Morgunblaðið - 17.05.1990, Síða 51

Morgunblaðið - 17.05.1990, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 51c VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS tík Þesslr hrlngdu .. . Góðar veitingar Kona hringdi: „Ég vil þakka fyrir góðan mat og veitingar á Hótel Islandi á föstudagskvöldið. Þama var sam- an kominn mikill fjöldi manns til að hlusta á Tom Jones. Maður bjóst hálfparinn við að illa gengi að þjóna svo mörgum til borðs og eitthvað færi úrskeiðis. En það var öðra nær. Maturinn var sér- staklega góður og þjónustan sömu leiðis. Ég vil þakka fyrir þetta skemmtilega kvöld.“ Úlfurinn enn í sauðargærunni Guðrún Magnúsdóttir hringdi: „Ég vona að íslenskir ráðamenn séu ekki svo bláeygir að leyfa Rússum að hafa hér flugaðstöðu. Það gæti leitt til mikillar ógæfu fyrir okkur. Úlfurinn er enn í sauðargæranni þar fyrir austan og óvíst hvenær skipt verður alveg um ham þrátt fyrir perestróku. Sigrún Stefánsdóttir frétta- maður hafði viðtal við konu um daginn sem hét því fram að ís- lendingar hefðu alls ekki mátt taka myndir á stríðsáranum. Ég átti myndavél öll stríðsárin og tók myndir af hveiju sem var, alger- lega óáreit. En bróðir minn sigldi til austantjaldslanda eftir stríð og var hann umsvifalaust sviptur myndavél sinni. Vonandi hefur þetta eitthvað lagast þar aust- urfrá. En við íslendingar ættum samt að halda vöku okkar.“ Þakkir Ferðanefnd Lionsklúbbs Hafii- arfjarðar hafði samband. „Hópur úr Lionsklúbb Hafnar- fjarðar og makar senda hótel- stjóra, Bessa Þorsteinssyni, og starfsfólki hótel Borgamesi sér- stakar þakkir fyrir góða þjónustu og frábæran mat dagana 11. til 13. maí sl. Bestu þakkir fyrir okkur." Kettlingar Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 685919. Regnhlíf Stór regnhlíf, gul og svört, tap- aðist fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 15317. Fundarlaun. Páfagaukur Grádröfnóttur dísarpáfagaukur með gula bringu og stóran skúf tapaðist í Laugaráshverfi. Hann heitir Albert. Vinsamlegast hring- ið í Finn Þór í síma 679228 ef páfagaukurinn hefur einhvers staðar komið fram. Fundarlaun. Gullnæla Gullnæla tapaðist í Óperuhús- inu eða við Ingólfsstræti hinn 10. maí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 32717. Fundarlaun. Kettlingar Tveir kettlingar, 10 vikna gamlir, fást gefins. Upplýsingar í síma 14773. • • KOTTUR Þessi fressköttur kom í hús við Granaskjól fyrir hálfum mánuði. Eigandi hans er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 16147. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafhnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efiii til þáttar- ins, þó að höfúndur óski nafii- leyndar. Ekki verða birt nafhlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafhgreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Athyglis- verð bók Til Velvakanda. Nýverið las ég eina af bókunum, sem komu út fyrir síðustu jól. Bók- in ber heitið „Sendiherrafrúin segir frá“. Það hefur ríkt þögn um þessa bók á opinberum vettvangi. Sama þögnin og umlukti Kristmann Guð- mundsson á sínum tíma. Ég vil íjúfa þessa þögn. Þetta er frábærlega vel skrifuð bók af höfundinum sjálfum, Hebu Jónsdóttur. Uppvaxin börn þessarar konu mega svo sannarlega vera hreykin af móður sinni. Guðrún Jácobsen Ribena sólberjasafi varla til neiít hollara Svunta af barnavagni Kæri Velvakandi. Það var einn illviðrisdag í vetur að ég varð fyrir því óhappi að svuntan fór af vagninum mínum við Engjasel 2 í Breiðholti og hefur ekki fundist síðan. Þess vegna vil ég biðja fólkið þar og víðar að hafa augun hjá sér þegar það fer að hreinsta til í görðum sínum fyr- ir sumarið. Svuntan er mosagræn af Silver cross vagni. Ég sakna svuntunnar mikið þar sem vagninn var svo fallegur. Svo vil ég biðja fólk sem les þetta að geyma símanúmerið ef ske kynni að svuntan kæmi í leitirnar. Síminn er 670272. Sigríður Lund Hermannsdótt- ir. Þú svalar lestrarþörf dagsins y ásíóum Moggans! LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 ' □ I 1 ö S * 3 m Jr æ-, m W ' m HÁÞRÝSTI-VC )KVAKERFI Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Kævu frú Hvernig væri að fá elsku eiginmanninn með sér til okkar að skoða hjónarúm? Við eigum alveg einstaklega falleg rúm núna - og stillum upp 30 mismunandi gerðum. HÉR ERU FJÖGUR FRÁ RAUCH GOÐDYM = GÓÐUR SVEFFi FAX 91-673511 SIMI 91-681199 HUsgagnaHðllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDl BILDSHOFÐI 20 112 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.