Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
25
Sveitarstjórnarkosnmgar í A-Þýskalandi:
Hagsmunahópar
og smáflokkar
treysta stöðu sína
Austur-Berlín. Reuter, The Daily Telegraph.
STJÓRNARFLOKKARNIR í Austur-Þýskalandi töpuðu nokkru fylgi í
sveitarstjórnarkosningum á sunnudag, hinum fyrstu í landinu frá því
alræði kommúnista var hnekkt. Óháðir frambjóðendur og fulltrúar
ýmissa hagsmunahópa fengu góða kosningu. Viðmælendur Reuters-
fréttastofúnnar túlkuðu niðurstöður kosninganna á þann veg að alþýða
manna i Austur-Þýskalandi hefði vaxandi áhyggjur af afleiðingum þess
að innleiða frjálst markaðskerfi í landinu þótt greinilegt væri að þjóð-
in væri hlynnt skjótri sameiningu þýsku ríkjanna. Á hinn bóginn mætti
gera ráð fyrir að áhrif ýmissa hagsmunahópa í þjóðfélaginu færu vax-
andi á næstunni.
Kristilegir demókratar, flokkur
Lothars de Maiziere forsætisráð-
herra, tapaði rúmlega sex prósentum
þess fylgis er flokkurinn fékk í þing-
kosningunum þann 18 mars. Flokk-
urinn er þó enn stærsti flokkur lands-
ins og hafði í gær fengið 34,6 pró-
sent atkvæða er rúmlega 90 prósent
þeirra höfðu verið talin. Næst stærsti
flokkur landsins, Jafnaðarmanna-
flokkurinn, hafði hlotið 20,9 prósent
atkvæða, einu prósenti minna en í
þingkosningunum. Gamli kommún-
istaflokkurinn, sem nú nefnist Lýð-
ræðislegi sósíalistaflokkurinn, tapaði
einnig fylgi, fékk nú 14,2 prósent
atkvæða í stað 16,4 í mars. „Þetta
er þolanleg niðurst.aða,“ sagði Greg-
or Gysi, leiðtogi flokksins, í gær er
niðurstaðan lá fyrir en talið er að
persónulegar vinsældir hans hafi
fram til þessa komið í veg fyrir al-
gjört fylgishrun sósíalista.
Þótt horfið hafi verið frá stalínísk-
um stjórnarháttum í Austur-Þýska-
landi eftir fall Berlínarmúrsins voru
fjölmargir kommúnistar enn við völd
á neðri stigum stjórnsýslunnar. Er-
Enn tilræði
við „Litlu
hafineyna“
Kaupniann.ahöfn. Frá Nils Jorgen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
TILRÆÐI hefur enn einu
sinni verið gert við Litlu haf-
meyna á Löngulínu í Kaup-
mannahöfn og háls hennar
nærri sagaður í sundur með
járnsög.
Litla hafmeyjan er 76 ára
gömul, gerð af listamanninum
Edvard Eriksen. Oft hafa verið
unnin skemmdarverk á stytt-
unni, það versta þegar höfuð
hennar var sagað af árið 1964
og því stolið. Það mál upplýstist
aldrei, en hafmeyjan fékk fljót-
lega nýtt höfuð.
lendir stjórnarerindrekar kváðust
telja að líta bæri á fylgistap stjórnar-
flokkanna sem viðvörun til ríkis-
stjórnar landsins. Sú staðreynd að
kristilegir demókratar og jafnaðar-
menn væru enn tveir stærstu flokkar
landsins sýndi að almenningur væri
sáttur við stefnu þá sem mörkuð
hefði verið varðandi sameiningu
þýsku ríkjanna. Menn hefðu á hinn
bóginn vaxandi áhyggjur af afleið-
ingum þessa og óltuðust fylgisfiska
hins frjálsa markaðskerfis svo sem
atvinnuleysi og verðbólgu. Smáflokk-
ar ýmsir og óháðir frambjóðendur
hefðu einmitt lagt á það áherslu í
kosningabaráttunni að yfirvöldum
bæri að sjá til þess að ekki yrði geng-
ið of nærri þjóðinni er frjáls markaðs-
búskapur yrði tekinn upp. Sem dæmi
má nefna að helsta kosningamál
samtakanna „Nýr vettvangur", sem
voru mjög áberandi er veldi kommún-
ista hrundi í Austur-Þýskalandi, var
að rekstur dagheimila yrði áfram í
höndum ríkisvaldsins. „Nýr vett-
vangur“ fékk um tíu prósent at-
kvæða í Austur-Berlín en vinstri
flokkarnir fengu mikið fylgi í borg-
inni. í gær var ekki ljóst hvort Jafn-
aðarmannaflokkurinn næði völdum í
borginni með aðstoð smáflokká á
vinstri vængnum, líkt og í Vestur-
Berlín.
Fylkisaukning Bændaflokksins
vakti athygli en flokkurinn fékk 2,1
prósent atkvæða auk þess sem full-
trúar annarra bændasamtaka fengu
góða kosningu. Óánægja hefur farið
vaxandi í röðum bænda, ekki síst
sökum innflutnings á landbúnaðar-
vörum frá Vestur-Þýskalandi. Þá
óttast margir bændur að jarðarskikar
er þeim var úthlutað í valdatíð
kommúnista verði af þeim teknir og
færðir aftur í hendur fyrri eigenda
í Vestur-Þýskalandi.
Dagblaðið Junge Welt sagði í for-
ystugrein að rekja mætti fylgistap
stjórnarflokkanna til lítillar þátttöku
í kosningunum, sem aftur sýndi að
þjóðin væri almennt sátt við stefnu
ríkisstjórnarinnar í sameiningarmál-
inu. Kosningaþátttakan var um 75
prósent en í kosningunum í mars
tóku 93 prósent' atkvæðisbærra
manna þátt í þeim.
Flug og sumarhús
í vatnahéruðum Englands
fyrir aðeins kr. 22.590,-
hjá V eröld
Veröld býður þér glæsileg sumarhús við Solwayfjörðinn í vatnahéraðinu fræga
í Englandi. Hér er einstakur aðbúnaður og verðið á sér engan líka. Þú getur
valið um að fljúga til Glasgow, dvelja í vatnahéraðinu í 1-2 vikur og koma heim
frá London með viðdvöl í heimsborginni.
Flug og
sumarhús
Gisting fyrir 4 í húsi í 2 vikur og flug til
Glasgow, hjón með 2 börn 2-12 ára
kr. 22.590,-
Flug, bíll og
sumarhús
Gisting fyrir 4 fullorðna í húsi í 2 vikur, bíla-
leigubíll í 2 vikur og flug til Glasgow
kr. 35.883,-
HJA VERÖLD FÆRÐIIMEIRA FYRIR PENINGANA
AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK, SÍMI: (91) 622011 & 622200.
kzbfarkort í^l
VANDLÁTIR VELJA VOSSEN
Pantið liti eftir númerunum ^VOSSen
Stcerðir: 50x100 30x50 22x15 67x140 100x150
|0 S. ARMANN MAGNUSSON HEILDVERSLUN
SKÚTUVOGI 12j SÍMI 687070
MARKAÐS
á Laugavegi
v.
Mjög gott úrval af góðum Dæmi: Barnajogginggallar......frá kr. 500
fatnaði. Annað eins verð Bamapeysur.............frákr. 300
hefur ekki sést lengi. 100 Bamanáttföt...............kr. 300
krónurnar í fullu verðgildi. Barnagallabuxur...........kr. 500
Opið daglega frá kl. 9 til 18.
Laugardaga frá kl. 10 til 14.
MARKAÐS-TORGIÐ,
Sími 13285