Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VJDSKÍFn/KNIHtfUlÍF ÞRIÐJÚDAGUR 8. MAÍ 1990 Húsavík Kaupfélag Þingeyinga með 11 milljóna hagnað Á STJÓRNARFUNDI Kaupfé- lags Þingeyinga nú nýlega voru lagðir fram endurskoðaðir reikn- ingar félagsins, sem sýndu að afkoma þess batnaði mjög á árinu og hagnaður á samanlögðum rekstri KÞ og Mjólkursamlagsins á síðasta ári var um 11 miHjónir króna, sem segir um 80 millj. króna betri rekstrarniðurstöðu Verslun „ Vaktboðar“ í verslan- irinnan Kaup- mannasamtakanna VÍS hyggur á nýjar leiðir til að auka tryggingarvernd kaupmanna STEFNT er að því að setja upp svonefnda vaktboða í verslunum sem eiga aðild að Kaupmannasamtökum Islands. Hér er um að ræða til- tölulega nýja gerð af öryggistækjum sem tengja má við frystikistur, reykskynjara og hitaskynjara þannig að hringt er í t.d. slökkvilið og síðan heim til eigenda ef reykskynjari fer í gang. Jafnframt er gert ráð fyrir að vaktboðarnir verði tengdir við sérstaka stjórnstöð Vátryggingarfélags Islands við Ármúla. Þar verða vaktmenn allan sólarhringinn sem gera viðeigandi ráðstafanir ef með þarf. Sú Jpjónusta sem Vátryggingar- félag Islands hyggst veita aðildarfé- lögum Kaupmannasamtakanna er hliðstæð þjónustu öryggisgæslufyr- irtækjanna Vara og Securitas. Að * ■ NÝLEGA flutti Rosenthal verslunin, Laugavegi 91 í nýtt og stærra húsnæði Nýborgar hf., Ármúla 23, þar sem félagið rekur nú húsgagna- og gjafavöruverslun. Allar innréttingar fyrir Rosenthal hafa verið hannaðar af arkitektum Rosenthal í V-Þýskalandi og eru í sama stíl og í öðrum Rosenthal- verslunum víða um heim, Rosenthal sérhæfir sig í listrænum borðbúnaði og postulínslistmunum teiknuðum af þekktum alþjóðlegum listamönn- um. Rosenthal selur framleiðslu sína undir fjórum framleiðsluheit- um: Rosenthal-studioline, Thom- as, Classic Rose og Shopienthal. Vörur frá öllum þessum fyrirtækj- ' um fást í Ármúla 23, hjá Nýborg hf. sögn Magnúsar Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Kaupmannasamtak- anna tíðkast það erlendis að stór tryggingarfélög veiti slíka þjónustu. Vaktboðar eru framleiddir hér á landi af fyrirtækjunum DNG og Rafagnatækni en allur hugbúnaður er íslenskur. Á viðskiptasíðu síðastliðinn þriðjudag var frá þvi greint að Kaupmannasamtök Islands og VÍS hefðu undirritað samning um að bæta tryggingarvernd og kjör fé- lagsmanna Kaupmannasamtak- anna. Þessu markmiði á m.a. að ná með áðumefnum tæknibúnaði. Samningurinn er framhald af eldri samningi samtakanna við Bruna- bótafélagið sem komst á þegar þau efndu til útboðs á tryggingum fyrir félagsmenn. Brunabótafélagið var eina félagið sem sendi inn tilboð á þeim tíma sem fól í sér hagstæðari kjör fyrir félagsmenn Kaupmanna- samtakaifna en almennt gerðist. en 1988. Fjármunamyndun frá rekstri varð 43,8 millj. og hagn- aður af reglulegri starfsemi 26,4 millj. króna. Heildartekjur í samandregnum rekstri KÞ og MSKÞ voru 1.479 millj. og er sú aukning um 13,1% frá fyrra ári. Heildartekjur í verzl- unarþættinum voru 776 millj. og höfðu aukist um 21,9% frá fyrra ári. Launakostnaður 205 milljónir hafði aðeins hækkað um 5,6%. Af- koma allra rekstrarþátta batnaði á árinu og sumra mjög veruiega. Kaupfélagsstjórinn Hreiðar Karlsson sagði rekstarbatann mætti „hiklaust rekja til hins rót- tæka hagræðingarátaks, sem gripið var til á miðju síðasta ári, svo og þeirra aðgerða, sem framkvæmdar voru á árinu 1988, en skiluðu ekki fullum árangri þegar á því ári. Ekki má gleyma elju og dugnaði starfsfólksins né hollustu og sam- stöðu félagsmanna, en hvort tveggja á vissulega dijúgan hlut í þeim árangri, sem nú er að koma í ljós. Engu að síður,“ bætti hann við, „er ljóst að staða félagsins er enn ekki nógu sterk og aðgát því nauðsynleg á öllum sviðum." - Fréttaritari AFKOMA — Afkoma allra rekstrarþátta Kaupfélags Þingey- inga batnaði á árinu og sumra mjög verulega. NordEx - Norræn viðskipta- símaskrá 1990komin út ÚT ER komin Norræn viðskiptasimaskrá 1990, NordEx. Þetta er þriðja árið sem skráin er gefin út, en hún er prentuð í Smm mismun- andi útgáfum, þ.e. á máli hvers lands fyrir sig, íslands, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar, og er efnið hið sama í þeim öllum. isþjónustunnar og allra sem þess óska á meðan upplag endist. í henni er að finna upplýsingar um rúmlega þrettán þúsund norræn fyrirtæki og kemur hún út í 70.000 eintök- um. íslenska útgáfan er gefin út í um 2.500 eintökum. NordEx er sameiginlegt verkefni símastjóma Norðurlanda undir umsjón vinnunefndar sem skipuð er einum fulltrúa frá hveiju landi. Fulltrúi íslands í nefndinni er Ágúst Geirsson, símstjóri í Reykjavík, og er hann jafnframt ritstjóri íslensku útgáfunnar. NordEx er í sama broti og íslenska símaskráin og er í megin- atriðum skipt í tvennt, starfsgreina- skrá og nafnaskrá, þ.e. gular síður og hvítar. Fremst í skránni eru upplýsingar um hvernig hringja á til Norður- landa og hvernig samskiptum milli landanna er háttað með telex- og telefax-sendingum, gagnaflutningi og símafundum. NordEx er ætlað að greiða fyrir viðskiptasambönd- um milli Norðurlanda. NordEx er dreift ókeypis til þeirra sem eru í skránni, til stór- kaupmanna og iðnrekenda, utanrík- A MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Hver hjálpar ekki þeim sem hjálpar sér sjálfiir? Frumheijar í baráttunni gegn berklaveiki og annarri lömun hér á árum áður völdu sér sem vígorð: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar! I þessum orðum er fólgin athyglisverð félagsmálastefna, sem einnig er orð- uð í spakmælum svo: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Kjarni þessa boðskapar er sá, að aðstoð við HÓTELDÚKAR OG SERVIETTUR Einnig mikið úrual af sœngum, koddum og sœngurfatnaði. |0 S. ÁRMANN MAGNUSSON HEILDVERSLUN SKÚTIIVOGI 12j SÍMI 687070 minni máttar sé best ef hún skapar þeim aðstöðu til þess að leysa sín mál sjálfir. Banhungraður maður étur útsæðið eigi hann ekki kost á rétti dagsins. Starfsfólk Rauða krossins og hjálparstofnana kristinnar kirkju hafa fundið það út af reynslu, að sú þróunarhjálp er haldbest sem nær að virkja þiggjandann og hvetja hann til þess að leggja sitt af mörkum til að búa í haginn fyrir framtíðina. Vítahringur Michael Sherraden, aðstoðarpróf- essor í félagsráðgjöf við Wash- ington-háskólann í Bandaríkjunum, hefur komist að þeirri niðurstöðu, að fátæklingar séu fremur í vítahring vegna þess hve lítið þeir eigi en vegna þess hve lítils þeir afli. Hann spyr hvers vegna fátækling- ar lifi jafnan því lífi og hegði sér á þann hátt sem haldi þeim snauðum. Þeir eigi fleiri börn en hinir, þeir hafa minni áhuga á menntun barna sinna, þeir kaupi frekar hluti sem þeir þarfnist ekki nauðsynlega og hafi ekki efni á og þeir spari yfir höfuð ekki. Þarna eru ekki á ferðinni fordóm- ar þess sem ekki þekkir til. Aðstoðar- prófessorinn hefur af því bæði eigin reynslu og annarra sem annast ráð- gjöf við fátækt fólk, að fólk með tekjur undir fátæktarmörkum en sem eigi eignir, hafi almennt frekar meiri fyrirhyggju. Fólk sem búi undir fá- tæktarmörkum en afli oft og tíðum góðra tekna þess í milli, lifi hins vegar frekar frá degi til dags og sólundi skjótfengnum tekjum. Eign er betri eri ölmusa Eigi ung og einstæð móðir sína eigin íbúð, er líklegt að hún reyni að viðhalda eigninni eftir mætti og fylgist fremur með verðgildi hennar og reyni að spara til að halda í þessa eign sín, segir aðstoðarprófessorinn. Eigi hún skuldabréf eða aðrar inni- stæður á vöxtum, er líklegra að hún fylgist með ávöxtunarkröfum og meti lausafé sitt í Ijósi ávöxtunar- kosta. Hann leggur til að í stað þess að byggja félagsmálastefnu á úthlut- un ölmusu til þeirra sem þurfa á peningum að halda til daglegrar neyslu, þá verði reynt að grípa til „Það eru eignir en ekki tekjur, sem skapa mönnum von . . .“ aðgerða sem geri fólki kleift að halda í eignir. Það eitt leiði til hugarfars sjálfstæðis og sjálfshjálpar. Michael Sherraden segir að þótt tekjur seðji maga, þá hafi þær í sjálfu sér lítil langtímaáhrif. Eignir breyta hugarfari, veíta stöðugleika og fá fóik til að hugsa til framtíðar. Hann segir að eignir séu von, í föstu formi. Eða eins ogorðaleikurinn seg- ir iíka á ensku: (Assets are hope“ „in concrete form“ — í steinsteypu- formi. Þegar vonin er úti Áhrifarík sjónvarpsviðtöl við fólk sem hefur reynslu af sjálfsvígum í fjölskyldu sinni gefa til kynna að kvíði um fyrirsjáanlegan eignamissi og áhrif hans á fjölskyldulífið séu þjakandi álag á geðheilsu margra vinnandi manna. Þegar vonin er úti þrýtur allan styrk. í allri umræðu um gjaldþrotahrinu heimila og fyrirtækja hér á landi síðustu misseri hefur lítið borið á til- lögum um stefnu í hjálparstarfi. En stefnulausir komast menn skammt á veg. Stefnu finna menn heldur ekki nema skoða allar leiðir. Kannski ein- blína menn um of á markaðsöflin sem orsök vandans í stað þess að skoða hvar og hvernig þau geti hjálpað til og fært mönnum von.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.