Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 35

Morgunblaðið - 29.05.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIITI/AMNNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 35 Fólk ■ ASGRIMUR Hilmisson hefur verið ráðinn úti- bússtjóri Búnað- arbankans á Eg- ilsstöðum. Ás- grímur hefur verið starfsmaður Út- vegsbanka ís- lands frá 1964, Asgnmur upphaflega í ýmsum deildum aðal- bankans og síðar í útibúinu í Glæsibæ þegar það var stofnað. Árið 1972 fluttist hann til Akur- eyrar og gegndi stöðu skrifstofu- stjóra i útibúinu j)ar. 1978 varð hann útibússtjóri Utvegsbankans á Seyðisfirði, en frá_1982 hefur hann verið útibússtjóri Útvegsbankans á Akureyri. Ásgrímur lauk gagn- fræðaprófi 1964 og árið 1973 var hann um sex mánaða skeið hjá National Westminster Bank í London við nám. Ásgrímur er fædd- ur 15. febrúar 1947. Hann er kvæntur Ásu Sigríði Sverrisdótt- ur og eiga þau tvær dætur. ■ BREYTINGAR á innra skipu- lagi VISA ísland eru væntanlegar á næstunni. Höfuðsvið verða fjögur í stað þriggja áður, jafnframt því sem gerðar eru tilfærslur á stafs- og deildaskipan. Þá hefur verið ráð- ið í tvær nýjar forstöðumannsstöð- ur. Undir Stjórnsýslu fellur fjár- málastjórn, almennur rekstur og stafsmannahald. Forstöðumaður þess er Leifúr Steinn Elísson, hagfræðingur, aðstoðarfram- kvæmdastjóri, en hann hefur gegnt því starfi síðan haustið 1986. ■ UNDIR Hag- sýslu fellur yfir- umsjón með öllu reikningshaldi, skýrslu- og áætl- anagerð, hag- og markaðskannanir. Nýráðinn for- stöðumaður þar er Anna Inga Anna Infr;* Grímsdóttir. Anna Inga er við- skiptafræðingur frá HI, útskrifuð af reikningshalds- og fjármálasviði. Hún hefur lengst af starfað í Bún- aðarbanka Islands, m.a. í hag- deild,í endurskoðun sem skrifstofu- stjóri og forstöðumaður afurðalána- deildar. Síðustu tvö árin hefur hún starfað sem fjármálastjóri hjá Bræðrunum Ormsson hf. Hún tekur til starfa i haust. Anna Inga er ógift og barnlaus. ■ UNDIR Þjón- ustu og gæða- E stjórnun fellur I yfirumsjón með [ starfsemi þeirra stoðdeilda, sem veita korthöfum, kaupmönnum, bönkum og spari-f sjóðum þjónustu, Þórður almannatengsl og markaðstengd stafsemi. Nýráðinn forstöðumaður þar er Þórður Jónsson. Hann er viðskiptafræðingur að mennt, hefur áður m.a. stafað' hjá hagdeild Aðalfundur Ólafúr Davíðs- son talarhjá Stjórnunar- félaginu ÓLAFUR Dav- íðsson, fram- kvæmdastjóri Félags ísl. iðn- rekenda, verður aðalræðumaður á aðalfúndi Stjórnunarfélags íslands sem hald- inn verður á mið- vikudag nk. í Víkingasal Hótel Loftleiða. Fundurinn hefst kl. 12 og að loknum venjulegum aðalfundar- störfum mun Ólafur flytja erindi sem hann nefnir: „Standa íslenskir stjórnendur af sér samkeppni innan Evrópubandalagsins." Landsbanka íslands, verið for- stöðumaður Tölvudeildar SÍS, en síðustu sjö árin hjá Arnarflugi hf. Hann hefur störf síðari hluta maí- mánaðar. Þórður er 45 ára, kvænt- ur Björgu Kofoed-Hansen og eiga þau þijú börn. M Undir Tölvu og tækni fellur sem áður kerfisþróun, tölvuvinnsla og tæknileg umsýsla, samskipti við Reiknistofu bankanna o.fl. For- stöðumaður þar er Júlíus G. Óskarsson kerfis- og viðskipta- fræðingur og hefur hann gegnt því starfi síðan 1987. STUDENTAFAGNADUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verdur haldinn fóstudaginn 1. júní á Hótel íslandi og hefst með boróhaldi kl. 19. Miðasala verður í anddyri Hótel íslands í dag, þriðjudaginn 29. maí, og mið- vikudaginn 30. maíkl. 16.00-18.00ogfimmtudaginn 31. maikl. 16.00-19.00. Samkvœmisklœðnaður Stjórnin. HJÓLABRETTAGENGIÐ Þá er hún komin, myndin sem allir krakkar verða að sjá. „Gleaming the Cube“ er spennandi og skemmtileg mynd, sem fjallar um Brian Kelly og félaga hans, en hjólabretti eru þeirra líf og yndi. En óvæntir atburðir or- saka það að hann og félagar hans í „Hjólabrettagenginu" verða að láta til sín taka. Aðalhlutverk: Christian Slater, Steven Bauer og nokkrir af bestu hjóla- brettamönnum heims. iMU kl. 5 - 7 - 9og 11 Komið og skoðið bretti eins og notuð eru í myndinni Þar fæst allt fyrir hjólabrettamanninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.