Morgunblaðið - 02.06.1990, Page 13

Morgunblaðið - 02.06.1990, Page 13
0 ’itoRÖtÍNÉLAéié' tMi6MibÁ'fiiii5ö.yJífíí!(Yá90 ?ri3 Héraðsskólanum á Núpi slitið Mesti nemendaflöldi í sjö ár Núpi. HÉRAÐSSKÓLANUM á Núpi var slitið með formlegum hætti sunnu- daginn 13. maí sl. Messað var í Núpskirkju af séra Gunnari Hauks- syni en síðan gengið til borðstofu. Þar afhenti Kári Jónsson skóla- stjóri framlialdsdeildarnemendum prófskírteini og veitti nokkrum nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og ástundun. Nemendur á haustönn skólans aráfanga í framhaldsdeild ef þeir voru 57 en 47 á vorönn. Er þetta nokkur fjölgun frá fyrra ári þegar 44 nemendur hófu nám á haustönn. Mikið starf hefur verið lagt í skipu- lagningu framhaldsnáms við Núps- skóla síðustu þijá vetur og var í vor gefinn út vandaður námsvísir fyrir skólann. Er það boðið upp á hefð- bundið nám í 9. bekk auk almennrar bóknámsbrautar, íþróttabrautar og viðskiptabrautar. Námið fer fram eftir áfangakerfi framhaldsskólanna og gefur nemendum ákveðin starfs- réttindi eftir tveggja ára nám. í 9. bekk skólans voru 24 nemend- ur. Átta nemendur luku 30 tonna réttindaprófi í siglingafræði, en það er ein af mörgum valgreinum í 9. bekk. Um áramótin gaf skólinn nem- endum kost á að fara yfir í byrjun- næðu einkunninni 8 í ákveðnum fög- uin, þ.e. íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Var þetta nýmæli hugs- að sem tilraun til að vekja áhuga duglegri nemenda til enn frekari árangurs. Áframhald mun verða á þessu næsta vetur hjá skólanum. Mikil áhersla var lögð á uppbygg- ingu bókasafns skólans og bætt við 176 bókatitlum auk tímarita sem safnið er áskrifandi að. Gróskumikið félagsstarf fór fram meðal nemenda í ungmennafélaginu Gróanda í skól- anum. Sett voru á svið tvö nokkuð stór leikrit, farið í keppnis- og skíða- ferð, gefin út blöð o.fl. Eftir prófln í vor var opin vika í skólanum þar sem nemendur undirbjuggu skemmtidagskrá í tvo daga. Þar var boðið upp á tvær leiksýningar, stöð- uga útvarpsdagskrá, útitívolí og sögusýningu skólans. Strax að loknu skólahaldi í vor var hafist handa um breytingar á kennslustofum skólans og verður bætt við einni stofu þann- ig að aðalkennslustofur skólans verða fjórar auk bókasafns sem einn- ig þjónar sem lesstofa. Auk breyt- inga á skólastofum er nú unnið að uppsetningu fullkomins brunavarna- kerfis fyrir allan skólann. Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur 15. júní. - Kári Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kristinn J. Arnarson, Pétur Magnússon og Sveinn Runólfsson við nýju sáðvélina áður en sáning hófst við Ölfusárósa. • • Landgræðslan: Melfræi sáð við Olfusárósa Ný sáningarvél eykur afköst við sáningu til muna Selfossi. „ÉG ER mjög bjartsýnn á að sáningin takist en það er alveg ljóst að henni stafar mest hætta af akstri ýmissa ökutækja utan vegar,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um sáningu á melfræi í sandinn beggja vegna Óseyrarbrúar. Um er að ræða samvinnuverkefni Land- græðslunnar og Vegagerðarinuar til að hefta sandfok á veginn. vegna flóða og óveðurs í febrúar. „Þetta er viðamikið verkefni og við leggjum mikla áherslu á að ná Morgunblaðið/Kári Jónsson Frá opnu húsi í Núpsskóla. „Bíldudalsbykkjan“ vinsæla var ett af atriðum í útitívoliinu. Við sáninguna var notuð ný sán- ingarvél, sérstaklega styrkt til sán- ingar í misjöfnu landi. Landgræðslan keypti vélina til að sá melfræi og lúpínufræi og voru kaupin styrkt af framleiðnisjóði landbúnaðarins. Ætlunin er að nota vélina einnig við tilraunir til að sá grasfræi beint í kalbletti án undangenginnar jarð- vinnslu. Vélin verður þó mest notuð til sáningar á melfræi. Fyrir hálfum mánuði var byijað að sá melfræi meðfram nýja vegin- um á Mýrdalssandi en þar er sam- vinnuverkefni Landgræðslunnar og vegagerðarinnar við að hefta sand- fok á veginn yfir sandinn. Þá var einnig sáð í Vík í Mýrdal þar sem nokkrar gróðurskemmdir urðu tökum á þessu og vonum að þegar menn sjá grasið fara að vaxa upp úr sandinum þá láti þeir af þeirri iðju að aka og tætast um sandinn," sagði Sveinn Runólfsson um sáning- una við Ölfusárósa. Melfræinu sem notað er í sandinn við Óseyrarbrú var safnað síðastliðið haust í landgræðslugirðingum. Það var þurrkað og þreskt og síðan hreinsað í fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti. Sú meðhöndlun gerir að verkum að unnt er að sá fræinu með nýju sáðvélinni. Síðastliðin 80 ár hefur öllu melfræi verið dreift með höndum. „Hér er bylting í framkvæmdum. Notkun sáðvélarinnar sparar heil- mikið fræ vegna þess hversu hún er nákvæm og auk þess sem hún rispar niður áburð við hliðina á fræ- inu. Þannig fáum við mun betri nýt- ingu á fræinu og áburðinum en með hefðbundinni yfirborðssáningu þar sem fræið var fellt niður með herfi. Þetta er aðferð sem við erum búnir að bíða lengi eftir að vera í stakk búnir að vinna eftir og við væntum mun meiri árangurs með þessari aðferð," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Síðar í sumar er fyrirhugað að fara með vélina norður í land og sá í kalbletti og síðan verður sáð í sand- foksvæði í Þingeyjarsýslum, í friðuð- um landgræðslugirðingum. Þá er fyrirhugað að nýta vélina eitthvað við sáningu á lúpínufræi. — Sig. Js. Hundasúra og fífilblöð með hvítasunnumatnum Það sem flestir kalla hundasúru, heitir raunar túnsúra, en hundasúra er önnur súrutegund, sem alls ekki er æt. Það er aftur á móti mikið af ætri túnsúru allt í kringum okkur og n'una er hún komin á fullt skrið. Ég var um daginn að gefa nemendum mínum hrátt grænmeti og sendi þau út á tún og bætti túnsúm á matseðilinn, og sem von var þótti börnunum þetta hið mesta sælgæti og mjög spennandi. Allir, jafnt börn sem fullorðnir, ættu að nota túnsúruna meira en gert er. Hún er vítamínauðug og ómenguð, ef við gætum þess að tína hana ekki þar sem hún mengast af útblæstri bfla. Sem betur fer er nóg af stöðum á Islandi sem lausir eru við slíkt. Annað grænmeti er líka alls staðar fyrir fótum okkar, en það eru fífilblöð, sem eru mjög ljúffeng núna, þegar þau eru nýsprottin. Best eru þau áður en plantan blómstrar. Erlendis er blómsturpotti oft hvolft yfir fífilplönturnar og þær látnar fölna örlítið. Þá mildast bragðið. Víða um Suður-Evrópu er mikið borðað af fífilblöðum. Og nú í byijun sumars datt mér í hug að bjóða landsmönnum upp á fífílblöð í forrétt og hundasúru í ábætisrétt um hvítasunnuna. Fífilblaðasalat. - forréttur 2 hnefar ung fífilblöð 4 sneiðar beikon 1 lítil kínahreðka 'h lítill gráðaostur 1 msk. sítrónusafí 1 msk. matarolía skvetta úr tabaskósósuflösku 50 g salthnetur 1. Þvoið fífilblöðin, fjarlægið grófar æðar, rífíð blöðin með fíngrunum og setjið í skál. 2. Harðsteikið beikonið, myljið síðan milli fíngranna. 3. Afhýðið kínahreðkuna, ske- rið í örþunnar sneiðar með osta- skera. 4. Meijið gráðaostinn í sundur með gaffli. 5. Setjið fífilblöð, beikon, kína- hreðku og gráðaost í skál. 6. Setjið sítrónusafa, matarolíu og tabaskósósu í hristiglas og hristið saman. Hellið yfir salatið. Setjið í smáskálar og stráið salt- hnetum yfir. Meðlæti: Ristað brauð/snittu- brauð. Nautasteik (roastbeef) - aðalréttur 1 kg roastbeef '/■i tsk. salt nýmalaður svartur pipar 2 tsk. matarolía 1. Kveikið á bakaraofninum, 220°C, blástursofn 200°C. 2. Hitið pönnu mjög vel, setjið matarolíuna á hana og smyijið henni um pönnuna með eldhús- pappír. 3. Setjið kjötvöðvann á pönn- una og brúnið á öllum hliðum. Nuddið þá salti inn í rúlluna og malið mikið af pipar yfir hana alla. 4. Setjið rúlluna á grind, hafið plötu undir og leggið bökunar- pappír á hana til að auðvelda þrif. Hafíð rúlluna í ofninum í hálftíma ef hún er 10 sm þykk, en örlítið skemur ef hún er þynnri. Éf hún er þykkari þarf hún lengri tíma. 3-4 mínútur fyrir hvern sm. 5. Slökkvið á ofninum og látið rúlluna standa í honum í 5 mínút- ur áður en þið berið hana á borð. Berið bakaðar kartöflur með. Þær er best að baka áður en kjötið er sett í ofninn. Sósan 4 gaffalbitar 1 lítill laukur 1 msk. kapers nokkur strá ferskur graslauk- ur 1 tsk. sterkt sinnep 1 dós sýrður ijómi 1 msk. majonsósa 1. Meijið gaffalbitana og ka- persið smátt. 2. Afhýðið lauk og rífið eða skerið mjög smátt. 3. Blandið saman sýrðum ijóma, majonsósu og sinnepi, setj- ið lauk, kapers og gaffalbita út í. Hrærið vel saman. Sósan verður betri ef hún stendur í 1-2 klst. fyrir notkun. Túnsúrubúðingur - ábætisréttur 1 hnefí túnsúrublöð Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 2. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Setjið það í eldfasta skál ofan í pott með vel heitu vatni. Látið vatnið ekki sjóða en haldast við suðumark. Þetta bráðnar á 5 mínútum. Takið skál- ina með matarlíminu úr vatninu og látið standa í 2-3 mínútur. Hellið því í mjórri bunu út í kíví- súrmjólkina. Hrærið eggjarauð- umar út í. 3. Þeytið eggjahvítur og síðan ijóma. Þvoið skál og þeytara vel á milli. 4. Afhýðið eplið, stingið úr því kjamann. Rífið gróft á rifjárni. Setjið út í súrmjólkurblönduna ásamt túnsúru. 5. Setjið ijóma og eggjahvítur út í. Hrærið saman. Látið í kæli- skáp í minnst 4-5 klst. 6. Skerið kíví í sneiðar, leggið ofan á, þegar þetta er orðið stíft. Einnig má skreyta með túnsúru- blöðum. Athugið: Ekki má setja ósoðið kíví í það sem matarlím er í. Hvat- ar í kívíinu valda því að matarlím hleypur ekki. Þessir hvatar verða óvirkir, sé kívíið soðið. Hins vegar má leggja það ofan á búðinginn, eftir að hann hefur hlaupið saman. Hvert lauí í lágum dal, hverl ljós í himinsal eru lungur, er lala hótt, þótl hafi lógl, umHsrrans speki,gæsku'pgmátt. VtBr/em 7 blöð matarlím 'A lítri kíví-súrmjólk, 1 'h dl rjómi 1 grænt epli 2 egg 2 ferskir kívíávextir 1. Þvoið súrublöðin, leggið á sigti og látið renna af þeim, ske- rið síðan þvert með hnífi í mjóar ræmur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.