Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
35
Þinglausnir á laugardag:
Meira en 30 lög sam-
þykkt síðustu tvo dagana
ÞINGLAUSNIR voru á Alþingi á elleíla tímanum síðastliðið laugar-
dagskvöld. Miklar annir voru á þingi siðust.u starfsdaga þess og
voru til dæmis samþykkt meira en 30 fi-umvörp til laga á fostudag
og laugardag. Þar á meðal voru frumvörp um yfirstjórn umhverfis-
mála, stjórn fiskveiða, Húsnæðisstofnun ríkisins og raforkuver.
Morgunblaðið/Sverrir
Þinglausnir voru á Alþingi á ellefta tímanum síðastliðið lauggrdagskvöld. Kvöddust þá þingmenn eftir
þing, sem á stundum var æði stormasamt. Hér kveður Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings,
þá Pálma Jónsson, Hreggvið Jónsson og Guðmund H. Garðarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Föstudaginn 4. maí urðu eftiital-
in frumvörp að lögum:
1) Heilbrigðisþjónusta.
2) Launasjóður stórmeistara í skák.
3) Innflutningur dýra.
4) Varnir gegn sjúkdómum og
meindýrum í plöntum.
5) Tilraunastöð Háskólans í meina-
fræði.
6) Sjómannalög.
7) Skákskóli íslands.
8) Lánasýslá ríkisins.
9) Tekjuskattur og eignaskattur.
Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings:
MálaQöldi hefur aldrei
verið meiri á Alþingi
10) Atvinnuleysistryggingar.
11) Grunnskóli.
Laugardaginn 5. maí voru eftir-
farandi lög samþykkt frá Aþingi:
1) Yfirstjórn umhverfismála.
2) Kignarréttur íslenska ríkisins á
auðiindum hafsbotnsins.
3) Hagræðingarsjóður sjávarút-
vegsins.
4) Stjórn fiskveiða.
5) Fjáraukalög 1988.
6) Ríkisreikningur 1988.
7) Fjáraukalög 1990.
8) Skipan prestakalla.
9) Öryggi á vinnustöðum.
10) Húsnæðisstofnun ríkisins.
11) Læknalög.
12) Þróunarsjóður lagmetisiðnaðar-
ins.
13) Vegtenging um utanverðan
Hvalfjörð.
14) Verðjöfnunarsjóður sjávarút-
vegsins.
15) Búnaðarmálasjóður.
16) Umferðarlög.
17) Raforkuver.
18) Lífeyrissjóður starfsmanna
tíkisins.
19) Flokkun og mat á gærum og ull.
20) Sveitarstjórnalög.
21) Tekju- og eignarskattur.
í
Fremur rólegl þing, segir Olafiir G. Emarsson
GUÐRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, segir að mála-
Qöldi hafi aldrei verið meiri á þingi en nú. Hún telur að yfirleitt
hafi náðst viðunandi niðurstaða varðandi framgang mála og Ólaf-
ur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að
minni deilur hafi verið hvað það varðar en oft áður.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Guðrún Helgadóttir, að á
þessu þingi hefði verið meiri mála-
fjöldi en nokkru sinni fyrr. Á því
gætu verið ýmsar skýringar. Til
dæmis hlytu breytingar í heimin-
um á borð við aukið samstarf
Evrópuþjóða að valda miklum
UR DAGBÓK
LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK:
4. - 6. maí 1990.
Nýtt símanúmer embættisins,
699000, var tekið í notkun í stað
10200. Þá er nýr upplýsing-
asími, 699020 í stað 11Í10.
26 ökumenn vora stöðvaðir
um helgina og grunaðir um að
vera undir áhrifum áfengis. Tveir
aðrir, sem lentu í óhöppum, era
jafnframt grunaðir um ölvuna-
rakstur.
5 umferðarslys urðu um helg-
ina. Fótgangandi vegfarandi
varð fyrir bifreið á Hverfisgötu
við Hlemmtorg á föstudags-
morgun. Einn slasaðist í árekstri
á gatnamótum Miklubrautar og
Lönguhlíðar um hádegisbil á
föstudag. Barn á reiðhjóli varð
fyrir bifreið á gatnamótum
Hverfisgötu og Vitastígs á föstu-
dagskvöld. Fótgangandi vegfar-
andi lenti fyrir bifreið á Kirkju-
stræti við Tjarnargötu á laugar-
dagsmorgun og ökumaður og
farþegi meiddust í árekstri
tveggja bifreiða á Fjallkonuvegi
við Hverafold á sunnudag.
Lögreglan þurfti 105 sinnum
að hafa afskipti af ölvuðu fólki.
Fangageymslur lögreglunnar
vora þéttsetnar aðfaranætur
laugardags (25) og sunnudags
(22). Flestir voru þar vegna ölv-
unaróláta, en nokkrir voru þar
eftir að hafa verið handteknir
við innbrot og þjófnaði. 15 voru
færðir fyrir dómara að morgni
og var hverjum og einum gert
að leggja fram nokkur þúsund
krónur í yfirbótagreiðslur.
Fjölmargir voru kærðir fyrir
of hraðan akstur (53) og önnur
umferðarlagabrot.
Mikill mannfjöldi var í mið-
borginni aðfaranótt sunnudags
og talsverður órói var í ölvuðu
ungu fullorðnu fólki undir morg-
un. Þurfti að handtaka nokkra
og vista í fangageymslum. Eldur
kom upp um borð í bát er lá við
Grandagarð. Litlar skemmdir
urðu.
Þrír drengir voru handteknir
vegna innbrota og þjófnaða und-
anfarna daga. Nokkrir ungir
menn voru handteknir vegna
bensínþjófnaða. Maður var hand-
tekinn í Kringlunni á föstudag
eftir að hafa reynt að hnupla þar
karlmannsfrakka, bók og skær-
um. Tveir aðrir voru staðnir að
hnupli í verslunum Kringlunnar
um helgina. Þeir höfðu gert sig
að þjófum af litlu tilefni.
Lögreglan aðstoðaði 24 við að
opna læstar bifreiðir. 3 menn
voru handteknir við innbrotstil-
raun í Fóstbræðraheimilið við
Langholtsveg aðfaranótt mánu-
dags. Tilkynnt var um stuld á 5
reiðhjólum. Þetta er sá árstími
þegar fólk tekur reiðhjól sín úr
geymslum og er fólk hvatt til
þess að gæta þeirra vel. Á síðast-
liðnu ári var tilkynnt um þjófn-
aði á 427 reiðhjólum til lögregl-
unnar í Reykjavík. 5 reiðhjólum
hefur þegar verið stolið það sem
af er þessu ári.
umræðum á þingi. Eins væru
umhverfismái nú mjög í brenni-
depli og hefðu umræður um þann
málaflokk aukist til muna.
Hún nefndi, að þátttaka þing-
manna í alþjóðlegu samstarfi af
ýmsu tagi hefði færst mjög í vöxt
og væri þar um að ræða viðbót
við_ störf þeirra.
í máli Guðrúnai' kom fram, að
það þing, sem nú er nýlokið, hafi
að mörgu leyti verið erfiðara en
undanfarin þing. Til umræðu hafi
verið nokkur mjög stór mál, sem
ágreiningur hafi verið um, svo sem
viðræðurnar milli Evrópubanda-
lagsins og EFTA, yfirstjórn um-
hverfismála og stjórn fiskveiða,
og hafi stundum verið tvísýnt um
það, hvort þau næðu afgreiðslu.
Samið hefði verið um framgang
mála og teldi hún að þar hefði
yfirleitt náðst viðunandi niður-
staða. Stjórnarandstaðan hefði
ekki verið úr hófi fram ósanngjörn
og hefði síst verið erfiðari viður-
eignar en ýmsir stjórnarþingmenn.
Ólafui' G. Einarsson, fonnaður
þingflokks sjálfstæðismanna,
sagði að þrátt fyrir harðar deilur
um einstök mál, hafi þetta verið
fremur rólegt þing og minni deilur
hafi verið um framgang mála en
oft áður. Lengi hafi legið fyrir,
að einkum yrði lögð áhersla á að
þijú mál næðu fram að ganga,
stjórn fiskveiða, yfirstjórn um-
hverfismála og uppbygging ra-
forkuvera.
„Við afgreiðslu þessara mála
gerðist það,“ sagði Ólafur, „að
seinni þingdeild hafði aðeins örfáa
daga eða jafnvel innan við einn
sólarhring til að fjalla um viðkom-
andi mál og við það er erfitt að
sætta sig. Þingmenn í deildinn
hafa þá að vísu tekið þátt í umræð-
um um málin í þingflokkum sínum,
en þingnefndir hafa alltof skam-
man tíma til að fjalla um þau. Það
er líka gagnrýnisvert, að tafir urðu
á afgreiðslu þessara mála vegna
harðra innbyrðis deilna í stjórnar-
flokkunum.“
Ólafur vék að inngöngu Borg-
araflokksins í ríkisstjórnina og
sagði það vera versta dæmið um
þau hrossakaup, sem haldið hefðu
lífinu í ríkisstjórninni. Stjórnin
hefði keypt flokkirin til liðs við sig
og greiðslan hefði verið umhverfis-
ráðuneytið. í því máli væri rétt
að athuga, að á þessu þingi hefði
engin stefnumótun farið fram í
þessum mikilvæga málaflokki; það
hefði aðeins verið stofnað ráðu-
neyti.
Ólafur G. Einarsson sagðist að
lokum lýsa sérstakri ánægju sinni
með inngöngu þingmanna Frjáls-
lyndra hægrimanna í þingflokks
sjálfstæðismanna. Ánægjulegt
væri að þeir sem aðhylltust svipuð
sjónarmið sameinuðust með þess-
um hætti, en sundruðust ekki eins
og venjulega gerðist í hópi vinstri
manna.
Breyting1 á umferðar-
lögum:
Farþegar í
aftursæti noti
öryggisbelti
ALÞINGI samþykkti á laugardag
breytingu á umferðarlögum, þar
sem gert er ráð fyrir að farþeg-
um í aftursæti bifreiða verði skylt
að nota bílbelti frá og með I.
október í haust.
Frumvarpið til laga um breytingu
á umferðarlögum var flutt af
Salome Þorkelsdóttur (S/Rn) og
fleirum. Þar er gert ráð fyrir að
farþegum í aftursæti bifreiða vei'ði
skylt að nota bílbelti frá og með
1. október næstkomandi, ef bílbelti
eru í bifreiðinni. Jafnframt er gert
ráð fyrir að börn undir 6 ára aldri
skuli nota bílbelti, barnabílstól,
bílpúða, sem festur er með bílbelti
eða annan viðurkenndan öryggis-
búnað og óheimilt sé að hafa börn
laus í framsæti eða fyrir framan
framsæti í akstri.
I meðförum þingsins varð sú
breyting á frumvarpinu, að farþeg-
ar í leigubifreiðum þurfa ekki að
nota bílbelti, en samkvæmt núgild-
andi lögum eru leigubílstjórar ekki
skyldir til þess.
Fjárgreiðslur úr ríkissjóði:
Afgreiðslu ft*estað til haustsins
FRUMVARP til laga um fjárgreiðslur úr ríkissjóði, sem takmark-
ar nijög heimildir til aukafjárveitinga, var ekki afgreitt á þessu
þingi. Samkomulag hefúr náðst um að forsætisráðherra og fjárveit-
inganefiidarmenn vinni að málinu í sumar og nýtt frumvarp þessa
eíhis verði lagt fram á Alþingi þegar þing kemur saman í haust.
Frumvarpið var lagt fram fyrir
jói og var það flutt af fjáiveitinga-
nefndarmönnum úr öllum flokk-
um. Á fundi neðri deildar á laugar-
dag gagmýndu nokkrir flutnings-
manna harðlega meðferð málsins
í fjárhags- og viðskiptanefd deild-
arinnar og sagði Pálmi Jónsson
(S/Nv) meðal annars, að nefndin
hefði vanrækt að sinna málinu.
Kom fram hörð gagnrýni á form-
ann nefndarinnar, Pál Pétursson
(F/Nv), en hann hafði áður lýst
sig andvígan frumvarpinu.
Fjárhags- og viðskiptanefnd
lagði til á laugardag, að frumvarp-
inu yrði vísað frá í Ijósi þess að
íjái;málg.ráðhen'a hefði lagt frani
hugmyndir sem gengju í sömu átt
og frumvarpið og forsætisráðherra
væri að láta gera lögfræðilega
úttekt á málinu. Teidin nefndin
því rétt, að áfram yrði unnið að *"
málinu. Sú afgreiðsla málsins var
samþykkt og lýsti Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra ■
því yfir, að hann hefði mikinn
áhuga á því að athuga málið í
sumar í samstarfi við fjárveitinga-
nefndarmenn, með það í huga, að
frumvarp um þetta efni yrði lagt
fram á Alþingi í haust.