Morgunblaðið - 02.06.1990, Page 38

Morgunblaðið - 02.06.1990, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR' 2. JÚNÍ 1990 Aóalfundur SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA verður haldinn dagana 7. og 8. júní 1990 í Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Fundurinn hefst kl. 9 úrdegis. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Barnaheilsuskór Verð kr. 1.495,-. Litur: Hvítt með bleiku. Stærðir: 29-35. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum. KHNSUN KNH0NM 8.689212 E«tt*«<*u3, Stmi: 18519 Hitastillt baðblöndunartæki ss Fallegt útlit Sómir sér vel í öllum baðherbergjum, auðvelt að þrífa. Vönduð framleiðsla Tæknilega vel hannað, nákvæmt og endingargott. Hentar vel fyrir íslenskt hitaveituvatn Góð kaup Verðið er hagkvæmt og sparnaður verður á heita vatninu. HÉÐINN /ÉLAVERSLUN. SÍMI 624260 SÉRFRÆÐmJONUSTA - LAGER fclk í fréttum Morgunblaðið/Björn Blöndal SUÐURNES Börn kennaranna útskrifast NÝSTÚDENTAR frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja voru 40 á vorönn, en skólaslit fóru fram í Keflavíkurkirkju að þessu sinni. AIls hafa 496 stúdentar ver- ið brautskráðir frá skólanum frá upphafi og sagði Ægir Sigurðsson skólameistari að hópurinn væri óvenju stór að þessu sinni. Svo skemmtilega vildi til að skóla- meistari, aðstoðarskólameistari og tveir kennarar skólans áttu börn sem þeir útskrifuðu sem stúdenta og hlaut sonur skólameistarans janframt viðurkenningu fyrir góð- an námsárangur. A meðfylgjandi mynd eru skóla- meistari, aðstoðarskólameistari og 2 kennarar Fjöibrautaskóla Suðurnesja ásamt börnum sínum sem þeir voru að útskrifa sem stúdenta. í aftari röðinni frá vinstri eru hjónin Alma Vestmann og Ægir Sigurðsson skólameistari ásamt syninum Nikulási Ægis- syni, en hann fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sögu og félagsfræði. Þá koma hjónin og kennararnir Hulda Þorkels- dóttir og Hörður Ragnarsson sem er lengst til hægri í aftari röðinni, en á milli þeirra e_r sonur- inn Brynjar Harðarson. í fremri röðinni er Sturlaugur Ólafsson aðstoðarskólameistari ásamt dætrunum Unni og Margréti, sem er lengst til hægri, litli drengurinn er sonur Unnar og heitir Davíð Baldursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.