Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990 25 Sveitarstjórnarkosnmgar í A-Þýskalandi: Hagsmunahópar og smáflokkar treysta stöðu sína Austur-Berlín. Reuter, The Daily Telegraph. STJÓRNARFLOKKARNIR í Austur-Þýskalandi töpuðu nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningum á sunnudag, hinum fyrstu í landinu frá því alræði kommúnista var hnekkt. Óháðir frambjóðendur og fulltrúar ýmissa hagsmunahópa fengu góða kosningu. Viðmælendur Reuters- fréttastofúnnar túlkuðu niðurstöður kosninganna á þann veg að alþýða manna i Austur-Þýskalandi hefði vaxandi áhyggjur af afleiðingum þess að innleiða frjálst markaðskerfi í landinu þótt greinilegt væri að þjóð- in væri hlynnt skjótri sameiningu þýsku ríkjanna. Á hinn bóginn mætti gera ráð fyrir að áhrif ýmissa hagsmunahópa í þjóðfélaginu færu vax- andi á næstunni. Kristilegir demókratar, flokkur Lothars de Maiziere forsætisráð- herra, tapaði rúmlega sex prósentum þess fylgis er flokkurinn fékk í þing- kosningunum þann 18 mars. Flokk- urinn er þó enn stærsti flokkur lands- ins og hafði í gær fengið 34,6 pró- sent atkvæða er rúmlega 90 prósent þeirra höfðu verið talin. Næst stærsti flokkur landsins, Jafnaðarmanna- flokkurinn, hafði hlotið 20,9 prósent atkvæða, einu prósenti minna en í þingkosningunum. Gamli kommún- istaflokkurinn, sem nú nefnist Lýð- ræðislegi sósíalistaflokkurinn, tapaði einnig fylgi, fékk nú 14,2 prósent atkvæða í stað 16,4 í mars. „Þetta er þolanleg niðurst.aða,“ sagði Greg- or Gysi, leiðtogi flokksins, í gær er niðurstaðan lá fyrir en talið er að persónulegar vinsældir hans hafi fram til þessa komið í veg fyrir al- gjört fylgishrun sósíalista. Þótt horfið hafi verið frá stalínísk- um stjórnarháttum í Austur-Þýska- landi eftir fall Berlínarmúrsins voru fjölmargir kommúnistar enn við völd á neðri stigum stjórnsýslunnar. Er- Enn tilræði við „Litlu hafineyna“ Kaupniann.ahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. TILRÆÐI hefur enn einu sinni verið gert við Litlu haf- meyna á Löngulínu í Kaup- mannahöfn og háls hennar nærri sagaður í sundur með járnsög. Litla hafmeyjan er 76 ára gömul, gerð af listamanninum Edvard Eriksen. Oft hafa verið unnin skemmdarverk á stytt- unni, það versta þegar höfuð hennar var sagað af árið 1964 og því stolið. Það mál upplýstist aldrei, en hafmeyjan fékk fljót- lega nýtt höfuð. lendir stjórnarerindrekar kváðust telja að líta bæri á fylgistap stjórnar- flokkanna sem viðvörun til ríkis- stjórnar landsins. Sú staðreynd að kristilegir demókratar og jafnaðar- menn væru enn tveir stærstu flokkar landsins sýndi að almenningur væri sáttur við stefnu þá sem mörkuð hefði verið varðandi sameiningu þýsku ríkjanna. Menn hefðu á hinn bóginn vaxandi áhyggjur af afleið- ingum þessa og óltuðust fylgisfiska hins frjálsa markaðskerfis svo sem atvinnuleysi og verðbólgu. Smáflokk- ar ýmsir og óháðir frambjóðendur hefðu einmitt lagt á það áherslu í kosningabaráttunni að yfirvöldum bæri að sjá til þess að ekki yrði geng- ið of nærri þjóðinni er frjáls markaðs- búskapur yrði tekinn upp. Sem dæmi má nefna að helsta kosningamál samtakanna „Nýr vettvangur", sem voru mjög áberandi er veldi kommún- ista hrundi í Austur-Þýskalandi, var að rekstur dagheimila yrði áfram í höndum ríkisvaldsins. „Nýr vett- vangur“ fékk um tíu prósent at- kvæða í Austur-Berlín en vinstri flokkarnir fengu mikið fylgi í borg- inni. í gær var ekki ljóst hvort Jafn- aðarmannaflokkurinn næði völdum í borginni með aðstoð smáflokká á vinstri vængnum, líkt og í Vestur- Berlín. Fylkisaukning Bændaflokksins vakti athygli en flokkurinn fékk 2,1 prósent atkvæða auk þess sem full- trúar annarra bændasamtaka fengu góða kosningu. Óánægja hefur farið vaxandi í röðum bænda, ekki síst sökum innflutnings á landbúnaðar- vörum frá Vestur-Þýskalandi. Þá óttast margir bændur að jarðarskikar er þeim var úthlutað í valdatíð kommúnista verði af þeim teknir og færðir aftur í hendur fyrri eigenda í Vestur-Þýskalandi. Dagblaðið Junge Welt sagði í for- ystugrein að rekja mætti fylgistap stjórnarflokkanna til lítillar þátttöku í kosningunum, sem aftur sýndi að þjóðin væri almennt sátt við stefnu ríkisstjórnarinnar í sameiningarmál- inu. Kosningaþátttakan var um 75 prósent en í kosningunum í mars tóku 93 prósent' atkvæðisbærra manna þátt í þeim. Flug og sumarhús í vatnahéruðum Englands fyrir aðeins kr. 22.590,- hjá V eröld Veröld býður þér glæsileg sumarhús við Solwayfjörðinn í vatnahéraðinu fræga í Englandi. Hér er einstakur aðbúnaður og verðið á sér engan líka. Þú getur valið um að fljúga til Glasgow, dvelja í vatnahéraðinu í 1-2 vikur og koma heim frá London með viðdvöl í heimsborginni. Flug og sumarhús Gisting fyrir 4 í húsi í 2 vikur og flug til Glasgow, hjón með 2 börn 2-12 ára kr. 22.590,- Flug, bíll og sumarhús Gisting fyrir 4 fullorðna í húsi í 2 vikur, bíla- leigubíll í 2 vikur og flug til Glasgow kr. 35.883,- HJA VERÖLD FÆRÐIIMEIRA FYRIR PENINGANA AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK, SÍMI: (91) 622011 & 622200. kzbfarkort í^l VANDLÁTIR VELJA VOSSEN Pantið liti eftir númerunum ^VOSSen Stcerðir: 50x100 30x50 22x15 67x140 100x150 |0 S. ARMANN MAGNUSSON HEILDVERSLUN SKÚTUVOGI 12j SÍMI 687070 MARKAÐS á Laugavegi v. Mjög gott úrval af góðum Dæmi: Barnajogginggallar......frá kr. 500 fatnaði. Annað eins verð Bamapeysur.............frákr. 300 hefur ekki sést lengi. 100 Bamanáttföt...............kr. 300 krónurnar í fullu verðgildi. Barnagallabuxur...........kr. 500 Opið daglega frá kl. 9 til 18. Laugardaga frá kl. 10 til 14. MARKAÐS-TORGIÐ, Sími 13285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.