Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990
Fjöldamorðanna í Kína minnst:
Torgi hins himn-
eska friðar lokað
Peking. Reuter.
Á MÁNUDAG verður ár liðið frá
(jöldamorðunum á Torgi hins
himneska friðar í Peking og
verður lögregla með mikinn við-
búnað í höfuðborginni. Torginu
verður lokað og allt gert til að
koma í veg fyrir að mótmæli
brjótist út.
Talið er að hundruð eða jafnvel
oúsundir lýðræðissinna hafí beðið
oana er hersveitir kváðu mótmæli
peirra niður með grimmdarlegum
hætti 4. júní í fyrra. Þrír þeirra,
sem efndu til mótmælasveltis á
Torgi hins himneska friðar tveimur
dögum fyrir blóðsúthellingamar,
úugðust halda blaðamannafund á
fimmtudag til að krefjast þess að
pólitískar fangar yrðu látnir lausir.
Þeir aflýstu hins vegar fundinum í
skyndi og ekkert var vitað um af-
drif þeirra fyrr en í gær er greint
var frá því að einn þeirra væri í
vörslu lögreglu.
Ellefu fangar voru teknir af lífí
í Peking á miðvikudag og var til-
gangurinn sá, að sögn stjórnvalda,
að tiyggja að erlendir gestir geti
notið Asíuleikanna í friði og spekt.
Mennirnir voru sagðir hafa gerst
sekir um morð, nauðganir og rán.
Asíuleikarnir verða haldnir í Pek-
ing eftir rúma þijá mánuði. „Við
verðum að herða baráttuna gegn
hvers kyns glæpaöflum til að
tryggja að erlendir vinir okkar geti
átt ánægjulega daga hér í Peking
í friði og spekt,“ sagði í forystu-
grein blaðsins. Pekinglögreglan er
sögð hafa komið upp um 1144 af-
brot að undanförnu.
Reuter
Lögreglan í Peking hefúr hert öryggiseftirlit í höfuðborginni og
nágrenni hennar að undanfornu. Á myndinni eru lögreglumenn að
handtaka konu, en hvorki var vitað um ástæður handtökunnar né
hver afdrif hennar urðu. Skömmu áður en hún var handtekin hafði
útlendingur átt orðastað við hana.
Öryggisráð SÞ:
Bandaríkin
koma Israel-
um til varnar
Sameinuðu þjóðunum, Nicosíu. Reut-
er.
Bandaríkjamenn beittu á
fimmtudag neitunarvaldi í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna
gegn tillögu um að send yrði
þriggja manna nefnd til her-
numdra svæða Israela til að
kanna hvernig vernda skyldi
líf Palestínumanna.
Arabaþjóðir brugðust ókvæða
við þessari ákvörðun Bandaríkja-
manna en ísraelsstjóm fagnaði
henni. Stjómin gaf til kynna að
búast mætti við hefndaraðgerð-
um - og þá líklega gegn Líbýu-
mönnum - vegna strandhöggs
hryðjuverkahópsins Frelsisfylk-
ingar Palestínu (PLF) á bað-
strönd skammt frá Tel Aviv á
þriðjudag. Líbýustjórn vísaði því
á bug að hún væri viðriðin strand-
höggið.
Landsbergis hittir Jeltsín;
Ætla að smðganga aðflutn-
ingsbannið gegn Litháen
Moskvu. Reuter.
BORIS Jeltsín, nýkjörinn forseti Sovétlýðveldisins Rússlands, átti
í gær firnd með Vytautas Landsbergis, forseta Litháens. Meðal
annars var rætt um viðskipti landanna en Jeltsín hefiir lýst sig
reiðubúinn til að virða aðflutningsbann Sovétstjórnarinnar gegn
Litháum að vettugi og sjá þeim meðal annars fyrir olíu og gasi.
Ekki er ljóst hvemig Jeltsín Mið-Asíulýðveldunum Tadzhikist-
er
getur komið Litháum til hjálpar.
Lestakerfí Sovétríkjanna heyrir
undir ráðuneyti í Moskvu sem
nýverið kom í veg fyrir að Litháar
sendu kjöt til Síberíu í skiptum
fyrir olíui. Spurningin er því hveij-
um lestarstarfsmenn hlýða,
Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sov-
étríkjanna, eða Jeltsín.
Þar við bætist að sökum boð-
aðra efnahagsaðgerða Sovét-
stjómarinnar era borgir, hérað og
jafnvel Iýðveldi í Sovétríkjunum í
vaxandi mæli treg til að leyfa
brottflutning á vöra. Ráðamenn í
an og Uzbekistan hafa þegar
stöðvað útflutning á ferskum
ávöxtum og grænmeti. Héraðs-
stjórnir í nágrenni höfuðborgar-
innar Moskvu hafa einnig dregið
úr fiutningi þangað á kjöti, vodka
og annarri vöra sem skortur er
á. Tilgangurinn er meðal annars
sá að þvinga borgaryfirvöld í
Moskvu til að falla frá ákvörðun
sinni um að banna sölu á eftir-
sóttri vöra til annarra en borg-
arbúa.
Reuter
Vytautas Landsbergis
EFTA-EB:
Agreiningur
um fyrirvara
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
STJÓRNARNEFND Fríverslun-
arbandalags Evrópu (EFTA) í
viðræðum bandalagsins við Evr-
ópubandalagið (EB) reyndi ár-
angurslaust í vikunni að ná sam-
komulagi um lista yfir fyrirvara
og' undanþágur, sem leggja á
sameiginlega fram af hálfu
EFTA-ríkjanna í væntanlegum
samningaviðræðum við EB.
Framkvæmdastjórn EB hefiir
ótvírætt gefið í skyn að undan-
þágum verði haldið í algjöru lág-
marki í samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EE.S) en
samkvæmt heimildum í Genf hafa
EFTA ríkin hvert í sínu lagi lagt
fram tugi fyrirvara.
Fyrirvararnir vora lagðir fram í
vinnuhópum embættismanna í vet-
ur, flestir snúast þeir um lítilfjörleg
tæknileg atriði. Settu íslendingarn-
ir til dæmis fram fyrirvara vegna
sérstakra reglna um ljósatíma bif-
reiða á íslandi. Mikilvægu fyrirvar-
arnir varða sameiginlegan vinnu-
markað, fjármagnsflutninga og
samgöngur. Austurríkismenn og
Svisslendingar hafa ekki verið til
umræðu um að fella inn í samning-
inn um EES samkomulag um um-
ferð flutningabíla í gegnum löndin.
Innan Evrópubandalagsins er hins
vegar lögð mikil áhersla á að leyst
verði úr þeim deilum með EES
samningnum. Líklegt er talið að
samkomulag takist um flesta fyrir-
varana en ljóst er að haldið verður
fast í fyrirvara vegna vinnuafls og
náttúruauðlinda.
Stjórnarnefnd EFTA í viðræðun-
um kemur saman til fundar í Gauta-
borg 11. og 12 júní nk. og á þeim
fundi verður þess freistað að kom-
ast að samkomulagi um sameigin-
legan, stuttan lista. Talið er mikil-
vægt að ná samkomulagi um þetta
atriði áður en utanríkisráðherrar
EB ríkjanna fjalla um tillögu fram-
kvæmdastjórnar bandalagsins að
umboði til að ganga til formlegra
samninga við EFTA, 18. og 19.
júní í Lúxemborg. Talsmenn EB
hafa gefið í skyn að slíkt samkomu-
lag innan EFTA myndi greiða fyrir
samþykkt umboðsins.
LYFJATÆKNASKOLI
ÍSLANDS
AUGLÝSING UM INNTÖKU NEMA
Lyfjatækninám er þriggja ára nám. Umsækjandi
um skólavist skal hafa lokið tveggja ára námi í
framhaldsskóla (fjölbrautaskóla).
Umsækjendur, sem lokið hafa prófi tveggja ára
heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða hlið-
stæðu eða frekara námi að mati skólastjórnar,
skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist. Skóla-
stjórn er heimilt að meta starfsreynslu umsækj-
anda og er einnig heimilt að takmarka fjölda
þeirra nema, sem teknir eru í skólann hverju
sinni. Upplýsingar eru veittar í skólanum alla
daga fyrir hádegi.
Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1. Staðfest afrit prófskírteinis.
2. Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem skólinn
lætur í té.
3. Sakavottorð.
4. Meðmæli skóla og/eða vinnuveitanda, ef vill.
Umsóknarfrestur er til 8. júní.
Eyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Umsóknir skal senda til:
Lyfjatæknaskóla íslands,
Suðurlandsbraut 6,
108 Reykjavk.
Skólastjóri.
Litháar mótmæla 1 Washington:
„Jeltsín skiptir máli
en ekki Gorbatsjov“
Sovétleiðtoginn segir bandarískum menningarvitum að sjálf-
stæðisyfirlýsing Litháa hafi verið uppreisn gegn Kreml.“
Washington. Frá Önnu Bjarnadéttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
PÓLSKUR fréttamaður, Karol J. Szyndzielorz, sem hefur fylgst
náið með Míkhaíl Gorbatsjov frá því hann komst til valda í
Sovétríkjunum fyrir fimm árum sagði í samtali við fréttaritara
Morgunblaðsins á fimmtudag að Sovétleiðtoginn væri þreytuleg-
ur og hefði elst um tíu ár á þessum fimm árum. Rudy Bosch-
witz, öldungardeildarþingmaður frá Minnesota, sem átti fiind
með Gorbatsjov í gærmorgun ásamt öðrum bandarískum þing-
mönnum, sagði þvert á móti að Gorbatsjov liti vel út og virtist
ekki þreyttur þrátt fyrir erfiðleikana heima fyrir. Hann sagði
aðspurður að Gorbatsjov hefði ekki ætt úr einu í annað á fimd-
inum heldur verið með málþóf.
Gorbatsjov bauð svokölluðum
menningarvitum í hádegisverð á
fimmtudag og hélt þá ræðu þar
sem hann virtist hugsa upphátt
og fór úr einu í annað. Hann
nefndi Litháen og sagði að
stjómvöld þar hefðu lýst yfír
sjálfstæði á einni nóttu en nú
vissu þau ekki hvað þau ættu til
bragðs að taka. Hann veifaði
fíngri framan í þingmenn í gær-
morgun og kallaði sjálfstæðis-
yfírlýsingu Litháa uppreisn gegn
stjómvöldum í Kreml.
Það hefur lítið borið á mót-
mælum gegn Gorbatsjov í Was-
hington síðan hann kom til borg-
arinnar á miðvikudagskvöld.
Kona með fána Úkraínu stóð á
götuhorni skammt frá sovéska
sendiráðinu í gærmorgun og
sagðist vonast til að hann sæi
hana svo að hann hugsaði ráð
sitt og veitti lýðveldinu sjálf-
stæði.
Þó nokkur fjöldi fólks víðs
vegar að úr Bandaríkjunum
safnaðist saman á tröppum þing-
hússins um hádegið í gær til að
krefjast sjálfstæðis Litháens.
Miðaldra fólk var í meirihluta
en það kom til Bandaríkjanna
eftir að Litháen var innlimað í
Sovétríkin í byrjun seinni heims-
styijaldarinnar. Það veifaði fán-
um og kröfuspjöldum, söng lit-
háíska söngva og fjöldi kvenna
var í þjóðbúningum. Nokkrar
þeirra sögðu í samtali við frétta-
ritara Morgunblaðsins að þær
hefðu ekki átt von á að þær
ættu nokkum tíma eftir að taka
þátt í mótmælaaðgerðum. „En
við viljum frelsi þjóðar okkar,“
bættu þær við. Flestir viðmæl-
enda fréttaritarans sögðu að
Gorbatsjov hefði opnað dyrnar
fyrir frelsi leppþjóða Sovétríkj-
anna en nú væri ekki lengur
þörf fyrir hann. „Valdadagar
Gorbatsjovs eru taldir,“ sagði
einn. „Borís Jeltsín skiptir máli
núna.“