Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
Opið bréf til Eyfirðinga
Vegna áhuga sumra þeirra fyrir álverksmiðju við Eyjaflörð
eftirStefán
Valgeirsson
3. GREIN
Það var haft eftir forsætisráð-
herra hér um daginn, að sumir í
Atlantal-hópnum viidu ekki byggja
álver hjá Straumsvík því ef yrði
mengunarslys þá þyrfti það að
liggja ljóst fyrir hvorum aðilanum
væri um að kenna. Þetta sýnir að
báðir aðilar eru þess meðvitaðir að
engin leið er að útiloka að slíkt slys
geti gerst, enda eru þau alltaf að
gerast.
Sautján læknar frá Norðurlönd-
um fóru til Póllands í byijun apríl
sl. til að kynna sér ástandið þar og
þó fyrst og fremst ástand vegna
mengunar. Þeir komu m.a. á sjúkra-
hús og á fæðingardeild þess. Þar
var þeim sagt, að um 15% af börn-
um sem fæddust þar væru vansköp-
uð. Þeim skildist að læknar þar álitu
að vansköpunin stafaði af kjarn-
orkuslysinu í Rússlandi, Chemobyl.
Norrænu læknarnir fengu upplýs-
ingar um að geislamengun hefði
ekki verið meiri en t.d. sums staðar
í Svíþjóð, en þar hafa engin van-
sköpuð börn fæðst. Álit þeirra var
að vansköpunin stafaði frá kop-
arnámum og málmbræðslum.
í síðari hiuta marsmánaðar sl.
kom eftirfarandi frétt í ríkisútvarp-
inu:
„Kanadísk stjórnvöld hafa fyrir-
skipað opinbera rannsókn á því,
hvers vegna óvenju mörg vansköp-
uð börn hafa fæðst nærri kjarn-
orkuveri í iðnaðarbænum Bentilili í
Quibeck á síðustu tveimur árum.
Bændur í sveitum nærri kjarnorku-
verinu greina einnig frá því, að
mikið hafi fæðst af vansköpuðum
skepnum á sama tíma. Kjarnorku-
verið í Bentilill hóf starfsemi 1982.
Hópur sérfræðinga mun rannsaka
hugsanlega geislun frá verinu,
mengun frá álverum og öðrum
verksmiðjum í Bentili!l.“
HAIR
SYSTZVb
Hjótlu lífsins mð
Apollo hár
Fromleiðendur í Ameríku bjóða nú
upp á sársaukalausa og lyfjalausa
lausn, sem bætir útlitið.
Evrópskir og amerískir sérfræðingar
hafa komið fram með þessa lausn,
eftir 26 ára rannsóknir, sem er
fléttuð í hárið þitt og er sem hluti
afsjólfum þér allan sólarhringinn.
Fáið sendan
Apollo - myndabækling.
Ék.
RAKARA- OG HÁRGREIÐSIUSTOFAN
GREIFIM
HRINGBRAUT 119 ® 22077
Það koma nú víða fram grun-
semdir um mjög skaðlega mengun
frá álverum og fara fram rannsókn-
ir vegna þeirra grunsemda. Iðnþjóð-
irnar leggja kapp á að byggja ál-
bræðslur utan síns heimalands og
þróunarríkin eru orðin í stórhættu
vegna þessarar þróunar og ásóknar
álbræðsluauðhringa. Fólk er varað
við að setja ílát úr áli í þvottavélar
vegna útfellingar álsins. Grunsemd-
ir eru uppi um hvort ekki sé vara-
samt að nota álflát undir matvæli.
Rannsóknir fara nú fram á því og
einnig fleiri málmum. í Svíþjóð og
fleiri Evrópulöndum eru menn orðn-
ir hræddari við aðra mengun en frá
kjarnorkuverum. Þrátt fyrir þetta
allt erum við íslendingar að sækj-
ast eftir að byggt verði hér risa-
stórt álver og sumir vilja að það
verði staðsett í blómlegasta land-
búnaðarhéraði landsins við tiltölu-
lega þröngan fjörð, umkringdan
háum fjöllum, þar sem landslag og
veðurfar er með þeim hætti, að síst
ætti að setja niður álver þar eða
aðra mengunarríka framleiðslu.
Er okkur íslendingum ekki sjálf-
rátt? eða eru kæruleysið orðið svo
yfirþyrmandi að menn ana út í hvað
sem er án þess að gera sér grein
fyrir afleiðingunum? Getur verið að
minnimáttarkenndin eða þjónkunin
við erlenda auðhringa ráði ferðinni?
Ég get a.m.k. ekki séð eða skilið
að heilbrigð skynsemi ráði í þessu
máli.
í bráðabirgðaáliti Þjóðhagsstofn-
unar kemur fram, að hagvöxturinn
verði rúmlega 5% meiri en ella fram
til áranna 1997 ef álver verði reist.
Hins vegar kemur ekki fram hvað
hagvöxturinn mundi aukast ef við
færum í fjárfrekar framkvæmdir
vegna annarrar framleiðslu. Á1 skal
það vera hvað sem það kostar og
hveijar sem afleiðingarnar verða.
Sagt er að álver mundi kosta
a.m.k. 3 'Amilljörðum. meira væri
það byggt við Eyjafjörð en á
Reykjanesi. Væri nú ekki ráð fyrir
íbúa Eyjafjarðar að sameinast um
að falla frá öllum þrýstingi á að fá
álver en í stað þess krefjast þess
að fá þessa upphæð til atvinnuupp-
byggingar við fjörðinn.
Cartier
18 karat gullhringur.
Sá eini sanni frá
Cartier
Tækifærisgjafir frá
Cartier
Uppfakarar, lyklakíppur,
bókamerki, bókahnífur,
pennaro.fi.
GARÐAR ÓLAFSSON,
úrsmiður, Lækjartorgi, sími 10081
Áhugi á álveri er vegna nauð-
synjar að auka atvinnumöguleika á
svæðinu. Það er hægt með ýmsu
móti, en til þess þarf fjármagn.
Þið ráðamenn sem sýnt hafið
skilning á þörfinni á atvinnuupp-
byggingu hér, er ekki fýsilegri kost-
ur að nýta og styrkja hugvit og
krafta kvenna og karla við Eyja-
fjörð en að halda áfram þessum
blindingsleik sem hefur ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir byggðarlagið
og þjóðina alla. Það er ekki einu
sinni sannað mál að álver sé „þjóð-
hagslega hagkvæmt" eins og það
heitir, þ.e.a.s. skapi okkur betri
efnahagsleg lífskjör en önnur upp-
bygging.
Ur því að hægt er að fá fjármagn
til að byggja álver, getum við þá
ekki sameinast um að nýta þá ijár-
magnsmöguleika til skynsamlegri
atvinnuuppbyggingar bæði hér við
Eyjafjörð og á landinu öllu?
Eða er álver orðið átrúnaðargoð
íslenskra ráðamanna?
Niðurstaða
1. Álver er ekki hagkvæmur
kostur fyrir okkur íslendinga.
2. Við höfum mjög takmarkaða
hagkvæma virkjunarkosti og verð-
um að hafa það í huga við verðlagn-
ingu orkunnar.
3. Við íslendingar eigum fyrst
og fremst að framleiða matvæli.
Mengunarfyrirtæki, eins og álver
og framleiðsla, á matvælum fara
ekki saman.
4. Við eigum ekki að fara eftir
atvinnustefnu, sem verður þess
valdandi að þjappa þjóðinjii saman
á 2-3 staði.
5. Við verðum að byggja at-
vinnulífíð upp á þann veg, að það
henti jafnt fyrir konur sem karla,
það gerum við ekki með byggingu
álbræðslu.
6. Eyjaíjörður kemur ekki til
greina að mínu mati, undir ál-
smiðju, vegna landslags, gróðurs
og veðurfars.
Stefán Valgeirsson
„Það koma nú víða
fram grunsemdir um
mjög skaðlega mengun
frá álverum og fara
fram rannsóknir vegna
þeirra grunsemda. Iðn-
þjóðirnar leggja kapp á
að byggja álbræðslur
utan síns heimalands og
þróunarríkin eru orðin
í stórhættu vegna þess-
arar þróunar og ásókn-
ar álbræðsluauð-
hringa.“
7. Norsku sérfræðingamir sem
staðarvalsnefnd fékk til að mæla
hvernig mengun myndi dreifast um
byggðir Eyjafjarðar frá álveri á
Dysnesi, komust að þeirri niður-
stöðu að það færi eftir magni þeirra
efna sem færu út í andrúmsloftið
og þeir gætu ekkert um það sagt
hver dreifingin yrði um Hörgárdal
og innan við Akureyri.
8. Tvö hundruð þúsund tonna,
hvað þá tvöfalt stærra álver, mundi
verka sem krabbamein í eyfirskum
byggðum. Vilt þú lesandi góður
bera ábyrgð á slíku? Að minnsta
kosti vil ég það ekki.
9. Ég hygg að Akureyri og ey-
firskar byggðir muni ekki lengur
hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn
ef álver rís þar og blámóða byrgir
sýn.
10. Ég hygg að landbúnaðar-
framleiðslu verði stefnt í verulega
hættu ef álbræðsla rís við fjörðinn.
11. Risastórt álver er ekki
byggðamál, hvar sem það verður
sett niður, heldur andhverfa þeirrar
byggðastefnu, sem flestir flokkar,
ef ekki allir, hafa þóst beijast fyrir.
12. Nú eru 90% líkur fyrir því
að álverið verði sett niður á Vatns-
leysuströnd og dregið verði úr öllum
framkvæmdum á byggingartíma
þess. Telja landsmenn slíka upp-
byggingu æskilega, og munu þeir
styðja þá stefnu?
13. Það er kátbroslegt að vera
að setja á stofn umhverfisráðuneyti
á sama tíma og rætt er um að
byggja 400 þúsund tonna álver við
Eyjafjörð.
Ég er tilbúinn að mæta á fundi
norðan fjalla til að rökræða við
hvern sem er um byggingu álvers
við Eyjafjörð.
Heimildir:
1. Hollustuvernd ríkisins, mengunar-
varnir. Mælingar i Straumsvík 1986.
2. Hollustuvernd ríkisins og Siglinga-
málastoftiun. Mengunarhætta vegna
förgunar kerbrota.
3. Mengun frá álveri og áhrif hennar
á umhverfið eftir Ólaf Pétursson for-
stöðumann Hollustuvernda rikisins.
4. Spredningsberegninger for et plan-
lagt Aluminiumverk nord for Akur-
eyri, Island eftir Jörgen Sclyoldager
og Frederick Gram.
5. Leiðir álver til lakari iífskjara, eft-
ir Jóhann Rúnar Björgvinsson hag-
fræðing.
6. Þjóðhagsstoftiun. Þjóðhagsleg
áhrif nýs 200 þús. tonna álvers.
7. Ahrif stóriðju á búsetu og vinnu-
markað, Byggðastofnun.
Höfúndur er alþingismaður fyrir
Snmtök um jafrirétti og
félagshyggju í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Handbendi þeirra stóru
Svar til Olafs Davíðssonar framkvæmdastj óra FII
eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur
í Morgunblaðinu 10. maí sl. send-
ir Ólafur Davíðsson svar við opnu
bréfi sem ég skrifaði bonum og
Jóni Ásbergssyni forstjóra Hag-
kaupa í Mbl. 8. maí.
Hann reynir í svari sínu að rétt-
læta misnotkun Hagkaupa á
íslenskum iðnrekendum, þ.e.a.s.
hvernig þessi vörukynning hefur
verið kynnt og auglýst. Þá hefði
hann getað minnst á og þakkað að
samtök hans ættu svo dyggan
stuðningsmann í borgarstjórn sem
rís upp þegar henni finnst á iðnað-
inn hallað.
Rætin aðdróttun
Ólafur reynir hinsvegar að læða
því inn að ég hafi andmælt misnotk-
'mms*
MA
Vinsamlegast geriö okkurþá ánægju að vera við opnunarhátíð „Hagkaups á heimavelli
fimnttudaginn 10. maí nk. í Hagkaup, Kringlunni, matvðrudeild.
Dagskráin hefst kl. 16.00 með því að Víglundur Þorsteinsson, formaður
Félags íslenskra iðnrekenda og Jón Ásbergsson, framkvxmdastjóri Hagkaups hf. flytja ávðrp.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun síðan opna „tslenska daga".
á
FÉLAQ ISLENSKRAIÐNREKENDA
HAOKADP
XJöfðar til
Xlfólksíöllum
starfsgreinum!
un Hagkaupa á iðnrekendum vegna
þess að ég er kaupmaður. Það er
ósatt, ég fylltist heilagri reiði, sem
borgarfulltrúi, þegar mér barst bréf
þeirra félaga í hendur enda var það
stílað á mig sem borgarfulltrúa.
Ég þekki ef til vill betur en marg-
ir aðrir borgarfulltrúar hvað þeir
stóru einsog Hagkaup pína fram-
leiðendur í krafti ofurveldis síns.
Hins vegar er ég stolt að vera
búin að vera kaupmaður á horninu
í bráðum tvo áratugi í Reykjavíkur-
borg. Ég er stolt af því að eiga elstu
matvöruverslun (ásamt Versluninni
Vísi) í borginni, það segir ekki litla
sögu í þessu ölduróti í matvöru-
verslun. Það sýnir að þeir stóru eni
ekki alltaf öruggastir.
Útúrsnúningar Ólafs
Ólafur leyfir sér að jafna þessu
tijtæki, „Hagkaup á heimavelli“, við
„íslenska daga“ í fyrra eða mat-
vælasýningar og fleira undir kjör-
orðinu „Veljum íslenskt". Þar er
ólíku saman að jafna enda kjörorð-
in ólík. Kjörorðið „Hagkaup á
heimavelli" minnir ekkert á íslensk-
an iðnað. Það er bara auglýsing
fyrir verslunina.
Sönnun á staðhæfíngum
mínum
Ég birti hér mynd af boðskorti
sem ég fékk máli mínu til sönnunar.
Ég vona sannarlega að íslenskur
iðnaður nái að vaxa og dafna og
hafi hagsmuni heildarinnar að leið-
arljósi. Það er ljóst af þeim viðtök-
um sem opna bréfið mitt hefur feng-
ið að forystumenn verða að vanda
sig betur í framtíðinni. Við skulum
heldur reyna að vinna saman að
eflingu íslensks iðnaðar — það er
lykilatriði.
Höfundur er borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins í Reykja vík.