Morgunblaðið - 02.06.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.06.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990 35 Minning: Þórður Þorsteins- son frá Meiritungu Fæddur 5. október 1914 Dáinn 26. maí 1990 „Jafnan kemur mér hann í hug er ég heyri góðs manns getið.“ Þessara fornu og fleygu orða minnt- ist ég er mér barst til eyrna lát vinar míns og kunningja til margra ára, Þórðar Þorsteinssonar frá Meiritungu í Holtum, en hann lést á Elliheimilinu Grund 26. maí sl. Margir munu minnast hans en allir munu þeir mæla eftir hann á einn og sama veg. Hann var drengur góður í sönnustu og upprunalegustu merkingu orðanna. Kynni okkar Þórðar hófust þegar hann hóf vinnu á sama stað og ég, sem bílstjóri og lagermaður í Málar- anum árið 1947. Þórður vann í Málaranum í nokkur ár eða þar til hann hóf störf hjá Pósti og síma, fyrst sem bréfberi og síðan lengst af hjá Tollpóststofunni. Þórður var sérstaklega dagfars- prúður maður og góður starfsfé- lagi, sem alla hændi að sér með hógværð, góðvild og sérstakri prúð- mennsku. Hin létta og glaðværa lund Þórðar var aðdáunarverð, alls staðar var hann hrókur alls fagnað- ar á gleðinnar stund sem hélst allt til síðustu stundar, þrátt fyrir mik- inn og langvarandi sjúkdóm síðustu tuttugu árin sem hann lifði. Veik- indi sín bar hanli með mikilli still- ingu og æðruleysi alla tíð og þó að hann væri oft sárþjáður, hittum við vinir hans og kunningjar, sem heim- sóttum hann reglulega á Elliheimil- ið, alltaf sama glaða og káta Þórð, sem gerði sem minnst úr veikindum sínum. Þórður var mjög orðheppinn og hnittinn í tilsvörum og var því oft glatt á hjalla þar sem hann var. Meðan Þórður var heill heilsu kom hann oft á heimili okkar hjóna, okkur til mikillar ánægju. Meðal annars var hann í fæði hjá okkur í nokkurn tíma og þróaðist vinskap- ur okkar eftir því sem árin iiðu. Þórður hafði yndi af söng enda söngmaður góður og tókum við kunningjarnir oft lagið saman í góðra vina hópi. Þórður hafi líka mikla ánægju af hestum og hesta- mennsku og átti hann hesta fyrstu árin sem hann átti heima í Reykjavík, en hann fluttist frá Meiritungu alfarinn, árið 1945. Eins og áður er sagt vann Þórð- ur um árabil hjá Tollpóststofunni í Reykjavík. Þórður minntist oft á starfsfélaga sína þar sem sína bestn vini. Þeir reyndust honum sannir vinir í raun, bæði í gleði og þrautum og veit ég fyrir víst að Þórður mat alla þeirra hlýju og vináttu að verð- leikum alla tíð. Ég vona að það sé á engan hallað í þessu sambandi þótt ég minnist á einn mann, Aðal- stein Guðjónsson, fulltrúa hjá Toli- póststofunni. Þórður og hann unnu saman alla tíð meðan heilsa Þórðar leyfði. Eftir að heilsu hans hrakaði til muna, hugsaði Aðalsteinn um fjármál Þórðar af stakri samvisku- semi allt til hann lést. Fyrir þetta vil ég færa honum, fyrir hönd aldr- aðrar systur Þórðar, alúðarþakkir. Þórður var fæddur á Meiritungu í Holtum í Rangáivallasýsiu 5. októ- ber 1914 og ólst þar upp hjá foreldr- um sínum, Þorsteini Jónssyni, bónda, og konu hans, Þórunni Þórð- ardóttur, ljósmóður frá Hala í Efri- Holtum. Þórður stundaði almenn sveitastörf á heimili foreldra sinna þar til hann fluttist tii Reykjavíkur árið 1945 og dvaldi þar til dauða- dags. Þórði þakka ég alla þá vinsemd og hlýju sem hann sýndi_ mér og mínu heimili um árabil. í þessum oft svo dimma heimi skín sól og birtir við kynni slíkra manna sem Þórður var. Ég votta aldraðri systur svo og öðrum vandamönnum dýpstu sam- úð okkar hjóna og veit að minning- in um góðan dreng gerir söknuðinn léttbærari. Sakna hans nú félagar og frænd- ur. Muna nú vinir handtakið hlýja og góða. Syrgir hann og nú systir hans. Helgi E. Guðbrandsson Minning: Kristín Gunnars- dóttír Ketílsstöðum Föðursystir mín, Kristín Gunn- arsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýr- dal, andaðist á Elliheimilinu Grund 19. maí sl. Hún var fædd í Fagra- dal 30. september 1892, frumburð- ur sinna foreldra, þeirra Gunnars Bjarnasonar frá Engigarði síðar bónda í Steig og konu hans Guðríð- ar Þorsteinsdóttur frá Stóra-Dal. í Steig ólst hún upp ásamt bræðrum sínum, Þorsteini f. 1893 og Sigurði Bjama f. 1896. Var einstaklega kært með þeim systkinum alla tíð. Árið 1923 giftist hún Saiómon Sæmundssyni frá Stóra-Dal. Þau hófu búskap í Steig en fluttu fljót- Ibúasamtök Vest- urbæjar Kópavogs: llOmanns á stoöifiindi ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar Kópavogs voru stofnuð 12. maí s.l. Stofnfélagar munu að næstunni kynna markmið samtakanna fyrir þeim íbú- um Vesturbæjar, sem ekki áttu þess kost að sækja stofn- fundinn. Stjórn samtakanna skipa: Halldór Jónatansson,form aður, Stef anía Pétursdóttir, varaformaður, Þórheiður Ein- arsdóttir, gjaldkeri, Sveinn Sæmundsson, ritari, og Eyjólf- ur K. Sigutjónsson meðstjórn- andi. í varastjórn eru Gunnar Flóvenz og Róbert Arnfinnsson. í frétt frá íbúasamtökum Vesturbæjar Kópavogs segir að farið verði fram á samvinnu við bæjarstjórn í því er lýtur að framkvæmdum í Vesturbæ og að samtökin munu óska eft- ir að fylgjast með áætlunar gerð og framkvæmdum. Til að standa undir kostnaði við starfsemina munu íbúasam- tök Vesturbæjar Kópavogs leita eftir fjárstuðningi frá fyr- irtækjum í bænum í stað þess að leita eftir sérstökum félags- gjöldum. Framlög frá félögum eru að sjálfsögðu þegin með þökkum. lega að Ketilsstöðum, en þar bjuggu þau öll sín búskaparár upp frá því. Þau eignuðust átta börn í farsælu hjónabandi. Öll hafa þau erft mann- kosti foreldra sinna. Nutu þau þess, ekki síst á efri árum, en Salómon lést árið 1977. Tvö börn sín misstu þau hjónin, mikið efnisfólk, langt um aldur fram. Kristín var mikil jafnréttis- og félagshyggjukona. Á sínum yngri árum starfaði hún í ungmennafé- laginu og síðar varð hún einn af stofnendum Kvenfélags Dyrhóla- hrepps og í stjórn þess um áratuga skeið. Einnig var hún einn stofn- enda Kirkjukórs Skeiðflatarsóknar sem hún var virkur félagi í fram á níræðisaldur. Var hvarvetna mikill fengur af veru hennar, enda var hún einstaklega vel máli farin og hafði gott lag á að sætta og bæta ef út af bar. Þarna naut sín einnig vel góð kímnigáfa hennar og gerði hún ópsart grín að sjálfri sér ef svo bar undir. I vöggugjöf hlaut hún óvenju tæra og fallega sópranrödd. Var hún mikill unnandi söngs og tóna eins og bræður hennar, enda öll virk í sönglífi sveitarinnar. Það var skemmtileg tilviljun að þessi samiýmdu systkini frá Steig skyldu velja sér bústaði svo að segja hlið við hlið í sinni kæru heimasveit. Þau Þorsteinn og Kristín á Ketils- staðabæjum og Sigurður Bjarni í Litla-Hvammi. Ekki man ég til þess að nokkru sinni bæri skugga á ná- grenni þessara bæja og börn þeirra allra voru eins og einn stór systkina- hópur. Persónulega á ég svo ótal marg- ar kærar minningar tengdar henni Stínu frænku éins og við kölluðum hana alla tíð. Glettin tilsvör henn- ar, lifandi frásögn, hlýtt viðmót. Hún var mikil trúkona og minnist ég þess er henni var sagt frá litlu barni sem hafði beðið fyrir henni veikri hve það gladdi hana. Hún trúði á mátt þeirrar bænar sem beðin var af einlægni barnsins. Hún var svo gæfusöm að halda andlegri heilsu þótt líkaminn væri farinn að gefa sig. Minni trútt og hugsun óvenju skýr. Fannst mér hún aldrei vera gömul þrátt fyrir háan aldur og ungir sem aldnir fóru jafnan ríkari af hennar fundi. Alls þessa er nú minnst af þakklátum huga. Börnum hennar og afkom- endum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Unnur Þorsteinsdóttir c 1^0 •/* LATTU SOLARORKUNA VINNA FYRIR ÞIG! Fáðu þér sólarrafhlöðu í: SUM ARBÚ ST AÐINN, SKEMMTIBÁTINN \ ^ ^ OG FL. OG FL. X X 4 Auðveldar í uppsetningu ^ og algjörlega viðhaldsfríar. SÝNING LAUGARDAG FRA KL. 10-16 BILDSHOFÐA 12 — SIMI 91 - 68 00 10 Blue Coral Super Wax er sannkallað ofurbón. Bónið er borið á og síðan þurrkaö yfir meö hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puð, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en meö venjulegu puðbóni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.