Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 56
Rynkeby
HREINN
APPELSÍNUSAFI /
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Landgræðsluskógar:
Milljón birkiplönt-
ur tilbúnar í júní
Selfossi.
NÆSTU daga hefst útplöntun á þeim milljón birkiplöntum sem 18
garðyrkjumenn Árnessýslu hafa verið með í ræktun frá í fyrra vegna
fyrirhugaðra landgræðsluskóga. Að sögn Sigurðar Blöndal fyrrum
skógræktarstjóra hafa ekki orðið óeðlileg affoll í ræktuninni. Fyrstu
plöntunum verður plantað út í Garðabæ en alls eru það 76 staðir
sem valdir hafa verið undir landgræðsluskógana.
Bændurnir 18 rækta plönturnar
samkvæmt sérstökum samningi um
að skila einni milljón plantna í júní.
Alls var sáð fyrir 1.340 þúsund
plöntum. Einhver afföll urðu en
bændurnir geta staðið við samning-
inn með góðu móti.
„Reynslan sem menn hafa fengið
eftir þessa fyrstu ræktun er mjög
dýrmæt fyrir framhaldið og tryggir
raunar að við garðyrkjubændur
getum framleitt ódýrar tráplöntur,“
sagði Jóhannes Helgason garð-
yrkjubóndi í Hvammi í Hruna-
mannahreppi.-Sigurður Blöndal tók
í sama streng og sagði að nóg yrði
af birkiplöntum fyrir landgræðslu-
skógana í ár.
Landgræðsluskógarnir eru sam-
eiginlegt verkefni Landgræðslu
ríkisins og Skógræktar ríkisins í
tilefni 60 ára afmælis Skógræktar-
félags íslands.
Sig. Jóns.
Um 39% verðliækkim
á ísfíski í Bretlandi
Á BRESKU fiskmörkuðunum var
meðalverð fyrir kílóið af óunnum
íslenskum fiski úr gámum og
fískiskipum 1,28 pund fyrstu
Ijóra mánuðina í ár, eða 39%
hærra en á sama tíma í fyrra.
Meðalverð á þorski var 1,26
pund, eða 45% hærra en í fyrra.
Selfoss:
Tekinn á 161
kílómetra
Selfossi.
*LÖGREGLAN á Selfossi tók um
helgina 21 ökumann fyrir of
hraðan akstur. Einn þeirra var
sviptur ökuskírteininu en hann
ók á 161 kílómetra hraða í Ölf-
usi klukkan 22.50 eftir að skugg-
sýnt var orðið.
Þrír voru teknir fyrir ölvun við
akstur og ökumaður mótorhjóls var
tekinn á 92ja kílómetra hraða á
Engjavegi á Selfossi. Nokkuð var
um innbrot og skemmdarverk og
fjöidi útkalla vegna ölvunar.
Sig. Jóns.
Meðalverð á ýsu var hins vegar
l, 50 pund fyrstu Qóra mánuði
þessa árs, eða 40% hærra en á
sama tíma á síðastliðnu ári en
meðalverð á kola var 1,30 pund
og hækkaði því um 34%. Minni
aflakvótar í Norður-Atlantshafi í
ár en í fyrra eru aðalástæðan
fyrir verðhækkuninni.
í Vestur-Þýskalandi var meðal-
verð á óunnum, íslenskum karfa
2,96 mörk fyrstu fjóra mánuðina í
ár, eða 6% hærra en á sama tíma
á síðastliðnu ári, og meðalverð á
ufsa var 5,5% hærra en í fyrra, eða
2,32 mörk.
Á bresku fiskmörkuðunum voru
m. a. seld 10.993 tonn af óunnum,
íslenskum þorski fyrstu fjóra mán-
uðina í ár, sem er 947 tonnum
meira en á sama.tíma í fyrra, 4.775
tonn af ýsu, eða 419 tonnum minna
en í fyrra og 1.880 tonn af kola,
sem er 123 tonnum minna en á
sama tíma á síðastliðnu ári.
í Vestur-Þýskalandi voru seld
219 tonnum meira af óunnum,
íslenskum karfa fyrstu fjóra mán-
uðina í ár en á sama tíma í fyrra,
eða 9.598 tonn, og 280 tonnum
meira af ufsa, eða 1.783 tonn.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Froðumengun íBótinni við Akureyri
Nokkrir fuglar drápust í gær í fjörunni sunnan við
Krossanesverksmiðjuna yst í Akureyrarbæ. Ekki er
ljóst hvers vegna, en úr klóaklögn í fjörunni hafði
komið mikil hvít froða, í nokkrar klukkustundir - og
lagði sterka sápulykt af froðunni.
Valdimar Brynjólfsson, heilbrigðisfulltrúi, sem
skoðaði aðstæður í fjörunni sagðist ekki viss um að
froðan væri orsök fugladauðans. Ekki er vitað hvaðan
froðan kom. Valdimar sagði að í fyrra hefði orðið
svipuð froðumýndun frá tunnuþvótti í efnaverksmiðj-
unni Sjöfn. Forráðamenn Sjafnar neituðu því að froð-
an væri frá þeim nú og því alveg óljóst hvaðan hún
kæmi. En skólplögnin úr ysta hluta Glerárþorps ligg-
ur út í Bótina að sögn heilbrigðisfulltrúans.
Humarkvótinn verður
sá samí og á síðasta árí
Betri aflabragða vænst á næsta ári
Hafrannsóknastofnun hefúr lagt til að veidd verði 2.100 tonn
af óslitnum humri á þessu ári, sem er sama heildarmagn og úthlut-
að var í fyrra. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að úthluta
þessu magni til skipanna með sama hætti og á síðastliðnu ári og
mega veiðarnar hcQast 15. maí. „Samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Fiskifélaginu voru einungis veidd 1.865 tonn af humri í fyrra,“
sagði Ilrafhkell Eiríksson hjá Hafrannsóknastofnun í samtali við
Morgunblaðið.
Hrafnkell Eiríksson sagði að
síðasta humaivertíð hefði verið sú
lélegasta frá árinu 1979. Veiðarn-
ar hefðu hafist um 20. maí í fyrra
og þeim hefði að mestu verið lokið
um 20. ágúst. Hrafnkell sagði að
aflinn hefði verið minni við Suð-
Skráning í Háskóla Islands:
Betri heimtur eldri nem-
enda með breyttum reglum
UM 2.700 manns hafa látið skrá sig til náms við Háskóla íslands
næsta vetur en skráningarfrestur eldri nemenda er runninn út.
Eru þetta mun betri lieimtur á þessum tíma miðað við fyrri ár,
að sögn Brynhildar Brynjólfsdóttur deildarstjóra skráningardeild-
ar, og má rekja til breytinga á reglum um innritun í Háskóla
íslands.
Heildarfjöldi nemenda við Há-
skólann er um 4.600 manns en
skráning nýnema hefst í júni.
„Endanlegar upplýsingar um
fjölda skráðra stúdenta liggja því
ekki fyrir fyrr en í október,“ sagði-
Brynhildur. „En þetta eru betri
heimtur en við höfum þekkt til
þessa og má rekja til breytinga á
fyrirkomulagi skráninga. Skrán-
ingardagar eru fjórir og þá eiga
nemendur að staðfesta skráningu
sína fyrir næsta ár og greiða þá
um leið skránignargjald sem er
7.900 krónur. Þeim sem þess ósk-
uðu var veittur greiðslufrestur
fram í júlí en við það hækkaði
gjaldið um 5%. Skráningargjald
þeirra, sem skrá sig síðar hækkar
hins vegar um 25%. Þetta er trú-
lega skýringin á því hversu marg-
ir létu skrá sig núna.“
Brynhildur sagði, að alltaf
hefðu verið vandræði með heim-
turnar, sem síðan komu fram í
lélegri vinnubrögðum, óöryggi og
erfiðleikum með að útvega
kennslugögn, þar sem ekki var
vitað hvað þurfti að kaupa inn.
„Héðan í frá á að vera hægt að
koma á góðu skipulagi og sparn-
aði í framtíðinni og tryggja fólki
að það fái sín gögn sem til þarf
til að vinna eftir,“ sagði Brynhild-
vesturland og Vestmannaeyjar
árið 1989 en 1988. Aftur á móti
hefði afli við Suðausturland aukist
nokkuð en þar hefði humarvertíðin
hins vegar verið ákaflega léleg
árið 1988.
„Það eru nokkrar ástæður fyrir
samdrætti í humarveiðum árin
1989 og 1988 miðað við nánast
10 ára tímabil þegar afli á sóknar-
einingu var mjög góður og mun
betri en á síðasta áratug," sagði
Hrafnkell. „Veðurfar var fremur
óhagstætt bæði 1989 og 1988.
Þá virðast helst til miklar humar-
veiðar við Suðausturland árin
1986 og 1987, svo og við Vest-
mannaeyjar árið 1988, hafa högg-
við nokkurt skarð í eldri árganga
stofnsins. Einnig hafa rannsóknir
staðfest að 1981 til 1983-árgan-
garnir eru allir mjög lélegir“ sagði
Hrafnkell.
Hann sagði að 1984 og 1985-
árgangarnir virtust hins vegar
vera betri en 1981 til 1983-árgan-
garnir. „Þetta er það smár humar
að ég tel að hann muni ekki skipta
sköpum í veiðinni á þessu ári.
Hins vegar vænti ég betri afla-
bragða frá og með næsta ári. Ár-
gangarnir frá 1984 og 1985 voru
geysilega áberandi á tilteknum
svæðum í fyrra og þar gengu veið-
arnar best. Á öðrum svæðum bar
hins vegar ekki mikið á þeim,“
sagði Hrafnkell.
Samið við
hjúkrunar-
fræðingana
SKRIFAÐ var undir samninga á
milli Hjúkrunarfélags Islands,
samninganefiidar ríkisins fyrir
hönd fjánnálaráðherra,
Reykjavíkurborgar og Landa-
kotsspítala laust fyrir kl. 11 í
gærkvöld
„Það er ekkert sem kemur á óvart
í þessum samningi, hann er að lang-
mestu leyti eins og þeir samningar
sem gerðir hafa verið að undanf-
örnu,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson
ríkisssáttasemjari í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Iðnaðarráð-
herra skoðar
álver Alumax
JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, fór á sunnudag
til Washington, þar sem hann sit-
ur fúnd þróunarnefndar Alþjóða-
bankans og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Á inorgun, miðvikudag,
skoðar hann álver Alumax fyrir-
tækisins í Mount Holly í Suður-
Kajiforníufylki.
Á fimmtudag fer iðnaðarráðherra
til Atlanta í Georgíufylki, þar sem
hann ræðir ásamt samstarfsmönn-
um sínum í álmálinu við Paul Drack,
aðalforstjóra Alumáx. "