Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 1

Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 1
80 SIÐUR B/C 119. tbl. 78. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Davíð Oddsson borgarstjóri um niðurstöður kosninganna: Ibúar Reykjavíkur meta verk sjálfstæðismanna í borginni Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu og í flestum kaupstöðum - Alþýðu- flokkurinn vann meirihluta í Hafharfirði - Framsóknarflokkur jók fylgi sitt norðan- og austanlands Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna Morgunblaðið/Bj arni Hinn nýi borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna. í aftari röð eru frá vinstri varaborgarfulltrúarnir Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur F. Magnússon, Mar- grét Theodórsdóttir, Hulda Valtýsdóttir, Hilmar Guðlaugsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Haraldur Biöndal, Katrín Gunnarsdótt- ir og Ingólfur Sveinsson. I fremri röð frá vinstri eru borgarfulltrúarnir Sveinn Andri Sveinsson, Páll Gíslason, Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Katrín Fjeldsteð, Davíð Oddsson, Magnús L. Sveinsson, Anna K. Jónsdóttir, Júlíus Hafstein og Guðrún Zoéga. „ÞETTA eru auðvitað mjög góð úrslit fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Við hljótum að mega túlka þau svo, að Reykvíkingar sýni Sjálfstæðisflokknum mikið traust og trúnað og meti þau verk sem flokkurinn hefúr unnið að á undanförnum árum,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri eftir kosn- ingasigur Sjálfstæðisflokksins í bæjar- og sveitarstjórnakosning- unum á laugardaginn. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 60,4% fylgi í höf- uðborginni og bætti við sig einum borgarfúlltrúa. Annars staðar á höfúðborgarsvæðinu styrkti Sjálf- stæðisflokkurinn stöðu sína einn- ig, sem og í flestum kaupstöðum landsins. Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta í Vest- mannaeyjum, en tapaði meiri- hluta í Hveragerði og Grundar- firði. Alþýðuflokkurinn vann hreinan meirihluta i Hafnarfirði, en tapaði meirihluta sínum í Keflavík. Þar sem vinstri flokk- al-nir stóðu að nýjum sameiginleg- um framboðum nú, fengu hin nýju framboð minna fylgi en flokkarnir fengu samanlagt í kosningunum fyrir Qórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt í kaupstöðum. í kosningunum núna fékk hann að meðaltali 48,3% at- kvæða þar, en fyrir fjórum árum fékk hann 42,4%. Flokkurinn bætti við sig fylgi og fulltrúum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, á Seltjarnarnesi, í Borgarnesi, á Húsavík, Eskifirði og Selfossi. Þá bætti hann við sig tveimur bæjarfull- trúum í Keflavík og í Vestmannaeyj- um, þar sem hreinn meirihluti vannst um leið. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í Hveragerði og í Grundarfirði. í Bessastaðahreppi nær tvöfaldaði Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt og hlaut 69,6% atkvæða. Alþýðuflokkurinn vann hreinan meirihluta í Hafnarfirði, fékk þar 48% atkvæða og 6 menn kjörna. „Við þorðum tæpast að trúa því fyrr en við tókum á því að úrslitin yrðu jafn ótvíræð og raun bar vitni,“ sagði Guðmundur Arni Stafánsson bæjar- stjóri og oddviti Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Guðmundur segir sam- eiginleg framboð vinstri flokkanna hafa verið tilraunarinnar virði. „Það væri hins vegar blindur maður sem sæi ekki að sú tilraun hefur mistek- ist,“ sagði hann. Alþýðuflokkurinn vann mann á Akranesi. Enginn alþýðuflokksmað- ur er kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, flokkurinn tapaði tveimur mönnum á Akureyri, einum manni í fimm kaupstöðum auk Keflavíkur, þar sem meirihluti flokksins tapaðist um leið. Framsóknarflokkurinn hélt sínum manni í Reykjavík og Kópavogi, tap- aði manni í Keflavík, Vestmannaeyj- um og á Selfossi. Flokkurinn vann verulega á og bætti við sig tveimur mönnum á Akureyri og Húsavík og bætti við sig manni í ijórum kaup- stöðum öðrum. Ný sameiginleg framboð vinstri flokkanna komu fram í tíu kaupstöð- um. Þau skiluðu minna fylgi og færri bæjarfulltrúum heldur en flokkarnir, sem að þeim stóðu, fengu samanlagt í kosningunum fyrir fjór- um árum. Undantekning er þó Siglu- fjörður, þar sem F-listi fékk 5,1% meira fylgi og manni fleira en G- listi 1986. Sameiginlegu framboðin fengu færri fulltrúa á fimm stöðum, fulltrúatalan stóð í stað í fjórum kaupstöðum. Sjá forystugrein í miðopnu, fréttir á bls. 2, 33 og baksíðu. Morgunblaðinu fylgir 12 síðna blað um úrslit kosninganna. Samstaða lýsir yfir sigri í kosningunum í Póllandi Varsjá. Reuter. TALSMENN Samstöðu lýstu í gær yfir sigri í bæjar- og sveitar- stjórnakosningum sem frám fóru í Póllandi á sunnudag. Þetta voru fyrstu alfrjálsu kosningarnar í landinu í rúm 50 ár en þátt- taka var mjög lítil og þykir það bera vitni um vaxandi óánægju í röðum almennings vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Leiðtogar járnbrautarstarfsmanna í Póllandi féllust seint á sunnu- dagskvöld á að snúa aftur til vinnu sinnar eftir að hafa átt fúnd með Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu. Walesa hélt á sunnudagskvöld. á fund verkfallsmanna í hafnar- borginni Slupsk. Féllust þeir á að fresta frekari aðgerðum um hálfan mánuð. Þótti þessi niðurstaða umtalsverður sigur fyrir Walesa en því hefur verið haldið fram að ítök hans innan verkalýðshreyf- ingarinnar hafi farið ört dvínandi á undanförnum mánuðum. Á þennan hátt tókst Walesa að af- stýra allsheijarverkfalli pólskra járnbrautarstarfsmanna, sem boð- að hafði verið til í dag, þriðjudag. Pólveijar gengu að kjörborðinu á sunnudag er kosið var til bæjar- og sveitarstjórna. Áhuginn reynd- ist lítill þótt um væri að ræða fyrstu alfijálsu kosningarnar í landinu í rúm 50 ár. Einungis 42% þeirra sem voru á kjörskrá neyttu atkvæðisréttar síns. Búist er við að fyrstu tölur úr kosningunum verði birtar á morg- un, miðvikudag. Talsmenn Sam- stöðu sögðu hins vegar í gær að hreyfingin hefði unnið stórsigur. Þannig hefði Samstaða fengið 303 fulltrúa kjörna í Varsjá en 344 menn sitja í borgarstjórn. Jafnað- armenn, sem mynduðu tvo flokka eftir að kommúnistar afsöluðu sér alræðisvaldi í pólsku samfélagi, hefðu aðeins fengið 15 menn kjörna. Sömu heipiildarmenn kváðu Samstöðu hafa fengið 73 Lech Walesa. af 75 borgarfulltrúum í Krakow í suðurhluta landsins og svipaðar fréttir bárust frá borgunum Wroc- law og Lublin. Talsmaður KPN, flokks þjóðernissinna, játaði ósigur í gær og kvað sýnt að einungis fylgismenn Samstöðu hefðu hirt um að ganga á kjörfund. Aðrir hefðu einfaldlega setið heima. Garríj Kasp- arov hvetur tíl mótmæla Moskvu. Reuter. NÝR flokkur andstæðinga kommúnista í Sovétríkjunum, Lýðræðisflokkur Rússlands, hvatti í gær til mótmæla gegn boðuðum efiiahagsumbótum stjórnvalda. Á meðal forystumanna flokksins er Garríj Kasparov heimsmeistari í skák. „I lok árs- ins verður þörf fyrir öflug stjórnmálasamtök, sem geta komið landinu til bjargar eftir gjaldþrot kommúnismans," sagði hann. Kasparov hvatti einnig samtök námamanna til að boða til verkfalls. Sjá: „Borís Jeltsín vill. . .“ á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.