Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990
Fráfarandi sljórn Æskulýðsíylking-arinnar:
Það á að ganga milli bols og
höfiiðs á samfylkingarmönnum
FRÁFARANDI stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, sem sett var af á félagsfundi á miðvikudagskvöld, lét bóka
á fundinum harðorð mótmæli við vinnubrögðum meirihluta fundar-
manna. Meirihlutinn, með Ástráð Haraldsson í broddi fylkingar, bar
stjórnina ofurliði og samþykkti meðal annars ályktun, þar sem hörm-
uð var þátttaka Æskulýðsfylkingarinnar í framboði Nýs vettvangs.
Stjórnarmennirnir fynverandi,
þau Runólfur_ Ágústsson, Guðrún
Omarsdóttir, Ólafur Páll og Hörður
Oddfríðarson, átelja þau vinnubrögð
i meirihluta fundarmanna að bera upp
dagskrártillögur, sem höfðu í för
með sér að tillögur, sem fyrir fundin-
um lágu, voru bornar undir atkvæði
án umræðu. Þau segja að þetta hafi
meðal annars þýtt að stjórnin hafi
ekki getað varið hendur sínar í um-
ræðu um vantraust. „Þær tiliögur,
sem samþykktar voru með þessum
hætti, fram bornar af Ástráði Har-
aldssyni og fleirum, boða greinilega
það sem koma skal í Alþýðubanda-
laginu á næstu vikum og mánuðum.
Greinilega á að ganga á milli bols
og höfuðs á þeim sem vilja vinna
að samfylkingu og sameiningu
vinstri manna. Hin „hreinlífa einang-
runarstefna“ á að verða allsráð-
andi,“ segir í bókun stjórnarmann-
anna.
Fráfarandi stjórn telur að með því
að afturkalla kröfu um stofnun kjör-
dæmisráðs Alþýðubandalagsfélag-
anna í Reykjavík sé verið að útiloka
fjölda alþýðubandalagsmanna frá
því að hafa áhrif á framboðsmál
fiokksins í borginni. „Er næsta
skrefið e.t.v. að reka þetta fólk alfar-
ið úr flokknum?" segir í bókun
stjórnarmannanna.
Síðarj bókuninni segir að fráfar-
andi stjórn ÆFR lýsi áhyggjum yfir
framtíð Alþýðubandalagsins. „Sterk
öfl innan flokksins virðast vilja skil-
greina hann upp á nýtt og þrengja
verulega. Við teljum flokkinn vera
og eiga að vera jafnaðarmannafiokk
í beztu merkingu þess orðs. Kjörorð
flokksins eigi að vera jöfnuður, rétt-
læti og bræðralag manna og hann
eigi að vinna markvisst að aukinni
samstöðu og sameiningu íslenzkra
jafnaðarmanna, sem nú eru klofnir
í marga smáflokka," segir í bókun-
inni. Stjórnarmennirnir telja að
stefna sú, sem varð ofan á í ályktun-
um fundarins, hafi beðið skipbrot í
nýafstöðnum sveitarstjórnakosning-
um. „Þröngur, staðnaður fiokkur,
einangraður yzt á vinstrikanti
stjórnmálanna getur aldrei orðið
fjöldahreyfing og má vel við una að
fá rúmlega 'Aaf fyrra fylgi G-listans
eins og raun varð á hér í Reykjavík
slíkur flokkur má Alþýðubandalagið
aldrei verða.“
I sérstakri bókun Runólfs Ágústs-
sonar, fráfarandi oddvita ÆFR, seg-
ir að hann hafi talið sig hafa náð
samkomulagi við Ástráð Haraldsson
um að leggja fyrir fundinn tillögu,
sem fæli í fyrsta lagi í sér að ÆFR
harmaði deilur og klofning í flokks-
félögunum í Reykjavík, í öðru lagi
kröfu um landsfund flokksins, þar
sem stefna og hlutverk hans yrðu
skilgreind ásamt því að fjalla um
og greina kosningaúrslitin, og í
þriðja lagi að deilumálum flokksfé-
laganna í Reykjavík varðandi stofn-
un kjördæmisráðs yrði vísað til
landsfundarins. „Um þessi þrjú at-
riði náðum við samkomulagi, en
Ástráður kvaðst vilja bera það undir
varaformann flokksins og fleiri. í
gærkveldi tjáði hann mér síðan það
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
1. júní
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 87,00 56,00 74,03 11,751 870.049
Ýsa 85,00 60,00 77,84 5,056 393.583
Þorskur/st 86,00 86,00 86,00 0,633 54.438
Keila 12,00 12,00 12,00 0,557 6.684
Rauðm./Gr. 5,00 5,00 5,00 0,013 65
Karfi 20,00 20,00 20,00 0,223 4.460
Ufsi 25,00 25,00 25,00 0,243 6.075
Steinbítur 41,00 40,00 40,09 0,853 34.198
Smáþorsk. 44,00 44,00 44,00 0,809 35.596
Langa 28,00 28,00 28,00 0,125 3.500
Lúða 100,00 100,00 100,00 0,245 24.500
Smáufsi 25,00 25,00 25,00 1,111 27.775
Koli 25,00 25,00 25,00 530,00 13.250
Samtals 66,55 22,150 1.474.173
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskursl. 97,00 55,00 77,99 33,732 2.630.828
Ýsa 116,00 48,00 86,84 13,563 1.177.869
Blandað 15,00 15,00 15,00 0,118 1.770
Grálúða 66,00 63,00 64,91 12,514 812.336
Karfi 40,00 20,00 36,03 10,014 360.758
Keila 26,00 10,00 24,82 0,271 6.726
Langa . 49,00 35,00 38,74 10,178 394.317
Lúða 400,00 180,00 275,68 0,696 •191.870
Rauðmagi 13,00 13,00 13,00 0,081 1.053
Skata 50,00 50,00 50,00 0,041 2.050
Skarkoli 86,00 20,00 36,76 0,696 25.586
Ufsi 34,00 25,00 32,86 3,210 105.903
Steinbitur 56,00 47,00 47,32 0,883 41.780
Skötuselur 135,00 135,00 135,00 0,811 109.485
Undirmál 55,00 25,00 49,25 2,984 146.970
Samtals 66,92 89,792 6.009.202
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 90,00 51,00 65,33 67,217 4.391.588
Þorskur 76,00 72,00 73,11 7,197 526.184
Ýsa 87,00 40,00 76,22 25,315 1.929.432
Karfi 27,00 27,00 27,00 0,238 6.426
Skötuselur 108,00 108,00 108,00 0,792 85.536
Skötuselur 275,00 275,00 275,00 0,152 41.800
Steinbítur 29,00 21,00 27,95 0,440 12.296
Sólkoli 67,00 67,00 67,00 0,047 3.149
Langa 25,00 25,00 25,00 0,057 1.425
Langa 25,00 5,00 20,64 0,668 13.790
Keila 13,00 5,00 9,34 0,570 5.321
Svartfugl 25,00 25,00 25,00 0,015 375
Hlýri 28,00 28,00 28,00 0,054 1.512
Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,049 735
Skarkolí 25,00 25,00 25,00 0,009 225
Langlúra 10,00 10,00 10,00 0,264 2.640
Undirmál 47,00 36,00 42,57 4,386 186.705
Ufsi 36,00 15,00 28,37 21,938 622.281
Steinbítur 10,00 10,00 10,00 0,382 3.820
Skarkoli 38,00 15,00 36,65 3,714 136.105
Keila 13,00 5,00 7,94 1,174 9.320
Karfi 37,00 5,00 35,02 7,273 254.694
Blandað 6,00 6,00 6,00 0,310 1.860
Blandað 6,00 6,00 6,00 0,011 66
Lúða 405,00 25,00 248,70 6,140 1.527.020
Hnísa 69,00 64,00 67,85 0,130 8.920
Samtals 65,79 148,542 9.773.125
að hann gæti ekki skrifað undir sam-
komulag sem þetta. Ég harma það
að ekki skuii hafa reynzt vilji fyrir
sáttum innan ÆFR. Slíkt sýnir
væntanlega afstöðu stjórnar ABR
og fleiri forystumanna flokksins til
sátta í Alþýðubandalaginu almennt,"
lét Runólfur bóka.
Runólfur Ágústsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að stuðn-
ingsmenn Nýs vettvangs hefðu ekki
tekið ákvörðun um það hvort þeir
myndu reyna að halda félaginu á
aðalfundi Æskulýðsfylkingarinnar,
sem verður haldinn 14. júní sam-
kvæmt ákvörðun félagsfundarins í
fyrrakvöld.
Ein af myndum Öldu á sýning-
unni.
Alda sýn-
ir í Austiir-
stræti 8
ALDA Sveinsdóttir opriar í dag,
laugardag, sýningu í Austurstræti
8, og er meginviðfangsefnið konur
— myndir málaðar með vatns- og
akrýllitum.
Alda stundaði nám í Myndlistar-
skóla Reykjavíkur og Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Einnig hefur
hún sótt námskeið hjá ýmsum mynd-
listarmönnum. Hún hefur haldið
nokkrar einkasýningar og tekið þátt
í fjölmörgum samsýningum.
Sýningin er opin kl. 14-18 yfir
hvítasunnuhelgina.
■ BROTTFL UTTUM Patreks-
fírðingum sem öðrum gefst í sum-
ar kostur á að dvelja vikutíma í
senn í Aðalstræti 65 á Patreks-
firði. í húsinu eru 2 íbúðir, 4 uppbú-
in rúm verða í hvorri íbúð ásamt
eldhúsáhöldum og öðrum búnaði.
Með tilkomu nýrrar feiju yfir
Breiðafjörð eru nú daglegar ferðir
milli Stykkishólms og Bijánslækjar,
einnig er flogið 5 sinnum í viku til
Patreksfjarðar.
(Úr fréttatilkynningu)
GENGI OG GJALDMIÐLAR
GENGISSKRÁNING
Nr. 101 1. júní 1990 Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 60,49000 60,65000 60,17000
Sterlp. 101,48700 101,76500 101,89800
Kan. dollari 51.53600 51,67200 50,84100
Dönsk kr. “5,35290 9,37770 9,40520
Norsk kr. 9,29040 9,31500 9,31210
Sænsk kr. 9,87270 9,89990 9,88740
Fi. mark 15,23680 15,27710 15,28520
Fr. franki 10,57150 10,59940 10,63780
Belg. franki 1,73270 1,73730 1,74000
Sv. franki 42,34360 42,45560 42,31960
Holl. gyllini 31,69500 31,77890 31,82670
V-þ. mark 35,69360 35,78800 35,82720
ít. líra 0,04848 0.04860 0,04877
Austurr. sch. 5,07150 5,08490 5,09200
Port. escudo 0,40580 0,40690 0,40750
Sp. pesetí 0,57440 0,57.590 0,57430
Jap. yen 0,39718 0,39823 0.40254
írskt pund 95,56500 95,81800 96,09400
SDR (Sérst.) 79,26310 79,47270 79,47250
ECU, evr.m. 73,33810 73,53210 73,69320
Tollgengi fyrir júní er sölugengi 28. maí. Sjálfvirkur
símsvari gengisskránmgar er 62 32 70.
Morgunblaðið/Bjami
Hvítasunnukappreiðar Fáks
Hvítasunnukappreiðar hestamannafélagsins Fáks fara fram nú um
helgina. Tíu efstu hestarnir hljóta sæti fyrir félagið á landsmóti
hestamanna á Vindheimamelum í sumar. Kappreiðarnar hófust með
keppni í A og B flokki gæðinga og fór undankeppni í A flokki fram
á fimmtudag en í B flokki á föstudag. 24 hestar keppa í hvorum
flokki en þeir tíu efstu munu hljóta sæti fyrir Fák á landsmóti hesta-
manna, sem fram fer á Vindheimamelum i sumar.
„Fyrir oían garð og neð-
an“ í Þingholtunum
SÝNINGIN „Fyrir ofan garð og
neðan“ verður opnuð í dag, laugar-
daginn 2. júní, kl. 16.00 með dag-
skrá í Hailargarðinum við Fríkirkju-
veg. Sýningin er haldin af Nýlista-
safninu í tilefni af Listahátíð í
Reykjavík.
Þátttakendur á sýningunni eru
27, frá Englandi, V-Þýskalandi,
Noregi, Svíþjóð, Sviss og fslandi,
og hafa þeir unnið rýmisverk,
myndbönd, skúlptúra, hljóðverk og
myndhreyfingar fyrir garða og opin
svæði í Þingholtunum. Á vegg-
spjaldi sýningarinnar er kort af
hverfinu sem auðveldar gestum að
rata frá einu verki til annars. Sér-
stök dagskráratriði eru kynnt í aug-
lýsingum frá framkvæmdastjórn
Listahátíðar í Reykjavík.
Morgunblaðið/RAX
Unnið við að koma einu af listaverkunum fyrir á Óðinstorgi.
■ SKÁ TAFÉLAGIÐ Hraunbúar
í Hafnarfirði heldur 50. vormót sitt
nú um helgina á nýju svæði félags-
ins, Flókadal undir Ásfjalli í Hafn-
arfirði. Á sunnudag bjóða Hraunbú-
ar öllum velunnurum að heimsækja
mótsvæðið og kynna sér starfið.
Klukkan 21 verður kveiktur varð-
eldur og boðið upp á ýmis skemmt-
ia+riði.
Skemmsta leið að skátasvæðinu
er að aka Krísuvíkurveg frá Reykja-
nesbraut og beygja til vinstri ofan
við spennuvirkið.
Listahátíð:
Eftirtalin atriði verða á dag-
skrá Listahátíðar um hvíta-
sunnuhelgina.
Dagskrálaugardag
Kl. 17.00 Háskólabíó
Andrei Gavrilov leikur með Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Stjórn-
andi er Jacek Kaspszyk.
Kl. 14.00 Kjarvalsstaðir
Sýningin „Islensk höggmynda-
iist“ opnuð.
Kl. 16.00 Þingholtin
Nýlistarsýningin „Fyrir ofan garð
og neðan“.
. Dagskrá sunnudag
Kl. 17.00 Háskólabíó
Vínardrengjakórinn syngur undir
stjórn Peter Marschik.
Kl. 20.30 Listasafn íslands
Sýning á málverkum og teikning-
um André Masson opnuð.
Kl. 20.30 íslenska óperan
Lilla Teatern frá Helsinki sýnir
„Leikhús Níkítas gæslumanns".
Ei
Dagskrá mánudag
Kl. 16.00 Háskóli íslands
Samræður um trú og list
Kl. 17.00 Háskólabíó
Vínardrengjakórinn syngur undir
stjórn Peter Marschik.
Kl. 20.30 íslenska óperan
Lilla Teatren frá Helsinki sýnir
„Leikhús Níkíta gæslumanns".
Kl. 21.00 Háteigskirkja
Kirkjuóperan Abraham og ísak
eftir John Speight.
Dagskrá þriðjudag
Kl. 17.17 Austurstræti
Uppákomur og skemmtun. Tón-
listarmenn, dansarar, leikarar,
skáld o. fl koma fram.
Kl. 21.00 Háteigskirkja
Kirkjuóperan Abraham og ísak
eftir John Speight.
Kl. 21.00 íslenska óperan
Kocian-kvartettinn frá Prag.
Kl. 21.00 Borgarleikhúsið
Cricot 2 frá Kraká fiytur leikritið
„Ég kem aldrei aftur“ undir leik-
stjórn höfundarins Tadeusz Kant-