Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 119. tbl. 78. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Davíð Oddsson borgarstjóri um niðurstöður kosninganna: Ibúar Reykjavíkur meta verk sjálfstæðismanna í borginni Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu og í flestum kaupstöðum - Alþýðu- flokkurinn vann meirihluta í Hafharfirði - Framsóknarflokkur jók fylgi sitt norðan- og austanlands Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna Morgunblaðið/Bj arni Hinn nýi borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna. í aftari röð eru frá vinstri varaborgarfulltrúarnir Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur F. Magnússon, Mar- grét Theodórsdóttir, Hulda Valtýsdóttir, Hilmar Guðlaugsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Haraldur Biöndal, Katrín Gunnarsdótt- ir og Ingólfur Sveinsson. I fremri röð frá vinstri eru borgarfulltrúarnir Sveinn Andri Sveinsson, Páll Gíslason, Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Katrín Fjeldsteð, Davíð Oddsson, Magnús L. Sveinsson, Anna K. Jónsdóttir, Júlíus Hafstein og Guðrún Zoéga. „ÞETTA eru auðvitað mjög góð úrslit fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Við hljótum að mega túlka þau svo, að Reykvíkingar sýni Sjálfstæðisflokknum mikið traust og trúnað og meti þau verk sem flokkurinn hefúr unnið að á undanförnum árum,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri eftir kosn- ingasigur Sjálfstæðisflokksins í bæjar- og sveitarstjórnakosning- unum á laugardaginn. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 60,4% fylgi í höf- uðborginni og bætti við sig einum borgarfúlltrúa. Annars staðar á höfúðborgarsvæðinu styrkti Sjálf- stæðisflokkurinn stöðu sína einn- ig, sem og í flestum kaupstöðum landsins. Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta í Vest- mannaeyjum, en tapaði meiri- hluta í Hveragerði og Grundar- firði. Alþýðuflokkurinn vann hreinan meirihluta i Hafnarfirði, en tapaði meirihluta sínum í Keflavík. Þar sem vinstri flokk- al-nir stóðu að nýjum sameiginleg- um framboðum nú, fengu hin nýju framboð minna fylgi en flokkarnir fengu samanlagt í kosningunum fyrir Qórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt í kaupstöðum. í kosningunum núna fékk hann að meðaltali 48,3% at- kvæða þar, en fyrir fjórum árum fékk hann 42,4%. Flokkurinn bætti við sig fylgi og fulltrúum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, á Seltjarnarnesi, í Borgarnesi, á Húsavík, Eskifirði og Selfossi. Þá bætti hann við sig tveimur bæjarfull- trúum í Keflavík og í Vestmannaeyj- um, þar sem hreinn meirihluti vannst um leið. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í Hveragerði og í Grundarfirði. í Bessastaðahreppi nær tvöfaldaði Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt og hlaut 69,6% atkvæða. Alþýðuflokkurinn vann hreinan meirihluta í Hafnarfirði, fékk þar 48% atkvæða og 6 menn kjörna. „Við þorðum tæpast að trúa því fyrr en við tókum á því að úrslitin yrðu jafn ótvíræð og raun bar vitni,“ sagði Guðmundur Arni Stafánsson bæjar- stjóri og oddviti Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Guðmundur segir sam- eiginleg framboð vinstri flokkanna hafa verið tilraunarinnar virði. „Það væri hins vegar blindur maður sem sæi ekki að sú tilraun hefur mistek- ist,“ sagði hann. Alþýðuflokkurinn vann mann á Akranesi. Enginn alþýðuflokksmað- ur er kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, flokkurinn tapaði tveimur mönnum á Akureyri, einum manni í fimm kaupstöðum auk Keflavíkur, þar sem meirihluti flokksins tapaðist um leið. Framsóknarflokkurinn hélt sínum manni í Reykjavík og Kópavogi, tap- aði manni í Keflavík, Vestmannaeyj- um og á Selfossi. Flokkurinn vann verulega á og bætti við sig tveimur mönnum á Akureyri og Húsavík og bætti við sig manni í ijórum kaup- stöðum öðrum. Ný sameiginleg framboð vinstri flokkanna komu fram í tíu kaupstöð- um. Þau skiluðu minna fylgi og færri bæjarfulltrúum heldur en flokkarnir, sem að þeim stóðu, fengu samanlagt í kosningunum fyrir fjór- um árum. Undantekning er þó Siglu- fjörður, þar sem F-listi fékk 5,1% meira fylgi og manni fleira en G- listi 1986. Sameiginlegu framboðin fengu færri fulltrúa á fimm stöðum, fulltrúatalan stóð í stað í fjórum kaupstöðum. Sjá forystugrein í miðopnu, fréttir á bls. 2, 33 og baksíðu. Morgunblaðinu fylgir 12 síðna blað um úrslit kosninganna. Samstaða lýsir yfir sigri í kosningunum í Póllandi Varsjá. Reuter. TALSMENN Samstöðu lýstu í gær yfir sigri í bæjar- og sveitar- stjórnakosningum sem frám fóru í Póllandi á sunnudag. Þetta voru fyrstu alfrjálsu kosningarnar í landinu í rúm 50 ár en þátt- taka var mjög lítil og þykir það bera vitni um vaxandi óánægju í röðum almennings vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Leiðtogar járnbrautarstarfsmanna í Póllandi féllust seint á sunnu- dagskvöld á að snúa aftur til vinnu sinnar eftir að hafa átt fúnd með Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu. Walesa hélt á sunnudagskvöld. á fund verkfallsmanna í hafnar- borginni Slupsk. Féllust þeir á að fresta frekari aðgerðum um hálfan mánuð. Þótti þessi niðurstaða umtalsverður sigur fyrir Walesa en því hefur verið haldið fram að ítök hans innan verkalýðshreyf- ingarinnar hafi farið ört dvínandi á undanförnum mánuðum. Á þennan hátt tókst Walesa að af- stýra allsheijarverkfalli pólskra járnbrautarstarfsmanna, sem boð- að hafði verið til í dag, þriðjudag. Pólveijar gengu að kjörborðinu á sunnudag er kosið var til bæjar- og sveitarstjórna. Áhuginn reynd- ist lítill þótt um væri að ræða fyrstu alfijálsu kosningarnar í landinu í rúm 50 ár. Einungis 42% þeirra sem voru á kjörskrá neyttu atkvæðisréttar síns. Búist er við að fyrstu tölur úr kosningunum verði birtar á morg- un, miðvikudag. Talsmenn Sam- stöðu sögðu hins vegar í gær að hreyfingin hefði unnið stórsigur. Þannig hefði Samstaða fengið 303 fulltrúa kjörna í Varsjá en 344 menn sitja í borgarstjórn. Jafnað- armenn, sem mynduðu tvo flokka eftir að kommúnistar afsöluðu sér alræðisvaldi í pólsku samfélagi, hefðu aðeins fengið 15 menn kjörna. Sömu heipiildarmenn kváðu Samstöðu hafa fengið 73 Lech Walesa. af 75 borgarfulltrúum í Krakow í suðurhluta landsins og svipaðar fréttir bárust frá borgunum Wroc- law og Lublin. Talsmaður KPN, flokks þjóðernissinna, játaði ósigur í gær og kvað sýnt að einungis fylgismenn Samstöðu hefðu hirt um að ganga á kjörfund. Aðrir hefðu einfaldlega setið heima. Garríj Kasp- arov hvetur tíl mótmæla Moskvu. Reuter. NÝR flokkur andstæðinga kommúnista í Sovétríkjunum, Lýðræðisflokkur Rússlands, hvatti í gær til mótmæla gegn boðuðum efiiahagsumbótum stjórnvalda. Á meðal forystumanna flokksins er Garríj Kasparov heimsmeistari í skák. „I lok árs- ins verður þörf fyrir öflug stjórnmálasamtök, sem geta komið landinu til bjargar eftir gjaldþrot kommúnismans," sagði hann. Kasparov hvatti einnig samtök námamanna til að boða til verkfalls. Sjá: „Borís Jeltsín vill. . .“ á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.