Morgunblaðið - 29.05.1990, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.05.1990, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 // Á/On/t vfar aS recjna aé fiyllCL, ci e/rwota, icutít/are^" sem þú sagðir áðan um sameigilegan ávísana- reikning okkar. Með morgnnkaffínu Út á steikina er vinsælust rjómasveppasósa og auð- vitað tilheyrir þessu gott rauðvín ... HÖGNI HREKKVÍSI INBLAÐIÐ I'RIÐJUDAGUR 22. MAI i rr smk ní rf ■ ■■■» ------ VIEIRA UM STJÖRNUSPEKI leika ..." ox tar er ég henni mjög til Galatamanna gagnrýnir Pall til- Til Velvakanda. | Ég vil þakka Helgu Sigurðardóttur khugasemdir hennar í Velvakanda . maí sl. Það er ágætt að skiptast i skoðunum á málefnalegum grund- i elli. Helga hefur það á móti fram- setningu minni um stjörnuspeki i Velvakanda 4. maí sl. að ég hafi „tilhneigingu til að rugla saman trú og stjörnuspeki". Vil ég því benda á að stjörnuspeki nútimans grundvall- ast á stjömuspeki fyrri tíðar manna, t.d. Babýloníumanna og Egypta, og var hún mikilvægur þáttur í frúar- brögðum þeirra. Ef til vill skiptir það ekki öllu máli hvort litið er á stjömu- spekina sem trúarstefnu eða áhuga- mál, þar sem Guð ráðleggur fólki eindregið, hvort sem er, að koma ekki nærri stjörnuspekinni (5. Móse- hóu 10.2* leika ...“ og þar er ég henni mjög sammála, enda sagði 'Kristur um sjálfan sig: „Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið“ (Guðspjall Jóhann- esar 14.6). Kristur er uppspretta sannleikans og orð hans, Biblían, ér sannleikur. Sérhveija kenningu sem boðar eitthvað sem er andstætt kenn- ingu Drottins er ekki hægt að kalla sannleika. Nú vill svo til að Kólossu- menn forðum voru miklir aðdáendur stjörnuspekinnar en nokknr þeirra tóku trú á Jesúm Krist. Til að vara þá við þeirri hættu að hverfa aftur til fyrri villu, m.a. stjörnuspeki, skrif- ar Páll postuli þetta: „Gætið þess að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er run- nið frá heimsvættunum, en ekki frá f hréfi sfnu til Galatamanna gagnrýnir Páll til heigingu þeirra til bókstafsdýrkunar og stjörnuspek:. „Þér gefið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum. Ég er hræddur um yður, að ég kunni að hafa haft erfiði fyri' yður til ónýtis.“ (Gal. 4.10). Að lokum þetta. í formála að bók Gunnlaugs Guðmundssonar, „Hver er ég?“, sem fjallar um stjörnuspeki og Helga vitnar til, segir að tilgang- ur bókarinnar sé að vekja fólk til „umhugsunar og umræðu“. Þegar umræða á sér stað um stjörnuspekina er varla hægt að ætlast til þess að allir séu höfundi eða Helgu sammála í þessu efni, ekki síst þegar fólk kýs fremur að hlýða orði Gyðs^sem er svo afdráttarlaust á móti stjörnu spekinni. Með bestu kveðju, Steinþór Þórðarson. Hættuleg- ar fals- kenningar Til Velvakanda. Fyrir skömmu birtist ágæt grein í Morgunblaðinu þar sem sýnt var fram á að stjörnuspeki væri and- kristileg iðja. Þessi grein var svar við annarri þar sem stjörnuspeki- kukli var hrósað á hvert reipi. Svo fávísir eru sumir menn að þeir halda að þeir geti fundið einhvern stóra- sannleik með því að góna út í geim- inn og fylgjast með gangi himin- tungla. Þetta hneykslar mig. Allir kristnir menn ættu þó að vita að Bibiían leggur bann við allri spá- speki eins og stjörnuspeki. Sann- leikann finnum við aðeins í Bibl- íunni, bók bókanna, og ekkert gott hlýst af því að leita út fyrir hennar bókstaf. Furðulegt er að fólk sem kallar sig kristið láti glepjast af þessu tískufyrirbæri sem fyrst og fremst er til þess að hafa af fólki peninga. Morgunblaðið ætti að hætta að birta stjörnuspár en það á þakkir skilið fyrir að taka fram á hveijum degi að þetta sé ekki annað en vitleysa. Það ætti að standa varhugaverð og mann- skemmandi vitleysa. I þessari sömu grein er einnig vikið að því að prestarnir séu til þess að áminna okkur. Einnig það er alveg rétt. Prestarnir eiga að mótmæla því sem Biblían bannar og láta í sér heyra — það er þeirra verk að standa vörð um hjörðina. Margir þeirra rækja þetta hlutverk sitt ekki og því líðst hveijum sem er að troða upp með alls konar tál og blekkingar. Vísindin, svokölluð, þykjast í hroka sínum vita allt. Vísindamennirnir segja að maður- inn sé kominn af öpum og lífið hafi orðið til fyrir tilviljun. Hvílík forherðing, hvílík heimska. Og þetta er blessuðum börnunum kennt og það með að allt sé rétt sem kenn- arinn segir. Ekki er hirt um að préd- ika það sem Biblían kennir og inn- ræta börnunum Guðs orð, hreint og ómengað. Kristið fólk ætti að taka sig saman um að útrýma þess- um kenningum og hefja Biblíuna til vegs. Sannkristin kona Þessir hringdu ... Dýr íþróttaföt Kristín hringdi: „Það er allaf verið að tala um ágæti þess að stunda íþróttir og það hversu mikils virði uppbyggi- leg áhugamál eru æskufólki. En þegar foreldrar sitja upp með tvö til þijú pör af of litlum, fokdýrum íþróttaskóm og lágmarks útgjöld til kaupa á íþróttafötum fyrir sumarið eru 30 þúsund (en þá er einvörðungu verið að tala um keppnisföt) fara að renna á mann tvær grímur. Og ekki nóg með það heldur er leit að íþróttafötum án auglýs- inga. Þegar ofna á þetta bætist neikvæður keppnisandi og stríðni ef „þú ert ekki eins og allir hinir“ og oft á tíðum afspyrnu léleg þjálfun, fara íþróttirnar að missa glansinn. Það er kominn tími til að við gerum upp við okkur hvort við viljum veita íþróttum brautar- gengi ánægunar vegna eða til að styrkja aurasálir og illar hvatir.“ Armband Silfurarmband tapaðist við Laugaveg eða á leið gegnum Þingholtin þriðjudaginn 22. maí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 21133 að degin- um eða síma 17526 eftir kl. 19. Kettlingar Tveir gæfir kettlingar fást gefnis. Upplýsingar í síma 13297. Kápa Rauð kápa var tekin í misgrip- um í Siglfirðingakaffi í Safaðar- heimilinu í Garðabæ. Viðkomandi er vinsamlegast beðinn að skila henni þangað eða hringja í síma 671301. Úlpa Kona hringdi: „Sonur minn er í Kópavogs- skóla. Úlpan hans var tekin í mis- gripum en önnur skilin eftir. Hans úlpa er númer 152 eða 154 en sú sem skilin var eftir er nr. 140. Hans úlpa er merkt inn á borðnum og með tveimur lyklum í vasa. Ég bið foreldra og börn í 2. eða 3. bekk að athuga hvort einhver geti verið með ranga úlpu og hafa þá samband við.mig síma 641367. Úlpan var keypt í Hagkaup, hún er græn með svörtum loðkanti á hettu. Þetta úlputap kemur sér mjög illa því að drengurinn er að fara í sveit.“ Yíkverii skrifar * borgarstjórnarkosningunum 1958 unnu Sjálfstæðismenn sinn mesta sigur fram að þeim tíma undir forystu Gunnars Thorodds- ens, sem þá var borgarstjóri. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 10 full- trúa í borgarstjórn eins og nú og 57,7% greiddra atkvæða, ef Víkveiji man rétt. í borgarstjórnarkosning- unum 1974 fékk Sjálfstæðisflokk- urinn, sem þá var undir forystu Birgis ísl. Gunnarssonar, þáverandi borgarstjóra, ívið meira atkvæða- magn eða 57,9% en hins vegar 9 borgarfulltrúa. Nú hefur Davíð Oddsson slegið þetta 32 ára gamla met Gunnars Thoroddsens. Hann fékk jafnmarga borgarfulltrúa kjörna én heldur hærra atkvæðahlutfall eða 60,4%. Pólitísk skilyrði Sjálfstæðisflokks- ins í þessum kosningum voru svip- uð. A árunum 1958 og 1974 sátu óvinsælar vinstri stjórnir eins og nú, en 1958 var harkan í pólitíkinni miklu meiri en nú. Þótt aldrei sé hægt að rökstyðja eftirfarandi vangaveltur með nokkrum hætti má þó spyija, hvort andstaða við vinstri stjórnina 1956-1958 hafi átt ríkari þátt í kosningaúrslitunum þá en sterk málefnastaða og miklar persónuvinsældir borgarstjóra átt meiri þátt í kosningaúrslitunum nú en óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Þess ber þó að geta, að Gunnar Thoroddsen naut mikilla vinsælda sem borgarstjóri á þeim árum. Það gerði Geir Hallgrímsson raunar líka þau 13 ár, sem hann var borgar- stjóri Reykjavíkur, eins og glögg- lega kom fram í prófkjörum á þeim árum. Líklega hefur enginn forystu- maður Sjálfstæðisflokksins náð jafn góðum árangri í prófkjörum og Geir gerði þá. Geir Hallgrímsson fékk 9 menn kjörna í kosningunum 1962 en 8 menn 1966 og 1970 en þá ber þess að geta, að allt hans borgarstjóratímabil var Sjálfstæðis- flokkurinn í ríkisstjórn og í kosning- unum 1970 var þjóðin að feta sig út úr mestu kreppu, sem þá hafði skollið yfir í áratugi. xxx Einn frambjóðandi minnihluta- flokkanna í Reykjavík jók mjög veg sinn í kosningabaráttunni að mati Víkveija, en það var Sigur- jón Pétursson, borgarfulltrúi Al- þýðubandalags. Hann sýndi í mál- flutningi sínum mikla þekkingu á borgarmálum og jafnframt þá sann- girni að viðurkenna margt af því, sem vel var gert af hálfu Sjálfstæð- ismanna. Siguijón hefur áreiðan- lega átt mestan þátt í því, að Al- þýðubandalagið fór ekki enn ver út úr kosningunum. Svipaða sögu má segja um Sigrúnu Magnúsdótt- ur, en hún átti við ramman reip að draga, þar sem var upphlaup ann- ars manns á lista Framsóknar, Al- freðs Þorsteinssonar. Hann var helzti dragbítur á framboð Sigrún- ar, þótt hún héldi velli, eins og Elín Ólafsdóttir við mikið andstreymi vegna dvínandi fylgis Kvennalista. xxx Fulltrúar minnihlutaflokkanna staðfestu strax á kosninga 'nóttina og á sunnudag kenningar Sjálfstæðismanna um glundroðann til vinstri. Seint á aðfararnótt sunnudags byijaði Bjarni P. Magn- ússon að skilja við Nýjan vettvang í undarlegu samtali við Ríkisútvarp- ið, þar sem hann virtist öðrum þræði gera sér vonir um að ná kjöri, þótt tölurnar segðu allt annað. I umræð- um í útvarpssal eftir hádegi á sunnudag voru fulltrúar minnihlu- taflokkanna svo komnir í hár saman og var satt að segja ósköp broslegt að hlusta á það tal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.