Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 11

Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 11 V^terkurog k_J hagkvæmur auglýsingamiðill! HEF OPNAÐ LÆKNINGASTOFU íLæknastöð Vesturbæjar, Melhaga 20-22, Reykjavík, sími 628090. Dr. med. Úrsúla L. Schaaber, sérgrein: Geðlækningar. Framlagið afhent skólastjóra Stýrimannaskólans. Milljón til þyrlukaupa NEMENDAFÉLAG Stýrimannaskólans i Reykjavik afhenti við útskrift nemenda úr Stýrimannaskólanum eina milljón króna í söfnun til styrkt- ar kaupum á annarri þyrlu. Fyrr í vetur hafði nemendafélagið afhent hálfa milljón króna til söfnunanrinnar. Helgi Georgsson, formaður nem- endafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessu fé hefði verið safnað hjá fyrirtækjum, félagasam- tökum og einstaklingum. Söfnunin hefur verið í gangi frá árinu 1988 og nú hafa safnast á fjórðu milljón króna. Helgi sagðist hvetja alla sem þeir hefðu sent bréf með óskum um stuðning að bregðast vel við, en hægt er að leggja framlög inn á reikning 10.000 í Sparisjóði vélstjóra. Krístín Á. Ólafsdóttir og Ólina Þorvarðardóttir: Ekkí á leiðinni í Alþýðuflokkinn OLINA Þorvarðardóttir og Kristín Á. Olafsdóttir, borgarfulltrúar Nýs vettvangs, segjast ekki vera á leið yfir í Alþýðuflokkiim, þrátt fyrir að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, hafi sagt að hann teldi líklegt að báðir borgarfiilltrúar Nýs vettvangs myndu „um það er lýkur teljast fullgildir jafnaðarmenn," í Morgunblaðinu í fyrradag. Kristín hefiir sagt sig úr Alþýðubandalaginu í Reyly'avík en er áíram félagi í Birtingu og segist líta á sig sem alþýðubandalagsmann. Frambjóðendur Nýs vettvangs, verði stofnaður hér sterkur tiokKur þeir Aðalsteinn Hallsson og Hrafn Jökulsson, hafa á undanförnum dög- um gengið í Alþýðuflokkinn. „Að sjálfsögðu geta einstaklingar á Nýj- um vettvangi gengið til liðs við alía íslenzka stjórnmálaflokka en Nýr vettvangur sem borgarstjórnarafl og óháð stjórnmálaafl lætur ekki innlim- ast, hvorki í Alþýðuflokkinn né aðra flokka," sagði Olína Þorvarðardóttir í samtali við Morgunblaðið. „Ég er jafnaðarmaður í hjarta mínu, en spurningin er bara hvar finn ég minn farveg? Finn ég hann í Alþýðufiokkn- um eða einum, stórum jafnaðar- mannaflokki? Ég er ekki búin að finna svar við þeirri spurningu enn- þá,“ sagði Ólína. „Ef Jón Baldvin vonar það í ein- lægni að Kristín Ólafsdóttir sé um það bil að beija á dyr Alþýðuflokks- ins, þá eru það falskar vonir. Ég er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Kristín í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef lengi átt mér draum um að það fijálslynds, félagslega sinnaðs fólks, hvort sem sá flokkur mun heita Jafn- aðarmannaflokkur íslands eða eitt- hvað annað. Ég held að framhald af bæði Nýjum vettvangi og öðrum sameiginlegum framboðum um landið verði viðleitni margra og um- ræður um að gera það að raunveru- leika. Þá gæti vel verið að Jón Bald- vin vildi verða með mér í þeim flokki, en ég er ekki á leið inn í gamla Al- þýðuflokkinn.“ Kristín sagðist telja að sameigin- leg framboð vinstrimanna, sem komu fram fyrir nýafstaðnar sveitar- stjómakosningar á nokkrum stöðum út um land sýndu að fólk, sem áður hefði verið fullt tortryggni hvað í annars garð, verandi í sitt hvorum flokknum, hefði nú áttað sig á að það ætti samleið og því hefði gengið vel að vinna saman. „Það er ekki tilbúið að hætta því og fara aftur í einhveijar skotgrafir gömlu, hefð- bundnu flokkanna," sagði Kristín. Smíöum sumarhús 40-60 fm. (í flekum) ásamt útigeymslu. Einnig heilsárshús. Fjögur afhendingarstig - Greiósluskilmálar Smíðum eftir sérteikningum sumar hús/heilsárshús Opið laugardag og sunnudag kl. 14-18 Virka daga kl. 15-20 Komið og fáið fallegan bækling ásamt verði og afhendingarskilmálum ÍIOHOLT Grunnflötur..52,86 ím Geymsla.......4,68 Im Yfirbyggt pottskýli ..6,70 fm Samtals......63,29 fm Pallur.......54,48 fm Ath. Höfum mikió úrval lóóa. BORGARHÚS HF. MINNI-BORG, GRÍMSNESI, SÍMI 98-64411 CAMP-LET '90 TJALDVAGNARNIR ÍRU KOMNIR! Úrvalið og gceðin hafa aldrei verið meiri Það er næsta fullvíst að Camp-let hefur fallið íslendingum best allra tjaldvagna, enda er frágangur þeirra rómaður og telja eigendur þeirra þá best fallna fyrir íslenskar aðstæður. í ár kynnum við nýja Royal tjaldvagninn sem er örugglega glæsilegastur allra tjaldvagna! Kynntu þér kosti keppinautanna og þá sérðu að það er ekki um aðra kosti að ræða ^n Camp-let.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.