Morgunblaðið - 17.05.1990, Side 17

Morgunblaðið - 17.05.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 17 Menningarmál í Reykjavíkurborg: Orðavaðall eða athaftiir? eftir Svein Andra Sveinsson MENNINGARMÁL er málaflokkur sem vinstrimenn hafa haft tilhneig- ingu til þess að einoka í umræðu um stjórnmál. Nú, þegar gengið er til kosninga í Reykjavík, er vert að huga að menningarmálum; hvað unnið hefur verið í þeim málum af hálfu meirihluta sjálfstæðismanna og hvað sé framundan. Fyrst ber þess að geta, að sjálf- stæðismenn hafa unnið samkvæmt þeirri þumalputtareglu, að 4% af heildarútgjöldum borgarinnar renni til menningarmála. Er þar um að ræða bæði fé til framkvæmda á þessu sviði, menningarstarfsemi á vegum borgarinnar og starfslauna til listamanna. Til samanburðar má geta þess að aðeins 1% af fjárlögum ríkisins rennurtil þessa málaflokks. Framkvæmdagleði í menningarmálum Meirihluti sjálfstæðismanna hef- ur staðið að ýmsum framkvæmdum á sviði menningarmála á því kjörtímabili sem senn er liðið. Hæst ber vígsla hins nýja Borgarleikhúss, sem nú þegar hefur gerbreytt leik- húslífi borgarinnar. Endurgerð Við- eyjarstofu og frágangur á svæðinu er framtak, sem verulega er þakk- arvert, er Viðey nú orðið eitt af táknum borgarinnar og einn helsti viðkomustaður gesta borgarinnar. Það helsta er hins vegar það að þarna er á ferðinni verndun og við- hald menningar- og sögulegra verð- mæta. Þess er vert að geta, að við- hald hafi verið í gangi í ein 17 ár í Viðey, áður en Reykjavík tók við; þá voru hús og umhverfi gerð upp á tveimur árum. Tengibygging við Ásmundarsafn er vel á veg komin og hafin er hönnunarvinna vegna Kjarvalssafns. Nýtt útibú Borgar- bókasafnsins við Grandaveg 47 var og nýlega tekið í notkun. Sjálfstæðismenn ætla ekki að sitja með hendur í skauti að þessu leyti á næsta kjörtímabili. Stærsta verkefni næsta kjörtímabils verður án efa bygging alhliða menningar- og listmiðstöðvar að Korpúlfsstöð- um, sem meðal annars er ætlað að hýsa hina glæsilegu listaverkagjöf Errós til Reykjavíkurborgar. (Það segir nokkra sögu, að listamaðurinn skuli frekar hafa valið þann kost að afhenda borgaryfirvöldum verk sín, en ekki ríkisvaldinu.) Ljúka þarf tengibyggingu Ásmundasafns og Kjarvalssafns. Annað brýnt mál, sem vinna þarf að, er nýtt húsnæði fyrir aðalbókasafn Borgar- bókasafnsins. Öruggt er að lausn þess máls mun ekki taka eins lang- an tíma og bygging Þjóðarbókhlöð- unnar. Öflugt menningarstarf borgarinnar Víðtæk lista- og menningarstarf- semi er á vegum borgarinnar, sem of langt mál yrði að telja upp hér. Meðal þessa má nefna endurbygg- ing gamalla húsa og viðhald í Ár- bæjarsafni. Ráðinn var fornleifa- fræðingur í starf borgarminjavarð- ar og má geta þessað hann hefur staðið að stórfelldum fornleifaupp- greftri í Viðey. Líflegt lista- og menningarstarf hefur og verið í menningarmiðstöðvum borgarinn- ar, eins og Kjai'valsstöðum og Gerðubergi. Sjálfstæðismenn munu að sjálfsögðu vinna áfram á þessari braut. Traustur stuðningur við listamenn Einn af hornsteinum í menning- armálastefnu sjálfstæðismanna í Reykjavík er að styðja dyggilega við bakið á listamönnum borgarinn- ar með fjárframlögum. Undanfarið hefur þetta verið gert með tilnefn- ingu borgarlistamanns, en þá er um það að ræða að listamaður er á launum í eitt ár. Ennfremur hafa sjálfstæðismenn tekið upp greiðslu starfslauna til þriggja ára. Nýlegt dæmi er að á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir þetta ár er heimild veitt til þess að ráða fjög- urra manna strengjasveitar í hálft starf fyrir borgina. Annað gott dæmi um það hvernig Reykjavíkur- borg hefur stutt við bakið á lista- mönnum eru fyrirhuguð kaup á húsnæði Nýlistasafnsins, til að byggja nýlistamönnum húsnæði. Einnig er rétt að geta þess, að Reykjavíkurborg veitir árlega um- talsverðu fé til listaverkakaupa; meira en ríkisvaldið sjálft. Sjálf- stæðismenn munu ekkert hvika frá þessari stefnu sinni á næsta kjörtímabili. í hverju felst munurinn? Reykjavík er miðstöð íslenskrar menningar og lista. Það er í raun spurning um stolt höfuðborgar að slík starfsemi sé með blóma. Þessu hafa sjálfstæðismenn áttað sig vel á og staðið vel að. Sjálfstæðisflokk- urinn telur að best sé unnið að menningarmálum með hvatningu og stuðningi, en ekki með forsjá. Aðeins með því að einstaklingurinn Sveinn Andri Sveinsson fái notið sín, ber listsköpunin ávöxt. Er því hafnað öllum forsjártilhneig- ingum vinstriflokkanna. Eins og framan var getið, hafa vinstrimenn haft þá tilhneigingu að einoka menningarmálin í umræð- unni um stjórnmál. Þeir geta hins vegar lítið annað gert en tala; minna hefur verið um athafnir. Niðurlæg- ingartímabil vinstrimeirihlutans á árunum 1978—82 er til vitnis um það. Töluðu vinstrimenn meðal ann- ars digurbarkalega fyrir þær kosn- ingar um að drífa þyrfti upp Borg- arleikhúsið, en ekkert gerðist allt það kjörtímabil. Annað dæmi eru yfirlýsingar þeirra um útilistaverk, en ekkert gerðist þar heldur. Allt annað hefur verið upp á ten- ingnum hjá sjálfstæðismönnum, þannig að segja má að sjálfstæðis- menn hafí einokað framkvæmdir á sviði menningarmálá. Spurningin er því sú hvort Reykvíkingar kjósi fremur athafnir eða orðavaðal í menningarmálum. Höfundur er laganemi og skipar 10. sætiá lista Sjáltstæðistlokksins vegna borgarstjórnarkosninga. Nýr glæsilegur Volvo Volvo 460 er glæsileg viðbót við framhjóladrifnu .400 línuna sem markaði tímamót hjá Volvo. Volvo 460 er bíll sem sameinar öryggi, frábæra aksturseiginleika og fágað útlit. Volvo 460 er ríkulega búinn: Öflug 106 hestafla vél með beinni innspýtingu, 5 gíra beinskipting eða 4 gíra sjálfskipting, framhjóladrif, álfelgur, vökvastýri/veltistýri, lúxusinnrétting, upphituð framsæti, rafstýrðar rúður og speglar, samlæsing á hurðum/skottloki, litað gler o.fl. Volvo á einstöku verði Verðið á Volvo 460 er einstaklega gott, eða frá 1.344.000 kr. stgr. kominn á götuna. Brimborg hf. FAXAFENI 8 • S.68 58 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.