Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990
VEÐUR
Vínardrengjakórinn kominn á Listahátíð:
Stoltir að hafa verið
valdir til Islandsfarar
að Vínardrengjakórnum sé skipt í
fjóra hópa. „Yfirleitt syngur hver
hópur í sínu lagi en stundum kem-
ur fyrir að tveir hópar syngja sam-
an. Við erum mjög stoltir yfir að
hafa verið valdir til að fara til ís-
lands,“ segir hann. „Það er eitt-
hvað heillandi við þetta land, ein-
hver dulúð.“
Þess má geta að strákarnir í
kórnum eru allir á aldrinum 10-14
ára.
Skrifstofiir Arnar-
flugs innsiglaðar að
kröfii Gjaldheimtu
Svavar hættur sem framkvæmdasljóri
GJALDHEIMTAN í Reykjavík lét
í gær innsigla aðal- og söluskrif-
stofu Arnarflugs í Lágmúla 7
vegna vanskila fyrirtækisins á
staðgreiðslu opinberra gjalda.
Flug verður þó með eðlilegum
hætti um helgina. Laun starfs-
fólks Arnarflugs verða ekki
greidd út að fullu um þessi mán-
aðamót og laun fyrir aprílmánuð
voru greidd að hluta í síðustu
viku. Svavar Egilsson lét af starfi
framkvæmdastjóra félagsins hf.
á stjórnarfúndi þess sl. miðviku-
dag að eigin ósk, en starfínu
hafði hann gegnt samhliða
Kristni Sigtryggssyni.
Skuld Arnarflugs við Gjaldheimt-
una er vegna mars og apríl og nem-
ur um sjö milljónum. Að sögn Óla
Tynes hjá markaðsdeild fyrirtækis-
ins hafði tekist að ná saman hluta
upphæðarinnar, en Gjaldheimtan
vildi fá alla skuldina greidda. „Um
helgina verður lokið við að ná sam-
an því sem upp á vantar og við
stefnum að því að greiða það og
opna skrifstofuna eins og venjulega
á þriðjudaginn,“ sagði Oli.
Þrátt fyrir að aðal- og söluskrif-
stofu í Lágmúla hafi verið lokað,
verður afgreiðsla flugfélagsins á
Keflavíkurflugvelli opin áfram og
þar verður hægt að afgreiða far-
seðla að sögn Ola Tynes. Þá segir
hann að flug um helgina verði með
eðlilegum hætti.
Arnarflug hafði frest til föstu-
dags til að greiða húsaleiguskuld
félagsins í Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar, en á miðvikudag fékk félagið
lokaviðvörun um að greiða skuldina
sem nemur 4,3 milljónum kr. Óli
Tynes segir að félagið hafi átt í
þriggja ára stríði við flugvallaryfir-
völd vegna leigunnar sem hann
kallaði okurleigu. „Við vorum með
11 fermetra bás og greiddum fyrir
hann 120 þúsund kr. á mánuði í
Innsigli borgarfógeta á skrifstofu
Arnarflugs.
leigu og sameiginlegur kostnaður
var reiknaður sem hlutfall af leigu-
gjaldi en ekki eftir fermetrafjölda.
Við höfum leitað leiðréttinga á
þessu og skrifað mörg bréf til ut-
anríkisráðuneytisins vegna þessa
máls en það hefur ekki tekist að
fá fram leiðréttingu," sagði Óli.
Kristinn Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í
samtali við Morgunblaðið að Svavar
Egilsson hefði farið fram á það að
taka alfarið við daglegri stjórn á
fyrirtækinu. „Hann afturkallaði þá
ósk á þessum fundi. Með þeim
hætti gekk hann út,“ sagði Kristinn
Sigtryggsson, framkvæmdastjóri.
Hann sagði að Svavar hefði ekki
gefið neinar skýringar á ákvörðun
sinni.
„Ég mun standa við mínar skuld-
bindingar í haust að uppfylltum
öllum þeim skilyrðum sem ég hef
sett,“ sagði Svavar Egilsson í sam-
tali við Morgunblaðið.
TUTTUGU og tveir kórdrengir úr Vínardrengjakórnum komu til
Reykjavíkur í jgær. Kórinn heldur sína fyrstu tónleika í Akureyrar-
kirkju í dag. A morgun syngur kórinn í Bessastaðakirkju klukkan
ellefú. Að messu lokinni mun kórinn sitja móttöku í boði bæjar-
stjórnar Garðabæjar að viðstöddum forseta Islands. A sunnudag
og mánudag klukkan fímm mun kórinn svo halda tónleika í Há-
skólabíói.
Blaðamaður ræddi við tvo kór-
drengjanna, þá Martin og Georg,
við komuna til Reykjavíkur í gær.
Hann forvitnaðist fyrst um það
hvort ekki færi mikill timi í æfíng-
ar með kómum.
„Virka daga æfum við tvo tíma
á dag,“ segir Georg. „Um helgar
einn og hálfan. Það er nógur tími
eftir til að læra og leika sér.“
Martin kinkar kolli og bætir við
að þeir séu báðir að læra á hljóð-
færi. Hann leikur á píanó en Ge-
org á fiðlu. En hvers konar tónlist
ætli þeir hlusti á? „Ég hlusta á
alls konar tónlist„“ segir Martin.
Aðspurður sagðist hann þó ekki
hafa áhuga á tónlist Rolling Sto-
nes. „Mér finnst Micheal Jackson
betri, að minnsta kosti sum lög-
in,“ segir hann.
Martin og Georg hafa ferðast
töluvert með kórnum. „Við höfum
farið tvisvar til Bandaríkjanna, til
Arabíu, Spánar og Ítalíu,“ segir
Georg. Stjórnandi kórsins, Peter
G. Marschik, hefur bæst í hópinn
og nefnir fleiri lönd, Japan, Astr-
alíu, Nýja Sjáland og Mexíkó. En
hvemig ætli sambandið sé á milli
strákanna?
„Við emm allir góðir vinir,“
segir Martin. „Og leikum okkur
mikið saman,“ bætir hann við.
Georg samsinnir þessu. Þess má
geta að strákamir eru öllum
stundum saman því þeir eru allir
Morgunblaðið/RAX
Vínardrengjakórinn við komuna til Reykjavíkur í gær. Á innfelldu
myndini eru Georg og Martin. Fyrir aftan þá sést Peter G. Mars-
chik, stjórnanda kórsins, og Sigurði Björnssyni, framkvæmdastjóra
Sinfóníuhljómsveitar íslands, bregða fyrir.
VEÐURHORFUR I DAG, 2. JUNI
YFIRLIT í GÆR: Um 600 km suösuðaustur af Hornafirði er 998
mb lægö á hreyfingu austsuðaustur, en 963ja mb lægð um 500
km suðvestur af Hvarfi þokast norðaustur.
SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt um land allt, víðast gola eða kaldi.
Dálítil rigning á stöku stað á Suður- og Vesturlandi, en yfirleitt
þurrt annars staðar.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á HVÍTASUNNUDAG: Fremur hæg sunnan- og suðvest-
anátt á landinu. Víða léttskýjaö á Norður- og Austurlandi, en skýj-
að að mestu og sums staðar smáskúrir eða súld með köflum á
Suður- og Vesturlandi. Hiti 10 til 18 stig.
HORFUR Á ANNAN í HVÍTASUNNU: Austan- og suðaustanátt og
skýjað um mest allt land. Dálítil rigning á Suður- og Suðvestur-
landi, en yfirleitt þurrt í öðrum landshiutum. Hiti á bilinu 8 til 16 stig.
TAKN:
Heiðskírt
Lettskýjao
Hálfskýjaö
Skyjað
Alskýjað
/, Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 H'itastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
[TJ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM Ht
kl. 12:00 í gær að ísl. ti
hiti veður
Akureyri 13 skýjað
Reykjavík 13 skýjað
Bergen 13 rigning
Helsinki 20 léttskýjaö
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Narssarssuaq 11 moldrok
Nuuk 5 rigning
Osló 13 þokumóða
Stokkhólmur 20 skýjað
Þórshöfn 8 sútd
Algarve 26 léttskýjað
Amsterdam 24 hálfskýjað
Barcelona 24 hálfskýjað
Berlín 22 léttskýjað
Chicago 18 alskýjað
Feneyjar 22 þokumóða
Frankfurt /25 skýjað
Glasgow /14 rigning
Hamborg 20 skýjað
Las Palmas ( 22 alskýjað
London 23 alskýjað
Los Angeles 13 heiðskirt
Lúxemborg 23 skýjað
Madríd 25 mistur
Malaga 25 heiðskírt
Mallorca 26 léttskýjað
Montreal 16 skýjað
New York 19 helðskirt
Orlando 25 skýjað
París 26 léttskýjað
Róm 23 heiðskfrt
Vfn 17 skýjað
Washington 16 mistur
Winnlpeg 16 léttskýjað
í sérstökum heimavistarskóla í
Vín.
Stjómandinn, Peter G. Mars-
chik, segir að 50-60 strákar sæki
árlega um inngöngu í kórinn. „Við
prófum þá og yeljum úr 30 heil-
brigðar raddir,“ segir Peter. „Það
skiptir ekki máli þó strákarnir
hafí ekki lært að syngja en auðvit-
að er það ekki verra. Það skiptir
meira máli að þeim gangi vel í
skóla og að þeir séu kurteisir."
Peter var sjálfur í Vínardrengja-
kórnum þegar hann var yngri. „Ég
held að það sé mjög þroskandi að
vera í kór eins og þessum," segir
hann. „Drengirnir læra að vinna
saman og taka tillit hver til ann-
ars. Auk þess gefst þeim kostur á
að ferðast til útlanda.“ Peter segir
Strákamir segjast báðir hlakka
til að skoða sig um á Islandi. I
skólanum hafa þeir lært ýmislegt
um landið. Þeir minnast á íslenska
fískinn og litlu hestana. í skólan-
um hafði kennarinn líka talað um
sögumar. Á íslandi verða strák-
amir í fímm daga.
ÍPAGkl. 12.90
HelmiW: Veðuisioia IsWnds
(Byggf á vaOutspá M 16.J5 f gowf