði og á hringvelli. Farið er í útreiðartúra. Einnig er bókleg kennsla. Farið í leiki og kvöldvökur haldnar. Þátttakendur á öllum námskeiðum mega koma með eigin hesta. Ferðir eru ekki innifaldar í námskeiðsgjaldi. Upplýsingar og bókanir í Geldingaholti, sími 98-66055. Kennarar: Annie, Rosemarie. '25ára 1964/1989 PHestamióstööin Geldingahofc Reiðskóli, tamning, hrossarækt og sýila Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, slmi 98-66055 OPIÐ BREF - til Olafs Davíðssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda og Jóns Ás- bergssonar framkvæmdasljóra Hagkaups eftir Sigrúnu Magnúsdóttur Mér var boðsent bréf frá ykkur dagsett 30. apríl 1990. Ég varð mjög undrandi á efni bréfsins en það fjallar um vörukynningu og sölu á íslenskum iðnvörum í versl- unum Hagkaups undir kjörorðinu: „Hagkaup á heimavelli íslenskir dagar maí 1990.“ Jafnframt óskið þið eftir að „borgarfulltrúar leggi sitt af mörkum til stuðnings íslensk- um iðnaði og verslun í landinu“ með því að aðstoða viðskiptavini Hagkaups við að setja innkaup sín í poka föstudaginn 18. maí. Ég tel afar jákvætt að vekja at- hygli á íslenskum iðnaði og ég er viss um að borgarfulltrúar sem og aðrir landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til þess, en að gera það í nafni einungis einnar verslunar, það gengur alls ekki. í bréfinu er ekki nefnt eitt einasta íslenskt iðnfyrir- tæki á nafn en verslunarfyrirtækið er nefnt átta sinnum. Það er því verið að biðja okkur að hjálpa til að auglýsa upp eina verslun en ekki „verslun í landinu" eins og þið segið í bréfinu. Ef allar verslanir sameinuðust í sameiginlegu átaki að kynna ís- lenskar iðnaðarvörur gegndi allt öðru máli. Vegna þess að í störfum mínum hef ég alla tíð reynt að styðja íslen- skan iðnað, sárnaði mér og spyr: Út á hvers konar villigötur er Félag íslenskra iðnrekenda að fara? Ég hef setið á Alþingi sem vara- maður. Jómfrúræðu mína flutti ég til stuðnings íslenskum iðnaði. I Innkaupastofnun Reykjavíkur beitti ég mér fyrir að íslensk framleiðsla væri tekin fram yfir erlenda. Ég hef talið rétt að taka innlendum tilboðum þó að þau væru allt að 15% hærri en erlend. Eftir þessu hef ég starfað einnig í borgarráði og borgarstjórn. Síðast en ekki síst hef ég í daglegu starfi mínu sem kaupmaður í tvo áratugi lagt mitt af mörkum til stuðnings íslenskum iðnaði og „verslun í landinu“, m.a. með því að leiðbeina viðskiptavinum persónulega um val á vörutegund- um. Aldrei hef ég gripið til svona vinnubragða til að auglýsa verslun mína Rangá. Hvílík hugkvæmni að senda frá sér svona bréf! Vegna þess að störf framkvæmdastjóra verslana eru hvað helst fólgin í því að gera hagstæð innkaup, semja við fyrirtæki, innlend sem erlend, um vöruverð. Það er ekkert nýtt að stórmarkaðir séu með vörukynn- ingar. Það kemur hins vegar mjög á óvart að Hagkaup vilji allt í einu vinna á heimavelli. Ekkert verslun- arfyrirtæki hefur á undanförnum árum sett fram harðari kí'öfur um að fá að flytja inn erlendar vörur til samkeppni við íslenska fram- leiðslu. Hveijir byijuðu að flytja inn dönsku tertubotnana? Þá er komið að þeim hluta bréfs- ins sem mér finnst hvað varhuga- verðastur. Orðrétt: „Fimmtudaginn 10. maí verður kynningin formlega -opnuð í Hag- kaup, Kringlunni, af forseta Is- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur." Ég trúi því ekki að forsetaemb- ættinu hafi verið kunnugt um með hvaða hætti á að standa að þessari kynningu. Við vitum öll að forsetinn okkar lætur ekkert tækifæri ónotað til að stuðla að framgangi íslenskr- ar framleiðslu en að auglýsa ætti ■ NÝTT blað, Grafarvogur, er komið út og er því ætlað að verða mánaðarrit þegar fram_ r sækir. Að útgáfunni standa íbúasamtök Grafarvogs, Grafarvogssöfnuð- ur, Foreldra- og kennarafélag Foldaskóla, Ungmennafélagið Fjölnir, Skátafélagið Vogabúar og Félagsmiðstöðin Fjörgyn. Blaðinu verður dreift ókeypis til allra heimila og fyrirtækja í Grafar- vogi. í frétt frá ritsjórn Grafarvogs segir að efni blaðsins verði mest tengt Grafarvogi. Fjallað verður um félagsstarf á vegum þeirra sam- taka sem standa að útgáfunni, við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.