Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUIt 8. MAI 1990
Fundur um lífeyrissjóðina:
Tekist á um samtrygg-
ingu eða eignasjóði
Selfossi.
„Lífeyrissjóðirnir verða gjaldþrota árið 2020, við óbreytt kerfi,“
sagði Guðni Ágústsson alþingismaður á umræðufundi á Selfossi
um lífeyrissjóðsmál. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam-
bands Islands og Þórarinn V. Þórarinsson íramkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands Islands Iögðu á það áherslu að fullbúið
írumvarp um lífeyrissjóðina liefði legið tilbúið hjá íjármálaráð-
herra undanfarin þrjú ár. Þeir sögðu að fyrir lægi loforð um að
mælt yrði fyrir frumvarpinu á þessu þingi.
Guðni Ágústsson hefur, ásamt
tveimur öðrum þingmönnum, lagt
fram þingsályktunartillögu um
framtíðarskipulag lífeyrismála.
Hún felur það í sér að lífeyris-
greiðslur verði skráðar á nafn og
lagðar á verðtryggðan banka-
reikning sem úr fáist greitt eftir
ákveðnum reglum er fólk hefur
náð 65-70 ára aldri. Greiðslurnar
séu skattfrjálsar og við andlát
erfist inneignin til maka eða að-
standenda. Eftirlaunasjóðir þessir
séu sameign hjóna. Gert er ráð
fyrir að ríkið stofni tryggingasjóð
undir stjórn Tiyggingastofnunar
ríkisins. Við þá ráðstöfun gerir
Guðni ráð fyrir að skattar hækki
um 1-2% en kveðst ekki hafa
fengið um það upplýsingar hversu
mikil hækkun skatta þyrfti að
vera.
Miðað við 70 þúsund króna
mánaðarlaun og að 10% greiðist
af launum í lífeyrissjóð á hver
einstaklingur, samkvæmt tillögu
Guðna, 13,4 milljónir í eftirlauna-
sjóð sínum og getur fengið 87
þúsund krónur miðað við 20 ára
greiðslutíma. Séu mánaðarlaun
100 þúsund verður sparnaðarupp-
hæðin 19,2 milljónir í lok sparnað-
artímans og endurgreiðslan 125
þúsund.
Guðni sagði misrétti ríkja í
lífeyrismálum, annars vegar væri
ASI-fólkið og hins vegar opinber-
ir starfsmenn. Hann sagði að
kostnaður ríkisins væri einn og
hálfur milljarður á ári við að
standa við lífeyrisskuldbindingar.
Guðni sagði að við óbreytt kerfi
þyrfti að hækka lífeyrisgreiðslur
í 18-20% af launum til þess að
sjóðirnir yrðu ekki gjaidþrota.
Hann sagði að vísitölufjölskyldan
greiddi árlega 240 þúsund krónur
í lífeyrissjóð. Hann sagði 12-15%
vinnandi fólks hafa stofnað sína
eigin sjóði, erfitt væri fyrir sjóðfé-
laga að fá fram rétt sinn, erfitt
væri að fá upplýsingar um rétt-
indi, rekstrarkostnaður væri
4-40% af tekjum sjóðanna, bók-
haldsóreiða væri víða fyrir hendi
og gjaldþrot sjóðanna blasti við
árið 2020.
Guðni kvaðst gera ráð fyrir að
7-800 sparnaðarreikningar væru
í bönkunum og að 100 þúsund til
viðbótar hefðu ekki áhrif til auk-
ins kostnaðar. Bankarnir gætu
litið á lífeyrisbókina sem bakhjarl
launamannsins og að unnt væri
að leggja niður Húsnæðisstofnun
ríkisins og láta bankakerfið ann-
ast lán til húsnæðismála.
„Kerfið grettir sig við þessari
tillögu okkar,“ sagði Guðni, „og
það er lítill áhugi fyrir þessu
máli sem snertir alla landsmenn.
Það átti að þegja málið í hel.“
Misrétti ríkjandi
Ásmundur Stefánsson lagði
áhersiu á að lífeyrissjóðum þyrfti
að fækka þannig að þeir yrðu 10
í stað 85. Eignir lífeyrissjóðanna
voru 105 milljarðar 1989. Á sama
tíma voru innlán banka og spari-
sjóða 110 milljarðar og erlendar
skuldir 165_ milljarðar. Á þessu
ári sagði Ásmundur að eignir
lífeyrissjóðanna yrðu meiri en inn-
lán banka og sparisjóða. Hann
sagði misrétti ríkja milli lífeyris-
sjóðanna og nefndi sem dæmi að
á móti hveijum 100 krónum sem
lífeyrissjóðurinn greiddi af sínu
fé þá greiddi ríkið 169 krónur
vegna sinna starfsmanna, 372,30
vegna alþingismanna og 659
krónur vegna ráðherra.
Ásmundur sagði lífeyrissjóðina
vera bæði söfnunarsjóði og trygg-
ingasjóði. Iðgjaldið skiptist þannig
að 67% færu í ellilífeyri, 22% í
makalífeyri, 10% í örorkulífeyri
og 1% í barnalífeyri. Hann sagði
að ef almannatryggingarnar öx-
luðu aðrar greiðslur en ellilífeyri
þyrfti 3,3% af launum í hærri
skatta eða 6 miiljarða króna..
Ásmundur sagði tillögu Guðna
nálgast það kerfi sem vinnumark-
aðurinn bæði um. Ivlunurinn lægi
í erfðaréttinum sem Guðni gerði
ráð fyrir. Líta bæri á greiðslu í
lífeyrissjóð sem tryggingaiðgjald.
Hann sagði eftirlit vanta en það
væri nokkuð sem aðilar vinnu-
markaðarins vildu fá.
Samtryggingin er nauðsyn
Þórarinn Þórarinsson sagði
Guðna vilja kasta fyrir róða nú-
verandi lífeyriskerfi og samtrygg-
ingunni sem fælist í því. Hann
sagði aðila vinnumarkaðarins vilja
sterka sjóði en færri en nú væri.
Ekki einn sjóð því þá söfnuðust
mikil völd á fárra hendur. Hann
sagði að í því furmvarpi sem lægi
fyrir væru ákvæði sem neyddu
litla sjóði til að sameinast. Þar
væru og ákvæði um að réttindi
Frummælendur fundarins um lífeyrissjóðsmál, Guðni Ágústsson
alþingismaður, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Þórarinn V
Þórarinsson lramkvæmdastjóri VSI. Fundarstjórinn, Hansina
Stefánsdóttir, er í ræðustól.
Hluti fundarmanna á Selfossi.
opinberra starfsmanna yrðu metin
upp og greidd inn í lífeyrissjóðina.
Þessi breyting ylli því að fjármála-
ráðherra gæti ekki skrifað skuld-
bindingu við lífeyrissjóðina sem
skuld heldur yrði að greiða hana.
Hún gæti því komið fram sem
halli á ríkissjóði. Þórarinn benti á
að ef ríkið greiddi við þetta 16%
en launþeginn 4% þá gætu komið
fram kröfur um lækkun á hluta
ríkisins en fyrir beina hækkun
launa.
Hann sagði ríkisstjórnina hafa
verið þvingaða tíl að leggja fram
þetta frumvarp. „Við höfum verið
að djöflast við að fá fram umræðu
um lífeyrissjóðina. Við höfum ver-
ið að veija réttindi sjóðanna og
teljum það okkar skyldu svo hægt
sé að tryggja þennan rétt fólks-
ins,“ sagði Þórarinn.
Ríkið er í feluleik
Á fundinum komu fram spurn-
ingar sem beindust í þá átt helst
að gagnrýna núverandi lífeyris-
sjóðakerfi. Ásmundur sagði að ef
tryggingaþátturinn væri tekinn
út úr lífeyriskerfinu mætti hækka
lífeyri um 40%. Hann sagði kostn-
að við bankabókakerfi verða meiri
og benti á að Fijálsi lífeyrissjóður-
inn væri með hæstan kostnað.
Hann sagði að ef maki fengi
lífeyrinn útborgaðan við fráfall
þá lækkaði lífeyririnn um 30%.
Hann benti á að lífeyriskerfið
hefði orðið til vegna þess að kerfi
ríkisins var ófullnægjandi og
hingað til hefðu menn verið að
byggja upp eigið kerfi.
Guðni gagnrýndi málflutning
Ásmundar og sagði að frumvarpið
sem þeir Þórarinn töluðu um yrði
dýrt. Hann sagði aukna skatta
vegna þáttar ríkisins í tryggingum
ekki leggjast á láglaunafólk. Þetta
gagnrýndi Ásmundur harkalega.
Hann sagði að frumvarpið sem
lægi fyrir væri dýrt vegna þess
að í dag borgaði ríkið uppbót á
það sem greitt væri út. Vegna
fjölgunar opinberra starfsmanna
væri greiðslan há frá ríkinu og
kerfið dýrt. Hann sagði að ríkið
fæli skuldbindingarnar í núver-
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
andi kerfi en gæti það ekki sam-
kvæmt nýja frumvarpinu og þar
væri kominn kostnaðaraukinn.
„Bankar eru ekki billegar þjón-
ustustofnanir," sagði Ásmundur
og að hann hefði ekki sama traust
á lágum kostnaði bankakerfisins
og Guðni. „Það þarf að eyða
muninum á milli lífeyriskerfanna
og viðhalda samhjálpinni svo við
séum örugg í ellinni," sagði Ás-
mundur.
„Frumvarp Guðna er rógur,"
sagði Þórarinn og að verst væri
að eiga við afstöðuleysi stjórn-
valda varðandi lífeyrismálin.
Hann sagði að því hefði verið lof-
að að unnið yrði í frumvarpinu í
sumar og það afgreitt næsta
haust. Yrðu ekki efndir á því þá
gæti Vinnuveitendasambandið
ekki varið núverandi kerfi vegna
þess að það væri ekki öruggt.
Annaðhvort lifði þetta kerfi eða
ekki, pólitíkin yrði að taka afstöðu
til þess. Aðilar vinnumarkaðarins
hefðu beðið í þrjú ár.
— Sig. Jóns.
Aðalfimdur Hitaveitu Suðurnesja:
Tæplega 200 milljóna
króna liagiiaður
Vogum.
TÆPLEGA 200 milljóna króna
Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson
Frá aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja.
hagnaður varð a rekstri Hita-
veitu Suðurnesja á síðasta ári.
Árið 1989 var að mörgu leyti
hagstætt fyriitækinu rekstrariega
og fimmta árið í röð þar sem varð
'7? hagnaður. Hagnaðinum er eins og
áður varið til jöfnunar á tapi fyrri
ára, en eigið fé í árslok, að frá-
dregnum stofnframlögum, er nei-
kvætt um 164 milljónir króna.
Hagnaðurinn kemur allur frá
rekstri orkuvera og hitaveitukerfa
og stendur og fellur með vatnssölu
til vamarliðsins.
Tapaðar kröfur hitaveitunnar á
síðasta ári voru 46 milljónir króna,
þar af voru 60-70% hjá laxeldisfyr-
irtækjum.
Heildarskuldir hitaveitunnar
námu 2.535 milljónum króna í árs-
lok 1989 og eigið fé nam 2.283
milljónum króna, eða 47% af heild-
arfjármagni. Þetta hlutfall var 40%
í árslok 1988.
Á aðalfundi fyrirtækisinslýsti
Finnbogi Björnsson stjórnarmaður
hitaveitunnar undrun sinni á að
nú ætti að fara að bora við Kröflu,
á sama tíma og Orkustofnun óski
eftir auknum upplýsingum um
jarðhitakerfið í Svartsengi, ástandi
og horfum, þegar eingöngu væri
verið að biðja um að fá að nota
þá gufu sem blæs út í Svartsengi
til raforkuframleiðslu.
Finnbogi sagði gufuna engum
til gagns á meðan hún blási út og
valdi aðeins skemmdum. Hann
spurði hvort ástandið hafi skyndi-
lega skánað við Kröflu.
- EG
■ DR. Fredrick Woodard, dós-
ent við enskudeild University of
Iowa, flytur opinberan fyrirlestur
í boði Heiinspekideildar Háskóla
íslands, í dag, þriðjudaginn 8.
maí, kl. 17.15 í stofu 101 í Odda.
Fyrirlesturinn nefnist „Fantasy and
Myth in the Contemporary Americ-
an Novel“ og verður fluttur á ensku.
Dr. Woodard kemut' hingað til lands
til að vinna að samskiptamálum
Háskóla íslands og University of
Iowa skv. samningi milli skólanna.
Sem bókmenntafræðingur hefur
hann sérhæft sig í bókmenntum og
menningu bandarískra blökku-
manna. Fyrirlesturinn er öllum op-
inn.
- (Frétt frá Háskóla íslands)
■ SAMTOK um sorg og sorgar-
viðbrögð heldur fræðslufund í
Safnaðarheimili Laugarnes-
kirkju, 8. maí kl. 20.30. ÓlöfHelga
Þór og Páll Eiríksson munu fjalla
um efnið „Sjálfsvíg", segir í frétt-
tilkynningu frá samtökunum.