Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 Iökuferð um Reykjavíkurborg, sem ber okkur í nýju byggð- ina upp í Vatnsendahæð, gegn um 25 þúsund manna Breiðholtshverfin og yfir Höfðabakkabrú og Gullin brú í 5 þúsund manna hverfi, sem byggst hefur upp í Grafarvogi á síðasta kjörtímabili, og síðan vestur í gamla bæinn, þar sem verið er að byggja upp fyrir nýja íbúa við Skúlagötu, úti á Granda og víðar, finnur maður að Davíð er stoltur af sinni borg og þykir vænt um hana. Hann situr undir stýri og við stöðvum bílinn á nokkrum stöðum og lítum inn, þar sem fólk er að störfum, í dagvistarstofnun hér, skóla þar, stöldrum við fram- kvæmdir við skautasvell og hús- dýragarð f Laugardal og skreppum út í Viðey, hvar sem borgarstjóran- um dettur í hug að sýna eitthvað til áréttingar því sem við erum að tala um. Kannski var það ekki svo góð hugmynd blaðamanns að taka við hann viðtal á akstri um borg- ina. Okkur miðar ekkert áfram, því þar sem stansað er gefur hann sér nægan tíma til að tala við alla og hlusta á þá. Davíð segir að horfa megi björt- um augum til framtíðarinnar í Reykjavík, því grunnurinn sé svo góður. „Við höfum gætt okkar vel fjárhagslega. Við höfum reynt að búa í haginn með landrými. Við höfum komið okkur upp vel reknum stofnunum — og skuldlausum. Því erum við albúin til nýrra átaka og höfum skilning og vilja til þess að skapa gjöful skilyrði fyrir ný fyrir- tæki og gróin. Á undanförnum árum höfum við haft nægar lóðir fyrir fyrirtækin og erum að fá nýtt svæði á svokallaðri Gylfaflöt. Höfn- in hefur búið til nýtt land í Örfiris- ey fyrir nýja starfsemi og gamla höfnin hefur öðlast nýtt líf með tilkomu fiskmarkaðarins." Með drifkrafti og sjálfstrausti Skúla „Auðvitað hljótum við að horfa á Reykjavík sem nokkuð sérstakt sveitarfélag, bæði af því að það er langstærsta byggð landsins og af því að hún er höfuðborg," segir Davíð meðan við ökum inn Miklu- brautina fram hjá Borgarleikhúsinu og Kringlunni og haft er orð á að með tilkomu hennar hafi aukist mjög viðskiptin við borgina. „Það er öfugmæli að halda það lúxus- stefnu að vilja hefja borgina upp úr meðalmennsku og flatneskju. Auðvitað mætti segja að það sé lúxus að vilja hafa myndir og lista- verk á heimili sínu. En fjarskalega væri heimilið laust við að vera að- laðandi og áhugavert, ef aðeins væri horft til allra brýnustu þarfa. Þess vegna höfum við viljað byggja nýtt leikhús, sem stendur hvergi að baki best búnu leikhúsum í heiminum í dag. Þess vegna vildum við endurreisa Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju með sama hugafari og sá bjó yfir sem reisti þessar byggingar í upphafi. Auðvitað vár Skúli Magnússon enginn ládeyðu- maður. En hann bjó yfir þeim drif- krafti sem dugði til þess að gera bæinn að kaupstað og fyllá bæj- arbúa sjálfstrausti. Með sama hug- arfari látum við Hitaveituna, skuld- laust fyrirtæki, setja þennan lang- þráða punkt yfir i-ið á- Öskju- hlíðina. Og göngum nú í að éhdúF-- reisa Korpúlfsstaði í anda tveggja stórvelda, athafnamannsins Thors Jensens og listamannsins Errós. Og við látum okkur ekki nægja að tala um Tjörnina, eins og gert hef- ur verið í áraraðir. Við lögum um- gerð hennar og byggjum fallegt ráðhús í því horni hennar, sem áður var lakast sett. Það hús hefur vakið gífurlega athygli fyrir fegurð víða um lönd, eins og sést á umfjöll- un um þessa byggingu í mörgum fagtímaritum.“ 21 ný dagvistarstofhun í tíð Davíðs „Þótt þessi verk séu áberandi, þá vinnur borgin jafnt og þétt að fjölmörgum öðrum,“ segir Davíð sem við sveigjum upp í Breiðholtið, stæði ekkert hús í Kringlunni nema Hús verslunarinnar. Það væru eng- in hús að rísa við Skúlagötuna. Þá væri engin enduruppbygging hafín í Gamla bænum, þar sem ekkert skipulag var til. Þá væri ekkert bílastæðahús risið. Þá hefði enginn ' gervigrasvöllur verið lagður. Ekk- ert ráðhús risið. Engin Perla væri á Öskjuhlíðinni. Og Borgarleikhúsi hefði seinkað um nokkur ár. Ég er ekki viss um að borgarbúar taki undir með sumum fulltrúum vinstri flokkanna að við séum of tregir til að fallast á þeirra sjónarmið. Sem betur fer hafa forráðamenn Reykjavíkur alltaf reynt að búa í haginn og varið fjármunum til þess sem ekki nýttist endilega í þeirra stjórnartíð, sbr. kaupin á iöndum eins og Korpúlfsstöðum og jörðum til að tryggja jarðhita. Við höfum reynt að halda þessu merki uppi og munum gera það,“ bætir Davíð við. Ekkert humm, humm og jæja Við erum komin út í Viðey, þar sem Reykvíkingum hefur opnast gríðarstórt land, tengt með tíðum og fram hjá Seljaskóla, fjölmenn- asta skóla landsins með 1.400 nem- endum. „Miðað við hvernig sumir tala gæti verið erfitt að átta sig á því að í minni borgarstjóratíð hefur verið opnuð 21 dagvistarstofnun í borginni, en þær eru nú alls yfir 70 talsins.“ Þetta verður til þess að við vind- um okkur inn í Jöklaborg, efst í Breiðholtshverfi, þar sem er dag- vistardeild og tvær leikskóladeildir, sem hafa lengt viðverutíma barn- anna upp í fimm og hálfan tíma, en í 10 leikskólum hefur verið hægt að lengja tímann upp í 5-6 tíma. Þótt erfitt sé að slíta sig þaðan, því að krakkarnir þurfa að spjalla við borgarstjórann og sýna .honum hvað þau geta höfum við ekki ekið langt, þegar aftur er stansað við dagvistarheimilið Ösp, þar sem var orðið svo rúmt að unnt var að búa í haginn og taka inn 6 mikið fötluð börn með 16 heilbrigðum, og gengur ljómandi vel, að því er forstöðukonan, Jónína Konráðsdóttir, segir okkur. Og þótt þetta sé eina heimilið sem sérstak- lega er uppbyggt sem slíkt, hafi aldrei verið gert eins mikið í að taka fötluð böm inn í leikskólana. „Og svo ég nefni hinn endann á tilverunni, þá hefur að undanförnu orðið gjörbylting í húsnæðismálum aldraðra. Nú getum við einbeitt okkur enn betur að þeim þætti sem ríkið á að sinna en vanrækir, hjúkr- unarheimilum fyrir aldraða," segir Davíð þegar við ökum af stað aftur frá börnunum. Reykjavík byggir upp fagran þjóðgarð Við erum stödd á Höfðabakka- brúnni og minnumst þess, um leið og horft er inn og niður eftir Elliða- árdalnum, hve andstaðan var heift- úðleg við hana á sínum tíma. Og Davíð segir: „Fimm flokka félags- hyggjustjórn ræðir í heilt ár í síbylju um umhverfsráðuneyti og endar á að kaupa einn jeppabíl undir ráðherrann. Á sama tíma eru ekki miklar umræður um þann málaflokk í borgarstjórn, en verkin látin tala. Markvissar framkvæmd- ir í holræsamálum og hreinsun strandlengjunnar. Gjörbylting gerð í sorphirðumálum, gróðursettar 1.200.000 plöntur á 4 árum. Og nú síðast keyptur sérstakur vagn fyrir hátt í 20 milljónir til að mæla mengun og gera urphverfisrann- sóknir í borginni með fullkomnari hætti en nokkru sinni hefur verið gert áður á landinu. Nátengd umhverfismálunum eru útivistar- málin. Hér hafa möguleikar til úti- vistar vaxið verulega vegna rækt- unar- og stígagerðar í sjálfri borg- inni. Bláfjallasvæðið hefur verið byggt markvisst upp í samvinnu við önnur sveitarfélög. Og í ná- grenni borgarinnar við Þingvalla- vatn er hafin mikil landræktun og landvernd á jörðum borgarinnar, Nesjavöllum, Úlfljótsvatni og Ölf- usvatni. Ég sé fyrir mér að borgin muni smám saman eignast öll lönd- in á þessu svæði og þar megi byggja upp einn fegursta þjóðgarð sem völ er á. Við höfum þegar hafið þarna á sumrin ræktunar- starf, sem ungir Reykvíkingar sjá um. Það er mikilvægt að ala flesta upp við 'ræktunarstörf, 'ræktúfiaFfóIk'géhgur sjálfkrafa um landið sitt.“ Þetta leiðir talið að hinum mi hitaveituframkvæmdum á Nesja- völlum og Davíð segir: „Fyrir fjór- um árum vorum við skömmuð fyrir að ráðast í þessa stórframkvæmd, hitaveitu sem kostar um 6 milljarða króna. Talað um óráðsíu, sem væri hreint óþörf og byggðist á röngum orkuspám þáverandi hitaveitu- stjóra. Hefðum við látið undan úr- tölumönnunum þá er ljóst að hita- veitan væri nú komin í þrot og gæti ekki tengt fleiri hús inn á net sitt. Ef við hefðum fallist á sjónar- mið minnihlutans í þeim efnum væru Reykvíkingar komnir í vand- ræði með nægilegan hita í hús sín. Og þótt jafn alvarlegt ástand hefði ekki skapast í öðrum málaflokkum væri fróðlegt að sjá hvernig farið hefði.“ Ja, hvernig hefði farið? er spurt um leið og við ökum inn í Grafar- vogshverfið, þar sem fyrsta hús var byggt fyrir 5 árum og nú er risin 5.000 manna byggð með þjónustu- stofnunum, annar skólinn að rísa. „Svo dæmi sé nefnt, þá væri Bæjar- útgerðin enn starfandi og blóð- mjólkaði bæjarbúa um 200 milljón- ir króna á ári, en þess í stað renn- ur mörg hundruð milljóna söluand- virði í borgarsjóð. Þá hefði ekkert hús verið byggt í Grafarvogi. Þá LÖGUM HEIMILIS- LÍFIÐ AÐ ÞESSU Litið inn hjá borgarstjórafrúnni Ástríði Thorarensen Ástríður fær sér kvöldkaffi með Davíð í litlu vinnuherbergi, sem hann hefur í kjallaranum í húsi þeirra. „Mér þykir vænt um þessa götu,“ varð Davíð Oddssyni borgarstjóra að orði þegar ekið var um Lynghagann. „Hér bý ég með konu minni og syni og með köttinn og hundinn." Þenn- an dag, sem blaðamaður ók með honum um borgina, var enginn heima nema kötturinn og hund- urinn, því að Ástríður Thorar- ensen kona hans var í vinnu all- an daginn. Hún starfar sem hjúkrunarfi-æðingur í hálfu starfi á taugadeildinni á Lands- pítalanum. Kvaðst hafa ráðið sig þannig að hún ynni ekki um helgar og á kvöldin, þvi þá þyrfti hún að vera til taks í hitt starfið, að mæta með bónda sínum við aðskiljanlegar athafn- ir. „Jú, það er undantekning ef ekki er eitthvað slíkt sem sinna þarf um helgar, en þótt Davíð sé flest kvöld í einhveijum skyldustörfum þá þarf ég ekki alltaf að mæta með honum. Og við lögurn bara heimilislífið að þessu,“ segir Ástriður. Borgar- sljórafrúin segist ekki hafa hug- mynd um hve mikinn tíma þetta taki eða hve oft á ári hún hafi opinberum skyldum að sinna. Þetta gangi prýðilega eins og þau hafi komið sér fyrir. En blaðamanni fyndist fróðlegt að fá að telja við tækifæri saman vinnuframlag einnar borgar- stjórafrúar í dagbókinni sem hún skrifar og hefur skrifað undanfarin 20 ár. r Astríður var í vorverkun- um í garðinum þegar við litum inn til hennar daginn eftir og segir það sitt yndi. Hún byij aði í bam æsku að róta í mold í skólagörðunum og réð síg öll sum- ur í garðyrkjustörf meðan hún var í skóla. Ástríður segir mór að síðan þau Davíð giftu sig, þegar hún var 18 ára gömul og enn í mennta- skóla á árinu 1970, þá hafi hann verið á kafi í vinnu. Strax á há- skólaárunum vann hann svo mikið með námi. „Alla okkar hjúskap- artíð hefur hann alltaf haft svona mikið að gera, svo það munaði kannski ekki svo miklu þegar hann varð borgarstjóri," segir hún. Davíð var kominn í borgarstjórn þegar hún fór í hjúkrunarnámið 1979. Þá hafði hún verið læknarit- ari í 6 ár í hálfu starfi og sinnti heimiiinu á móti meðan Þorsteinn sonur. þeirra var lítill. Eftir að Davíð varð borgarstjóri 1982 voru gerðar meiri kröfur til hennar, en þá var eitt ár eftir af náminu. „Þennan vetur hafði ég óskaplega mikið að gera, hélt þá stundum að þetta mundi ekki nást,“ segir hún. „Nú gengur þetta vel upp. Ég hefi alltaf gætt þess að kunna mér hóf, veit að ég vinn ekki vel undir pressu. Öfugt við Davíð. Mér þyk- ir óskaplega vænt um mitt starf. En vínnan á taugadeildinni er mjög krefjandi. Hvort ég taki með mér vinnuna heim? Já, stundum get ég ekki annað þótt maður eigi að skilja starfið eftir á spítalanum. Sumt sem maður upplifir þar er þannig að ekki er hægt að loka á það. Sá sem gæti það væri alveg tilfinningalaus. Stundum þegar ég er á ferð í útlöndum, þá hugsa ég allt í einu: „Hvernig ætli henni gömlu minni líði nú?“ Það kemur í ljós í tali okkar að utanlandsferðirnar eru þó ekki margar. Þau hjónin hafa aðeins . þrisvar sinnum farið í frí til út- landa á þessum átta árum sem Davíð hefur verið borgarstjóri. Og þar með eru upptalin sumarleyfin sem þau hafa tekið. Það er fyrir utan nokkurra daga vinnuferðir á ráðstefnur og opinberar heimsókn- ir til annarra Ianda. En hvað gera þau þá þegar þau hafa stund heima? „Við löbbum út með hund- inn, oft uppi í sveit í nágrenni borgarinnar. Og við lítum inn til ljölskyldu og vina. Svo finnst okk- ur gaman að spila brids,“ segir hún. „Já, ég kann vel við mig í .þessari stöðu. Tek því sem að höndum ber og reyni að gera mitt besta,“ segir Ástríður og brosir sínu hlýja brosi, sem sjúklingarnir á taugadeild þekkja svo vel. Viðtal: Elín Pálmadóttir Ástríður og Davíð hitta Jóhannes Pál páfa við opinbera athöfii við Landakotskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.