Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990 23 Morgunblaðið/Sigurður Steinar Ketilsson Japanará úthafskarfaveiðum Japanskur togari á úthafskarfaveiðum um 40 mílur utan við íslensku fiskveiðilögsöguna út af Reykjanesi á miðvikudag en þá varð Landhelgisgæslan vör við 3 japönsk, 4 norsk og 4 austur-þýsk skip á miðunum, þar af eitt japanskt rannsóknaskip. Japanar og Norðmenn hafa ekki stundað þessar veiðar áður. Þrír íslensk- ir togarar, Sjóli HF, Haraldur Kristjánsson HF og Ýmir HF, hafa verið á úthafskarfaveiðum um 300 mílur frá Reykjanesi að undanförnu og búið var að frysta samtals um 100 tonn af úthafskarfa um borð í Sjóla HF og Haraldi Kristjánssyni HF síðastliðinn mánudag. Bindiskylda ráðstöfunarg ár innlánsstofhana í Seðlabankanum: leiðin til Portúgai Vandlátir ferðalangar sækja nú æ meira til Portúgal. Það er ekki að undra því landið er afar fallegt, íbúarnir einstaklega gestrisnir og baðstrendurnar hreinar og fallegar. Verðlag er mjög hagstætt og pyngjan léttist lítið þótt ekkert sé sparað í mat eða drykk. Einhliða skattlagn- ing og óréttlætanleg 2ja vika ferðir til Algarve frá kr. 45.900, ■ - segir Tryggvi Pálsson bankastjóri Islandsbanka. TRYGGVI Pálsson bankastjóri íslandsbanka jafnar bindiskyldu á ráð- stöfúnarfé innlánsstofhana í Seðlabankanum á 2% vöxtum við skattlagn- ingu þar sem vextirnir eru lægri en á útlánum bankanna. Hann segir, að þeim mun lægri vexti sem Seðlabankinn greiðir af bindingunni, því hærri þurfa almennir útlánsvextir að vera, eða innlánsvextir lægri. Jóhannes Nordal Seðlabankasljóri bendir á að víðast hvar þar sem svipuð binding er í scðlabönkum annarra ríkja séu engir vexiir greiddir af bindiskyldunni. Bindiskyldan er ákveðið hlutfall af ráðstöfunarfé bankanna. Bundna féð er skylt að geyma í Seðlabankan- um. Bindiskyldan var lækkuð um síðustu mánaðamót, sem þýðir að lausafé bankanna eykst, en um leið var breytt reglum um lausafjárhlut- fall bankanna, sem þýðir að hækkað hlutfall þess verður ekki hægt að lána út. Bankarnir fá þó hærri ávöxt- un þess fjár heldur en af bindiskyl- dunni.í frétt Seðlabankans sagði að það væri gert til að hamla gegn peningaþenslu sem leiddi af auknum HINIR árlegu vortónleikar Tón- listarskólans í Reykjavík verða í Norræna húsinu í dag, þriðjudag- inn 8. maí, og heQast kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars píanóverk eftir Chopin, Rac- hmaninoff, Prókofieff, Liszt og Bart- ók, samleiksverk fyrir fiðlu og píanó eftir Mendelssohn og Saint-Saens og verk fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. útlánum. Morgunblaðið bar undir Jóhannes Nordal þau ummæli Ásmundar Stef- ánssonar fráfarandi formanns bank- aráðs íslandsbanka að lágir vextir á bindiskyldu skertu samkeppnishæfni íslenskra banka við erlenda. „I fyrsta lagi eru bankarnir auðvitað ekki í samkeppni við útlönd í dag með þessum beinum hætti,“ sagði Jó- hannes. „En, þar að auki, þar sem binding er annars staðar af þessu tagi, eru engir vextir greiddir af henni, svo að ég efast um að þetta Bach, verk fyrir flautu og píanó eft- ir Gaubert, fyrir klarinett og píanó eftir Poulenc o.fl. Nemendur Tónlist- arskólans í Reykjavík flytja ásamt píanóleikurunum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, Helgu Bryndísi Magnúsdóttur og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. skekki myndina verulega. Hitt er annað mál að verði bankamarkaður- inn opnaður þá verður vafalaust um að ræða ýmiss konar samræmingu milli aðstöðu bankastofnana hér og annars staðar. Nú er búið að lækka bindinguna niður í 7% og ég held að það sé nú komið þannig að mörg lönd séu með svipaða bindingu án þess að nókkrir vextir séu greiddir. Hér eru greiddir 2% vextir ofan á verðtryggingu." Tryggvi Pálsson gagnrýnir að bindiskyldan skuli vera látin hafa áhrif á afkomu banka og sparisjóða. „Bindi- og lausafjárskylda eiga rétt á sér s.em hagstjórnartæki í peninga- málum, en fjármálafyrirtæki verða að búa við sambærileg starfsskilyrði og einhliða skattlagning á banka og sparisjóði er ekki réttlætanleg. Þær aðgerðir sem Seðlabankinn hefur nú framkvæmd eru skref á réttri braut og er vonandi að áfram verði hald- ið,“ sagði Tryggvi. Hann segir breytinguna um síðustu mánaðamót ekki bæta stöð- una umtalsvert. „Þetta þýðir þó að það fé sem við getum haft laust, sem eru innstæður í bönkum, ríkisvíxlar, spariskírteini upp að vissu marki og millibankalán, gefa þó meiri ávöxtun af sér heldur en þessi 2% í Seðla- bankanum. Að því leyti er þetta hagstæðara. Þetta breytir þó ekki mjög miklu, okkur reiknast til að þetta væru nokkrir tugir milljóna sem þetta breytti fýrir okkur.“ Vortónleikar Tónlistarskólans 1 Reykjavík haldnir 1 Norræna húsinu Kostnaður sjúklinga vegna læknishjálpar; Sjúklingar eiga kost á undanþáguskírteinum SJÚKLINGAR er leita til sérfræðinga eiga kost á sérstökum skírteinum frá Tryggingastofhun ríkisins, er veitir þeim undanþágu frá frekari kostnaði við læknishjálp eftir að hámarksgreiðslu er náð. Skírteinin fást gegn framvísun kvittana frá sérfræðingi, fyrir rannsóknir og röntgengreiningu. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur breytt reglugerð um þátttöku sjúklinga í greiðslu vegan læknishjálpar. Breytingin hefur í för með sér að elli- og öror- kulífeyrisþegar skulu aldrei greiða meira en kr. 12.000 á hveiju al- manaksári, þegar leitað er til sér- fræðinga eða vegan rannsókna og röntgengreiningar. Frá 1. maí til ársloka 1990 miðast þessi fjárhæð við kr. 8.000 en óbreytt er að elli- og örorkulífeyrisþegar skulu aldrei greiða hærri upphæð en kr. 3.000 vegna þessa. Þem sjúklingar, sem náð hafa hámarksupphæð, er gefinn kostur á sérstöku skírteini sem fæst gegn framvísun kvittana vegna aðstoðar sérfræðinga, rannsókna og rönt- gengreiningu. I frétt frá ráðuneyt- inu er bent á nauðsyn þess að sjúkl- ingar haldi til haga kvittunum vegna þessa kostnaðar. Þær þurfa að vera rétt út fylltar þannig að fram komi nafn útgefanda, hvaða þjónusta var veitt, fjárhæð, greiðsludagur og nafn og kennit- ala sjúklings. Sérfræðingar okkar annast bókun og veita þér nánari upplýsingar. Anna Sigga Ellerup Álfabakka Kolbrún Einarsdóttir Pósthússtræti 4 4 ÚRVAL'ÚTSÝN Álfabakka 16, sínai 60 30 60 og Pósthusstræti 13, simi 26900. Anna Hansdóttir Álfabakka Gunnhildur Gunnarsdóttir Suðurgötu FERDASKRIFSTOFAN saga SUÐURGÖTU 7 • SÍMI 624040 GOTT FÓLK/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.