Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva aði okkur strax að, fara að spila. Það má segja að þetta hafi verið okkar stærsti dansleikur, en það var ekki bara að það voru þarna á milli 2 og 3 þúsund manns, heldur var þetta allt afskaplega „merkilegt“ fólk sem þarna var saman komið. Hvort var það lagið eða hljóm- sveitin sem náði í ijórða sæti? Sigríður: Þetta hafði allt sitt að segja, lagið, úsetningin og flutningurinn. Grétar: Það er ekki hægt að segja að eitthvað eitt hafi ráðið úrslitum. „Stjörnur á heimsmælikvarða" Pétur Kristjánsson frá útgáfu- fyrirtæki Stjórnarinnar, Skífunni, sagði að hljómsveitin hefði vakið gífurlega athygli ytra og að hann hefði lítinn frið fengi fyrir fyrir- spurnum og samningstilboðum. Hann sagði að þegar væri búið að leggja á ráðin með tónleikaferð hljómsveitarinnar sem heljast ætti í ágúst og yrði þá farið um gervalla Skandinavíu. Pétur sagði og að búið væri að semja um útg- áfu lagsins Eitt lag enn, með enskum texta, í Skandinavíu og fleiri Evrópulöndum og kæmi lag- ið út næstkomandi fimmtudag, en eftir væri að vinna úr ýmsum tilboðum um útgáfu á breiðskífu með hljómsveitinni ytra. Pétur sagði að hljómsveitin Stigataflan. EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN í Zagreb, Júgóslavíu, 5. maí 1990 - URSLIT Greidd atkvæði/ Land Heiti lags Röð 1. Spánn Bandido 8 1 10 2 1 4 5 6 12 5 3 5 8 8 8 10 123 5 2. Grikkland Boris Skopo 5 6 11 19 3. Belgía Macedomienne 7 4 1 4 8 8 2 1 7 4 46 12 4. Tyrkland Gozlerinin hapsideyim I 3 2 4 5 7 21 17 5. Holland Ikwil alies netje dellen 1 3 1 1 4 2 3' 6 1 2 2 25 15 6. Lúxemborg Quand je te reve 3 3 12 2 3 1 5 5 34 14 7. Bretland Give a little love ... 7 5 12 3 10 3 10 1 10 10 8 6 1 3 87 6 8. ÍSLAND EITT LAG ENN 4 3 10 1 8 12 10 8 10 7 4 12 7 8 3 10 7 124 4 9. Noregur Brandenburgertor 4 1 3 8 21-22 10. ísrael Shara Berechhovot 4 2 4 1 5 16 18 11. Danmörk Hallo, hallo 6 3 2 7 7 7 1 7 4 3 7 6 4 64 8 12. Sviss Musik klingt in die ... 1 12 6 2 12 1 5 8 1 3 51 11 13. V-Þýskaland Frei zu Leben 8 6 12 7 1 4 10 4 5 3 60 9 14. Frakkland White and black blues 5 4 4 12 12 12 6 5 12 10 12 4 8 5 2 7 12 132 2-3 15. Júgóslavía Hajde da ludujeno 3 12 5 10 3 12 7 2 5 1 10 10 1 81 7 16. Portúgal Ha sempre alguem 7 2 9 20 17. írland Somewhere in Europe 10 7 7 5 10 6 10 8 8 8 5 7 7 6 12 12 4 132 2-3 18. Svíþjóð Som en vind 2 2 6 6 6 2 24 16 19. Ítalía Insieme: 1992 12 10 8 8 8 10 3 1 6 8 . 6 4 6 10 12 10 7 12 8 149 1 20. Austurríki Keine Mauern mehr 2 7 1 5 8 6 3 8 2 2 12 2 58 10 21. Kýpur Milas Poli 6 5 2 5 2 6 4 6 36 13 22. Finnland Fri 5 3 I 8 21-22 Stefiidum á topp tíu - segja Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson ÍSLENDINGAR tóku þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarps- stöðva, Eurovison, í flmmta sinn sl. laugardag, en fram að þessu hafa íslensku keppendurnir ekki riðið feitum hesti frá keppn- inni.'Nú fór þó svo að lagið Eitt lag enn, í flutningi þeirra Grét- ars Orvarssonar og Sigríðar Beinteinsdóttur og hljómsveitarinnar Stjórnin, náði hærra en nokkur þorði að vona; Qórða sæti á eftir lögum ítala, Frakka og Spánverja, en sigurlagið var lag ítalska söngvarans Toto Cutugno. Það lá fljótlega fyrir í atkvæðatalning- unni að íslenska lagið myndi lenda ofarlega og um tíma var það í öðru sæti. Þegar þessi úrslit lágu fyrir ákváðu íslensku keppend- umir að halda þegar heim á leið, en áður hafði staðið til að þau yrðu flest ytra í einhverja daga til að taka sér stutt frí. irnar við hugsuðum bara um að gera okkar besta. Grétar: Það var svo góður andi Sigríður og Grétar við heimkomuna Morgunbiaðið/Björn Blöndal Það voru þreyttir en ánægðir farþegar frá Zagreb sem stigu út úr Flugleiðavél frá Lundúnum um miðnætti á sunnudagskvöld. Þá var að baki sextán tíma ferða- lag, sem hófst morguninn eftir keppnina. Ekki náðu þau mikilli hvíld, því eftir keppnina og at- væðatalningu fór hljósmveitin fram í fordyri tónleikahallarinnar þar sem keppnin var haldin og fékk talið júgóslavneska hljóm- sveit, sem þar var að leika fyrir- keppnisgesti, á að leyfa sér að taka við og sló Stjómin þar upp dansleik fyrir vel á þriðja þúsund manns við hrifningu viðstaddra og lék ballprógramm af Ilótel ís- landi (þess má geta að hljómsveit- in lék ekki Eitt lag enn). Var mál manna að íslendingar hefðu öðr- um fremur átt skilið að lenda í einhveiju af efstu sætunum og reyndar töldu margir að þeir hefðu átt skilið að vinna. Eftir „dansleikinn“ tóku við hátíðahöld fram eftir nóttu að farið var á hótelið undir morgun til að taka saman farangur og tygja sig til heimferðar. í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli beið þeirra sendinefnd frá útvarpinu með blóm, en einnig voru á staðnum Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri, sem flutti hljómsveitinni stutta þakkartölu, og Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins. Blaðamaður Morgun- blaðsins var á flugvellinum til að fagna keppendunum við heim- komuna. Hvemig leið ykkur þegar geng- ið var á sviðið, skipti einhveiju að hafa hljómsveitina með? Sigríður: Það var ósköp venju- legt tilfinning að fara á sviðið, við hugsuðum ekkert um milljón- yfir þessu öllu, góður andi yfir laginu allt frá því við fórum að vinna með það og við voram vel undirbúin. Við náðum því sem við höfðum einsett okkur, að komast í eitt af tíu efstu sætunum, þó við hefðum ekki þorað að segja opinberlega frá þeirri fyrirætlan fyrir keppnina. Sigríður: Við ætluðum okkur alltaf að reyna að komast inn á topp tíu, en við þorðum ekki að vona að við næðum eins ofarlega og raun bar vitni. Þegar á hólminn var komið gerði það okkur öragglega öragg- ari að vita af hljómsveitinni á bak við okkur, það munaði óhemju miklu. Grétar: Það munaði öllu, enda þekkjum' við hvert annað svo vel og það var ómetanlegt að vera deilt er um keppnina, en óhætt er að segja að úrslitin núna hafi komið mönnum mjög á óvart. Blaðamaður Morgunblaðsins innti Markús eftir því hvort fjórða sæt- ið kallaði á einhver sérstök við- brögð af hálfu Sjónvarpsins. með strákana á bak við okkur. Þetta var allt undirbúið svo vel að það gat ekkert farið úrskeiðis. Hvernig var líðanin meðan á stigagjöfinni stóð? Sigríður: Okkur leið bara vel, við vorum afslöppuð. Grétar: Stigagjöfín fór mjög vel af stað og það var gaman að vera í einu af efstu sætunum allan tímann. Sigríður: Það var þó spenna þegar við vorum í öðru sætinu. Hafið þig hug á að taka aftur þátt í keppninni? Grétar: Já, eitt lag enn, að ári liðnu og þá upp um eitt sæti. Hvemig tókst Júgóslövum upp í skipulagningunni? Grétar: Skipulagið var ekki gott. Sviðsumbúnaður var þokka- legur, en miðað við fyrri keppnir vantaði sitthvað á. Það var þó í lagi sem sneri að áhorfendum, en sumt sem sneri að okkur minnti á 17. júní hátíðahöld á hótelplan- inu á Hornafirði; ekkert skipulag. Það fór ekki á milli mála að Júgó- slavar ráða ekkert við að halda svona keppni einir. Hvernig var andinn meðal keppenda, var einhver spenna? Sigríður: Mér fannst andinn vera mjög góður. Grétar: Það voru allir jafnir, nema júgóslavneska stelpan, hún var útaf fyrir sig fyrir keppnina, „í sjálfu sér ekki,“ sagði Mark- ús. „Það er vitanlega ánægjuefni að okkar fólki skyldi vegna svona vel í keppninni og það undirstrik- ar að sjálfsögðu að það er full ástæða fyrir okkur að taka þátt. Þessi úrslit sanna að við eigum tónlistarfólk og skemmtikrafta sem eru á heimsmælikvarða og alltaf með hóp af júgóslavneskum blaðamönnum í kring um sig. Eftir keppnina var annað upp á teningnum; þá kom hún til okkar og var afskaplega vinsamleg. Þið slóguð upp dansleik eftir keppnina, hvað varð til þess? Sigríður: Það var bara ákveðið á staðnum. Grétar: Við vorum eina starf- andi hljómsveitin sem þátt tók í keppninni og þegar við sáum að búið var að setja upp svið með öllu tilheyrandi frammi, þá lang- ég er viss um að þjóðarstoltið hefur leiftrað um land allt þegar á þessari keppni stóð. íslendingar taka þátt með það fyrir augum að ná einhveiju af efstu sætunum og það hefur tek- ist núna, en hinsvegar segir sjálf- sagður metnaður okkar að við eigum að stefna á toppsætið. Ef það kæmi í okkar hlut að halda þessa keppni yrði vitaskuld staðið öðruvísi að því en ef milljónaþjóð eins og Bretar eða Frakkar ættu í hlut, en ég hef þá trú að við höfum fulla burði til þess og við höfum sýnt það að við getum tek- ið að okkur stórverkefni með skömmum fyrirvara og leyst ,vel hefi átt hug og hjörtu viðstaddra og mestu hafi ráðið þar um fram- koma þeirra Grétars og Sigríðar, „þau eru stjörnur á heimsmæli- kvarða og höguðu sér eins og sannir atvinnumenn". Hann sagði og að þegar þau hafi komið á svið hafi verið harður atgangur ljósmyndara við sviðið og meiri en hann sá hjá öðrum keppendum, utan að júgóslanvneski keppand- inn var með þvögu framan við sviðið hjá sér, en það voru nánast allt júgóslavneskir ljósmyndarar. af hendi." Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með fyrirkomulag keppn- innar hér á landi. Finnst þér það fyrirkomulag sem skilaði þessu lagi hafa reynst það vel að því verði haldið áfram? „Ég get ekkert sagt um það að svo stöddu, en menn voru mjög ánægðir með þessa skipan í vet- ur. Samkvæmt reglum keppninn- ar hafa þær sjónvarpsstöðvar sem þátt taka nokkuð fijálsar hendur með hvaða leið er farin til að velja lög og það getur vel verið að menn vilji prófa eitthvað nýtt,“ sagði Markús Örn Antonsson áð lokum. ............... Eigum tónlistarfólk á heimsmælikvarða •• - segir Markús Orn Antonsson SJÓNVARPIÐ hóf þátttöku í Eurovison-keppninni 1986 og tók nú þátt í keppninni í fímmta sinn. Gengi Islendinga hefúr verið misjafnt, fyrstu þrjú árin lentum við í sextánda sæti, en í fyrra höfnuðum við í neðsta sæti; fengum ekkert stig. Það hefur því löngum verið umdeilt hvort Islendingar ættu að taka þátt í keppninni, þar sem árangur hefur ekki verið meiri en raun ber vitni. Mikið mæðir á útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, þegár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.