Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLAUG MARÍA JÓNSDÓTTIR
frá Ósi,
Hraunbæ 152,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 5. maí.
Guðmundur Daðason,
Þórir Guðmundsson, Hlíf Samúelsdóttir,
Marfa Guðmundsdóttir, Bragi Þ. Jósafatsson,
Daníel Jón Guðmundsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Ásdfs Guðmundsdóttir, Rögnvaldur Jónsson,
Auður Guðmundsdóttir, Sólmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
RANDI ARNGRÍMS,
Suðurhólum 24,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 9. maí kl. 10.30.
Gunnar Ólafsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Litli drengurinn okkar, bróðir og barna-
barn,
GUÐBRANDURÞÓRÐARSON,
Furubergi 13,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði miðvikudaginn 9. maí kl.
13.30.
Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Þórður Pálsson,
Emilía Þórðardóttir, Marta Þórðardóttir,
Marta Þorsteinsdóttir, Guðbrandur Þórðarson,
Emilía Þórðardóttir, Páll Ragnar Ólafsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GÍSLÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 9. mai kl. 15.00.
Sigrfður Bára Sigurðardóttir, Reynir Þórðarson,
Sigurgisli Sigurðsson, Edda Vikar Guðmundsdóttir,
Sigurður Gunnar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HELGI GUNNARSSON,
Hlíðarbyggð 2,
Garðabæ,
lést á heimili sínu þann 5. maí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarð-
arkirkju föstudaginn 11. maí kl. 10.30.
Ingveldur Einarsdóttir,
Björgvin Helgason,
Ásdis Helgadóttir, Jón Georg Ragnarsson,
Ármann Helgason, Hallfríður Ólafsdóttir,
Bergur Helgason, Sigrún Guðmundsdóttir
og barnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
K, \
L £~\.lhliða
útfararþjónusta
Útfararbiónustanhf
• Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík • Sími 679110 •
BjörgS. Hermanns-
dóttir — Minning
Fædd 27. júní 1924
Dáin 30. apríl 1990
Ég kveð þig, móðir, í Kristí trú,
sem kvaddir forðum mig sjálfan þú
á þessu þrautanna landi.
Þú, fagra ljós, í ljósinu býrð,
nú launar þér Guð í sinni dýrð,
nú gleðst um eilífð þinn andi.
(M. Jochumsson.)
Klukkan var um hálf níu að
kveldi fyrsta maí. Ég sit við hótel-
gluggann minn í Cliiang Mai í
Norður-Thailandi og er að dást að
allri þeirri dýrð sem blasir við aug-
um. Endalaus fegurð, fjallatindar,
friður, kyrrð, hvíld. Síminn hringir
í þessu fjarlæga hótelherbergi og
það er vinur minn í símanum og
ber mér þær fréttir heiman frá ís-
landi að móðir mín hafi látist.
Skyndilega var öll fegurð horfrn,
það varð myrkt, ég sat þarna einn
og starði í tómið. Meira einn en ég
hafði nokkru sinni verið á ævi
minni, því móðir mín var farin frá
mér í fyrsta sinn á ævinni og í
gegnum hugann flugu ótal minn-
ingar. Og mikið hafði ég misst.
Mikið höfum við systkinin misst,
en mest hafði faðir okkar misst og
ég var svo langt í burtu frá þeim
og gat ekkert aðhafst.
Björg Sigríður Hermannsdóttir
fæddist hér í Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Sigurbjörg Þorsteins-
dóttir, ættuð úr Garði, og Hermann
G. Hermannsson, ættaður úr Dýra-
firði. Hún stundaði nám við Iðnskól-
ann í Reykjavík og þar lágu leiðir
foreldra okkar saman, hennar og
Gunnars Gíslasonar, vélstjóra. Það
voru þeirra gæfuspor. Þau stofnuðu
heimili og hófu búskap þegar hann
var 24 ára en hún 22.
Hjónaband mömmu og pabba var
mjög farsælt. Þau unnu hvort öðru,
treystu hvort öðru og lifðu hvort
fyrir annað. Fyrstu búskaparárin
bjuggu þau í húsi Gísla Guðmunds-
sonar, skipstjóra, föðurafa okkar á
Bárugötunni. Upp úr 1950 hefja
þau að byggja húsið í Melgerði og
þangað flytur fjölskyldan 1955. Og
þar var Heimilið síðan.
Það er erfítt að lýsa heimili
mömmu og pabba. Það var svo ein-
stakt, þetta heimili sem þau bjuggu
okkur systkinum. Velferð okkar sat
þar í fyrirrúmi. Umhyggjan gagn-
vart okkur var þeim allt.
Þau stóðu með okkur í öllu sem
við tókum okkur fyrir hendur. Voru
okkur ráðgjöful, hvetjandi og leið-
beinandi í senn. Þau voru ekki með
neinar kröfur á okkur, heldur leið-
beindu á sinn sérstaka kærleiksríka
hátt. Faðir okkar vann hörðum
höndum til að afla fjölskyldunni
viðurværis, en heima var móðir
okkar að huga að okkur og heimil-
inu. Þar var hún alltaf. Alltaf þegar
við þurftum á að halda. Þetta var
yndislegt heimili.
Heimilið var alltaf opið öllum
okkar vinum. Þeim var tekið fyrir-
varalaust. Þetta voru okkar vinir
Blómastofa
Fridfinns
Suöuriandsbraut ÍO
108 Reykjavík. Sími 31099 •
og þar með þeirra heimili líka á
sinn hátt. Aldrei amast við neinu
sem hlýtur stundum að hafa fylgt
þessu krakkastóði. Þetta var ríkur
þáttur í heimilislífinu.
Hvernig lýsir maður móður sinni?
Er það hægt? Lýsir maður ekki
frekast tilfínningum sem tengjast
orðum eins og ósérhlífni, umhyggju,
þetta hafði móðir okkar í ríkum
mæli.
Þegar við fluttum að heiman má
segja að móðir okkar hafí flutt
með. Allt var til staðar sem áður.
Það var fylgst með okkur og endur-
fundir urðu tíðir og fagnaðarríkir.
Hún hvatti okkur til dáða og fagn-
aði velgengni okkar og stappaði í
okkur stálinu þegar á móti blés.
Miðstöð fjölskyldunnar var áfram í
Melgerði. Þar var Heimilið.
Það er augljóst að við systkinin
erum auðug, að hafa átt slíka móð-
ur. Lán okkar er mikið. Við erum
þakklát Guði fyrir þessa gjöf. Og
undanfarna daga höfum við farið
yfír samverustundirnar, þakklát
fyrir þær allar og nú er það okkar
að vinna úr þessum arfi. Við vitum
að hún fylgist með okkur.
Það er komið að þáttaskilum.
Móður sína kveður maður aldrei,
hún fýlgir manni stöðugt hvert fót-
mál, alla vega sú móðir sem við
áttum, en um sinn munu leiðir
skilja. Þó verður hún alltaf nálægt.
Við þökkum allar þessar miklu gjaf-
ir, sem móðir okkar færði okkur
af auðlegð sinni. Við biðjum góðan
Guð að styrkja föður okkar og von-
andi berum við systkinin gæfu til
þess að verða honum sá stuðningur
sem móðir okkar var honum alla tíð.
Hemmi, Sigrún,
Ragnar og Kolbrún
Hún amma er dáin. Því er erfítt
að trúa og því síður að skilja. Við
vitum hins vegar að góður Guð mun
taka henni opnum örmum, eins og
hún tók okkur alltaf í Melgerðinu.
Það var gaman að koma til afa og
ömmu. Þau höfðu alltaf tíma fyrir
okkur. Stundum var eins og ekkert
í heiminum væri til nema við. Þau
voru svo góð og skildu okkur svo
vel. Við gátum alltaf talað við þau
og þau voru óþreytandi að leika við
okkur. Og ef við vorum glöð, þá
voru þau líka glöð. Ef við vorum
ekki í góðu skapi, þá komu þau
okkur í gott skap. Amma var alltaf
svo eðlileg. Hún var sko amma.
Ekki alltaf að banna og ekki að
segja okkur að vera öðruvísi en við
erum. Við viljum þakka ömmu fyrir
allt. Guð blessi hana.
Barnabörnin
Mig setti hljóðan þegar mér barst
fregn um andlát Bjargar. Á slíkum
stundum hvarflar hugurinn til baka
og síðan til ástvinanna, sem misst
hafa hjartfólginn maka eða móður.
Ég kynntist Björgu fyrir aldar-
fjórðungi, en sonur hennar og
Gunnars Gíslasonar vélstjóra, Her-
mann vinur minn, var þá að helja
feril sinn sem íþróttamaður í Val.
Ég komst fljótt að því, að foreldrar
Hermanns stóðu þétt við bak hans
í allri hans íþróttaiðkun. Móðir
hans, Björg, var vakin og sofin í
velferð sonar síns og því hefír sam-
band þeirra ávallt verið einstaklega
kærleiksríkt.
Kynni mín af Björgu voru því
fyrst og fremst vegna vináttu okkar
Hermanns. Enda þótt kynnin væru
ekki náin voru þau þess eðlis, að
mér leyndist ekki hvílík mannkosta-
kona Björg heitin var.
Ég vil á þessari stundu votta
Gunnari og börnunum þeirra fjórum
mína dýpstu samúð. Ég veit að
tíminn læknar sárin og Guð veitir
þeim aukinn styrk í sorg þeirra.
Bergur Guðnason
Með þessum fáu línum vil ég
þakka Björgu fyrir ljúfmennsku
hennar og gestrisni. Það var ávallt
tilhlökkunarefni að stíga inn fyrir
dyrnar á hennar heimili í Melgerði.
Hvort sem ég var að sækja strákinn
til þess að fara á æfingu, eða að
hún stjanaði við skákklúbbinn,
ávallt þetta fas sem maður metur
mest í fari fólks. Stoppið mátti aldr-
ei vera svo stutt að ekki rúmaðist
einn kaffibolli og stutt spjall.
Á erfiðri stundu bið ég og veit
að Guð styrkir þá sem nú syrgja,
og vissan um endurfundi gerir sorg-
ina léttbærari.
Halldór Einarsson
Lífið er hverfult og enginn er
viðbúinn þegar kallið kemur, síst
þegar fólk er kallað burt heilt heilsu
að kvöldi en dáið að morgni.
Þegar vinkona mín hringdi í mig
og flutti mér þau tíðindi að móðir
hennar væri látin voru fyrstu við-
brögð mín þau að ég vildi ekki trúa
því. Þetta gat ekki átt sér stað,
kona á besta aldri. Síðan vakna
margar spurningar sem erfitt er að
fá svör við, á þeirri stundu þegar
sorgin hefur grafið sig í hjörtu okk-
ar. Ég skildi ekki þann tilgang að
kalla hana burt svo skyndilega, en
vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Við getum ekki annað gert en
að sefa sorgina með því að hugsa
sem svo að þetta sé tilgangur lífsins
og öll eigum við að deyja, þar sem
það er það eina sem við vitum fyr-
ir víst í lífinu. Um sorgina segir í
Spámanninum, að þeim mun dýpra
sem sorgin grefur sig inn í hjarta
manns þeim mun meiri gleði getur
það rúmað. Þetta bendir okkur
kannski á það að sorgin sé ekki
óyfirstíganleg, þó svo að okkur
fínnist það á þessari stundu.
Mín kynni af Bubbu voru þau,
að hún var alltaf boðin og búin að
veita þá ást og umhyggju sem hún
taldi að aðrir þyrftu á að halda, sem
leituðu til hennar.
Á köldum vetrarkvöldum þegar
maður leit inn á heimili hennar, kom
það oft fyrir að hún hvarf í smá
stund út úr stofunni, en kom svo
til baka með ijúkandi heimalagaða
pizzu sem var ómótstæðileg. Það
var sama hvert maður kom hvort
sem það var á heimili hennar eða
í sumarbústaðinn, alltaf var jafn
vel tekið á móti manni. Það var svo
ríkjandi í eðli hennar að taka vel á
móti þeim sem heimsóttu hana.
Þegar dauðann ber svona fljótt
að garði er erfitt að taka honum,
en þó ber að hafa í hug að góðar
minningar sitja eftir í hjörtum okk-
ar, þar sem við munum hana við
góða heilsu. Hennar tími hér á jörð-
inni var henni góður fram á síðasta
dag. Hún átti yndislegt heimili sem
var gott að koma á hvenær sem var.
Ég votta eftirlifandi manni henn-
ar, börnum og öðrum aðstandend-
um mína dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur í nútíð og framtíð.
Besti faðir, bama þinna gættu,
blessun þín er múr gegn allri hættu,
að oss hlúðu, hryggð burt snúðu,
hjá oss búðu,
orð þín oss innrættu.
(Pétur Guðmundsson, Sálmur.)
Marta Karlsdótlir