Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VJÐSHPtl/AIVINIIUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
33
i
I
I
I
I
I
í
4
4
4
4
4
4
4
4
■i
Sjávarútvegur
37milljóna króna hagnaður
hjá Skagstrendingi hf.
Hugbúnaður
Samningur
um knup á
Synon/2
liönnunnr-
hugbúnaði
FORRITUN sf. gerði nýlega
samning við Þróun hf. um kaup
á Synon/2 hönnunarhugbúnaði
og er Forritun fimmta fyrirtækið
hér á landi sem tekur þennan
hugbúnað í notkun. Synon/2
hönnunarhugbúnaðurinn er
framleiddur af breska fyrirtæk-
inu Synon Ltd. en um síðustu
áramót var hann í notkun hjá
um 1.200 fyrirtækjum víða um
heim. Þar á meðal eru mörg
þekkt fjölþjóðafyrirtæki á borð
við Coca Cola, Apple, Benetton,
Shell og Volvo. IBM hefúr sér-
staklega mælt með Synon/2
hönnunarhugbúnaði fyrir
AS/400 að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá Þróun hf.
Synon/2 hönnunarhugbúnaður-
inn felur í sér svonefnt CASE hönn-
unarumhverfi (Computer Aided
Software Engineering) þar sem
byggð eru upp líkön fyrir þau verk-
efni sem unnið er að. Með kerfinu
eru búin til svokölluð sýnilíkön
þannig að notandinn getur strax á
fyrsta stigi kerfisgerðar flett val-
myndum og skjámyndum, áður en
nokkur forritun á sér stað. Síðan
er hægt að forrita í þriðju kynslóð-
ar forritunarmálunum Cobol og
RPG III en jafnframt búa til fjórðu
kynslóðar kóða. í Synon/2 er fram-
kvæmd sjálfvirk skjölun sem nýtist
við gerð hjálpartexta, bæði fyrir
notendur og hönnuði. Við endur-
bætur eða viðhald á hugbúnaði eru
breytingar gerðar á líkaninu og sér
kerfið um að breyta tengdum forrit-
um og heldur utan um breytingarn-
ar.
SKAGASTRÖND — Frá höfninni á Skágaströnd.
inn á lang
flest
heimili landsins!
Goid Star Telecommunication Co., Ltd. er í dag einn af
risunum í hátækniiðnaði í heiminum. Á Ólympíuleikunum í
Seoul 1988 var þeim falin öll ábyrgð á flóknum samskiptabún-
aði innan leikanna og við umheiminn. Frábær frammistaða
þeirravakti heimsathygli.
Sigurganga þeirra hefur verið óslitin og er t.d. staða þeirra á
Bandaríkjamarkaði gífurlega sterk eftir að mörg þarlend stór-
fyrirtæki, þar á meðal A.T.&T. hafa gengið til samstarfs við
þá.
ÍSLAND LYKILUNN AÐ EVRÓPUMARKAÐI
Gold Star Telecommunication Co., Ltd. vinnur nú að
undirbúningi stórfeldrar markaðssetningar á símabúnaði fyrir
Evrópumarkað. íslandvarðfyrirvalinu semtilraunamarkaður í
þeirri áætlun. Fyrir milligöngu Kristals hf. hefur fyrirtækið
gengið í einu og öllu að kröfum Pósts og síma um gæðastaðal
fyrir íslenskt samskiptaumhverfi.
FULLKOMIN SÍMKERFI Á ÓTRÚLEGU VERÐI
Gold Star GSX símkerfin eru tækniundur, sem eru sér-
hönnuð til þess að vera auðveld og þægileg í notkun auk þess
að hafa fjölbreyttustu valmöguleika sem bjóðast.
Vegna áhuga Gold Star Telecommunication Co., Ltd.
á Evrópumarkaði og beinna samninga okkar við verksmiðj-
urnar getum við nú boðið símkerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja
á einstóku tilboðsverði.
Hafir þú metnað fyrir hönd fyrirtækisins að auka tímasparnað,
öryggi og sjálfvirkni í samskiptum innan fyrirtækisins og við
þá, sem þurfa að hafa samskipti við þitt fyrirtæki, þá hafðu
samband við okkur strax og við munum færa þér ánægjulegar
fréttir.
IdrBiCtlPJI. S i UEf
SÍMI 685750 FAX 685159 SKEIFAN 11B 108 REYKJAVÍK
GSX 21 hnappa handfrjáls sími.
GSX 8 hnappa sími.
GSX 4 hnappa sími.
BYLTING í SAMSKIPTABÚNAÐIÁ ÍSLANDI!
GSX 33 hnappa handfrjáls skjásími.
GSX 21 hnappa handfrjáls skjásími.
GSX 33 hnappa handfrjáls sími.
Skagastrcimi
A aðalfúndi Skagstrendings hf. 22. apríl sl. kom fram að hagnað-
ur af rekstri félagsins varð 37 milljónir á síðasta ári. Launagreiðslur
voru tæpar 260 milljónir en að jafnaði störfúðu 55 manns hjá fyrir-
tækinu. Meðaltals árslaun hjá fyrirtækinu voru því rúmlega 4,7 millj-
ónir.
Skagstrendingur hf. rekur nú tvo
togara. ísfisktogarinn Arnar var
rpeð sjötta hæsta skiptaverðmæti á
úthaldsdag af ísfisktogurum lands-
ins. Aflaði hann 3.642 tonna að
verðmæti rúmlega 153 milljónir
króna. Frystitogarinn Ötvar varð í
öðru sæti frystitogara landsins með
aflamagn og aflaverðmæti. Örvar
aflaði 5.465 tonna að verðmæti
tæplega 462 milljóna króna. Auk
togaranna tveggja rekur félagið
Hótel Dagsbrún og matvælaiðjuna
Marska. Marska er nýlega farið að
flytja út saltfískrúllur í samvinnu
við SÍF og virðist vera að ná fót-
festu fyrir framleiðsluvörur sínar á
erlendum mörkuðum.
Samþykkt var á fundinum að
heimila stjórn félagsins að byggja
húsnæði fyrir starfsemi Marska
sem í dag er rekið í leiguhúsnæði.
Einnig voru samþykktar á fundin-
um tillögur stjórnar urn að greiða
10% arð af hlutafé og að hækka
hlutafé fyrirtækisins um 25% með
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
- ÓB.
FYRIRTÆKI 0G ST0FNANIR
GULLIÐ TÆKIFÆRI - EINSTAKT TILBOÐ
GoldStar
TGldcommunication Co.,Ltd.
Símvirkinn hf. er samstarfsaðili Kristals hf. Hér eru á ferð þrautreyndir símvirkjar, sem munu tryggja notendum Gold Star simkerfa
vandaða uppsetningu og forritun og snögga og fagmannlega þjónustu.
:------------------------------------s ii