Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Sovétmaður
og Tékki til
Tindastóls?
MIKLAR líkur eru á því að Sov-
étmaður og Tékki muni bætast
í raðir körfuknattleiksmanna
Tindastóls fyrir næsta vetur.
Sovétmaðurinn sem leikmaður
og Tékkinn sem þjálfari.
Falleg mörk
í Kópavogi
Breiðablik vann Grindavík 2:1 í
Kópavogi. Hilmar Sighvatsson
skoraði eina mark fyrri hálfieiksins.
Hann sendi knöttinn mjög laglega
neðst í markhornið
Katrín beint úr aukaspyrnu
Friðríksen skammt utan víta-
skrífar teigs, á 17. mín.
A 51. mín. skor-
aði Breiðablik aftur eftir fallegt
spil. Þar var Þorsteinn Geirsson að
verki með skoti utan af hægri
kanti, neðst í hornið fjær. Mjög vel
var að markinu staðið; undirbúning-
urinn laglegur, en Skúli Jónsson
markvörður hefði þó átt að ná að
veija.
Gunnlaugur Einarsson kom inn
á miðjuna hjá Grindvíkingum strax
eftir hlé og.lífgaði mjög upp á spil-
ið. Eftir að Blikarnir komust í 2:0
sóttu Grindvíkingar meira, Ragnar
Eðvaldsson átti m.a. skot í stöng
af stuttu- færi og síðan minnkuðu
þeir muninn á 66. mín. Einar Daní-
elsson fékk boltann á miðju, „labb-
aði“ framhjá fimm varnarmönnum,
var allt í einu í teig fyrir miðju
marki og skoraði auðveldlega. Ótrú-
legt en satt! Mjög vel gert.
Þorsteinn Geirsson var mjög góð-
ur í liði Breiðabliks, Eiríkur í mark-
inu og Guðmundur Guðmundsson
léku einnig vel, svo og Valur en
hann fór meiddur af velli snemma
í seinni hálfleik. Hjá Grindvíkingum
var Einar Daníelsson bestur. Eina
Asbjörn Ólafsson lék einnig vel og
varamaðurinn Gunnlaugur Einars-
son breytti leik liðsins til hins betra
í síðari hálfleik.
Barátluleikur í
Garðinum
Víðismenn kræktu sér í dýrmæt
stig í Garðinum í gærkvöldi
þegar þeir sigruðu Siglfirðinga 1:0
í miklum baráttuleik. Steinar Ingi-
■■■■■■ mundarson skoraði
Björn sigurmarkið í fyrri
Blöndal hálfleik með glæsi-
skrífarfrá legu skoti sem
markvörður Sigl-
firðinga átti ekki möguleika á að
verja. Víðismenn léku oft ágætlega
framan af í fyrri hálfleik, en eftir
að þeir höfðu skorað datt botninn
úr leik þeirra. Siglfirðingar áttu þá
nokkur hættuleg upphlaup og áttu
meðal annars skot í stöng. Síðari
hálfleikur var ekki eins góður og
sá fyrri og höfðu leikmenn hvorugs
liðsins þá erindi sem erfiði.
Morgunblaðið/Einar Falur
Twö fyrstu mörk Fylkis gegn Leiftri í gærkvöldi. Á stóru myndinni gerir Þoi-valdur markvörður örvæntingarfulla
tilraun til að koma í veg fyrir sjálfsmark Steingríms Eiðssonar (2:0), en á þeirri minni skorar Indriði Einarsson fyrsta
markið án þess að Ómar Torfason, þjálfari og leikmaður með Leiftri, fái rönd við reist.
Óskabyijun Fylkis
Tvö mörk á upphafsmínútunum kváðu Leiftur í kútinn
Skúli
Unnar
Sveinsson
skrifar
ÞAÐ má með sanni segja að
Fylkismenn hafi fengið óska-
byrjun gegn Leiftri í Arbæ. Þeir
skoruðu tvö mörk á aðeins
tveggja mín. kafla í upphafi
leiks, á 10. og 12. mín., og eft-
ir það var aldrei spurning um
hvað hvort lið færi með sigur
af hólmi.
Fyrsta markið skoraði Indriði
Einarsson með glæsilegu skoti
úr miðjum teig, efst í markhornið.
Vöm Leifturs var mjög illa á verði
og mistókst að
spyrna út úr teign-
um í þrígang áður
en knötturinn barst
til Indriða. Strax
tveimur mín. síðar sá varnarmaður-
inn Steingrímur Örn Eiðsson um
að auka forskot Árbæinga er hann
skallaði í eigið mark. Hann ætlaði
Þorvaldi markverði sendinguna, en
boltinn sigldi framhjá Þorvaldi og
í markið. Enginn andstæðingur var
nálægur og enginn hætta virtist þvi
á ferðum.
Kristinn Tómasson sá um að inn-
sigla sigurinn með þriðja marki
leiksins. Ingi Ingason lék upp að
endamörkum vinstra megin, gaf á
Indriða sem átti gott skot sem Þor-
valdur varði. Hann hélt þó ekki
knettinum, Kristinn fylgdi vel á
eftir og skoraði af öryggi.
Sigur Fylkis var mjög öruggur.
Pétur Óskarsson, aftasti maður í
vörn, var besti maður liðsins —
mjög öruggur. Einnig léku Páll
Guðmundsson markvörður, Indriði
og Hörður Valsson vel. Hjá Leiftri
var fátt um fína drætti. Allan brodd
vantaði í leik liðsins.
Björn
Björnsson
skrifarfrá
Sauöárkróki
Tindastóll vann ÍR
á Sauðárkróki
Tindastóll sigraði ÍR 3:1 á Sauð-
árkróki. Guðbrandur Guð-
brandsson skoraði fyrst fyrir hei-
maliðið á 42. mín. Guðbjartur
Magnason átti þá
skot eftir fyrirgjöf,
markvörður ÍR varði
en missti knöttinn
frá sér og Guð-
brandur Guðbrandsson fylgdi vei á
eftir og skoraði.
Eftir þetta færðist mikið líf í
ÍR-inga og þeir áttu þunga sókn
að marki Tindastóls sem ekki bar
þó árangur.
Tindastólsmenn komu sprækir til
leiks eftir hlé og á 50. mín. átti
Guðbrandur fallega fyrigjöf frá
hægri, Guðbjartur batt endahnútinn
á sóknina og skoraði, 2:0. ÍR-ingar
tvíefldust við mótlætið og gerðu
harða hríð að marki heimamanna.
Leikurinn fór að mestu fram á vall-
arhelmingi Tindastóls, sem þó átti
nokkrar skyndisóknir — og í einni
þeirra skallaði Björn Sigtryggsson
í þverslá. En barátta ÍR-inga bar
ávöxt á 63. mín. Vörn Tindastóls
gerði þá hver mistökin af öðru og
Jón G. Bjarnason skoraði fyrir ÍR.
Jónas Björnsson skoraði svo þriðja
mark heimamanna á 75. mín. með
glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu
rétt utan vítateigs.
í heild var leikurinn heldur léleg-
ur, baráttuleikur og mistök á báða
bóga. ÍR-liðið virkaði meira sann-
færandi, reyndi meira stutt spil en
náði ekki að nýta sér nema eitt
þeirra tækifæra er liðið fékk. Sókn-
armenn Tindastóls voru beittari og
heppnari en ÍR-ingar en vörn liðsins
var oft illa á verði og áttu ÍR-ingar
mjög auðvelt með að leika báða
kantana fría og skapa þannig hættu
við mark Tindastóls.
Jón G. Bjarnason var bestur hjá
IR og Stefán Arnarson, markvörð-
ur, var bestur í heimaliðinu. Auk
þess átti Ólafur Adolfsson góðan
ieik í vörn Tindastóls.
Júgóslavarnir
bestir á Selfossi
Keflvíkingar gerðu góða ferð til Selfoss í gærkvöldi og sigruðu heima-
menn 2:1 í frekar slökum en jöfnum leik. Júgóslavinn Marko Pan-
asic kom gestunum á bragðið með góðu marki um miðjan fyrri hálfleik
og stundarfjórðungi fyrir leikslok bætti Jóhann Magnússon öðru marki
■■■^■1 við. Páll Guðmundsson minnkaði muninn einni mínútu fyr-
Frá ir leikslok. Ekki er ástæða til að hæla neinum sérstökum,
Sigurði en segja má að júgóslavnesku leikmennirnir, tveir hjá Sel-
Jónssym fossi og einn hjá Keflavík, hafi verið bestir.
íþróttasamband íslands:
Hvetur til samstöðu gegn siðleysi
F ramkvæmdastjórn ÍSÍ sendi
Morgunblaðinu eftirfarandi:
„í tilefni þeirrar smekklausu
og leiðinda atburða, er áttu sér
stað á Laugardalsvellinum í
tengslum við landsleik íslands og
Albaníu hinn 30. maí s.l. ályktar
framkvæmdastjóm ÍSÍ eftirfar-
andi:
Framkvæmdastjórnin harmar
þá siðlausu og sjúklegu atburði
er áttu sér stað í tengslum við
umræddan landsleik og hvetur
alla hlutaðeigandi aðila, svo sem
vallaryfírvöld, lögreglu og Knatt-
spymusamband íslands til að
kanna og leita allra hugsanlegra
leiða til að slíkir atburðir endur-
taki sig ekki.
Hvers kvns skrílslæti, óregla
og uppþot á kappleikjum erlendis,
eru öllum kunn af fréttum. Sýni-
legt er, að hliðstæðra tilhneiginga
gætir hérlendis.
Af þeirri ástæðu er gríðarlega
mikilvægt að allir, sem áhrif geta
haft, leggist á eitt og sameinist
um að koma í veg fyrir samskon-
ar þróun hér á landi. Sterkt og
öflugt almenningsálit vegur þar
einnig þungt.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hvetur
því alla sem hlut eiga að máli,
og heitir þeim stuðningi sínum í
þeirri viðleitni að skapa sérhveij-
um kappleik og íþróttamóti þá
ímynd og umgjörð, sem samboðin
er drengilegri og heiðarlegri
íþróttakeppni."
Nánast er frágengið samkomu-
lag við Sovétmanninn, sem er
2,11 metrar á hæð, 26 ára og hefur
leikið bæði með A og B-landsliði
■■■■■■ Sovétríkjanna. Þá er
Björn ' aðeins beðið eftir
Blöndal undii'skrifts samn-
skníar ings við tékkneska
þjálfarann. Um er
að ræða þjálfara sem starfað hefur
17 ár í tékknesku úrvalsdeildinni
og hefur verið þar með lið í topp-
bai'áttunni. Búist er við, að þegar
samningar hafa verið undirritaðir
að báðir þessir menn komi til lands-
ins um mánaðannótin júlí/ágúst,
en þá vei'ður undirbúningurinn und-
ir keppnistímabilið kominn á fulla
ferð.
HANDBOLTI
Ámi Indriða-
son stjómar
Víkingum
Arni lndriðason, sem hefur
þjálfað Gróttu undanfarin
ár, fer aftur á fornar slóðir á
næsta keppnistímabili — verður
Guðmundi Guðmundssyni, þjálf-
ara Víkings, til aðstoðar og
stjórnar liðinu í leikjum.
„Við erum mjög ánægðir með
að hafa fengið Arna aftur til
liðs við okkur,“ sagði Kristján
Sigmuudsson, formaður Hand-
knattleiksdeildar Víkings, við
Morgunblaðið. „Við þurftum á
hæfum þjálfara að halda til að
Guðmundur gæti einbeitt sér
sem leikmaður í leikjum og leit-
uðum því til Árna.“
URSLIT
KIMATTSPYRNA
2. dcild:
Víðir-KS..........................1:0
Steinar Ingimundarson.
UBK—Grindavík.....................2:1
Hilmar Sighvatsson, Þorsteinn Geirsson —
Einar Daníelsson.
Tindastóll—ÍR.....................3:1
Guðbrandur Guðbrandsson, Guðbjartur
Magnússon, Jónas Björnsson — Jón G,
Bjarnason.
Fylkir—Leiftur....................3:0
Indriði Einarsson, Steingrímur Örn Eiðsson
(sjálfsmark), Kristinn Tómasson.
Selfoss—ÍBK.......................1:2
Páll Guðmundsson — Marko Panasic, Jó-
hann Magnússon.
3. deild:
Völsungur—TBA.....................2:1
Ásmundur Amarsson, Erling Aðalsteinsson
— Halldór Jóhannsson. ^
BÍ-Dalvík.........................1:2
Stefán Tryggvason — Þorsteinn Guðbjarts-
son, Ágúst Sigurðsson.
Haukar—Þróttur N..................3:1
Brynjar Jóhannesson 3 — Kristján Svavars-
son.
Þróttur R.—Einheiji...............7:0
Óskar Óskarsson 2, Ásmundur Vilhelmsson
2, Sigurður Hallvai-ðsson, Ásmundur Helga-
son, Haukur Magnússon.
4. deild:
Árvakur—HK........................3:1
Páll Bjömsson, Elías Guðmundsson, Vil-
helm Frederiksen — Róbert Haraldsson.
Augnablik—Hafnir..................3:4
Sigurður Halldórsson, Viðar Gunnarsson,
Guðmundur Halldórsson — Ólafur Sól-
mundsson 2, Hallgiimur Sigurðsson, eitt
sjálfsmark.
ÞRIÞRAUT ISI
Á morgun verður fyrsta keppni í þríþraut
á vegum ISÍ, en frekari mót eru fyrirhuguð
í sumar. Keppt et' í sundi, hjólreiðum og
hlaupi. Byijað verður í sundlauginni í
Hveragerði kl. 8:30 í fyrramálið og synda
keppendur 1.100 metra. Síðan verður hjólað
. áleiðis , til Reykjavíkur ,unj það bil 30 km
og loks hlaupið 7,5 til 8 km inn í Árbæ.
KORFUBOLTI