Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990 Viðræður um sameiningu Þýskalands: Ákvörðun um aðild að St Andrcws. I’rá Gudmundi Heiðari Frímaniissyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓEIRÐIR brutust út á eða við þrjá knattspyrnuvelli í Bretlandi á laug- ardag. Þá var síðasti dagur brezku dcildakeppninnar. Voru 320 menn handteknir á 18 leikjum. Lögreglan hefur sakað knattspyrnuyfirvöld um hroka og ábyrgðarleysi. í Bournemouth keppti staðarliðið við Leeds, sem sigraði og varð efst í 2. deild fyrir vikið. Um sex þúsund áhangendur Leeds mættu á leikinn og um helmingur þeirra miðalaus. Þegar þeim var ekki hleypt inn brut- ust út óeirðir. Áhangendur Leeds eru þekktir óeirðamenn. Lögregla var því viðbúin og réðst gegn óiátabelgjun- um. Skemmdarverkum linnti ekki í Bournemouth fyrr en á sunnudags- kvöld. Talsmaður lögreglunnar sakaði stjórn deildakeppninnar um hroka og ábyrgðarleysi. Lögreglan hefði fyrir 11 mánuðum farið fram á, að leikurinn í Bournemouth yrði fluttur til vegna hættu á óeirðum og sú ósk verið ítrekuð síðan, en stjórn deilda- keppninnar hefði haft hana að engu. Oeirðir brutust einnig út á St. Andrews-leikvanginum í Birming- ham, þar sem heimamenn léku við Reading, og í Chesterfield, þar sem Grimsby lék við heimamenn. Stjórn deildakeppninnar viður- kenndi á sunnudag, að hún hefði ekki tekið tillit til viðvarana iögregl- unnar. Lennart Johanson, forseti UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, hefur látið hafa eftir sér í brezkum fjölmiðlum, að þessar óeirðir dragi verulega úr líkum á, að ensk knatt- spyrnulið taki þátt í evrópskum knattspyrnumótum í nánustu framtíð. hernaðarbandalögnm bíði Bonn. Reuter. The Daily Telegraph. SOVÉTMENN lýstu því yfir um helgina að ekki þyrfti að ganga frá vafaatriðum um aðild Þýskalands að hernaðarbandalögum áður en landið sameinaðist. Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands túlkaði yfirlýsinguna svo að nú væru engar hindranir lengur í vegi samein- ingar. Reute'r Miklir fagnaðarfundir urðu er milljón rúmenskra moldava fékk að fara yfir ána Prut og heimsækja skyldmenni í sovétlýðveldinu Moldavíu. Moldavar hittast eft- ir 45 ára aðskilnað Leuseni, Sovétríkjunum. Reuter. MILLJÓN rúmenskra moldava flykktist til Sovétríkjanna á sunnu- dag til að hitta ættingja sína handan árinnar Prut en hún hefur markað landamæri ríkjanna frá stríðslokum. Miklir fagnaðarfundir urðu enda venslamenn að hittast í fyrsta sinn eftir 45 ára aðskilnað. Fundur utanríkisráðherra Frakk- lands, Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna, Bretlands og Austur- og Vestur-Þýskalands í Bonn á laugar- dag þykir hafa markað tímamót hvað sameiningu Þýskalands varð- ar. Að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph fór Edúard She- vardnadze utanríkisráðherra Sov- étríkjanna fram á það á fundinum að ákvörðun um aðild sameinaðs Þýskalands að hernaðarbandalög- um yrði frestað um nokkur ár. Slíkt mun að sögn blaðsins slá á frest deilum um þetta viðkvæma efni. Allir aðilar að viðræðunum fyrir utan Sovétmenn hafa lagt þunga áherslu á að sameinað Þýskaland verði aðili að Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Sovétmenn hafa ýmist krafist þess að sameinað Þýskaland verði utan NATO, aðili að bæði NATO og Varsjárbandalaginu eða hlutlaust. Að sögn blaðsins er óljóst hver er afstaða Sovétmanna til hernaðarlegrar stöðu Þýskalands. Verið geti að þeir séu reiðubúnir að fallast á að í raun tilheyri landið NATO ef sovéskir herir fá að vera í austurhluta þess um nokkurt skeið. Shevardnadze á að hafa mælst til þess af starfsbræðrum sínum að þeir þrýstu ekki um of á Sovétmenn í þessu máli.’ „Svo gæti farið að tilfinningasemin yrði allsráðandi í landi okkar. Gamlir draugar gætu farið á stjá og ýmsar dekkri hliðar þjóðarsálarinnar komið í ljós sem eiga sér orsakir í sorglegum skeið- um sögu okkar. Sovétmenn verða að vera þess fullvissir að markalín- an sé dregin á réttlátan og verðug- an hátt,“ var haft eftir sovéska ráðherranum. Svo virðist sem Shevardnadze hafi mætt miklum skilningi á fund- inum á laugardaginn að sögn Daily Telegraph og hann hafi verið full- vissaður um að menn vildu lausn sem kæmi til móts við öryggishags- muni Sovétríkjanna. Bandaríkin: Sovésk stjórnvöld höfðu fallist á af mannúðarástæðum að opna brýr á átta stöðum á hinum 400 kíló- metra löngu landamærum með- fram ánni P.rut en Moldavíu var skipt um hana milli Sovétríkjanna og Rúmeníu í lok stríðsins 1945. Landamærin voru aðeins opin einn dag. Meðan fólkið beið þess að kom- ast yfír brýrnar á Prut kastaði það túlipönum, rósum og öðrum skraut- blómum í ána og var hún blómum þakin á skömmum tíma svo að hvergi sá dökkan díl á. Flestir fóru yfír Leuseni-brúna eða rúmlega 300.000 manns og varð mikið tára- fióð er ættingjar hittust. Sovéskir landamæraverðir tóku þátt í fögn- uðinum og réðu sér vart fyrir kæti. „Þegar skynsemin nær yfirhönd- inni verða landamærin opnuð og þá geta menn farið fijálst milli landanna. Það gildir einu hvar landamærin liggja því innst inni verðum við alltaf moldavar,“ sagði Ion Unguryanu, menningarmála- ráðherra Sovétlýðveldisins Moldavíu. Erlendar flárfestingar nema 390 milljörðum dollara Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ERLENDIR fjárfestendur áttu um sl. áramót fasteignir og fyrirtæki í Bandaríkjunum sem metin voru á 390,1 milljarð dollara. Samkvæmt nýjustu upplýsingum jukust eignir erlendra aðila í Bandaríkjunum um 61,3 milijarða dollara á sl. ári, eða meira en nokkru sinni fyrr á einu ári. Sumum fínnst nóg um þessa „inn- rás“ erlendra aðila í efnahagslíf Bandaríkjanna, en sérfræðingar telja ekki nokkra einustu hættu á því að MPP Írskt kvöld f immtudag, föstudag og laugardag í Danshúsinu í Glæsibæ Midasala alla daga i Ölveri, simi 686220. þessi þróun ógni efnahagslegu sjálf- stæði Bandaríkjanna. Þeir benda á, að fjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum nemi nú aðeins um 7% af ársverðmæti iðnaðarfram- leiðslu og þjónustuverðmæti þar. Samkvæmt skýrslum Samtaka um alþjóðlega fjárfestingar fjárfestu Bretar allra þjóða mest í Banda- ríkjunum á sl. ári, eða 34% af öllum erlendum fjárfestingum þar í fyrra. Frá Japönum kom um 21% fjár- festinganna — en sviðsljósinu (og tortryggninni) hefur mjög verið beint að þeim að undanförnu fyrir miklar fjárfestingar í Bandaríkjunum. Það er því staðreynd að erlendar fjárfestingar í bandarískum fyrir- tækjum og eignum hafa aldrei verið meiri en nú. Á sama tíma aukast einnig fjár- festingar bandarískra aðila í öðrum löndum. Bókfært verð eigna Banda- ríkjamanna erlendis — þ.e. þeirra eigið mat á verðmæti eignanna — nam 359,2 milljörðum dollara um síðustu áramót. Þó 30,9 milljarða doliara munur sé á bókfærðu verði eigna útlendinga í Bandaríkjunum og eigna Banda- ríkjamanna í öðrum löndum, þýðir það engan veginn að Bandaríkja- menn séu að tapa fjárfestingaleikn- um. Sérfræðingar bandaríska seðla- bankans segja þvert á móti, að yrðu eignir Bandaríkjamanna erlendis seldar á raunverulegu markaðsverði — en ekki bókfærðu verði þeirra — fengjust 785,2 milljarðar dollara fyr- ir þær og 466,1 milljarður dollara fyrir eignir útlendinga í Bandaríkjun- um. Munurinn erþví 319,1 milljarður dollara Bandaríkjamönnum í hag. Bandaríkjamenn keyptu margar af sínum eignum erlendis fyrir mörg- um árum, en erlendar fjárfestingar í Bandaríkjunum hafa að langmestu leyti átt sér stað á síðasta áratug. Bókfært verð þessara eigna mótast af því verði sem fyrir þær var greitt — en ekki raunverulegu nútímaverði. Bretar mestu fjárfestendur í Bandaríkjunum Þessar fimm þjóðir áttu mest af erlendum fjárfestingum í Bandaríkjunum um tvenn síðustu áramót. Bretland Japan Holland Kanada V-Þýzkaland 1989 1988 % Vcrðmæti í millj-aukning örðum dollara 122,8 101,9 21% 66,1 53,3 24% 55,7 49,0 14% 29,7 27,4 8% 26,9 23,8 13% Oeirðir á knattspymu- leikjum í Bretlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.