Morgunblaðið - 17.05.1990, Síða 53

Morgunblaðið - 17.05.1990, Síða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 ÍH&nR FOLX ■ FC Týról tryggði sér sigur í austurrísku 1. deildinni í knatt- spyrnu er liðið sigraði St Pölten í fyrrakvöld, 5:3. Argentínumaður- inn Mario Kempes gerði öll þijú rrfórk St. Pölten. ■ GHEORGHE Hngi, leikmaður Steua Búkarest, er á leið til Real Madrid. Þetta var haft eftir stjórn- arformanni Real. Hann á að taka við af Rafael Martin Vazquez sem er á leið til ítaliu. ■ RÚMENAR hafa ákveðið að fresta vináttuleik sínum gegn Egyptum um sólarhring vegna þingkosninga. Þetta eru fyrstu frjálsu kosningamar í Rúmeníu í fimmtíu ár og ekki talið viturlegt að hafa iandsleik í knattspyrnu sama dag. I DAVID Seaman varð í gær dýrasti markvörðurinn í ensku knattspyrnunni er Arsenal borgaði QPR 1,3 milljónir punda fyrir hann. Það er tvö hundrað þúsund pundum meira en Crystal Palace lét fyrir Nigel Martyn. ■ STEVE Coppell, fram- kvæmdastjóri Crystal Palace, hef- ur enn ekki ákveðið hvort hann láti Ian Wright bytja inná í úrslita- leiknum í bikarkeppninni gegn Manchester United í kvöld. Wright gerði tvö mörk fyrir Palace í fyrri úrslitaleiknum en Coppell segist ekki viss um að hann sé tilbú- inn í heilan leik, eftir langvarandi meiðsli. Coppell hefur hinsvegar ákveðið að bæta einum leikmanni við hópinn, Alex Dyer. M LEIKURINN verður ekki sýnd- ur í beinni útsendingu en ríkissjón- varpið mun sýna valda kafla úr leiknum eftir ellefu-fréttir í kvöld. Gheorge Hagi ■ MATS Wilancierhefur ákveðið að taka ekki þátt í opna franska meistaramótinu í tennis sem hefst í lok mánaðarins. Hann hefur þrisv- ar sinnum sigrað á mótinu en seg- ist ekki vera tilbúinn núna enda lítið keppt síðustu misseri. Wilander, sem er í 18. sæti á heimslistanum, er sá þriðji af 20 þpstu leikmönnum heims sem hætt hefur við keppni. Ivan Lendl, sem er í efsta sætinu, og Brad Gilbert, sem er í fimmta sæti, höfðu þegar hætt við. ■ ALÞJÓÐA fijálsíþróttasam- bandið bíður nú eftir niðurstöðu úr 16 lyfjaprófum sem tekin voru á meðal sovéskra íþróttamanna. Þessi próf eru hluti ?f verkefni ly- fjanefndar sambandsins sem reynir nú áð rannsaka sem flesta íþrótta- menn meðan á æfingum stendur en þá er einmitt talið að neysla ólög- legra lyfja sé mest. ■ PETER Klima gerði sigurmark Edmonton Oilers gegn Boston lan Wright Bruins í fyrsta úrslitaleiknum í NHL-deildinni í íshookí. Edmon- ton sigraði 3:2 í lengsta úrslitaleik sögunnar en þrisvar þurfti að fram- lengja. Að auki bættist við að stöðva varð leikinn í 20 mínútur vegna rafmagnsbilunar. ■ KARL-Heinz Körbel hjá Frankfúrt setti nýtt leikjamet er hann lék 569 leik sinn. Manny Kaltz hjá Hamburger átti fyrra metið, 568 leiki. Körbel, sem leikur með Frankfurt næsta keppnistíma- bil, verður án efa fyrsti leikmaður- inn til að leika yfir 600 leiki. ■ ANDERLECHT hefur áhuga á að fá Uwe Rahn frá Köln. Tyrk- neska félagið Bakikoyispor frá Istanbúl hefur einnig hug á að fá Rahn til sín og er félagið tilbúið að borga honum 25,2 millj. ísl. króna í árslaun, en það er þrisvar sinnum meira en hann hefur hjá Köln. Bakikoyispor vann sér sæti í 1. deild fyrir stuttu. Mario Kempes ■ BRUCE Grobbelar, hinn litríki markvörður Liverpool, verður líklega áfram hjá félaginu. Kenny Dalgiish hefur boðið honum fjög- urra ára samning og er reiknað með að Grobbi skrifi undir á næst- unni. ■ UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun ekki táka ákvörðun um það hvort enskum liðum verði aftur hleypt í Evrópukeppnina í knattspyrnu, fyrr en eftir heims- meistarakeppnina. Til stóð að taka ákvörðun í næstu viku en vegna tilmæla frá bresku ríkisstjórninni verður ekkert ákveðið fyrr en eftir HM. H BRÆDURNIR JeíT og Harry „Butch" Reynolds voru sigursælir á Jesse Owens mótinu sem fram fór í Ohio um helgina. Butch, sem er heimsmethafi í 400 metra hlaupi, sigraði í 200 metra hlaupi á 20,60 sekúndum og bróðir hans sigraði í 400 metra hlaupi á 45,76 sekúnd- um, sjónarmun á undan Larry Gardner og Clarence Daniel. FRJALSAR Vormót ÍRflutt útfyrir Reykjavík VORMÓT íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í kvöld og verður að því leyti óvenjulegt að það fer f ram á Varmárvelli i Mosfellsbæ þar sem ekki reyndist hægt að halda mótið í Reykjavík. Vormót ÍR hefur á fjórða áratug verið fyrsta stórmót fijálsf- þróttamanna og alltaf farið fram í Reykjavík. Er þetta í fyrsta sinn sem flytja þarf það út fyrir borg- ina. ÍR-ingar hafa þó orðið að fá flest áhöld að láni á Laugardals- velli og flytja þau með sér upp í Mosfellsbæ því Varmárvöllur er enn sem komið er vanbúinn tækjum. Vormótið er að hluta til liður í stigamótum FRÍ en keppt er í 10 hlaupagreinuin karla og kvenna, stangarstökki, kúluvarpi og lang- stökki karla, hástOökki, kringlu- kasti og spjótkasti kvenna. Aðal- grein mótsins verður Kaldalshlaup- ið, 3.000 metra hlaup sem haldið er til minningar um IR-inginn Jón Kaldal, sem á sínum tíma var einn allra fremsti hlaupari á Norðurlönd- um. Mótið hefst klukkan 18.30. Þá er vert að geta þess að Pétur Gúðmundsson, HSK, varpar kúlu í Mosfellsbæ í kvöld og verður spenn- andi að sjá hvort hann nær að ijúfa 20 metra múrinn, en hann kastaði 19,81 á dögunum sem er hans lang besta kast í upphafi keppnistíma- bils til þessa. Best á Pétur hins vegar 20,02 m. Heil máltíð á aðeins 50 krónur - fyrir fólk sem vill halda sér í betra formi Um árabil hefur FIRMALOSS verið fremst í flokki megrunar- drykkja. FIRMALOSS er hitaeininga- snauð máltíð sem inniheldur öll helstu næringarefni sem líkam- inn þarfnast: prótín, kolvetni, vítamín, steinefni og trefjar. Öll eru þessi efni nauðsynleg til að viðhalda góðri heilsu og almennri vellíðan. Fæst í apótekum og stórmörkuðum HREYSTI Lí KAIVI S RÆ KTARVORUR FIRMALOSS er því ekki ein- göngu megrandi heldur einnig hressandi, handhæg máltíð fyr- ir fólk á öllum aldri. í hverjum kassa af FIRMA- LOSS eru 20 einingar sem hver svarar til einnar máltíðar. Þú getur valið um þrjár mis- munandi bragðtegundir: súkkulaði, jarða berja og vanillu. SKEIFAN 19 • SÍMI: 681717

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.