Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 27

Morgunblaðið - 20.05.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 C 27 POPPJÚNÍ JÚNÍ verður mikill poppmánuður, því hér á landi munu þá troða upp tónlistarmenn frá ýmsum heimsálfum á vegum Listahátíðar, Rokkskógs- ins. Listahátíð flytur inn tónlistarmenn frá Malí, Bandaríkjunum og Frakklandi, en Rokk- skógsmenn láta sér nægja íslenska tónlistarmenn. * Avegum Listahátíðar í sumar verða tónleikar Salifs Keita í Hótel íslandi 11. júní, Les Negresses Vertes leika á sama stað 13. júní og vonir standa til að Bob Dylan haldi tónleika í Laugardalshöll, „Listahát- íðarauka", 25., 26. eða 27. júní. Upphitun fyrir Blökku- konurnar grænu annast astraljasssveitin Júpíters, en ekki verður upphitun fyr- ir Saiif og Bob. 16. júní verða í Laugar- dalshöllinni tónleikar sem Ljósmynd/Bjorg Sveinsdóttir Sykurmolarnir Rokk- skógurinn kemur. Bob Dylan Listahátíðarauki í lok júní? hafa yfirskriftina Rokk- skógurinn er á leiðinni. Þá munu koma fram Sykur- molarnir, Bubbi Morthens, Sálin hans Jóns míns, Síðan skein sól, Risaeðlan, Megas, Todmobile og Bootlegs. Agóða tónleikanna, ef hann verður einhver, verður varið í að kosta gróðursetningu tijáa í svonefndum Rokk- skógi. Salif Keita Listahátíðartónleikar 11. júní. * MPÖNKIÐ fól í sér harða ádeilu á tónlistariðnaðinn og það fals og pijál sem honum fylgdi. Það þótti því nokkur tíðindi þegar ein helsta pönk- sveit Bretlands Buzzcoks tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og fóru í tónleikaferð í Bandaríkjunum seint á síðastá ári til að hala inn á fornri frægð. Nú er verið að vinna að því að koma saman helstu pönksveit sögunnar, Sex Pistols. Helsti ljóður þar á er að Sid Vicious er löngu fallinn í valinn og Johnny Rotten heitir í John Lydon og vill hvorki heyra það né sjá að endurreisa sveitina. Fjárplógsmenn gefast þó ekki upp og herma fregnir að söngvara þungarokksveit- arinnar Guns ’n' Roses, W Axl Rose, hafí verið boðið stórfé (um 15.000.000 ísl. kr.), ef væri hann tilleiðan- legur til að taka þátt í ferð með Sex Pistols um Banda- ríkin, en ekki fer sögnum að svari kappans. MSUMARIÐ er jafnan helsti tónleikatími ársins og þeir sem hug hafa á að sjá stórstjörnur gerðu vel í að bregða sér til Bretlands. Þar verða á ferð Prince (19., 20., 22., 23., 25., 26., og27. júní og 3., 4., 9., 10. og 11. júlí í Wembley Arena í Lund- únum), Rolling Stones (4., 6., 7., 13. og 14. júlí á Wem- bley-leikvanginum, en fregnir herma að einn dagur til viðbótar hafi verið bókað- ur), og Madonna (20. og 21. júlí á Wembley). Minni stjörnur verða líka á ferð- inni, t.a.m. Phil Collins, De La Soul, Gloria Estefan, Debby Harry, Neville- bræður, New Kids on the Block, Bobby Brown, John Lee Hooker, Gary Moore, Dio, The Notting Hillbil- lys, Sinéad O’Connor, Ro- bert Plant, Heart, Ten Years Afíer (man einhver eftir þeim?), Tina Turner (þrátt fyrir fyrri yfirlýsing- ar), Suzanne Vega og GWAR (tvímælalaust óvenjulegasta tónleikasveit heims). Því má svo bæta við að poppgoðinn David Bowie verður á ferð í Englandi í byijun ágúst og flytur þá safn sinna bestu laga. MEKKI má svo gleyma Knebworth-hátíðinni 30. júní, en þá gefst kostur á að berja augum Paul McCartney, Pink Floyd, Phil Collins, Status Quo, Tears for Fears, CIiff Ric- hard og The Shadows, Eric Clapton, Mark Knop- fler og Elton John, eitt og sama kvöldið. DÆGURTONLIST Er naubsynlegt ab þjást f Heim úr helvíti ÞAÐ hefiir lengi verið viðtekin skoðun að popplista- menn skapi merkustu verkin þegar þeir þjást hvað mest. Helst eiga þeir að vera komnir að fótum frarn af dópfíkn og á barmi geðveiki. Margir tónlistar- menn heillast sjálfir af þeirri ímynd, en átta sig ekki á fyrr en um seinan að það eru allir betri tónlistarmenn algáðir. Einn þeirra sem hefur próf- að að fara til helyítis fíkniefnaánauðar, en auðnast að snúa aftur er Astralinn Nick Cave. Nick Cave vakti fyrst athygli með sveit sinni Birthday Party 1976/77, sem átti eftir að hafa áhrif á síðpönksveitir um heim ailan. Tónlistin var ný- bylgju- pönk, en mesta at- hygli vakti framlag söngvar- ans, Nicks Caves, í textum og tónlist. Sveitin flutti sig um set, frá Ástralíu til Bretlands um 1980 og náði þar allmikilli neðanjarðar- hylli. Nick Cave hefur eftir Árna Matthíasson margoft lýst því að hann trúi ekki á lýðræðisskipu- lag í hljómsveitum og með tímanum varð Birthday Party of þröngur stakkur og hann hélt því til Þýska- lands með Mick Harvey, sem fylgt hefur honum síðan. Þar settist Cave að, ánetjaðist heróíni og stofn- aði sveitina The Bad Seeds um 1982—83. Undir nafni The Bad Seeds hafa komið fjórar breiðskífur og fyrir stuttu kom sú fimmta, The Good Son. Nick Cave kom hingað til lr.nds með Bad Seeds 1986, þá illa haldinn .af heróínfíkn og heldur óhrjá- legur útlits. Síðan hefur hann farið í meðferð og The Good Son er fyrsta platan eftir hreinsunina, aukinheldur að Penguin gefur út með honum skáld- sögu innan skamms og hann hefur unnið að kvik- myndum með Wim Wend- ers og John Hillcoat. Þær plötur sem hafa komið frá Cave og félögum hafa oft minnt á prósalest- ur með undirleik, en með tímanum hefur Cave farið að skipta sér meira af tón- listinni sjálfri og á The Good Son finnur hann jafn- vægi milli tónlistar og texta, sem gerir plötuna allmikið aðgengilegri en oftast áður. Hann er þó enn að rekja úr tilfinninga- flækjum, sem margar ná allt aftur til bernskunnar og gera plötuna óþægilega nærgöngula á köflum. Cave segir í nýlegu viðtali að í tónlist sinni og textum sé hann að reyna að tjá trega sinn og eftirsjá að því sem hann hafi glatað í Nick Cave Tregiog eftirsjá. sp; gegnum tíðina; það sem kallist saudude í Brasilíu. The Good Son er skref í þá átt; þegar tónlistin er komin í bakgrunninn skipti röddin og textarnir öllu. Ekki fer á milli mála að það að vera laus úr ánauð- inni styrkir Cave mjög í leitinni að fullkominni tján- ingu á saudade og þó vissu- lega sé áhrifamikið að hlusta á tónlist’sem er sam- fellt neyðaróp, er hitt þó miklu betra að hlusta á ein- hvern sem hefur fulla stjórn á því sem hann er að gera. Tilfinningaleg útrás ÞEIR eru margir sem fást við lagasmíðar heima í stofu, án þess að vera starfandi tónlistarmenn, og fæst þeirra laga koma fyrir hlustir almennings. Lög- in safna í'yki í skúfTum eða kistum, þar til ekki verð- ur hjá því komist að reyna að koma þeim út eða kasta þeim. Morgunblaðið/Sverrir Einkamái Selma Hrönn Maríudóttir. að kostar mikið fé að gefa út plötu á eigin spýtur, en það eru þó alltaf til hugsjónamenn og -konur sem liggur það mikið á hjarta að þau veðsetja allt og senda frá sér plötu. Fyr- ir stuttu kom út breiðskífa með slíkri hugsjónakonu, Selmu Hrönn Maríudóttur, platan Einkamál. Selma segist hafa mátt til að gefa út plötu, enda hafi lagasafnið verið orðið mikið að vöxtum. Hún sagð- ist hafa fengið til liðs við sig færustu listamenn sem kostur var á sér til aðstoðar til að flytja lögin, enda seg- ist hún „afleitur hljóðfæra- leikari og ekkert sérstakur söngvari. Ég vildi gera þetta vel, fyrst ég var að fara út í þetta.“ Selma segist gera sér grein fyrir því að hún sé að taka mikla áhættu og þá sérstaklega þar sem hún er ekki starfandi tónlistarmað- ur, en það slái hana ekki út af laginu ef dæmið gangi ekki upp, „ég er rétt að byija“. Lögin eru upphaflega gamaldags rokklög, enda er það sú tónlist sem hún hefur helst dálæti á, en á plötunni eru útsetningar fjölbreyttar, „allt frá hreinu rokki í nútíma popp. Lögin verða til eftir því hvaða skapi ég er í þá og þá stundina; þau eru eins- konar tilfinningaleg útrás.“ — Þú segist vera afleitur hljóðfæraleikari og ekki góður söngvari; ertu góður lagasmiður? „Samanborið við það sem ég heyri í kringum mig þá er ég ánægð með þessi lög mín. Ég hef fengið ágætar viðtökur og held því ótrauð áfram.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.