Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 17

Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAI 1990 C 17 Eftir undanhaldið: Ieifar ökutækja skammt frá Dunkirk. Þjóðverjar komnir að Ermarsundi: króuðu Breta af. Þeir komust undan: 338.266 mönnum var bjargað frá Dunkirk. gerði og komst ekki lengra.“ Meðan þessu fór fram var fleiri handsprengjum kastað á fangahóp- inn í hlöðunni. Ein sprengjan sprakk þegar tveir undirforingjar stukku á hana. Síðan voru 10 fangar leiddir út og skotnir. Að lokum var kúlum látið rigna yfir fangana í hlöðunni. Þegar þýzku hermennirnir voru farnir voru að minnsta kosti sex fangar enn með lífsmarki, þar sem þeir lágu undir fangahópnum. Richard Parry stórskotaliði fékk skot í annan fótinn og þóttist hafa fallið. Þegar hann opnaði augun sá hann Þjóðvetja stara á sig. Hermað- urinn lyfti riffli sínum og skaut á hann tveimur kúlum í munninn. Hann _ missti meðvitund. Innst í hlöðunni lá Reg West þögull undir líkunúm ásamt fimm félögum sínum. West tókst að flýja og hann gekk í andspyrnuhreyfinguna, en var síðan tekinn til fanga. Alf Tombs, sem einnig hélt lífi, lá undir tveimur líkum. Vinur hans hafði misst annan fótinn í spreng- ingunni og hrópaði hástöfum, en þagnaði svo. Tombs og fjórir aðrir fangar lágu innan um líkin í fjóra daga, en stauluðust síðan yfir akr- ana og leituðu að hjálp. „Skjóttu mig ekki!“ Allt í einu heyrði einn þeirra, Jimmy Dutton, einhvern segja glað- lega: „Stríði þínu er lokið.“ Síðan var hann tekinn til fanga. „Skjóttu mig ekki,“ hrópaði Dutton, sem hafði misst bróður sinn, „móðir mín á aðeins einn son núna.“ Hann bjóst við að fá kúlu í sig, en honum var gefinn kexpakki. Þýzkur hermaður fann Evans og sagði: „Guð minn góður, þú hefur þjáðst." Taka varð af honum annan handlegginn. Ári síðar skipaði þýzkur héraðs- stjóri landbúnaðarverkamanni á þessum slóðum, Georges Gautier, að grafa lík 36 fórnarlambanna á nýjum stað. Líkin voru flutt á vöru- bílum til aðaltorgsins í þorpinu Es- quelbecq og Gautier varð að grafa þau með berum höndum í herkirkju- garðinum. Almennt hefur verið tal- ið að hin líkin hvíli í fjöldagröf hjá hlöðunni. Fæstir fanganna báru kenniplötur og því hefur aldrei ver- ið vitað með vissu hve margir biðu bana. Hermálaráðuneytið í London fékk fyrstu fréttir sínar af morðun- um í október 1943 þegar skipzt var á særðum föngum og Evans sneri aftur til Englands. Á þeim tima tók brezka stjórnin dræmt í allar hug- myndir um rannsóknir á stríðsglæp- um. Heryfirvöld sýndu málinu eng- an áhuga fyrr en grein um reynslu Evans birtist í blaðinu Sunday Pict- oríal. Fátt gerðist þar til rannsókn var hafin á morðunum í ársbyijun 1946 undir stjórn Alexanders Scotlands undirofursta. Ári síðar hafði nefnd hans tekizt með hjálp Senf að bera kennsl á nokkra SS-menn, sem höfðu farið með stríðsfangana inn í hlöðuna, en þeir neituðu því allir að þeir væru sekir og skelltu skuld- inni á liðsforingja, sem höfðu fallið í stríðinu. Scotland hætti rannsókn- inni 1947, því að Wilhelm Mohnke, sem staðhæft var að gefið hefði skipunina, fannst hvergi. Fangi Rússa Eftir uppgjöf Frakka 1940 barð- ist Mohnke á Balkanskaga, þar sem hann særðist á fæti. Síðan barðist hann á rússnesku vígstöðvunum og árið 1944 var hann yfirmaður Leib- standarte Adolf Hitler í Normandí. Árið 1945 var hann sendur til Berlínar til að taka við stjórn varn- arliðsins í neðanjarðarbyrgi For- ingjans. Þá hafði hann verið skipað- ur hershöfðingi og sæmdur riddara- krossinum. Eftir sjálfsmorð Hitlers féll það í hans hlut að eyða neðan- jarðarbyrginu, 2. maí 1945. Nokkr- um vikum síðar tóku Rússar hann til fanga. Skömmu síðar kröfðust Kanada- menn þess að fá að tala við Mohnke um stnðsglæpi, sem þeir voru að rannsaka. Þeir höfðu sannanir fyrir því að hann hefði fyrirskipað líflát 12 óvopnaðra, kanadískra stríðsfanga nálægt Calvados í Nor- mandí 11. júní 1944 og dæmt 49 aðra til dauða. Rússar höfnuðu kröfu Kanadamanna vegna þess að þeir töldu að Mohnke gæti látið þeim í té mikilvægar upplýsingar. Auk morðanna í Normandí var Mohnke sakaður um að hafa verið viðriðinn morð á 600 belgískum borgurum og 72 bandarískum stríðsföngum í Belgíu í desember 1944. Schmidt, vitnið sem nú hefur gefið sig fram, segir í yfirlýsingu sinni frá komu þriggja kanadískra stríðsfanga til bækistöðva herdeild- ar hans á akri í Normandí í júní 1944. Mohnke og túlkur hans yfir- heyrðu mennina í 15-20 mínútur og síðan sá Schmidt fangana leidda burtu. Schmidt skýrði fyrst frá þessum aftökum í yfirheyrslum 1945 þegar hann var stríðsfangi í Bretlandi. Því er haldið fram að mennirnir hafi verið skotnir til bana í sprengjugíg og að Mohnke hafi fylgzt með aftökunum. Schmidt lýsti yfirmanni sínum þannig að allir hefðu óttazt hann. Hann var „illilegur . . . og um leið og ein- hver heyrði að hann væri nálægur forðuðu allir sér í burtu.“ Árið 1947 færði stríðsglæpa- nefnd SÞ nafn Mohnkes á skrá um menn, sem lýst var eftir fyrir „ýmsa stríðsglæpi". Rússar höfðu hann í haldi í Lubjanka-fangelsi í Moskvu til 1955. Bandarískir, brezkir og þýzkir leyniþjónustumenn yfir- heyrðu hann þegar hann kom aftur til Þýzkaiands, en aðeins um dvölina í Sovétríkjunum. Ian Sayer, annar tveggja höfunda bókarinnar Síðasti hershöfðingi Hitlers, sem kom út í fyrra, kveðst þess fullviss að komizt hafi verið að samkomulagi við hann. „Komið hafði verið fram við hann eins og sérstakan fanga,“ sagði Sayer í samtali við brezka blaðið Observer nýlega, „því að hann hafði sagt Hitler að öllu væri lokið rétt áður en hann svipti sig lífi. Mig grunar að hann hafi verið fenginn til að veita upplýsingar um reynslu sína í Rússlandi gegn loforði um að hann yrði látinn í friði.“ „Skortur á sönnunum“ Mohnke settist að í Hamborg og fékk opinberan styrk til að snúa sér að kaupsýslustörfum. Hann varð kunnur félagi í samtökum fyrrver- andi hermanna Waffen-SS og það kom honum í koll 1973 þegar sak- sóknarinn í Lúbeck tók sér fyrir hendur að rannsaka hvort hann hefði framið stríðsglæpi. Enginn þeirra Breta, sem höfðu komizt lífs af eftir fangamorðin, og enginn kanadískur sjónarvottur voru yfir- heyrðir, en þó komst saksóknarinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að dæma hann vegna skorts á sönnunum. Ekki var heldur talið unnt að dæma hann fyrir meinta stríðsglæpi í Belgíu 1944 vegna skorts á sönnunum. Nýjar upplýsingar komu ekki fram í málinu fyrr en þingmaður úr brezká Verkamannaflokknum, Jeff Rooker, vakti athygli á því í ræðu í Neðri málstofunni fyrir tveimur árum að fundizt hefðu ný leyniskjöl, sem bentu til þess að Mohnke væri sekur. Ekki virtist lengur hægt að bera því við að sann- anir gegn honum skorti. Síðan' hafa þýzkir saksóknarar unnið að rann- sókn Mohnke-málsins að beiðni þeirra sex Breta, sem lifðu af morð- in í Wormhoudt. Schmidt var 18 ára þegar hann kveðst hafa orðið vitni að því að Mohnke fyrirskipaði aftökurnar. Hann býr nú í þorpi skammt frá Wiesbaden í Vestur-Þýzkalandi. Kvikmyndagerðarmenn frá CBC- sjónvarpinu í Kanada höfðu upp á Schmidt fyrr á þessu ári, þegar þeir voru að rannsaka ásakanirnar um að Mohnke hefði staðið fyrir morðum á kanadískum hermönn- um. Bent er á að úr því að kanadísk- um kvikmyndatökumönnum hafi tekizt að finna Schmidt hafi þýzk- um yfii-völdum átt að vera það í lófa lagið. Kvikmyndin var nýlega sýnd í Neðri málstofunni að tillögu Jeffs Rooker. Þar með vildi hann sýna þýzkum yfirvöldum fram á að fyrir lægju nægar sannanir gegn Mohnke, ef engar gagnsannanir kæmu fram. „Þetta er liður í áfram- haldandi tilraunum til þess að fá þýzk yfirvöld til að taka málið alvar- lega,“ sagði hann. „Mikilvægt er að Schmidt hefur fengizt til að bera vitn og það ber vott um mikið hug- rekki, því að ég þekki þijótana, sem vemda Mohnke." „Eg var aðeins hermaður“ Mohnke hefur fengið að búa óáreittur í Stemwarde. Hann er einn örfárra núlifandi manna, sem höfðu náin persónuleg kynni af öllum æðstu mönnum nazista - Hitler, Himmler, Bonnann og Goebbels - en hefur lítið viljað gera úr því. „Ég var aðeins hermaður, sem barðist fyrir föðurlandið," sagði Mohnke þegar hann var spurður um fjöldamorðin fyrir tveimur árum. „í stríði eru mannslíf einskis virði,“ sagði hann, neitaði því að hafa borið nokkra ábyrgð á þeim og kallaði ásakanirnar gegn sér „eintómt rugl“. í öðru samtali kvaðst hann hafa verið hreinsaður af ásökunum um stríðsglæpi 1973. „Ég hef engu reynt að leyna, ólíkt Waldheim,“ sagði hann. Bert Evans, brezki fanginn sem lifði af morðin í Wormhoudt, hefur alltaf furðað sig á takmörkuðum áhuga brezkra yfirvalda á málinu. Hann sagði fyrir tveimur árum gð hann hefði litla trú á því að Bretar mundu ákæra Mohnke eða að Þjóð- veijar mundu leiða hann fyrir rétt. Brezk yfirvöld hafa átt erfitt með að svara því hvers vegna Mohnke hafi ekki verið dæmdur fyrir ein- hver mestu morð á brezkum her- mönnum sem um getur í stríðinu, en brezkir dómstólar hafa ekki lög- sögu í málinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.