Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990
19
hug sinn tii þess hvaða skref hann
vill stíga næst, til þess að vinna
að þeirri hugsjón sinni að hér verði
til jafnaðarmannaflokkur á evr-
ópska vísu.“
Hið svo kallaða „flokkseigenda-
félag Alþýðubandalagsins“, með þá
Svavar Gestsson, Steingrím J. Sig-
fússon og Siguijón Pétursson í far-
arbroddi, túlkar niðurstöður kosn-
inganna á þá leið að þótt flokkur-
inn hafi goldið afhroð í Reykjavík
og tapað verulegu fylgi, þá megi
til sanns vegar færa að hann hafi
unnið eins konar varnarsigur. Hafa
þeir látið í veðri vaka að honum
beri að fylgja eftir með ákveðnum
hreinsunum og afmarkaðri stefnu-
mörkun. Tími tiltekta sé einfald-
lega kominn hjá Alþýðubandalag-
inu, þótt ólíklegt sé að um vorhrein-
gerningu geti orðið að ræða. Stefna
beri hins vegar að hausthreingern-
ingu.
Flokkseigendurnir telja að stefna
sú sem Ólafur Ragnar tók fyrir
sveitarstj órnarkosningarnar sýni
að hann hafi veðjað á rangan hest
og fyrir það verði formaðurinn að
gjalda með höfði sínu. Flokkurinn
þurfi ekki á neinu dulargervi að
halda, og enn síður eigi hann að
hafna fortíð sinni. I Ijósi þessa segja
þeir einsýnt að formaðurinn og
flokkurinn eigi enga samleið —
draga reyndar flestir í efa að þeir
hafi nokkurn tíma átt samleið.
Margir alþýðubandalagsmenn
telja brýnt að landsfundur verði
haldinn eigi síðar en í september,
með hliðsjón af því að þar þurfi
að móta línurnar fyrir kosningabar-
áttu flokksins fyrir næstu alþingis-
kosningar. „Það er ljóst að flokkur-
inn fer ekki út í kosningabaráttu
án þess að taka fyrst á sínum innri
vandamálum og það verður ekki
gert án landsfundar. Að minnsta
kosti sé ég ekki með hvaða öðrum
hætti það verður gert,“ sagði Svav-
ar Gestsson. Félagar úr Alþýðu-
bandalagsfélagi Reykjavíkur sögðu
við mig eftir flokksstjórnarfundinn
sl. þriðjudagskvöld að þeir ættu
afar bágt með að skilja skilgrein-
ingu Ólafs Ragnars á fundinum,
sem birtist í miðvikudagsblaði
Morgunblaðsins: „Þetta var ítarleg
og málefnaleg umræða og ég tel
hana hafa verið mjög gagnlega."
„Vissulega var umræðan ítarleg,
en hún var ekki gagnleg fyrir Ólaf
Ragnar, því hún var einvörðungu
gagnrýni á framkomu og störf
formannsins. Það gilti einu hvort
það voru félagar úr Reykjavík eða
utan af landi sem tóku til máls.
Það er sama hvað hann staðhæfir,
það kom skýrt fram á fundinum
að hann er vita landlaus, og gæti
allt eins kallað sig Ólaf landlausa
hér eftir,“ sagði framkvæmda-
stjórnarmaður úr Reykjavík.
Stuðningsmenn Ólafs Ragnars
segja málið ekki snúast um for-
mennsku hans — hún sé aukaat-
riði. Málið snúist um tilvist og
framtíðarstefnu Alþýðubandalags-
ins. Það hvort flokkurinn ætli að
fylgja eftir skrifum Svavars Gests-
sonar í þá veru að hér verði áfram
við lýði „þjóðlegur, þröngur
kommaíhaldsflokkur", skeri úr um
það hvort flokkurinn i framtíðinni
verði nokkurn tíma annað en það
flokksbrot sem hann breyttist í í
þessum sveitarstjórnakosningum.
Guðrún Helgadóttir, þingmaður
Alþýðubandalagsins í Reykjavík og
forseti Sameinaðs þings, er ómyrk
í máli um ástandið í feigin flokki:
„Það sem mér finnst umhugsunar-
efni fyrir okkar góða flokk er það
að við höfum um árabil haft úrslita-
vald í verkalýðshreyfingunni og
einn af æðstu trúnaðarmönnum
flokksins verið forseti ASI. Þrátt
fyrir það er dagljóst að reykvískt
verkafólk lítur ekki við Alþýðu-
bandalaginu og kýs allt annað frek-
ar. Þetta finnst mér að þessir
ágætu menn sem eru að kasta
grjóti í formanninn ættu að hug-
leiða.“
Guðrún sagði jafnframt: „Eg tel
mig ekkert verri alþýðubandalags-
mann, þótt ég hafi stutt H-listann.
Ég held að Ólafur Ragnar standi
nokkuð sterkur víða um land, en
það er auðvitað alveg ljóst að hann
hefur alltaf haft ákveðinn hóp hér
í Reykjavík á móti sér. Sannleikur-
inn er sá að ógæfa flokksins í þess-
um kosningum var sú að það er
ekki hægt að hafa stjórnmálaflokk
með tveimur formönnum. Svavar
Gestsson hefur sífellt verið á sveimi
í umboðslausu formannshlutverki.
Svavar hefur aldrei hætt að vera
formaður flokksins og slíkt kann
ekki góðri lukku að stýra fyrir
stjórnmálaflokk. Af hveiju kom
ekki í ljós þetta feiknarlega fylgi
Svavars Gestssonar og hans manna
í þessum kosningum? Það sýnist
nú ekki vera beysið, þegar úrslitin
í Reykjavík eru skoðuð.“
Guðrún segir að ekkert hafí svo
sem gerst varðandi styrkleika
flokksins í Reykjavík annað en það
að í staðinn fyrir Guðrúnu Ágústs-
dóttur hafi Kristín Á. Ólafsdóttir
verið kjörin borgarfulltrúi. „G-list-
inn hefði hvort sem er aldrei feng-
ið þijá fulltrúa. Guðrún er í þýðing-
armiklu starfi fyrir flokkinn sem
aðstoðarmaður menntamálaráð-
herra og þar með er hún nú ekki
verkefnalaus í flokknum.“
Það sem kann að koma í veg
fyrir að draumur Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra um
að stjórnin sitji út kjörtímabilið
verði að veruleika, er óvissuþáttur-
inn um framvindu mála í Álþýðu-
bandalaginu. Þar takast nú þegar
á hatrammar fylkingar, sem er að
vísu ekkert nýtt þegar þessi flokk-
ur er annars vegar. En það liggur
í loftinu að átökin eigi eftir að
harðna mjög, þannig að menn
gætu þar farið að vega hver annan
í mestu góðsemi, þegar sumri tekur
að halla. Samstarfsflokkar Alþýðu-
bandalagsins í ríkisstjórn hafa af
því áhyggjur að innri átök í flokkn-
um muni setja svip sinn á stjórnar-
samstarfið í þá veru að Svavar
Gestsson og Steingrímur J. Sigfús-
son muni ekki reynast samstarfs-
þýðir við slík átök. Þeir muni leggja
kapp á að skilgreina sig og stefnu-
mið sín í stjórnarsamstarfinu með
þeim hætti að ágreiningur á stjórn-
arheimilinu eigi eftir að fara vax-
andi og átök harðandi.
Þeir muni herða á afstöðu sinni
til ýmissa mála, sem framsóknar-
menn og kratar meta svo að jafn-
gildi því að þeir verði andvígir „öll-
um stærstu umbótamálunum sem
ríkisstjórnin er með á dagskrá og
þarf að keyra í gegn á því ári sem
eftir er“, sagði einn ráðherra. Hann
nefndi sem dæmi samningamál
EFTA og EB, opnun fjármagns-
markaðarins, opnun gjaldeyris-
markaðar, afstöðu_ til stóriðju og
nýrrar álbræðslu á íslandi. Því telja
kratar og framsóknarmenn vel
hugsanlegt að stjórnin eigi eftir að
springa á hverju þessara mála sem
er. Viðmælendur mínir úr ríkis-
stjóm útiloka því síður en svo
haustkosningar, og telja að ef af
þeim verður, þá verði þær í nóvem-
ber eða desember.
Sigurvegari kosninganna um
síðustu helgi, Sjálfstæðisflokkurinn
hefur lítt komið við sögu í þessari
umfjöllun, enda ekki virkur þátt-
takandi í þeim kraumandi átökum
sem eiga sér nú stað á vinstra
vængnum. Raunar mun það ekki
vera sjálfstæðismönnum neitt
kappsmál að efnt verði til alþingis-
kosninga í haust. Þeir telja margir
því lengur sem stjórnin sitji, þeim
mun meiri líkur séu á því að Sjálf-
stæðisflokkurinn styrki enn stöðu
sína á kostnað stjórnarflokkanna.
Þeir geta sem best hugsað sér
stjórnarandstöðuhlutverkið á því
kosningaþingi sem framundan er
og telja að það eigi eftir að reyn-
ast stjórnarflokkunum bæði erfitt
og kostnaðarsamt hvað fylgi varð-
ar. Þeir hyggjast einfaldlega nota
tímann til þess að undirbúa kosn-
ingabaráttu sina sem best, jafn-
framt því sem þeir hugsa sér gott
til glóðarinnar að kynda sem best
þeir geta undir kötlum sundrungar
stjórnarflokkanna.
Uppsagnir hjá
Þorgeiri og Ellert:
Mikið reiðar-
slag* fyrir bæj-
arfélagið
-segir Gísli Gíslason
bæjarstjóri
„ÞESSI tíðindi komu sem reiðar-
slag yfir bæjarfélagið því við vor-
um farin að vona að atvinnu-
ástandið í bænum væri að lagast,"
sagði Gísli Gislason, bæjarstjóri á
Akranesi, um uppsagnir um 100
starfsmanna hjá skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts á Akranesi
sem taka gildi á næstu mánuðum.
„Við höfum bent á að stjórnvöld
hafi það í hendi sér hvort fyrirtæki
í skipasmíðaiðnaði fái verkefni frá
innlendum aðilum eða hvort erlendar
stöðvar fái þau. Til eru ýmsir sjóðir
og stjórnvaldstæki sem beita má í
þessu skyni. Hitt er svo annað mál
að það er hlutverk forsvarsmanna
skipasmíðafyrirtækja að sjá til þess
að fyrirtækin séu samkeppnishæf við
erlenda aðila,“ sagði Gísli.
„Þeirrar tilhneigingar hefur gætt
í flestum bæjarfélögum að skipta við
fyrirtæki á staðnum til þess að halda
verkefnum innan bæjarmarkanna.
Hið sama gildir um landið og með
útreikningum má eflaust færa rök
fyrir því að þegar öll kurl koma til
grafar sé hagstæðara að láta inn-
lenda aðíla um verkefni á sviði skip-
asmíða."
Gísli kvaðst ennþá vonast til þess
að ekki þyrfti að koma til uppsagna
hjá Þorgeiri og Ellert en ef svo færi
yrði atvinnuástand í bænum afleitt.
„Við höfum á undanförnum árum
aðailega reynt að finna lausn á at-
vinnuleysi kvenna, sem hefur verið
töluvert, en þessar uppsagnir bæta
ekki úr skák, verði af þeim. Bæjarfé-
lagið er með talsverðar framkvæmd-
ir í gangi í sumar, til að mynda bygg-
ingu leikskóla, framhaldsskóla, heil-
sugæslustöð, dvalarheimili fyrir aldr-
aða og framkvæmdir við höfnina auk
gatnagerðaframkvæmda. En ljóst er
að mikill vandi skapast ef ekkert
verður að gert. Bæjarfélagið hefur
reynt að afla Þorgeiri og Ellert verk-
efni og fékk fyrirtækið til að mynda
til að smiða lóðsbát fyrir Akranes-
höfn. Haldið verður áfram á þeirri
braut að reyna að liðsinna fyrirtæk-
inu við að afla verkefna," sagði Gísli.
Skeiða- og Hruna
mannavegur:
Lægsta tilboð
55% af áætlun
LÆGSTA tilboð í lagningu 7 km
kafla á Skeiða- og Hrunamanna-
vegi var 55% af kostnaðaráætlun.
Tilboð Smára Kristjánssonar upp
á 14,8 milljónir, var lang lægst
þrettán tilboða, en kostnaðará-
ætlun Vegagerðarinnar var 27
milljónir. Vinnu við vegarkaf-
lann, sem er á milli Hólakots og
Flúða, á að ljúka fyrir 1. nóvem-
ber í haust.
Borgarverk hf. í Borgarnesi átti
lægsta tilboð í lagningu klæðninga
á Norðurlandi vestra í sumar, 70,5%
af kostnaðaráætlun. Tilboð fyrir-
tækisins var 13,1 milljón en kostn-
aðaráætlun var 18,6 milljónir.
Stefán Þengilsson á Svalbarðs-
strönd bauð best í lagningu tæplega
eins km kafla á Svalbarðseyrarvegi
í sumar. Stefán vill leggja veginn
fyrir 8 milljónir sem er 66% af
kostnaðaráætlun upp á 12,1 milljón.
Bijótur sf átti lægsta tilboð í
efnisvinnslu á Vestfjörðum, 46,7 til
49.3 milljónir eftir tilhögun verks-
ins. Kostnaðaráætlun er 43,9 til
45.4 milljónir. Króksverk bauð best
5 efnisvinnslu á Norðurlandi vestra,
13.5 milljónir kr., sem er 94,5% af
kostnaðaráætlun Vegagerðainnnar.