Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
fclk f
fréttum
GRINDAVÍK
Dagamunur
í skólalífinu
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Mættir til að kveðja kennarana og skólann
Skömmu áður en krakkarnir í 9.
bekk grunnskólans í Grindavik
gangast undir próf til að mæla af-
rakstur níu ára skólasetu gera þau
sér dagamun á síðasta kennsludegi
þeirra í skólanum.
Tilbreytingin felst í því að vakna
fyrir allar aldir og hittast í skólan-
um. Þar klæða nemendurnir sig í
afkáraleg föt og mála sig. Um kl.
6 um morguninn er haldið af stað
um bæinn í dráttarvélarkerru, þar
eru blásnir lúðrar og barðar tromm-
ur. Eftir hring um bæinn er haldið
heim til kennaranna sem hafa
kennt þeim um veturinn og þeir
vaktir ljúfmannlega með því að
beija hurðir og ef ekki vill betur,
svefnherbergisglugga.
Þessi siður hefur verið undanfar-
in ár í Grindavík og nokkurskonar
dimission nemendanna sem eru að
kveðja skólann sinn og kennara.
Yfirleitt hefur þetta gefið bæjarlíf-
inu lit og mælst vel fyrir, þó nokkr-
ir séu súrir yfír því að vera vaktir
á óvenjulegum tíma.
Aðrir nemendur grunnskólans
fara ekki varhluta af ærslum 9ndu
bekkinga og fá heimsókn þeirra í
kennslustofumar um morguninn
með tilheyrandi skralli.
Nokkrum dögum seinna tekur
síðan alvaran við í formi sam-
ræmdra prófa og skólaprófa.
FÓ
FORELDRAR!
Ævintýraleg sumardvöl
fyrir6-12árabörn
að sumardvalarheimilinu
Kjarnholtum í Biskupstungum
Á sjötta starfsári okkar bjóðum við upp á
fjölbreytta og vandaða dagskrá: Reiðnámskeið,
íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, ferðalög,
sund, kvöldvökur o.fl.
V E R Ð :
1 vika 15.800 kr., 2 vikur 29.800 kr.
Staðfestingargjald fyrir 1 viku 5.800 kr., 2 vikur 9.800 kr.
Systkinaafsláttur: 1 vika 1.200 kr., 2 vikur 2.400 kr.
T í M A B I L :
27. maí - 2. júní (1 vika)
3. júní — 9. júní (1 vika)
10-júní - 16. júní (1 vika)
17.júní — 23.júní (1 vika)
24. júní - 6.júlí (2 vikur)
8.júlí — 14-júlí (1 vika)
15.júlí - 21. júlí (1 vika)
22.júlí - 3.ágúst (2vikurj
6. ágúst - 12. ágúst (1 vika)
12. ágúst - 18. ágúst (1 vika)
Innritun fer fram á skrifstofu
SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði
Sími 65 22 21
KLÆÐABURÐUR
StllttR
tískan kost-
aði Mondale
atvinnuna
Hin þrítuga Elanore Mondale,
sem er einkadóttir Walters
Mondale, fyrrum varaforseta
Bandaríkjanna og forsetafram-
bjóðanda demókrata þar, hefur
hrökklast frá WCCO-sjónvarps-
stöðinni í Minneapolis í Minnesota
eftir sjö mánaða starf sem um-
sjónarmaður skemmti- og viðtals-
þátta. Mondale, sem þykir mikil
kynbomba, fékk svo harðvítuga
gagnrýni fyrir klæðaburð, bæði í
sjónvarpi og við opinber tækifæri,
að sjónvarpsstöðin var farin að
tapa áhorfendum og vinsældum.
Ungfrú Mondale segist ekki
enn trúa því sem gerst hefur.
Þetta hafí byrjað á því að hún fór
í opinbera móttöku í stuttum kjól
og jakka í stíl, en svo hneykslað
hafí fólk orðið, að það gekk á
hana á staðnum og tilkynnti að
Elenore Mondale
slíkur klæðaburður væri óviðeig-
andi. „Eftir það var allt týnt til
og allt varð bandvitlaust. Ég
hefði aldrei trúað því að Minnea-
polisbúar væru þvílíkir smáborg-
arar og sveitalubbar. Ég vann
áður við sjónvarp í Chicago og
Los Angeles. Þarívarð ég aldrei
vör við gagnrýni af neinu tagi.
En í heimahögunum, í Mondale-
landi, kveður við annan tón og
fjölskyldunafnið virkar eins og
ávísun á íhaldssemi og tepru-
skap,“ segir Elenore, sem reiknar
ekki með að ganga lengi um at-
vinnulaus.
LYKT
Pricilla Presley í
ilmvatnsiðnaðinn
Pricilla Presley leikkona og ekkja
rokkgoðsins Elvis Presleys,
hefur ratað inn á margtroðna braut
frægra kvenna og blandað og þróað
sitt eigið ilmvatn sem nýlega er
komið á markaðinn og heitir „Mo-
ments“, eða Augnablik. Hefur Pric-
illa stjórnað framkvæmdum allt frá
því að frumblandanir hófust og til
markaðaðssetningar. Augnabliki
hefur verið ágætlega tekið, en
keimnum hefur verið þannig lýst:
„Rómantískur, ævintýragjarn og
með snert af dulúð“. Meðal annars
er að fínna í Augnablikinu keim af
baldursbrám, appelsínublöðum,
kúrenum ogýmsu fleiru úr jurtarík-
inu.
Pricilla, sem leikur Jennu Crebbs
í Dallas, reiknar með að raka sam-
an fé á ilmvatni sínu. Byggir hún
þá væntingu á fyrstu viðtökum svo
og þeirri staðreynd að allt hefur
gengið henni í haginn séinni árin
og því ekki ástæða til að ætla að
þetta dæmi gangi ekki upp. Pricilla
er væntanleg innan skamms á hvíta
tjaldið í kvikmyndinni Ford Fairlane
auk þess sem hún er einn framleið-
Pricilla Presley með risaglas af
nýja ilmvatninu „Augnabliki“ er
það var fyrst kynnt á Bel Age
hótelinu í Los Angeles fyrir
skömmu.
enda sjonvarpsþáttaraðar um rokk-
kónginn fyrrum eiginmann hennar
Elvis. Heitir þáttaröðin „Elvis: Good
rockin’ tonight".
Dags. 8.5.1990
NR. 133
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4507 4300 0003 4784
4507 4500 0008 4274
4507 4500 0015 7880
4548 9000 0023 8743
4548 9000 0028 6346
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA ÍSLAND
-5xf-