Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990 47 Olafía Þ. Theódórs dóttir - Minning Fædd 16. október 1921 Dáin 27. apríl 1990 Örlögin eða hvað? Hvað er það sem veldur því að í dag af öllum dögum, þann 27. apríl á 28 ára afmæli mínu, skuli móðir mín kveðja þennan heim. Minningarnar streyma fram í huga mér. Mamma er dáin. Hún sem fór svo hress óg bjartsýn í þá aðgerð sem hún hélt að myndi verða sér til góðs, en hún kom ekki aftur. Vegir guðs eru órannsakanlegir, kannski hefur annað hlutverk beðið hennar á öðrum stað. En samt er það sárt að þurfa að sjá á bak henni. Hún sem var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd og fór hún ekki í manngreinarálit þar. Það gátu allir reitt sig á hana. Amma Lóa eins og hún var kölluð af barna- börnunum var í miklu uppáhaldi hjá þeim. Því hjá henni leið þeim ávallt vel. Tók hún vel á móti þeim sem og öðrum, þó efni hefðu ekki alltaf verið mikil. Ólavia var dóttir þeirra hjóna, Helgu Soffíu Bjarnadóttur og Theo- dórs Jónssonar, ein af 12 börnum þeirra. Á hún að baki tvö hjóna- bönd, fyrri maður hennar var Gísli Stefánsson. Seinni maður hennar var Einar Jóhannesson, slitu þau samvistum fyrir nokkrum árum. Bömin urðu 10. Þau eru: Soffía Kragan, Hafdís, Sigrún, Helga Soffía, Kristinn Jósep, Edda Sólrún, Óli Þór og Estíva Jóhanna. Einn son missti hún aðeins tveggja mán- aða gamalan, sem var óskírður. Stór er hópurinn, hún hefur sannar- lega skilað sínu hlutverki hér á jörðu. Ég vil þakka mömmu þau 28 ár sem mér hafa auðnast með henni. Guð gefi okkur börnunum hennar og fjölskyldum styrk til að mæta því sem okkar bíður. Ég er viss um að mömmu líði vel núna þar sem hún er og hefur eflaust hitt fyrir litla drenginn sinn sem hún talaði svo oft um. Ég kveð hana með fátæklegum orðum, en minningin um hana verður mér ávallt ljóslifandi. Estíva J. Einarsdóttir í dag er til moldar borin amma mín og langamma, Ólafía Þórunn Theódórsdóttir. Hún var fædd í Reykjavík, dóttir hjónanna Helgu Soffíu Bjarnadóttur og Theodórs Jónssonar sjómanns. Hún var ein af 12 systkinum. Viljastyrkur, hug- rekki, stilling og rósemi undir öllum kringumstæðum voru aðalsmerki skapgerðar hennar. 9 ára gömul fer hún í sveit að útverkum, á Skeiðum. Hún naut sveitalífsins og sérstak- lega var hún hænd að hestum. Um tvítugt fer hún til Grindavíkur með unga dóttur sína, Soffíu, og starfar sem vinnukona hjá systur sinni, Ásu. Þar kynnist hún fyrri manni sínum, Gísla Stefánssyni verka- manni. Þau hófu búskap í Laugar- neshverfi og varð þeim 6 barna auðið. Fimm þeirra komust á legg. Þau slitu samvistum eftir 10 ára sambúð. Fyrir einstæða móður er enn í dag erfiðleikum háð að koma stórum barnahóp á legg. Á þessum árum mátti hún ganga í gegnum ýmsa erfiðleika, þó ég hafi aldrei heyrt hana kvarta undan ómegð- inni. Um 1959 kynntist hún seinni manni sínum, Éinari Jóhannessyni bryta, og eignuðust þau þrjú börn. Þau slitu samvistum eftir 20 ára samveru. Gott samband hefur verið þeirra á milli þar til yfir lauk. Amma Lóa, eins og hún var ætíð köllúð, var einskonar tengiliður milli kynslóða í þessari stóru fjöl- skyldu. Hún var alltaf boðin og búin að hlusta á raunir okkar hinna. Fyrir utan það að létta hin daglegu störf hinna yngri, t.d. með því prjóna sokka og vettlinga, stoppa í og lagfæra. Nokkuð sem okkur af yngri kynslóðinni gefst hvorki tími til né kunnátta. Alla vega þeg- ar eitthvað bjátaði á, mátti ég reiða mig á hana að koma mér í léttara skap. Eitt mátti hún eiga að stutt var í hláturinn og glensið. Guð geymi ömmu mína. Tilvera okkar er undarlegt' ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Linda María og Eggert Þorbjörn í dag kveðjum við tengdamóður mína og ömmu drengjanna minna, Ólaviu Þórunni Theodórsdóttur. Lóa amma, eins og við kölluðum hana alltaf, var hrókur alls fagnað- ar, barnabörnin voru efst í huga hennar, enda hændust þau að henni. Kynni okkar Lóu hófust fyrir 14 árum, áttum við margar ánægjuleg- ar stundir saman, kom fyrir að litið var í bolla. Mjög gestkvæmt var á heimili hennar, enda var Lóa mjög gestris- in. Síðustu 4 ár var Lóa okkur inn- an handar varðandi Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, þar sem við bjuggum erlendis við nám. Innti hún það vel af hendi; enda alltaf hægt að stóla á hana. Á hún miklar þakk- ir skilið. Góða kveðju vil ég færa frá drengjunum mínum, sem staddir eru erlendis, með söknuði og sam- úðarkveðju til allra. Með þakklæti fyrir góð viðkynni. Ég bið Guð að blessa og styrkja alla ættingja hennar og vini í þessari miklu sorg. Þú Guð sem stýrir stjama her og stjómar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (Sb. 1886 - V. Briem.) Kveðja, Elísabet M. Erlendsdóttir, Kristinn Jósep Kristinsson, Alfreð Brynjar Kristinsson. Ekkert er stöðugt hér í þessum heimi. Vinir og ættingjar falla frá. Kynslóðir koma og fara. í dag verður lögð til hinstu hvílu elskuleg Lóa mín. Lóu kynntist ég fyrir 15 árum, þegar ég og yngsta dóttir hennar Éstíva urðum góðar vinkonur. Minningarnar frá mínum unglingsárum, þegar við vorum all- ar saman vinkonurnar heima hjá Lóu okkar, eru mér mjög kærar. Alltaf vorum við velkomnar inn á heimilið hjá Lóu, hún bar svo mikla umhyggju fyrir okkur, hlustaði á okkur öll bæði í sorgum okkar og gleði. Lóa var alltaf til staðar til að ráðleggja og tala við okkur. Hjá Lóu vorum við eins og heimalningar í mörg ár, og minnist ég þess, að oft var margt um manninn á heimil- inu bæði börn hennar og barnabörn og við heimalningarnir, þá stóð Lóa mín í eldhúsinu að útbúa eitthvað gott handa öllum og það voru ófá skiptin sem okkur var boðið í mat hjá henni, og mörg eru þau skiptin sem setið var við kaffibolla og pönnukökum í eldhúsinu hjá Lóu og þá var talað mikið og hlegið. I hvert skipti sem ég hitti Lóu nú síðustu ár þá minntumst við ætíð á þessi góðu ár, rifjuðum við þá margt skemmtilegt upp og hlóg- um mikið. Ég er sannfærð um það að við hittumst aftur, og þá verður haldið áfram að rifja upp það gamla og J?óða. Eg vil þakka Lóu minni langa trygga vináttu og hjálpsemi sem ég ætíð mun minnast með hlýhug og met mikils. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum, ættingjum og vinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Feijan hefur festar losað, farþegi er einn um borð. Mér er Ijúft af mætti veikum mæla fáein kveðjuorð. Þakkir fýrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Veiga Sigurðardóttir t Þökkym af alhug öllum þeim er styrktu okkur og studdu og sýndu okkur hlýhug við andlát og útför litla drengsins okkar, ÆGIS INGA HERBERTSSONAR. Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir, Herbert Guðmundsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og góðvild við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, SIGURÞÓRS ÁRNA ÞORLEIFSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka sóknarpresti okkar, sóra Ólafi Oddi Jónssyni, fyrir hans einstöku góðvild. Fyrir hönd aðstandenda, Sigriður Björnsdóttir. t Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN FRIÐBJÖRNSSON frá Bakkabæ, Akranesi, Bergstaðastræti 53, Reykjavík, sem andaðist i Landakotsspítala 3. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 9. maí kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Kristjana Guðjónsdóttir, Guðlaugur Stefánsson, Fanney Sigurðardóttir, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Hólm Sigurðsson, Eygló Hjálmarsdóttir, Guðrún M. Sigurðardóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Hraunbæ 132, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. maí kl. 15.00. Emil Björnsson, Birgir Ö. Björnsson, Harpa Norðdahl, Katrín Björnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Björn Þór Björnsson, Einar Björnsson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, ÁRÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lést þann 27. apríl síðastliðinn. Baldur Þorvaldsson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS SIGURGEIRS JÓNSSONAR, Melabraut 23, Seltjarnarnesi. Kristfn K. Stefánsdóttir, Þórarinn Bjarnason, Guðbjörg V. Stefánsdóttir, Kristján R. Kristjánsson, Guðrún Stefánsdóttir, Helgi Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og veittu okkur styrk og huggun á margvísleg- an hátt í sárri sorg vegna andláts og jarðarfarar ÞORSTEINS GUÐNASONAR frá Brekkum, Skaftahlíð 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar Olíufélaginu hf. fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Kristmundsdóttir, Gyða Traustadóttir, Gunnar Gíslason, Kristmundur Þorsteinsson, Sigurlaug Ragnarsdóttir, Júlíus Þorsteinsson, Heiga Guðmundsdóttir, Elí Þorsteinsson, Erna Kristmundsdóttir, Guðni Guðjónsson. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS M. ÞORSTEINSSONAR húsgagnasmiðs, Reynihvammi 33, Kópavogi. Sérstakar þakkir vil ég færa systkinum minum og venslafólki á ísafirði. Heiðrún Helgadóttir, Anna Einarsdóttir, Ragnar J. Jónsson, Reynir Einarsson, Laufey Jensdóttir, Ólafía G. Einarsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Valgerður H. Einarsdóttir, Hilmar Adolfsson og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar INGVARS KJARTANSSONAR verður lokað eftir hádegi í dag 8. maí. Elding Trading hf., Rekís hf. Lokað Vegna jarðarfarðar INGVARS KJARTANSSONAR, forstjóra, verður verslun okkar lokuð frá kl. 12.00 í dag, þriðjudaginn 8. maí. Vald. Poulsen hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.